Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Síða 8
t Skjótt skipast veður í iofti og bregður til þess sem verða vill. Guðmundur vinur minn í Holti er látinn. Slíkt ætti ef til vill ekki að koma á óvart með fullorðinn mann, þó óraði okkur ekki fyrir því að svo skjótt kæmu skapadægur. Um hver áramót lítum við gjarnan til baka og eins fram um veg. Við vitum ofurvel að á þeim vegi sem stefnir fram í hið ókomna er einhversstaðar opin gróf sem bíður og þar eiga allir einn hlut. Hitt vitum við einnig að bak við þá gröf bjarmar af nýjum degi. Með þeim félögum mínum Guðmundi og Geir Jóni heitnum Ásgeirssyni átti ég margar mínar bestu stundir. Peir voru að vísu báðir all miklu eldri en ég en samtskildi aldurinn okkur aldrei að, og þó ég væri í samanburði við þá aðeins sveinstauli hvað alla reynslu varðaði, þá galt ég þess í engu en naut forréttindanna. Þegar haldið var til veiða var Guðmundur ætíð foringinn. Hann sat við hlið bílstjórans, rólegur, yfirvegaður og æðrulaus og sagði til um hvar best mundi að fara í það og það skiptið. Stundum leist okkur hinum ekkert á blikuna en alltaf sá Guðmundur leið út úr ögöngunum. Ég minnist þess til dæmis þegar við vorum komnir í hálfgerða sjálfheldu í hlíðum Sandkúlufells og sáum enga undankomuleið þar sem við vorum staddir í lausum skriðum og hliðarhalla. En stundum er hið einfaldasta of einfalt og það sem við sáum ekki fór ekki framhjá augum Guðmundar og heim komumst við án teljandi erfiðleika. Þannig skilaði lífsglöð útsjón- arsemi Guðmundar okkur æði oft á réttan veg fram hjá ógöngum og erfiðleikum. Guðmundur var veiðimaður af Guðs náð en hann var einnig náttúruunnandi. Veiðiferð með honum var því sælustund. Ekki cinungis vegna þess hve auðvelt var að njóta með honum spennu veiðimannsins hvort sem var inn við Helgafell eða Sandkúlufell, heldur einnig hvernig umhverfið allt fékk annan lit vegna athugasemda hans og lifandi athyglisgáfu. Guðmundur og fjölskyldan í Holti voru höfð- ingjar heim að sækja. Það var ekki einungis að rausnarskapurinn væri með eindæmum, heldur kunnu þau og þá list að taka svo á móti gestum sínum að þeim fannst þeir allir vaxa og gátu til fullnustu notið þess yls sem þau vildu umvefja gesti sína og vini. Við ræddum stundum um það félagarnir hvað tæki við og hvernig þær veiðilendur mundu vera sem biðu okkar. Og þó umræðan væri stundum hulin gáska þá bjó þó alvaran undir þung og djúp. Þegar vinur okkar Geir Jón kvaddi þá átti Guðmundur huggunarorð. Lífið heldur áfram sagði hann og einnig hér heldur vináttan áfram að verma daginn og stundina. Á kveðjustund kemur margt fram í hugann sem aldrei verður tíundað. Þann fjársjóð geymir minningin ein. Ég bið ástvinum þínum blessunar Guðs og sjálfur vildi ég kveðja þig með orðum Hannesar Péturssonar. Vinur sögu, söngs og Ijóðs þú sagðir mér að dauðans hönd hún leiddi allt vort líf til góðs er leysast mundu jarðarhönd. 8 Ég veit ei slíkt en vona þó að veröld fögur opnist þér. Ég fel þig dauðans dul og ró því djúpi sem er hulið mér. Pétur Jökull t Þegar mér barst lát vinar míns og t'rænda Guðmundar í Holti. þurfti að segja mér það oft svo fjarlægt fannst mér það, að hann sem ég hal'ði hitt hressan og kátan fyrir skömmu skyldi nú svo skyndilega vera burtu kallaður. „Líf mannlegt endar skjótt" segir Hallgrímur Pétursson sálmaskáld og þannig var það með Guðmund í Holti. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 1. janúar 1984. Guðmundur var fæddur að Gcithömrum í Svínadal þann 26.8. 1910 og því á 74. aldursári þegar hann lést. Sonur Þorsteins Þorsteinssonar bónda á Geithömrum í Svínadal. Þorsteinssonar, Þorsteins Helgasonar bónda á Grund. Afkomend- ur Þorsteins Helgasonar og konu hans Sigurbjarg- ar Jónsdóttur eru orðnir fjölmargir og ættin kcnnd við Grund. Móðir Guðmundar var Halldóra Björnsdóttir frá Marðarnúpi Vatnsdal. Foreldrar Guðmundar bjuggu góðu búi á Geithömrum, og minnist ég þess er ég kom þangaö ungur drengur hvað allir hlutir voru í föstum skorðum á heimilinu og gestrisni og höfðingsskapur ríkjandi. Börn þeirra voru auk Guðmundar, Björn trésmiðpr Reykjavík. Þorsteinn bóndi Geithömr- um, Þorbjörg áður húsfreyja á Auðkúlu býr nú í Reykjavík, Jakob leigubíIstjóri Reykjavík og jafnframt að byggja upp nýbýli á Brúarvöllum í Svínadal og Jón sonur Þorsteins afgreiðslum. Reykj.aVík. Snemma fór Guðmundur að vinna við bú föður síns, var hann natinn við skepnur og með afbrigðum glöggur á fé. Má segja að snemma beygðist krókurinn að því sem varð, eignaðist hann ungur nokkurn bústofn sem hann hafði á • Geithömrum og vann utan heimilis þá vinnu sem gafst cn það var einkum vegavinna og var liann verkstjóri við lagningu Svínvetningabrautar í mörg ár. Á árunum 1931-1933 • stundaði Guömunduf nám á bændaskólanum Hólum í Hjaltadal cins og margir bændasynir sem ætluðu að gera búskap að ævistarfi. Aðloknu námijukust umsvif Guðmund- ar við búskapinn. Bjó hann fvrst móti Þorsteini bróður sínum á Geithömrum, en árið 1945 kvæntist hann frænku sinni í Holti Soffíu jóhanns- dóttur bónda þar Guðmundssonar. Þorsteinsson- ar frá Grund, Fluttist Guðmundur þá aö Holti og bjó á móti tcngdaforeldrum sínum Jóhanni og Fannýju þar til þau hættu búskap J948 og fluttust til Revkjavík- ur. Tóku þá Guðmundur og Soffía við allri jörðinni. ' Á þeim árum sem ungu hjónin í Holti hófu búskap var ekki bjart yfir í landbúnaði. sauðfé hrundi niður úr mæðiveiki og mjólkursamlag ekki tekið til starfa. Erfiðleikar eru á margan hátt þroskandi fyrir þá sem sigra þá. Þau Holtshjón voru bæði vel af guði gerð og höfðu búið sig sem best undir að takast á við verkefni þau sem biðu þeirra. í Holti hefur löngum verið vel búið og þarvoru góðar byggingar á þess tíma mælikvarða, en nú fóru í hönd breyttir tímar og búskaparhættir. Það gamla sem notast hafði verið við um aldirog þótt gott missti gildi sitt og nýtt kom í staðinn. Guðmundur var fljótur að átta sig á þeim breyttu tímum scm í hönd fóru. Hafjst var handa við að rækta og byggja, þar rak hvað annað. íbúðarhús, fjárhús, fjós, hlöður og ræktun. Allar þessar framkvæmdir bera þess vott að vel var að unnið og hugsað lengra en til líðandi stunda. Segja má að Holt hafi fengið nýtt andlit í búskapartíð Guðmundar og Soffíu og það mikið og frítt og þau ef líta mættu verk sín sagt: Við byggt hér höfum höfuðból sem guð á himnum okkur fól. Par niðja vorra verður skjól uns veröld fersl og slokknar sól. Snemma fór Guðmundur að taka þátt í félags- málum. Gekk hann í ungmennafélag Svínavatns- hrepps á fyrstu árum þess og var í stjórn og formaður í allmörg ár. Á þessum árum stóð félagið fyrir byggingu samkomuhúss í sveitinni, sem ber vott um stórhug þeirra sem að stóðu og trú á framtíðina. Guðmundur átti sæti í hreppsnefnd Svínavatns- hrepps í 35 ár og oddviti í 20 ár eða frá 1958-1978, en þá baðst hann undan endurkjöri. Á þessum árum sem Guðmundur var oddviti voru framfarir í hreppnum meiri en þær höfðu áður orðið, og margt vandamálið þurfti sá að leysa sem hafði forsjá hreppsins með að gera, en Guðmundur leysti hverja þraut þá að bar með lægni og umburðarlyndi, svo allir gátu vel við unað. Þá var Guðmundur í stjórn Búnaðarfélags Svínavatnshrepps í 20 ár. í stjórn Sölufélags A-Hún frá 1973-1982, sóknarnefnd Auökúlu- kirkju í mörg ár. Hann beitti sér fyrir endurbygg- ingu Auðkúlukirkju en hún var orðin mjög hrörleg og um tíma aflögð sem kirkja. Nú er hún hið veglegasta hús og söfnuðinum til sóma. Konu sína missti Guðmundur28. 6. '74. varhún þá aðeins 54 ára gömul. Hafði hún verið Guð- mundi traustur lífsförunautur og mótað heimilið í Holti af myndar og rausnarskap. Allir sem kynntust Soffíu syrgðu hana. hún hafði svo mikið að gefa, hafði svo stórt hjarta. Fyrir Guðmund og börnin sem voru flest á unglingsárum var þetta mikið áfall. Börn þeirra eru Jóhann bóndi Holti, Þorsteinn doktor í jarðvegsfræðum. kennari við háskóla í V-Berlín. Halldór bóndi Holti. Bragi menntaskólakennari Akureyri og Bryndís Fanný sjúkraþjálfi Reykja- vík. Guðmundur var alla tíð ötull talsmaður aukinnar menntunar og bættrar aðstöðu ung- menna til náms. 1 hans oddvitatíð sameinuðust 7 hreppar sýslunnar um byggingu og rekstur barna og unglingaskóla á Reykjum við Reykjabraut. Húnavallaskóla. Var Guðmundur mörg ár gjaldkeri skólans og vann það starf sem önnur af hagsýni og trú- mennsku. Síðari árin minnkaði Guðmundur við sig búskap og bjó með sonum sínum Jóhanni og Halldóri. Hafa þcir feðgar rekið í Holti eitt stærsta bú ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.