Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Qupperneq 10

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Qupperneq 10
hann átti aö taka við Deildartungu. föðurleifð sinni. Vildi hann búa sig sem best undir það starf og gekk í Bændaskólann á Hvanneyri haustið 1907. Hann stundaði þar nám í tvo vetur, stóð vel að vígi, naut þess að hafa verið 1 vetur í gagnfræðaskóla og bústjóri á stóru búi í 4 ár og ekki háði honum fjárksortur. Nokkur samgangur mun hafa verið á milli Hvanneyrar- og Hvítár- bakkaskóla á þessum árum og víst er, að Jón og Sigurbjörg kynntust veturinn 1907-’08. Varla munu þau þó hafa heitbundist þann vetur, þótt kynnin nægðu til þess að þau gengu í hjónaband 5 árum síðar. Ég kynntist ekki þcim Deildartunguhjónum Sigurbjörgu og Jóni fyrren á fjórða tugaldarinnar þótt þegar á bernskuárum heyrði ég Jóns oft getið sem eins mcsta fjárbónda landsins. Sumum fannst skagfirski barnakennarinn, Sig- urbjörg Björnsdóttir, færast mikið í fang, er hún tók að sér húsfreyjustöðuna í Deildartungu úr hendi hinnar þjóðkunnu myndarkonu Vigdísar Jónsdóttur. Þá voru þær Deildartungusystur allar giftar og höfðu sett upp heimili í Borgarfirði, nema Hallfríður, sem átti heima í Deildartungu uns hún giftist alllöngu síðar Guðmundi Jónssyni frá Króki í Norðurárdal, og bjuggu þau eftir það meðan bæði lifðu góðu búi á næstu jörð, Kletti. Ótti við að Sigurbjörg væri ekki starfi sínu vaxin var óþarfur. Henni fylgdi gæfa og gengi að Deildartungu. Þau hjónin voru með cindæmum samhent. elskuðu og virtu hvort annað og þótt þau væru um ýmislegt ólíkrar gerðar, þá bættu þau hvort annað upp svo að samlíf þeirra. heimili og ævistarf var sönn fyrirmynd og héraðssómi. Þau Sigurbjörg og Jón voru samhent að dugnaði og iðjusemi. Jón var í senn stórhuga. ráðsnjall og ráðríkur bæði á heimili og í héraði. Heima hleypti hann upp stórbúi og átti lengi vel um 700 fjár á vetrarfóðri. fjölda hrossa og allstórt kúabú. sem stækkaði mjög eftir að mæðiveikin tók að mylja niður fjárstofninn um miðjan fjórða tug aldarinn- ar. Jón var stórtækur umbótamaður síns tíma. Honum var bænda ljósast að afkoma íslenska bóndans byggist á heyöflun og fénað allan þyrfti að fóðra til afurða. í Deildartungu var að vísu mikið graslendi. en lítið af því auðræktað án framræslu. Hann sótti alltaf heyskap af kappi og jók út túnið ár frá ári svo að hann var bænda fyrstur til að afla nægrar töðu handa sínu stóra búi. Hann cndurnýjaði og stækkaði öll penignshús jarðarinnar áður en nútíma byggingartækni kom til sögunnar. Jóni lék ungum hugur á að nýta ylinn frá Deildartunguhver, sem lá 570 m frá íbúðarhúsi og miklu lægra. Þetta var áður en hitaveitur komu til sögunnar í þéttbýli, en einn sveitungi Jóns. Erlendur á Sturlu-Reykjum. hafði þó leitt heim gufu frá hver skammt frá húsi jarðarinnar. sem lá þó lægra. Sá sigur hvatti Jón. Tókst honum mcð ærnum kostnaði að beisia gufuna frá hvernum til upphitunar og suðu. Þessi umbót var hin mikilvæg- asta bæði hvað hagkvæmni varðaði og til þess að létta húsmóðurstörfin. Umsvifin heimafyrir nægðu ekki Jóni í Deildar- tungu. Hann var frá unga aldri sannur féiags- hyggjumaður. Hann þráði alhliða framfarir. hugs- aði ekki aðeins um eigin hag, heldur vildi leiða alla á veg framfara og aukinnar hagsældar. Hann stóð ungur að stofnun Ungmennafélags Reykdæla og var formaður þess frá stofnun og aðalheimili þess var í Ðeildartungu. Jón var hvatamaður að stofnun og starfrækslu 10 allra félagssamtaka í héraðinu. sem áttu að vinna að hag héraðsbúa og sat í stjórn flestra þeirra langtímum saman og oft formaður þeirra. Má í því sambandi nefna Kaupfélag Borgfirðinga, Mýra- og Borgarfjarðardeild Sláturfélags Suður- lands og síðar Sláturfélags Borgfirðinga, sem sameinaðist Kaupfélaginu síðar. Hann var í fararbroddi um samgöngubætur í héraðinu og við aðra landshluta t.d. um stofnun Skallagríms h.f. til að annast skipasamgöngur milli Borgarness og Reykjavíkur. Jón var ungur einn af brautryðjendum búnað- arfélasskaparins í Borgarfirði og einn af stofnend- um Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1910 og í stjórn þess frá stofnun þar til heilsu hans þraut um 40 árum síðar. Hann var formaður Ræktunar- sambands Borgarfjarðar- og Mýrarsýslu frá stofn- un meðan heilsa hans leyfði. Jón átti sæti á Búnaðarþingi frá 1929-1952 og var kjörinn í stjórn Búnaðarfélags íslands frá 1939 til 1952. Hann átti sæti í mörgum milliþinga- nefndum Búnaðarþings. Afurðasölumálin lét Jón sig miklu varða og átti lengi sæti í stjórn Mjólkursamsölunnar. Að sjálfsögðu var Jón einn af ráðamestu bændum sinnar sveitar. Icngi oddviti og sýslunefndarmaður. Hér hcfur aQ^ins verið drepið á hluta af þeim félagsmálum. sem Jón i Deildartungu vann að í þágu héraðs síns og bændastéttarinnar. sýnir það þó að fjarvistir hans frá búi og heimili hafa verið miklar auk þess sem oft hafa fundir verið haldnir þar heima og fjöldi gesta átt erindi við húsbóndann vegna hinna fjölþættu starfa hans. Allt þetta hlaut að auka álag á húsmóðurina og reyna á ráðdeild hennaf. Deildartunguheimilið hafði lengi verið hjúasælt og ekki minnkaði hjúasældin við komu Sigurbjarg- ar í húsfreyjusætið. Hún hafði frábæra skapgerð að mildi og drenglund svo að hún öðlaðist vináttu og virðingu allra sem henni kynntust. Öll störf innanhúss gengu fyrir sig af öryggi og festu án hávaða eða óróleika. jafnt barnauppeldið sem búskaparsýslið og gestamóttakan. en auðvitað komu börnin foreldrum sínum til aðstoðar jafn ört og þau náðu þroska til þess. Þau SigurbjörgogJón nutu barnaláns. Þau eignuðust 8 börn á 17 árum frá 1914 til 1931. Þau voru í aldursröð: Hannes. Björn. Vigdís. Andrés Magnús. Sveinn Magnús. Soffía Guðbjörg, Ragnheiður og Guðrún. Öll voru börnin hraust og miklum gáfum og mannskostum búin. Börnin vöndust öll vinnu við bústörf í foreldragarði og voru öll hvött til að undirbúa sig vel til að takast á við nytjastörf í lífsbaráttunni. þót( eigi veldi nokkurt þeirra langskólagöngu. Eitt barnanna. Sveinn Magnús. dó aðeins 17 ára hinn 1. október 1939. Varð hann fjölskvldunni allri harmdauði enda' við hann bundnar miklar vonir. Hin systkinin öll luku námi við Reykholts- skóla og öfluðu sér síðar ýmissrar sérmenntunar. Hannes lærði rafvirkjun. Björn. búfræðingur frá Hvanneyri 1935. Vigdís lauk prófi frá Garð- yrkjuskólanum á Reykjum 1940 og húsmæðra- kennaraprófi 1944, Andrés Magnús garðyrkjufræð- ingur frá sama skóla og Vigdís. Soffía Guðbjörg lauk húsmæðraprófi frá Varmalandi 1947 og handavinnukennaraprófi frá Handíðaskólanum 1951, Ragnheiður fóstrupróf frá Fóstruskóla ís- lands 1958 og Guðrún lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1950. Öll hafa börnin stundað störfin. sem þau bjuggu sig undir. Þess hetur enn ekki venð getið. að þau Deildartunguhjón Sigurbjörg og Jón beittu sér mjög í skólamálum héraðsins. Jón var einn þeirra sem stuðlaði að því að Hvítárbakkaskólinn var keyptur og starfræktur eftir að brautryðjandinn Sigurður Þórólfsson hætti þar störfum, og þegar Reykholtsskóli var stofnaður sem arftaki Hvítár- bakkaskóla vann Jón mjög að því máli og var fjárhaldsmaður skólans í mörg ár. Sigurbjörg og Jón unnu mjög að því að Húsmæðraskólinn á Varmalandi var stofnaður. Sigurbjörg var í undirbúningsnefnd þessarar skólabyggingar og í skólanefnd frá stöfnun skólans til 1971. Sigurbjörg var í skólanefnd Reykholtsdalsumdæmis um 20 ára skeið og formaður Kvenfélags Reykdæla frá stofnun þess. Ég og síðar við hjónin þekktum Deildartungu- heimilið vel enda þau hjón í hópi bestu vina okkar. Það var dæmigert menningarheimili þar sem samhugur, hlýja, myndarbragur og andleg sem verkleg menning réð ríkjum. Sigurbjörg var myndarkona að líkamlegu og andlegu atgerfi, engin tilhaldskona og laus við allt tildur, en látleysi og virðuleiki einkenndi allan heimilisbrag. Þótt Jón ætti til með að vera hrjúfur í svörum þá bjó hann yfir óvenju heitum tilfinningum og traustum persónuleika. Sambúð þeirra hjóna var svo samstillt og hlý að unun var að kynnast henni, gáfurnar, bókmenntaþekkingin, raunsæ mann- þekking og vilji til að veita öllum fyrirgreiðslu og hjálparhönd var einstæð. Viðhorf þeirra hjóna til manna og málefna var svo jákvætt að eindæmum sætti, og aldrei var hallað máli á nokkurn mann, þótt auðfundið væri að húsbóndinn bar gott skyn á hæfni manna og til hvaða starfa mætti trúa hverjum. Jón Hannesson lést 12. júlí 1953 eftir nokkra hrörnun síðustu árin, aðeins 67 ára að aldri. Við fráfall hans urðu eðlilega breytingar á högum fjölskyldunnar. Björn og kona hanshöfðu nokkru áður byggt myndarlegt íbúðarhús og flutt í það. Á honum og móður hans hafði kúabúið hvílt á annan áratug en fjárbúið á Andresi. Nú var bújörðinni skipt og bræðurnir tóku við búsfor- ráðum hvor á sínum hluta, en Sigurbjörg tók að sér ráðskonustarf hjá Andrési og gegndi hún eða yngri systur hans því starfi til skiptis.uns Andrés hóf sambúð með Kolbrúnu Árnadóttur og börnum hennar. En Sigurbjörg var ekki hætt búskap. Jón hafði ásamt tveim öðrum Borgfirðingum og umdirrituðum tekið á leigu eyðijörð í Miðfirði 1948. og sett þar saman fjárbú, sem starfrækt var í 19 ár. Fjárskipti höfu þá farið fram í Miðfirði en óvíst hve mörg ár Borgfirðingar þyrftu að bíða eftir fjárskiptum. Þá bið þoldi hinn brennandi áhugi Jóns ekki. Hann kom til mín á skrifstofu mína snemma sumars 1948. bað mig að benda sér á hentuga eyðijörð á svæði þar sem fé væri heilbrigt og spurði, hvort ég vildi vera með að koma upp fjárbúi utan Borgarfjarðar. Ég sló til. Jón fékk jörðina þegar á leigu. Á henni var eitt mannvirki nokkurs virði. heyhlaða við fallin hús. Á 3-4 vikum um sumarið byggði Jón þar fjárhús fyrir 300 fjár og heyjaði túnið með orfi. Ijá og hrífu. Hafði hann með sér vinnuflokk 4 eða 5 manna. Búið blómgaðist skjótt. sem þakka má ráðsnilld og dugnaði Jóns í upphafi og auðsæld og trú- mennsku eins meðeigandans Eggerts Eggertsson- ar. sem annaðist búið frá 1950-'67. Eignarhluta Jons í búi þessu kaus Sigurbjörg sér til handa og gafst hann hcnni vel. Sigurbjörg átti lögheimili ÍSLENDINGAÞÆTTIB

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.