Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Side 12
lýsing Hæstarcttar kemur mér nú í hug, er ég
minnist þess kjarna samvalinna félaga með Hall-
dór Þorsteinsson í fararbroddi, sem samtaka
stóðu að pólitísku verki á staðnum í Vesturlands-
kjördæmi og á Akranesi á því tímabili, sem ég
nefndi áðan. Að öðrum ólöstuðum var það
fimmmannanefndin svokallaða, þeir Halldór Þor-
stcinsson. Halldór Backman, Sigurður Guð-
mundsson, Ársæll Valdemarsson og Þórður
Valdemarsson. Meðþessum mönnum tókst einlæg
persónuleg vinátta, svo birtu stafaði af í allar áttir
og í verki voru þeir hamhleypur og mjög samtaka.
Enn stendur félagsheinrilið Rein sem minnisvarði
um þá félagslegu og pólitísku grósku, sem
dafnaði í kringum þessa menn. Halldór Þorsteins-
son er fyrstur kallaður úr þessum hópi og ég veit
að ég tala fyrir munn þeirra allra, þegar honum
nú eru fluttar þakkir og kveðjur.
Eitt var það í fari Halldórs Þorsteinssonar, sem
einkenndi hann öðru fremur, en það var kröfu-
harkan. Hann krafðist þess og hélt því fram sem
kenningu, að sósíalisti ættí að vera til fyrirmyndar
í hvívetna. Þannig væri hægt að þekkja þá úr.
Ekki beitti hann þessari kenningu aðeins gagnvart
öðrum, heldur miklu fremur gagnvart sjálfum sér,
og voru vinsældir hans og virðing á vinnustað hjá
Þorgeir og Ellert lýsandi dæmi þess.
Halldór Þorsteinsson var vandaður maður til
orðs og æðis. Hann var einarður í skoðunum og
fastur fyrir en mjög velviljaður og glaður í
vinahópi.
Ég votta Rut mína innilegustu samúð, en hún á
fullan hlut í þakklæti rnínu á þessari kveðjustund.
þegar ég minnist góðra daga og heimili hennar og
Halldórs stóð mér ævinlega opið. Það er huggun
harrni gegn fyrir Rut, eins og okkur félaganna. að
minningin lifir um góðan drcng.
Ingi R. Helgason
t
Ar líða hratt. Eg liefi
heyrt þeirra vcengjaslög
út yfir eyðisanda,
inn yfir heiðadrög.
Hvað varða mig vœngjastög tímans
hvað varðar mig sólarlag.
Guðnumdur Böðvarsson
Þessi stef hafa oft kornið upp í huga mér nú
þessar síðustu vikur og daga, meðan vinur minn
Halldór Þorsteinsson hefur verið að berja nestið.
og nú kvatt okkur vini sína.
Maður er alltaf að kveðja vini sfna. og eftir því
sem árin líða, kveður maður fleiri og fleiri hinstu
kveðju. Mikið sakna ég þín Halldór. - Ógn var
tómlegt að koma heini til þín, þcgar þú varst þar
ekki lengur. Stóllinn þinn auður. dautt í pípunni
þinni og penninn lokaður. En hvað varðar mig
vængjaslög tímans, hvað varðar mig sólarlag.
Ég er þakklát fyrir árin sem ég hef átt þig og
Rut að vinum og það breytist ekkcrt. Þið verðið
á ykkar stað í vitund minni.
Halldór Þorsteinsson var fæddur á Óseyri við
Stöðvarfjörð 23. júlí 1912. Foreldrar hans voru
þau hjónin GuðríðurGuttormsdóttirog Þorsteinn
Þorsteinsson. Þó Halldór sé fæddur Austfirðingur
og alinn þar upp, er hann í mínum huga fyrst og
12
síðast Skagamaður. A Akranesi lifði hann sín
manndómsár, hér átti hann heimili sitt með henni
Rut Guðmundsdóttur frá Helgavatni í Þverárhlíð
í Borgarfirði, og hér uxu drengirnir þeirra Sigurð-
ur og Birgir úr grasi.
Það var mikil missa fyrir okkur Skagamenn
þegar Halldór og Rut, ásamt Halla Bach. og
Hönnu Ásu og Sigga, ásamt fjölskyldum þeirra,
tóku sig upp og fluttu til Reykjavíkur. Það lá við
að maður elti. Þessar fjölskyldur voru svo samein-
aðar og samtaka að maður nefnir þær oftast
saman. Þetta fólk bar að stórum hluta uppi starf
sósíalískrar hreyfingar á Akranesi. Voru forsvars-
menn hreyfingarinnar í bæjarfélaginu, og þau áttu
stærstan hlut að byggingu Reinar, sem nú er
félagsheimili Alþýðubandalagsins á Akranesi, og
gegnir stóru hlutverki í samkomuhaldi Akurnes-
inga. Það var Halldór sem valdi heimilinu nafn,
úr íslandsklukku Halldórs Laxness og í minningu
Jóns Hreggviðssonar, hins fræga snærisþjófs á
Skaga. Hann fékk Ragnar Lár til að teikna mynd
af Jóni, sem prýðir salarkynni Reinar. og það eru
margir sem eiga myndina í eftirprentun.
Halldór var einn af gömlu kommunum og virtur
sem slíkur. Hann lét aldrei af hugsjón sinni. Hann
er eini maðurinn sem ég þekki, sem taldi sig ekki
hafa efni á því að vinna eftirvinnu og hann neitaði
alltaf allri slíkri vinnu. Hann vildi eiga stundir
fyrir utan hið daglega strit. Stundir sem hann gæti
helgað áhugamálum sínum og hugsjónum. Hann
var vélsmiður að mennt og vann sem slíkur. lengst
af á Akranesi. Eftir að hann fór til Reykjavíkur.
vann hann við verslunarstörf, lengst af hjá syni
sínum Birgi.
Halldór var gleðinnar maður. ég man aldrei
eftir að hafa hitt hann öðru vísi en glaðan, og
fullan af áhuga á líðandi stund. Síðast þegar ég sá
hann. þegar augljóst var orðið hvert stefndi með
hérvistardaga hans, brá hann enn á glens og var
fullur áhuga á málefnum dagsins.
Heimili þeirra á Akranesi var miðstöð félags og
menningarlífs. Áður en Rein var byggð, var allt
félagslíf sósíalista á loftinu hjá þeim í svokallaðri
baðstofu. Þar voru sýndar myndir frá MÍR. ogþað
eru margir sem muna eftir barnamyndum sem
sýndar voru þarna. og á sunnudögum voru margir
barnaskór í ganginum hjá Rut. Einnig stóð
Halldór að því þegar sovéskir listamenn komu til
landsins að fá þá upp á Skaga og voru þetta oft
hinar stærstu stundir í fábrotnu menningarlífi
bæjarins. og oft var veisla á eftir heima hjá þeim
hjónum.
Halldór og Rut voru unnendur fagurra bók-
mennta og Halldór kunni langa kafla úr sögum
Halldórs Laxness og það var ekki örgrannt um að
bæði hreimur og málfar hans væri í ætt við þennan
hinn sama skáldskap. Ég held ég hafi engan heyrt
fara betur með texta eftir Halldór Laxness en
cinmitt hann. Sumar sem leið las hann upp kafla
úr Sjálfstæðu fólki á kvöldvöku austur á Laugar-
vatni þar sem við áttum saman orlofsdvöl á vegum
Alþýðubandalagsins. Öllum bar saman um að
lestur hans hefði verið frábær. Sumarið þar áður
héldum við upp á sjötugs afmælið hans á
Laugarvatni í samskonar orlofsdvöl. Þá voru
haldnar skálarræður með hamingjuóskum. en
auðvitað var hann skemmtilegastur og dansaði við
okkur vinkonur sínar charleston af sinni alkunnu
list. Annars var Halldór vanari því að halda
veislur fyrir aðra. Það var ósjaldan þegar ég kom
til Reykjavíkur og heimsótti þau hjónin. að hann
spurði mig hvort ég þyrfti ekki að halda veislu hjá
þeim, og alltaf játti ég því og valdi gestina líka,
sem alltaf voru þeir sömu, Halli og Hanna, Ása
og Siggi. Annað hvort voru þetta matarveislur eða
upp á súkkulaði og kökur. Síðasta veislan var upp
á saltkjöt og baunir stuttu áður en Halldór fór
alfarinn á sjúkrahús. Meðan þau voru á Akranesi
hafði ég það fyrir sið að ef að hjá mér dvöldu gestir
sem ég vildi gera glatt í geði, fór ég með þá til
Halldórs og Rutar.
. Það var einmitt yfir súpudisk heima hjá þeim
Halldóri og Rut meðan þau voru á Akranesi, að
stofnaður var bókmenntaklúbbur, hann hefur
lifað nú yfir tuttugu ár, án þess nokkur viti hver
stjórni honum, við komum bara saman og njótum
bókmennta. Sumir stofnendur eru reyndar horfnir
yfir móðuna miklu, en aðrir hafa komið í staðinn.
Halldór kom nokkrum sinnum uppeftir til að vera
með okkur og einu sinni fórum við suður til þeirra.
Síðast þegar Halldór kom vorum við að minnast
Þórleifs heitins Bjarnasonar rithöfundar, sem var
einn af stofnendum klúbbsins.
Halldór hafði mikið yndi af ferðalögum og
ferðaðist mikið. Sérstaklega sótti hann að ám og
vötnum. Hann undi sér vel á heiðum uppi og út
við sjó. Á síðustu árum átti hann margar ferðir
norður að Reykjum á Reykjaströnd, þar sem
Birgir sonur hans ásamt fleirum eiga ítök í jörð.
Þarna veiddi hann sjóbirting við ströndina og sótti
í Glerhallarvík fágæta steina.
Veiðiferðir að ám og vötnum fórum við saman,
mörg sumur - við hjónin með börn okkar og
Halidór og Rut. Þetta er með skemmtilegustu
bernskuminningum barna minna og þar átti
Halldór stærstan hlut. Sum uppátæki hans voru
skringileg, en öll til að auka á gleði og fjölbrevtni
þessara ferða. Við töluðum oft um það að fara
saman á grasafjall fram á Arnarvatnsheiði, en sú
ferð er því miður ennþá ófarin. En hver veit nema
Halldór, vinur minn, hver minning um þig er
tregablandin. en líka full af gleði yfir að hafa átt
þig að vini og félaga og ég mun halda áfram að
koma heim til ykkar Rutar og hverfa á vit
minninganna um þig.
Blessaður sértu og blessuð veri hún Rut og allir
ástvinir þínir. Þakka þér fyrir allt. Vcrtu sæll.
Bjarnfríður Leósdóttir
t
..F.n liver mitn geynui arfinn okkar
ef við gleymum sjálf?"
Síðan mér barst sú harmafregn að Halldór
Þorsteinsson væri horfinn á vit feðra sinna hefir
þetta stef Guðmundar Böðvarssonar hljómað
fyrir innri eyrum mínum. Halldór Þorsteinsson
geymdi arfsins dýra af slíkri trúmennsku. alúð og
ást að maður fór jafnan af fundi hans viss um að
íslendingar væru.merkilegt fólk. basl þeirra hér í
þessari verstöð í ellefu hundruð ár sætti tíðindum
í veraldarsögunni og eilífðarvandamálið. unga
fólkið, væri líklega heldur skárra en kynslóð
okkar ætti skilið.
Halldóri kynntumst við hjónin einmitt á þeim
vettvangi þar sem unnið var að því að koma ungu
fólki til nokkurs þroska. Hann var í Fræðsluráði
Akraness þegar okkur bar þar að garði. vaskur
maður, hreinskiptinn. skopvís. - Óvenjulegt
ÍSLENDINGAÞÆTTIR