Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Qupperneq 15
Kristín J. Guðmundsdóttir
Framhald af bls. 16
væru ærin þolraun og aldrei upp litið. - Svo var
þó ekki. - Mannlíf var gott og félagslíf með blóma
á Laxárdal á þesum árum. Á annan tug jarða, sem
nú eru rústir einar og afréttalönd, voru þá i byggð
og mannmargt á sumum. Þá lét unga fólkið sig
ekki muna um að ganga nokkrar bæjarleiðir,
dansa fram undir morgun og koma heim beint í
gegningarnar daginn eftir.
Öflugt ungmennafélag glæddi samkennd
fólksins, veitti æfingu í ræðumennsku og íþróttum
og glæddi hugsjónir. Eitt sinn tóku nokkrir ungir
menn sig til og bjuggu sér til sundlaug, með því
að stífla læk og hlaða fyrir í lægð. Vatnið var að
vísu kalt, svo sumir supu hveljur, en þarna lærðu
ungu mennirnir að fleyta sér, og urðu jafnvel
allvel syndir, þar á meðal Helgi. Ungmennafélagið
gaf út handskrifað blað, í því formi að vissir menn
og konur lögðu til efni og skrifuðu í blaðið milli
funda. Síðan tóku þeir næstu við og þannig gekk
það bæ frá bæ. Blaðið hét „Víkingur" og herjaði
víða, fengur þess var margbreytilegur að efni og
gerð, frásagnir, erindi, frumsaminn skáldskapur
bæði í Ijóðum og lausu máli, gátur í ótal gerðum
o.fl. o.fl. Enda voru þarna að verki margir vel
ritfærir pennar og skáldmæltir. Laxárdalur ól upp,
t eða geymdi um tíma, marga nafnkunna menn og
konur. Nægir þar að nefna: Halldór H. Snæhólm
á Sneis, seinna bjó þar Sveinn frá Elivogum,
Hjálmar Þorsteinsson á Mánaskál, kenndi sig
seinna við Hof, Rósberg G. Snædal ólst æupp á
Vesturá, Auðunn B. Sveinsson á Sneis, Ingvar
Pálsson bjó um langan aldur á Balaskarði, og
svona mætti lengi telja.
En þessi ár, frá 1910-1940 voru vakningar og
mótunartímar. Það manngildismat og sú sjálf-
stæðishugsjón, sem ungmennafélögin gróður-
settu, gaf þessari þjóð ofurmannlegt afl, til að
lyfta því Grettistaki umbyltingar í íslensku þjóð-
h'fi, sem á eftir kom.
Þessum kapitula sögunnar væri hollt að gefa
meiri gaum nú, þegar börn og barnabörn þessarar
kynslóðar eru að kikna undan sinni ábyrgð, í auði
°g allsnægtum. - aldamótakynslóðin gerði allt af
engu, þessi sem nú ræður, virðist ætla að gera allt
að engu.
En hún Kristín í Núpsöxl lét aldrei baslið
smækka sig. Hún var prýðilega hagmælt, greind
°g félagslynd. Hennar framlag til blaðsins í
bundnu máli og óbundnu, ferskeytlur, gátur o.fl.,
sýnir að hún var liðtæk þar sem annarsstaðar.
Víkingur segir sína sögu og gæti orðið gott
heimildarrit, þegar sá kafli verður lesinn nánar,
Það var oft gestkvæmt og glatt í litlu baðstofunni
i Núpsöxl. Hjónin bæði ræðin ogskemmtileg heim
aö sækja, bráðnæm á skáldskap, svo að þau gripu
jafnóðum og lærðu, það sem yfir var haft. Kristín
var söngvin, og bæði höfðu góða kvæðarödd. Þó
efnin væru lítil, var aldrei skortur og nægjusemin
1 heiðri höfð. Kristín var öllum notaleg í viður-
gjörningi og hafði einstakt lag á að blanda geði við
aðra. Börnin voru bráðger til náms og verka og
t 'éttu fljótt undir. Farskóli var í hreppnum,
ISLENDINGAÞÆTTIR
skamman tíma f einu á Dalnum, oftast gengið á
milli bæja. Námið fór því að mestu fram heima og
hlaupið í snúninga meðfram. Samt varð Þorbirni
á Skarði að orði eitt sinn, þegar krakkarnir af
Dalnum röðuðu sér í efstu sætin á vorprófi þar:
„Þeir eru vitrir, Laxdælingar". - Og börnin í
Núpsöxl létu aldrei sinn hlut að óreyndu. En vorið
1935 bjuggu þau Núpsaxlárhjón upp á hesta sína,
settu búslóðina á klakk og fluttu norður að Tungu
í Gönguskörðum, 7 tíma lestargang milli byggða,
um troðninga og tæpar götur, Kattarhrygg og
Kamba.
Tunga var landgóð fjallajörð. Túnið tæplega
fyrir 2 kýr og engjaslægjur í órækt. En þarna fengu
frábærir fjármanns-hæfileikar Helga bónda notið
sín. Þá um haustið þ. 10. nóv. .1935, fæddist 8. og
síðasta barn þeirra hjóna, skírð Sigurjóna Valdís.
Kristín veiktist hastarlega af barnsburðarsótt,
komst þó yfir það, en var lengi að ná sér.
„Betri er fjárskaði en hvalreki á fyrsta ári“,
segir máltækið.
Það sannaðist á búskap þeirra í Tungu. Aftaka
mannskaðaveður gerði þ. 14. des. þetta ár. Fé var
úti í Tungu, þegar hríðin skall á og náðist ekki
móti veðrinu. Þá fennti og spennti í ána allmargar
kindur. Það var mikill skaði af litlum stofni. En
með elju og dugnaði tókst að fjölga fénu á næstu
árum. Efnahagur rýmkaði, jörðin var bætt með
ræktun og girðingum. - og börnin komust til
manns.
Ekki var síður gestkvæmt í Tungu og mann-
margt í heimili lengst af. Starfsdagur Kristínar var
því bæði langur og strangur. Samt var nú komið
vatn í krana innanbæjar, skógerð aflögð og
skilvinda í byttu stað, sveifarstrokkur fastur á
borði fyrir bullustrokkinn þunga, allt þokaðist í
framfaraátt.
Svo kom stríðið, með stærri vélar til ræktunar-
starfa og margskonar umrót. Uppbygging íbúðar-
húsnæðis í sveitum gekk þó hægt fyrst í stað og
rafvæðing dróst enn lengur.
Helgi bóndi í Tungu lagði allt kapp á að styrkja
undirstöður efnahagsins, ræktaði landið, stækkaði
túnið, fjölgaði skepnum og fóðraði til góðra
afurða. Vissi af margfaldri reynslu að vort lán býr
í oss sjálfum, skuldugur maður er aldrei frjáls
maður, affarasælast að standaá eigin fótum og sjá
til allra átta.
Kristínu sýndist oft mannfólkið ranglega sett
hjá með sínar þarfir og alltaf á eftir. - Bæði höfðu
rétt fyrir sér. - En það var vandasamt að flétta
saman slitna strengi fortíðar við gervitóg framtíð-
arinnar í hafróti breytinga samtíðar sinnar.
Börnin tíndust að heman til náms og eigin
ábyrgðar. Hjónin stóðu á krossgötum og sýndist
sitt hvoru um áttir og stefnu. Bæði voru hreinskipt-
in og drenglynd, en ákveðin í skoðunum og
sjálfstæð.
Árið 1949, þegar yngsta dóttirin var einnig
komin yfir fermingu, skildu þau að skiptum. Helgi
varð eftir og hélt áfram að búa í haginn fyrir
framtíðina, en Kristín fór. Hún fluttist til Reykja-
víkur og þar hófst nýr þáttur í lífi hennar. Fyrst
um sinn fór hún út á vinnumarkaðinn, til þeirra
starfa sem hún hafði mesta æfingu í, við matseld
og barnagæslu.
Hjá Erni Johnsen og frú Margréti var hún um
tíma og gætti ungrar dóttur þeirra. Við þau battst
hún traustum böndum gagnkvæmrar vináttu og
virðingar, sem varaði æ síðan.
Og hvar sem hún fór varð henni vel til vina, með
sínar skilningsríku næmu tilfinningar og stóra
göfuga hjarta. Veitandi, gjöful og glöð, en
glöggskyggn á aivöru lífsins.
Seinna hóf hún sambúð með Halldóri Þorsteins-
syni frá Grýtubakka í Eyjafirði. Þau bjuggu fyrst
í leiguhúsnæði, en fljótlega fengu þau lóð undir
lítið hús uppi við Rauðavatn, þar var þá lítil
byggð.
Halldór girti lóðina, ræktaði kartöflur og græn-
meti, en Kristín plantaði tjám, setti niður blóm.
Og hlynnti að skyldum og vandalausum.
Börn og barnabörn nutu góðs af hlýju hennar
og margur gestur og gangandi sótti þangað
aðhlynningu og uppörvun.
Hún gekk í Kvæðamannafélagið Iðunni, þegar
suður kom og var þar virkur og vel látinn félagi æ
síðan, kvað og orti, glöð og reif í góðum hóp. Sem
sýnishorn af vísnagerð hennar má nefna þessa
mannlýsingu:
„Elskar mikið vín og víf/ villt og hiklaust teygar/
út af striki allt sitt líf/ ör og hvikull geigar."
Og kveðið við kokkinn: „Margt var það sem
Bjarna brást,/ ég ber það ekki í letur,/ en þessi
mikla matarást/ mín ei kulnað getur.“
Og þegar litli bróðir fæddist: „Sorgum fylltist
Sigríður,/ sem var stillt og dreymin,/ þegar byltist
bráðlátur/ Brynki í trylltan heiminn."
Og að síðustu ein um vorið: „Vorið glæðir von
í sál,/ vorið græðir trega./ Vorið bræðir vök á ál./
Vorsins gæði ei reynast tál.“
Þetta eru ekki úrvalsljóðin hennar Kristínar,
aðeins gripið af handahófi, til að sýna hvernig hún
kryddaði daglegt amstur með ljóðum og léttu
hjali.
Henni var svo einstaklega lagið að „finna
kerskni í kröfum skaparans/ og kankvís bros í
augum tilverunnar." Sál og samvisku setti hún
alltaf skör ofar en stundarhagnað, og miðlaði
alltaf öðrum, ætti hún meira en til hnífs og
skeiðar. Hún setti sig aldrei í stellingar prédikar-
ans eða vandlætarans, en hún var og lifði söguna.
Stórbrotinn hluti af fortíð, nútíð og framtíð lands
og þjóðar. Því þó hún sé nú öll þá lifir minning
hennar og kjarninn úr lífi hennar, börnin, bera
svipmót upprunans, fram til næstu kynslóðar. í
langri bið að síðustu, máttlítil og málvana, sýndi
Kristín enn sitt frábæra þrek og þolgæði. Hafði þó
beðið þess heitt að mega fara beint, þegar þar að
kæmi, verða ekki öðrum byrði, eins og hún sagði,
og alltaf var hennar stolt.
Þá reyndust börnin, sem búsett eru í Reykjavík
og makar þeirra, hennar stoð og styrkur, með
frábærri umönnun og nærgætni.
Hún andaðist á Landakotsspítala þ. 3. mái
1983, og vantaði þá aðeins rúmt ár í nírætt.
Blessuð sé minning hennar.
Sagnfræði seinni tíma mun verða íslendinga-
þáttum Tímans þakklát fyrir að geyma minningu
þeirra manna og kvenna, sem skiluðu svo stóru
hlutverki og dýrmætum arfi til komandi kvnslóða.
G.B.H.
15