NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 18.08.1984, Qupperneq 1

NT - 18.08.1984, Qupperneq 1
I ' ■..................................................................... Stúdentaráð: Vill byggja íbúðir fyrir 150 námsmenn U Stúdentaráð Háskóla ís- lands hefur skrifað borgar- ráði bréf og lýst þar hug- myndum um byggingu náms- mannaíbúða (hjónagarða) fyrirháskólastúdenta. „Þetta hefur verið til umræðu lengi, en við teljum að með nýjum lögum um húsnæðisstofnun ríkisins opnist möguleikar á lánum frá stofnuninni á sömu kjörum og verkamannabú- staðir njóta,“ sagði Stefán Kalntannsson forntaður stúdentaráðs í samtali við blaðið í gær. Verkamannabústaðir fá eins og kunnugt er lán fyrir 80% kostnaðar til langs tíma, og sagði Stefán að margar hugmyndir væru uppi um hvernig fjármagna mætti af- ganginn, þar litu ntenn til banka, jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga og fleiri leiðir væru í athugun. „Við erurn með í huga 150 tveggja og þriggja herbergja íbúðir,“ sagði Stefán og bætti við að hér væri um hags- munamál fyrir Reykjavíkur- borg að ræða, þar sern léttast myndi þrýstingur á hinunt mettaða leigumarkaði borg- arinnar, ef hinir nýju garðar yrðu að veruleika. Karl hafnaði í þriðja sæti: Náði nú öðrum áfanga alþjóð- legs meistara ■ „Ég er mjög ánægður, ég gat ekki gert mér vonir um betri árangur,“ sagði Karl Þorsteins þegar NT talaði við hann í gærkvöldi. Jafntefli í 70 leikja skák við Rússann 011 í síðustu umferð heimsmeistaramóts unglinga í skák tryggði honum 3. sætið og annan áfanga Karls að titli alþjóðlegs meistara. Karl tefldi af miklu öryggi framan af mótinu og var í efsta sæti eftir 6 umferðir. En tvær tapskákir í röð gegn Dananum Curt Hansen og Rússanum Dre- ev gerðu það að verkum að hann hrapaði niður, en góður endasprettur tryggði honum þriðja sæti. Heimsmeistari unglinga í skák varð Daninn Curt Hansen, sem að sögn Karls er frábær skákmaður. Hansen er um þess- ar mundir helsta vonarstjarna Dana sem arftaki Bent Larsen. Annar í röðinni varð svo Rúss- inn Dreev. ■ Gnmdíirðingar, ungir sem aldnir, sem vettlingi gátu valdið létu sig ekki muna um að bretta upp ermar til að bjarga hinum óvænta afla á land sem var að veltast í fjöruborðinu hjá þeim í gærmorgun. NT myndir: Bxrrng í icíKmiii Hvalreki í beituleysinu: Kolkrabbi gengur á land í Grundarfirði Reykjavík: Ölvun og árekstrar - rólegtannarsstaðar ■ Um flmmleytið í gær höfðu orðið 12 árekstrar í Revkjavík og ekið var á gamlan mann eins og greinir frá í blaðinu í dag. Þá sagði lögreglan að mikið hefði verið um ölvun í borginni, bæði í heimahúsum og í mið- bænum. Annars staðar á landinu var rólegt. Á Austfjörðum fór umferð minnkandi eftir annasaman ferðamannatíma, og umferð var lítil á Suðurlandi, að sögn lög- reglunnar á Hvolsvelli. Borga vinnuveit- endur 3% þrátt fyrir uppsagnir? ■ Munu atvinnurekendur greiða félagsmönnum í þeim félögum sem sagt hafa upp samningum 3% kauphækk- un 1. september, eins og þeim sem ekki hafa sagt upp? Þessi spuming kom m.a. fram á miðstjórnarfundi ASÍ, sem lauk í gær. Karvel Pálmason alþing- ismaður, sem sæti á í mið- stjórn ASÍ sagi við NT í gær að honum kæmi alls ekkert á óvart þó þessi 3% yrðu greidd. Aðspurður sagði Karvel að þessi skoðun væri fyrst og fremst byggð á til- finningu. Spurður um hvort menn væru að semja sagði Karvel: „Pað er augljóst að menn hafa rætt samninga bak við tjöldin, en ég tel ekki að út úr því hafi komið nokkuð ákveðið, enda er of snemmt að spá í þessa hluti fyrr en Verkamannasam- bandið hefur byrjað við- ræður við sína viðsemjend- ur.“ Tóku upp 15 tunnur af lifandi smokkfiski ■ Grundfirðingar ruku upp til handa og fóta í gærmorgun er það fréttist að sjórinn í fjörunni á milli bryggjanna þar væri fuilur af lifandi kolkrabba og háfuðu menn þar upp 15 tunnur af lifandi kolkrabba á örstuttum tíma. Það var skipstjórinn á Haukabergi, sem varð var við eitthvað torkennilegt í flæðar- málinu er hann var að fara til skips að útbúa næstu veiðiferð. Þegar nánar var að gætt var sjórinn fullur af kolkrabba sem var að ganga á land. Hljóp hann til ásamt áhöfn sinni með öll tiltæk ílát og þótti það hinn mesti hvalreki að fá svona glænýjan kolkrabba, eða smokkfisk eins og hann er nú yfirleitt kallaður, til beitu. Ekki vita menn á Grundar- firði hvers vegna kolkrabbinn gengur svona á land en þykir þetta góður fengur í beituleys- inu. Eru þeir hinir bjartsýn- ustu á að þetta haldist áfram og mun svipaður atburður reyndar hafa átt sér stað fyrir einum 17 árum síðan. Kolkrabbinn virðist að auki hafa fært Grundfirðingum veðursæld, því meðan verið var að landa þessu búsílagi birti til og sá til sólar en síðan dró ský fyrir að nýju. Munu nú Grundfirðingar bíða í of- væni eftir næstu kolkrabba- hrotu og meira sólskini!

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.