NT


NT - 18.08.1984, Side 4

NT - 18.08.1984, Side 4
Laugardagur 18. ágúst 1984 Bandaríski ísbrjóturinn: „Norðanvindur“ í Reykjavíkurhöfn ■ í byrjun vikunnar sigldi hafrannsóknarskip banda- rísku strandgæslunnar, US CGG Northwind, inn til Reykjavíkurhafnar. Var skipið að koma úr rannsókn- arleiðangrf á norðurslóðum og mun það dvelja hér fram til sautjánda ágúst. Á meðan skipið liggur við landfestar hyggst áhöfnin bregða undir sig betri fætinum og keppa við íslensk fótbolta- og körfuboltalið. Stúdentaráð: Málaferli Fyrsta umboð Arnarflugs ritstjóra? fyrir erlent flugfélag Annar ráðinn í hans stað ■ Fyrrverandi ritstjóri Stúdentablaðsins, Einar Guðjónsson, hefur nú hót- að Stúdentaráði Háskóla íslands málsókn vegna ó- greiddra launa fyrir síð- asta mánuð starfstímabils- ins síns. Að sögn for- manns Stúdentaráðs.Stef- áns Kalmanssonar, er hér um túlkunaratriði starfs- samnings að ræða en Ein- ari var sagt upp störfum á vormánuðum og blað það sem hann hafði þá undir höndum tekið af honum og vinnslu þess lokið af Stúdentaráðsmeðlimum. Þá hefur Stúdentráð kraf- ist þess að Einar geri upp fyrir auglýsingar sem hann aflaði í bíaðið og eru deil- ur Stúdentaráðs og Einars nú í höndum lögfræðinga. Kvaðst Stefán vonast til þess að málið leystist án þess að til málaferla kæmi en ekki tókst að ná í Einar Guðjónsson og herma heimildir blaðsins að hann dvelji erlendis. Á síðasta fundi Stúd- entaráðs var gengið frá ráðningu nýs ritstjóra Stúdentablaðsins. Tveir umsækjendur voru um stöðuna og var ráðinn Kristinn Sigurbjörnsson. Hann hefur áður verið sumarafleysingamaður á Morgunblaðinu og fengist við útgáfustarf í mennta- skóla. Fyrsta tölublað Kristins er væntanlegt um miðjan næsta mánuð. Northwind mun einkum vera notað til alhliða rann- sókna á norðurslóðum og við suðurheimskautslandið. Heimahöfn Northwind er Wilmington í Norður-Karó- línu, skipið hefur nokkrum sinnum komið til Reykjavík- ur áður. Nyr prestur á Dalvik ■ Séra Jón Helgi Þórar- insson hlaut lögmæta kosningu til Dalvíkur- prestakalls í prestskosn- ingunum þar um helgina. Þegar atkvæði voru talin á biskupsstofu í gær kom í Ijós að Jón Helgi hafði hlotið 527 atkvæði á móti 349 atkvæðum mótfram- bjóðandans, Jóns Þor- steinssonar. Séra Jón Helgi Þórarinsson hefur að undanförnu verið prestur við Fríkirkju- söfnuðinn í Hafnarfirði. ísbrjóturinn „Norðanvindur“ í Reykjavíkurhöfn. NT-mynd: Róbert Þann fimmtánda ágúst gekk í gildi samningur sem KLM og Arnarflug hafa gert með sér um aðalumboð þess síðarnefnda fyrir KLM á íslandi. Verður starf Arnar- flugs aðallega í kynningu og sölu á ferðum með hollenska félaginu. Er þetta fyrsti um- boðssamningur Arnarflugs við erlent flugfélag. „Þessi samningur þýðir að við látum meira að okkur kveða en áður á markaðnum hér. Við treystum nú á Amar- flug með að verja hagsmuni okkar á íslandi. Og svo von- umst við eftir auknu sam- starfi við Arnarflug í kjölfar samningsins um flutninga á vörum, þjálfun starfsmanna þeirra, og tölvuþjónustu,“ sagði Richard Roberts, sem stjórnar skipulagningu og þróum markaðsmála KLM, á fundi með fréttamönnum í tilefni af gildistöku umboðs- samningsins. Robert sagði, að frá um 1960 hefði KLM haft al- mennan sölusamning við Flugfélag íslands og síðar Flugleiðir á íslandi. En nú væri umboðið fært yfir til Amarflugs. Ástæðan væri sú að forsendur hefðu breyst; nú væru það ekki Flugleiðir heldur Arnarflug sem flýgju til Amsterdam til Sciphol, heimaflugvallar KLM. Flugleiðir sögðu í fyrra upp samningi sínum við KLM um umboðssölu í Hol- landi. KLM er sjöunda stærsta flugfélagið í heimi, en jafn- ■ Stefán Halldórsson, forstöðumaður kynningardeildar Arnar- flugs, Richard Roberts, markaðsþróunarstjóri KLM, og Magnús Oddsson, markaðsstjóri Arnarflugs. NT-mynd: Sverrir framt það elsta. Félagið hef- ur 18.600 starfsmenn, og fíýgur til 75 landa. Vélar þess eru aðallega af gerðinni Airbus A310, Boeing 747, DC9 og DC10. Friðarvika í Félagsstofnun ■ Dagana 22.-26. ágúst gangast fjölmörg friðarsamtök fýrir Friðar- dögum í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Þar verður sýning á verkum nokkurra þekktustu graf- íklistamanna Finnlands, Svíþjóð- ar og Danmerkur. Meðal þeirra sem sýna eru Palle Nielsen Dan- mörku, Ulla Rantancn, Finnl- andi.Nils Stenquist, Svíþjóð, og Björn Willi Mortensen, Noregi. Sýningin verður opnuð kl. 17.00 á miðvikudaginn og um kvöldið verða tónleikar. Dr. Jan Williams lífefnafræðingur flytur erindi auk fleiri dagskráratriða. Á föstudags- og sunnudags- kvöld flytur svo sænski leikarinn og grínistinn Jan Bergquist leikrit sitt Síðasta viðtalið, The Last Talk Show, fyrra kvöldið á ensku og seinna kvöldið á sænsku. Friðardag- arnir eru í tengslum við ráðstefnu1 Friðarsambands norðurhafa, sem hefst á Hótel Loftleiðum föstudag- inn 23. ágúst. Stór íslensk hörpudiskperla Gróft siðabrot: Gæsir drepn ar í sárum ■ Skotveiðifélag íslands vill-vekja athygli á því að þessa dagana eru gæsir í sárum eða farnar í felli. Þá getur fuglinn ekki flogið og á sér fáa griðastaði fyrir skotglöðum veiðihröppum. Hafa fregnir borist af því að menn drepi gæsir í sárum í verulegum mæli og noti til þess hraðbáta, háfa og ífær- ur. Veiðar af þessu tagi eru hinsvegar bannaðar með lögum á meðan gæsir eru í sárum og skotveiðifélagið fordæmir auk þess fugladráp algjörlega. Kveðst félagið umsvifalaust munu kæra alla þá sem staðnir verða að drápi gæsa í felli enda sé þar um að ræða gróft lögbrot og siðabrot. Skorar félagið á hvern þann' sem kann að verða var við ólöglegt athæfi af þessu tagi, að koma upp- lýsingum um það áleiðis til stjórnar Skotvís eða til næstu löggæsluyfirvalda. Niræð á morgun ■ Á morgun 19. ágúst verður 90 ára Guðlaug Ei- ríksdóttir, áður húsfreyja á Ormsstöðum Breiðdalsvík. Mann sinn, Brynjólf Guð- mundsson, missti hún árið 1975. Guðlaug dvelst nú hjá dóttur sinni Guðrúnu að Heiðarvegi 11 Reyðarfirði. ■ Perlan sem við sögðum frá í blaðinu á fimmtudag er greinilega ekki sú eina sem fundist hefur hér við land. Ungur maður í Reykjavík, Ólafur Torfason . kerfis- fræðingur hafði samband við blaðið og sýndi okkur 7 milli- metra perlu sem hann fann í hörpudiski fyrir um 12 árum. Á þeim tíma vann Ólaf- ur í Bæjarútgerðinni og var þar í hörpudiskvinnslu begar einn daginn þessum ágæta grip skolaði í hendurn- ar á honum úr einni skelinni. Síðan fékk hann gullsmið hér í borg til þess að smíða utan um perluna og um leið að verðleggja gripinn en hvað hann sló á mundi Ólaf- ur ekki lengur. „Það var eitthvað í gömlum krónum, - en þetta er fyrst og fremst svona áhugaverður hlutur að eiga,“ sagði Ólafur og hér til hliðar sjáuni við perluna góðu greypta í krossinn. ■ Hér sjáum við hörpudiskperluna og ef þú lesandi góður leggur tíeyringinn þinn ofan á okkar á myndinni sérðu að hún er hér í um það bil réttri stærð. Ólafur kvaðst hafa mælt hana og fengið út 7 millimetra á langveginn og um 5 í „mittismál“. NT-mynd: s»cmr

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.