NT - 20.08.1984, Blaðsíða 5

NT - 20.08.1984, Blaðsíða 5
w Kennarar undir- búa hópuppsagnir ■ Þrátt fyrir að kennarar séu í samfloti með BSRB í kjarasamningum undirbúa þeir jafnhliða að segja upp störfum sínum í haust, ekki síðar en 15. október. Á síðasta þingi Kennarasambands íslands var sam- þykkt að fara út í hópuppsagnir ef ekki kæmi til töluverð leiðrétting á kjörum kennara. arar hafa rætt þann möguleika að hunsa framlengingu á upp- sangarfrestinum líkt og hjúkr- unarfræðingar hafa gert. Mánudagur 20. ágúst 1984 NT á Akranesi: ■ Sigurður Sverrisson á skrif- stofu Skagablaðsins. NT mynd Ámi Bjarna Nýtt vikublað ■ Fyrir viku hóf göngu sína á Akranesi nýtt vikublað, Skagablað- ið. Útgefandi og ábyrgðarmaður er Sigurður Sverrisson. „Útlitið er mjög gott, blaðinu var tekið forkunnarvcl,“ sagði Sigurður er NT hitti hann á ritstjórnarskrifstofu Skagablaðsins. „Það voru nokkrirannmarkar á fyrsta blaðinu en annað tölu- blað. sem kom út á föstudag. ætti að gefa nokkuð rétta niynd af blaðinu í framtíðinni." Arbæjarsafn: Gísli Baldvinsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur sagðist túlka þetta svo að aðeins leiðrétting á stöðu kennara inn- an launastigans og breytt mat á kennarastarfinu gæti komið í veg fyrri hópuppsagnir. Hækk- un á launum sem næði til allra starfsstétta kæmi varla í veg fyrir þær. Ef kennarar segja upp 15. október þá geta þeir gengið út 15. janúar. Hængurinn er hins vegar sá að ríkið getur fram- lengt uppsagnarfrest um þrjá mánuði ef um hópuppsagnir er að ræða. Því verða kennarar væntanlega bundnir til 15. apríl og nemendur missa ekkert úr nema prófin. Kennarar verða hinsvegar launalausir allt sumarið því að ekkert liggur á að koma til móts við þá fyrr en í september. Þessi mögulegi gangur mála kætir engan kennara. Hitt er annað að kenn- Ragnheiður Þórarinsdótt' ir settur forstöðumaður ■ Borgarráð hefur samþykkt að setja Ragnheiði Þórarinsdóttur til að gegna starfi forstöðumanns Ar- bæjarsafns í ársfjarveru Nönnu Hermanson,’ sem hefur fengið leyfi frá safninu og mun starfa sem safnvörður í Svíþjóð næsta ár. Kvennaframboðið og Alþýðu- bandalagið greiddu atkvæði gegn ráðningu Ragnheiðar, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks studdu hana. Ragnheiður Þórarinsdóttir er for- stöðumaður Safnastofnunar Aust- urlands. Guðrún Jónsdóttir borgarfull- trúi Kvennaframboðsins sagði í gær í samtali við NT að Nanna Hermanson hefði mælt með að starfsmaður af Árbæjarsafni yrði ráðinn til að gegna starfi sínu og ncfnt til Guðnýju Gerði Gunnars- dóttur safnvörð. Þegar ljóst hefði verið í gær að borgarráð ætlaði að ráða utanaðkomandi manneskju kvaðst hún hafa mótmælt því og lagt til að starfið yrði auglýst en því hefði veriö hafnað! Greiddu jiá fulltrúar Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðsins atkvæði gegn setningu Ragnhciðar. Sigurður sagði einnig að nú ætlaði Bæjarblaðið, sem hingað til hefur komið út hálfsmánað- arlega, að fara út í vikublaðsút- gáfu. „Það er spurning hvort bærinn ber tvö vikublöð". Sigurður hefur starfað við blaðamennsku í nokkur ár. Fyrst starfaði hann á Tímanum, en síðan á Dagblaðinu, DV og síðast á Morgunblaðinu. Jafn- framt útgáfu Skagablaðsins starfar hann við Rás 2 og hjá Fjölni hf. Að útgáfu blaðsins starfar einnig Árni Árnason, sem tekur myndir o.fl. EINS ARS ABYRGÐOG Wk VIÐGERÐARÞJONUSTA V ^ 24 Kafaraúr __Á tSOm). n, Klat., mtn., sek., • </ d»9atal, vekjari' akeiðklukka, / m'öurteljari, r \ 12/24 tfma kerfi. L . 5 ára / r®,h,öduending. / Aður kr. 1.500,- 1 Mú ^ 1-200,- L—790 Nett kvenmannsúr Klst., min., sek. dagatal. Áður kr. 1.390,- DW-200 ~ ~- Kafaraúr (200m). Klst., mfn., sek., \ dagatal, _ 4 vekjarar, hljóðmerki, skeiðklukka, niðurteljari. 4 ára rafhlöðuending. —j Áður kr. 2.200,- Nú kr. 1.760 / V \J \ CS-B3J L Skelöklukka. Nmturljós. ^ “7 Aður kr. 2.200. Nú kr. 1760^ L—5 Fallegt dömuúr Klst., min. sek., dagatal. 5 ára rafhlöðuending. Aöurkr.730,- /Nú kr. 584 ^ \/VXi WQ-SO, a"e9tquartJ artmannsúr 'ur^-2.500 X HELSTUÚT- ★ ★ SÖLUSTAÐIR | t Akranes: Verslun- ★ W ^ in Amor. ★ X Akureyri: Rlmu- ★ í húsið. ★. 5 Hafnarfjörður: ★ X Ljós og raftæki. * | ★ Húsavík: Kaupfé- XI X lag Þingeyinga. J/ ★ Sauðárkrókur: $ Fallegt / Quart* dörrtuúr Áöurkr. 2.150,- ^—* i 172°' — AO—310 Fallegt . \ karlmannaúr. Vekjari, skeiðklukka, f þrefaldur tími. 7 Áður kr. 2750,- < -Nú kr. 2200, "LQ-311 Fallegt C > quartz kven- , > mannsúr. ^ _ Áður kr. 2.150,- \ Nú kr. 1.720 ^ V v ★ Seyðisfjörður: J X Verslunin Aldan. Ý ★-K-K-K-K-K4t4(4t-K-K-K-*c ★ tegundir OQÐQSSaOQSaOÐQS UMBOÐIÐ BANKASTRÆTI, SÍMI 27510.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.