NT - 20.08.1984, Blaðsíða 11

NT - 20.08.1984, Blaðsíða 11
■ Húsbyggjandinn, árleg handbók húsbyggjenda, er kominn út í þriðja sinn. Sem fyrr er ritið mikið að vöxtum, rösklega 200 síður að þessu sinni, og hefur að geyma marg- víslegt efni fyrir húsbyggjend- ur. Til dæmis er vikið að ýmsu því sem lækkað gæti bygginga kostnað hér á landi, auk þess sem margvíslegum nýjungum eru gerð skil. Tugir greina eru í blaðinu, sem auk þess er ríkulega myndskreytt. Pá er þar einnig að finna ítarlegan handhægan lista yfir sérgrein- ar í þjónustu og verslun í byggingariðnaði, sem sparað getur húsbyggjendum mikinn tíma. Húsbyggjandinnn ’84 er gef- inn út í 10 þúsund eintökum og er dreift ókeypis til húsbyggj- enda. Þetta er í þriðja sinn, sem ritið kemur út og móttök- urnar hafa verið svo góðar, að fyrri árangar eru nú með öllu ófáanlegir. Peir, sem áhuga hafa á ritinu, ogekki eru í hópi þeirra sem fá það sent heim, geta haft samband við skrifstofu Hús- byggjandans í síma 91- 68 70 85. Ritið verður þá sent um hæl. í þessu sambandi skal tekið fram, að allir þeir sem fengið hafa úthlutað bygging- arlóð undanfarin þrjú ár, fá ritið sent heim og á það að vera komið í hendur þeirra nú. Einnig má fá ritið á skrifstofu útgáfunnar, Bolholti 6 í Reykjavík, og það liggur jafn- framt frammi í helstu byggingavöruverslunum. Utgefandi er Húsbyggjand- inn sf., ritstjóri og ábyrgðarm- aður er Gísli G. Gunnarsson, en umsjón með efni hafði Kynningarþjónustan sf., Hafn- arstræti 19 í Reykjavík. Stóri bró gætir þín ■ Fólk lætur ginnast þegar verið er að tala um öll gæðin sem gerfihnettir bera í skauti sér. Það er eins og enginn vilji viðurkenna þá staðreynd að meir en helmingur gerfihnatt- anna sem sveima um jörðina eru á vegum stríðsrekstrar að- ila. í virtum tímaritum birtast myndir af nýjum gerfihnöttum sem taka myndir af landslagi og veðurbrigðum, bæta fjar- skipti og gera öruggara að ferðast um úthöfin. Og því er ekki að neita að gerfihnettir geta verið okkur ómetanleg hjálp bæði í samskiptum og öryggismálum. Einnig má nefna sem dæmi að sum stærri olíufélaganna notast við upp- lýsingar frá gerfihnöttum til könnunar á væntanlegum olíu- lindum. Sem betur fer er upp- lýsingaflæðið svo mikið að nota þarf tölvur til að vinna úr því. Það er ekki slík notkun sem er svo uggvænleg heldur sú framþróun sem á sér stað í greiningu einstakra atburða á jörðu niðri og notkun tölva til að velja úr ákveðin viðfangs- efni. Fyrir einungis þrem árum síðan þá var það almennt vitað að hægt var að greina á milli hinna ýmsu bílagerða, nú í dag er hægt að þekkja flestar teg- undir í sundur. Og þegar gervihnettir á sveimi um- hverfis jörðina geta tekið slíkar myndir þá er stutt í að hægt verði að þekkja menn í sundur á slíkum myndum. Og þá verða góð ráð dýr. Byrjun verður án vafa sú að gerfihnettir verða notaðir til að fylgjast með atferli ákveð- inna aðila sem eru grunaðir um eitthvað ólöglegt. Hnett- irnir munu fylgja þeim eftir og það verður lítil vörn gegn eftir- litinu að bíða myrkurs, mynda- vélar njósnahnatta þeirra sem notaðir eru til eftirlits eru nefnilega þeim eiginleikum búnir að sjá bæði í myrkri og skýjuðu veðri. Síðan mun án vafa einhver löghlýðinn borg- ari taka sig til og byggja upp vinnslukerfi sem gerir „yfir- völdum“ kleift að fylgjast með samkomum manna og ferðum einstaklinga um skuggahverfi til að koma í veg fyrir uppþot og líkamsárásir eða aðra glæpi. Sem sagt fyrirbyggjandi að- gerðir og allar ætlaðar til verndar hinum almenna borg- ara. Slíkt verður auðvitað ein- ungis til góðs, þ.e.a.s. eins lengi og hægt verður að fylgjast með slíku eftirliti og koma í veg fyrir eftirlit sem brýtur í bága við friðhelgi heimilisins. Það verður bara einfaldlega ekki hægt því Ku Feng Lu í Kína gæti verið undir eftirliti hjá yfirvöldum í Perú. George Orwell spáði frekar dökkri spá en hann miðaði við þá þekk- ingu sem hann hafði völ á, í dag höfum við margfalt meiri vitneskju og einnig djöfullegri tækjabúnað. Það hefur verið framleiðslukostnaður slíkra eftirlitskerfa sem hefur komið í veg fyrir þau, ekki hinn frjálsi heimur (hvað svo sem það nú er). Það er því enginn vafi að stóri bróðir kemur fram á sjónarsviðið á næstu árum. Spurningin er einungis um hvernig náungi hann stóri bróðir verður. Hann verður án vafa nokkuð líkur þeim sem geta komið flestum gerfitungl- um upp og tölvuvætt upplýs- ingaflæðið frá þeim. Hvolfþök Blómaskálar, garðstof- ur, sumarbústaðir, íbúðarhús og stærri hús tii hvers konar nota. Gerum tilboð. Hringið og fáið sendar upplýsingar: 91-28033 virka daga 17.00-19.00. ^SPACE FLOWER Tilraunastofa Burðarforma P.O. Box 62 121 Reykjavík Utanríkismál Breta 1760-1815 Ian R. Christie: Wars and Revoluti- ons. Britain 1760-1815. Edward Arnold 1982. 359 bls. ■ Um þessar mundir er hið þekkta enska útgáfufyrirtæki Edward Arnold að gefa út nýja ritröð um sögu Eng- lands og eru aðalritstjórar hennar þeir A. G. Dickens og Norman Gash. Þetta bindi er hið sjöunda í röðinni. Það fjallar um sögu Englands á merkilegu tímabili, 1760-1815. í kennslubókum í sögu gefur að lesa, að á 19. öld hafi breska heims- veldið verið mesta stórveldi heims og stóð svo a.m.k. fram til loka fyrri heimsstyrjaidar. Þegar best lét hældu Bretar sér stundum af því, að lönd þeirra væru svo víðfeðm, að sólin gengi þar aldrei til viðar, og inn á milli skopuðust þeir að því á sinn sérstaka hátt, að England væri svo lítið, að það sæist tæpast á kortum yfir Bretaveldi. Hvort tveggja, hólið og gamansem- in, geymdi sannleikskorn. En Bretar voru ekki stórveldi frá örófi alda og þótt nýlenduveldi þeirra væri orðið Wars and Revolutions ■ Bókarkápa. ærið víðfeðmt þegar á síðari hluta 18. aldar fór því fjarri að það stæði þá á jafn traustum fótum og á 19. öld. Tímabilið, sem fjallað er um í þessari bók var tímabil skins og skúra í enskri sögu og nær samfellt ófriðar- tímabil, ef litið er til utanríkismála. Undir lok 18. aldar sögðu nýlendur Breta í Ameríku þeim upp trú og hollustu og stofnuðu sjálfstætt ríki, Bandaríki Norður-Ameríku. Bretar höfðu varla náð sér eftir það áfall er þeir urðu að snúast gegn geigvæn- legum áhrifum stjórnarbyltingarinnar miklu í Frakklandi og síðan fylgdu Napóleonsstyrjaldirnar í kjölfarið, þar sem ekki var útséð um úrslitin fyrr en árið 1814. Þá fyrst stóð Bretaveldi traustum fótum og hélt áfram að eflast í nærfellt heila öld. Ian R. Christie er einn af þekktustu sagnfræðingum í Bretlandi og hefur verið prófessor við Lundúnaháskóla frá 1966. Hann rekur sögu Englands á timabilinu 1760-1815 á skemmtileg- an hátt í þessari bók. í upphafi greinir hann frá þeim undirstöðum, sem breska ríkið hvíldi á, þjóðarauðnum á þriðja fjórðungi 18. aldar, þá frá sambandi ríkis og kirkju og tekur síðan til við stjórnmála- og utanrík- ismálasöguna, sem hann segir í tíma- röð, en þó með mismunandi áhersl- um. Hann fjallar ýtarlega um upp- reisn nýlendnanna í Ameríku, en þó enn nákvæmar urn Napólconsstyrj- aldirnar og sigra Breta á Frökkum á lolcaskeiði Napóleonstímans. í bókar- lok er nákvæm heimildaskrá og kort, sem tvímælalaust verða lesandanum til frekari glöggvunar. Þetta er ekki fræðirit í strangasta skilningi og byggir að mestu leyti á prentuðum heimildum. Bókin er ætl- uð stúdentum í fyrri hluta náms virðist mér sem íslenskir stúdentar geti haft af henni gott gagn ekki síður en enskir. Jafnframt ætti bókin að geta nýst sögukennurum vel sem handbók. Fyrir mörgum hafa tiyggmgamál verið sem erfið krossgáta Við h(jfum hinsvegarleyst hana meðeinuorði Með því að sameina í eina vátryggingu ýmsa áhættu- þætti í iðnaði, sem áður hafa verið sértryggðir, er hægt að auka vátryggingarvernd verulega. Tryggingaráðgjafar okkar aðstoða þig við áhættumat, svo verðmæti þín séu örugglega tryggð á raunvirði. Samningur þinn og félagsins um Iðnaðartryggingu byggist á vátryggingaþörf þinni, raunréttu áhættumati og hagstæðum iðgjöldum. Samsett trygging er hagstæð trygging Iðnaðar trygging IfBRunnBáT (§8gr -AFÖRYGGtSÁSTÆDUM BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055 Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.