NT - 25.08.1984, Blaðsíða 8
Laugardagur 25. ágúst 1984 8
■ Frystihús Kaupfélags
Austur-Skaftfcllinga á Höfn í
Hornafirði.
Að brjóta og bramla
- eftir Guðbjart Össurarson, Höfn, Hornafirði
Uíujl
iTiícísHBfcB 8
'»iiu i, 8 sjjprfíTT'ft'"
íil'<" ‘1
Flilii l'"1
...
---íl ii 'jp-yp'..........
Brjótum
uppauðhringinn
Eftir Guðmund Einarsson alþingismann
SSSHS
---- ‘ •• *^n>i*™
JráMís: SKTsCSSí isHSSs =-'w"—«•“
F'*"-"-® £as.Tjat: Tsa....——
--“-»»•*» «'l* ....
zxz ws
1
TÍNIIVIV
g«m CjifMon («».
—. —w NstMi
’^srœLTsr
JffggpZI'jg*
MMuataÓBWO-w
*»»i?mta.
Island næsta
aldarfjórðunginn
■ SKingriinur Hernunnuon (onrtiwiðtierra hel
ur hafl (rumkvrd, að þvi. «6 unnið verði »ð kðnnu
i (ramþróun of Uóðu Ivlinds nnta aldarljðrðun,
inn. Rðnnun (>c«j hefur hlotið nafnið: Framtíðai
kOnnun - Ivland nzsta aldarfjðrðunginn.
K viðaul. vori var vetlur á föt 39 manna riðgjaf.
hOpur.
Formaður hcnnar er Jón Sigurðvvon
forvlððumaður hððhagvuofnunar
I vkipunartncfi nefndarmanna kcmur fram að Iðgi
verði vCruOk ihervla i cftirgretnd atnði við kðnnun
1. Að grcma líklega þrdun nrua aldarfjðrðungv
nýtingu auðlmda til landv og vjitar. a mannafla
menntun og þekkingu landvmanna. alþjöðlegun
viðvkiplum og verkavkiptingu. vcrðlagningu i helui
aðfðngum og afurðum, og i ihnfum i atvinuUf o
afknmu landvmanna og vamvkipta við umheiminn.
2. Að benda eftir fðngum i þicr þjð(ilagvbreytin|
ar og breytingar í gildivmati og viðborfum. ven
liklcgar eru vamhliða ofangretndn þróun
). Að gera tillógur um megmmartmið i hinun
ýmvu þjóðfdaguviðum f tjóvi framtiðanpir.
4. Aö grerna helvtu leiðir. vem til greina koma, ti
að ni vettum markmiðum og draga fram þau atriði
vem bzta þarf til þeu að tryggja vem betl vtóði
Slefnt vcrður að þvf að vkýnla nefndarinnar verð
tubúm fyrir irvlok 1985
Með umrcddri kónnun er ttefnt að þvf. a>
auðveldara verði fyrir vljómarvðld. alvinnuvcgi oi
cmvtaklmga að marka vlefnu lil lengri Ifma og þurf.
viður að taka ikvarðanir fri degi til dagv. .það c
vannfcringokkar." vagði Steingrfmur Hcrmannuon
þegar hann vkýrði i blaðamannafundi fri þcvvai
fyrirhuguðu kónnun. .að nauðvynlegt tí að vit
hvert við ttefnum - ekki aðcmt að hugsa un
markmið liðandi tlundar. hcldur miklu lengra."
Jóo Sigurðvton. tem er (ormaður framkvcmda
nefndannnar. let vvo ummrli, að það vinnulag ai
glinu við aðvteðjandi vanda fri degi til dags, haf
mðrg undanfann ir tett tvip nnn i þjóðlffið _J>ai
er irciðanlcga tilraunarinnar virði," tagði Jón Sig
urðvson. .að reyru að breyta þvf og Ifta lengra fram .*
Þagmœlska Mbl. og DV
■ Fjirhagvictlun Reykjavfkurborgar 1984 tala
glóggu mili um þi skattavtefnu, vcm Sjiflvlcðit
flokkurinn fylgir, þar sem hann rcður eintamall.
Rekvlranitgjóldin voru hckkuð um 22%. et
tckjupóvlamir hckkuðu miklu meira. Úttvðrit
hckkuðu um 42%. aðvtóðugjaldið um 52% 0|
favtcijtnagjoldin um 64%.
Meðan ictlað var að rckurargjoid borganjóð
þyrftu að hckka um 300 mdljónir milli iranna 198
og 1984. og þi miðað við tvipuð utnvvif (ir og f fyrra
voru llögð gjóld hckkuð um ncrri 700 milljómr.
þi hckkuðu gjóld Vatnvvcitunnar um 57%, og ai
þvl var ucfnt. er fjirhagvictlun var gerð, af
gjaldvkri Hilaveilu Reykjavfkur hckkaði i irinu un
82%.
þevur tolur hafa enn ekki vcnð birtar IMM.a
■ Þau verða stundum örlög
nýbakaðra alþingismanna að
koðna niður í þingsölum vegna
malefnafátæktar og andleysis.
Leita þeir þá gjarnan ýmissa
leiöa til aö vekja athygli á
persónu sinni og nú á aldcilis að
busla vel og þeyta upp grugg-
inu í þeim litla andapolli, scm
kallast Bandalag jafnaðar-
manna, svo að eftir verði tekið
af alþjóð. Alltaf er möguleiki
á einu og einu atkvæði útá
busluganginn, þrátt fyrir mál-
efnalega fátækt og hugsjóna-
auðn. Engu skiptir heldur
hvort farið er með satt mál eða
rangt og ekki þykir verra að
Gróa á Leiti sé aðalheimilda-
maðurinn. í NTbirtist nývcrið
greinarstúfur eftir Guðmund
Einarsson, alþingismann, þar
scm háttvirtur alþingismaöur
gerir úttekt á þeim meinta
auðhring - SIS.
Auðvitað er þar hallað réttu
máli, hvítt gert svart og rangt
gert rétt, en hvér býst við öðru
meiru?
Hv. þingmaöur byrjar á því
að gefa sér ákveðnar forsendur
þess hvað sé auðhringur og
síðan raðar hann saman púslu-
spilinu. Hver biti á sinn stað,
allt fellur í fyrirfram ákveðnar
skorður og þar hafið þið það -
„brjótum upp auðhringinn".
Ekki nenni ég aö rekja lið
fyrir lið röksemdafærslu þing-
mannsins, en af því grein lians
er sett fram af þvílíkum heil-
ögum sannfæringarkrafti að
grandvart fólk, sem ekki þekk-
ir til gæti haldið að eitthvað
væri rétt í henni, þá vil ég
leiðrétta nokkrar rangfærsl-
urnar.
Samvinnuhreyfingin
ekki risakolbrabbi
Fyrst er nú þetta, sem marg-
oft er búið að reyna að koma
hatursmönnum samvinnu-
hreyfingarinnar í skiling um.
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga og kaupfélögin eru ekki
eitt fyrirtæki, þar sem Sam-
bandið ræður. I’essi ímynd
samvinnuhreyfingarinnar í líki
risakolkrabba, sem vefur arma
sína um land allt og heldur því
í heljargreipum er einfaldlega
röng. Kaupfélögin eru mörg
og starfa að mismunandi verk-
efnum, eftir staðháttum á
hverjum landshluta fyrir sig.
Þau eru í eigu félagsmanna
sinna, rekin af þeim og starfs-
mönnum þeirra. Aðgangur er
frjáls öllum íbúum á félags-
svæðinu, sem hafa náð til-
skildum aldri og vilja starfa að
samvinnumálum. Félags-
mennirnir kjósa sér stjórn til
að ráða málcfnum félagsins á
milli aðalfunda og í öllum
kosningum innan samvinnu-
hreyfingarinnar hefur hver fé-
•lagsmaður eitt atkvæði. Stétt
eða staða, eignir og áhrif, ekk-
ert af þessu færir einstökum
íélagsmanni forgangsrétt í
samvinnufélagi, öfugt við ýmis
önnur rekstrarform, sem hv.
alþingismanni eru sennilega
hugstæðari.
Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga er síðan fyrirtæki
í sameign kaupfélaganna.
Stjórn þess er kjörin á aðal-
fundi Sambandsins, þar sem
seturétt eiga fulltrúar allra
kaupfélaganna og fer fjöldi
fulltrúa eftir félagsmanna-
fjölda hvers þeirra. A vegum
SÍS er síðan fjölbreytilegur
rekstur eins og hv. þingmað-
ur tíundar mjög nákvæmlega
og allireru stoltir af. Þingmað-
urinn hefur lúmskan grun um,
að samvinnuhreyfingin steli af
bændum og okri á umboðs-
launum sínum vegna sölu á
afurðum þeirra. Ekki veit ég
hvernig hann hefur fengið
þessa firru í kollinn, allavega
ekki frá bændum. Sennilega
frá Eykoni og Þorvaldi prófess-
or Búasyni, sem báðir hafa
ritað langhunda þessa efnis í
Morgunblaðiö. En þingmann-
inum hefur skjöplast, hann
hefur augsýnilega ekki tekiö
eftir leiðréttingum ísamablaði
við skrif fóstbræðranna, þar
sem staðhæfingar þeirra um
þetta efni voru alfarið hraktar.
Eru félagsmenn
kaupfélaganna
réttlausir?
Ég skora á hv. þingmann að
kynna sér staðreyndir málsins
og mun hann þá komast að
því, að enginn fitnar af land-
búnaði í dag, hvorki bændur
né samvinnuhreyfingin. Ekki
væri heldur úr vegi, að þing-
maðurinn kynnti sér af hverju
kratar, hvaða nafni sem þeir
nefnast, eiga sér fylgismenn
fáa meðal bænda. Sennilega
mun mcira við þurfa, en að
skamma samvinnuhreyfing-
una, til að breyta því.
Þá eru það launamálin. Ég
vænti, að laun stjórnenda sam-
vinnuhreyfingarinnar séu góð.
Enginn, sem til þekkir mun þó
telja að þessir menn vinni ekki
fyrirlaunumsínum, reksturinn
er margbreytilegur, eins og
þingmaðurinn hcfur sjálfur
greint frá, og ábyrgð forystu-
manna því mikil. Én þetta er
gagnrýni, sem margar stéttir,
jafnvel alþingismenn, verða að
búa við. Ég tek undir það með
hv. þingmanni, að almennt eru
laun starfsmanna hreyfingar-
innar of lág og mikið lægri en
forsvarsmenn hennar kysu. En
samvinnufyrirtækin verða að
búa við sömu starfsskilyrði og
annar rekstur í landinu og
getur því ekki boðið starfs-
mönnum sínum betri kjör að
marki, en gerist hjá öðrum
fyrirtækjum. Vonandi batna
þau kjör, ég vona það heils-
hugar.
Þá er það einokunin og hin
dularfullu og skuggalegu ítök
samvinnuhreyfingarinnar í
stjórnmálaheiminum. Einhver
alvarlegustu ítökin telur hv.
alþingismaður vera einmitt
hér, já hér á Höfn í Hornafirði.
Hugsið ykkur siðleysið - sami
maðurinn oddviti og stjórnar-
formaður Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga. Þvílíkt og annað
eins.
Ég veit ekki hvort það er
skoðun hv. þingmanns, að um
leið og menn gerast félagar í
kaupfélagi, að ég tali nú ekki
um þegar þeir taka þar að sér
trúnaðarstörf, þá skuli þeir
afsala sér kjörgengi og kosn-
ingarétti. Málflutningur hv.
þingmanns hnígur að því.
Ekkert sem bannar
mönnum að hafa
fleiri en eina
heilbrigða skoðun
Ef til vill á sama að gilda um
forsvarsmenn annarra tjölda-
hreyfinga. Formenn ASI hafa
t.d. oft setið á Alþingi og
formaður Verkamannasam-
bandsins hefur nú þing-
mennsku með höndum. Vill
hv. alþingismaður e.t.v. láta
reka slíka menn úr þingsölum,
ásamt auðvitað Þórarni Sigur-
jónssyni, sem hefur unnið sér
það til óhelgi að $itja í stjórn
SÍS. Þingmaðurinnstillirdæm-
inu þannig upp, að Þórarinn
hafi gætt hagsmuna SÍS á
Alþingi. Má ekki alveg eins
segja, að Þórarinn hafi gætt
hagsmuna Alþingis á málþing-
um samvinnumanna?
Við munum seint losna við
af Alþingi alla þá, sem sæti
eiga í stjórnum hinna ýmsu
fyrirtækja, margargerðir, jafn-
vel beina- stjórnendur, for-
stjóra, bankastjora og svo
framvegis. Og er það virkilega
meining þingmannsins, að al-
farið eigi að rjúfa tengsl at-
vinnulífs og rekstrar annars
vegar og stjórnvalda landsins
hins vegar? Telur hann það
affarasælla?
Hvað einokunarfirruna
varðar, þá þætti mér vænt um
að fá vitneskju um hvað það
er, sem gerir „einokunarverzl-
unina" á Hornafirði að einok-
unarverzlun. Skyldi svarið
ekki vera það, að einkafram-
takið vill sitja við kjötkatlana í
nágrenni þingmannsins þar
sem veltan er mikil og til-
kostnaður smár, en leyfa okk-
ur samvinnumönnum að reka,
oftlega með halla, verzlun í
dreifðu byggðunum? Enginn
bannar neinum að spreyta sig
á Hornafirði, en ætli „arðsem-
isútreikningar" ykju neinum
kjark til þess. Ef til vill telur
hv. alþingismaður réttara, að
„hið opinbera" haldi uppi
verzlunarþjónustu á svæðum,
þar sem slík þjónusta ber sig
ekki og samvinnufélögin hafa
hingað til sinnt henni. Svo eru
það tengsl samvinnuhreyfing-
arinnar og Framsóknarflokks-
ins, títtrædd. Mikið rétt, oft
fer þetta saman, enda ekkert
sem bannar mönnum að hafa
fleiri en eina heilbrigða skoðun
samtímis.
En margir samvinnumenn
telja sig hinsvegar ciga meiri
samleið með öðrum flokkum
en Framsóknarflokknum og
eru á engan hátt lélegri sam-
vinnumenn fyrir þá sök. Sam-
vinnustefnan er ekki stjórn-
málastefna, bundin ákveðnum
flokki. Hún erhugsjónastefna,
sem hefur markað sín spor í
stefnuskrá flestra, ef ekki allra
íslenzkra flokka. Og ekki yrði
ég hissa á því, að í stefnuskrá
Bandalags jafnaðarmanna
væru ákvæði, sem rekja mætti
til samvinnustefnunnar.
Samvinnuhreyfingin á Is-
landi er aflmikil fjöldahreyf-
ing, sem kiknar ekki undan
níðhöggum niðurrifsmanna.
Ég vildi, svona undir lokin,
gjarnan benda hv. alþings-
manni á að kynna sér fordóma-
laust þátt kaupfélaganna og
samvinnuhreyfingarinnar í
því að viðhalda byggð í landinu
öllu og því að gera kjör fólksins
sem það byggir mannsæmandi.
Því að rekstur í eigu fólksins á
hverjum stað og sem stjórnað
er af fulltrúum þess verður
aldrei einokunar- eða okur-
rekstur, jafnvel þó að hann
sitji einn eftir með atvinnu-
starfsemi í héraðinu, þegar
aörir höfðu gefist upp. Kaup-
félögin verða aldrei flutt brott
af starfssvæði sínu. Það er
hægt að sigla þeim í strand,
eins og hverjum öðrum reksti,
ef aðgát er ekki viðhöfð, en
þau verða aldrei burtu seld .
Og ég vona. að alþingismenn
íslendinga finni sér önnur og
verðugri viðfangsefni en að
brjóta starf þeirra.
Höfn, 21. ágúst 1984
Guðbjartur Össurarson
■ mér þætti vænt um að fá vitneskju um hvað það er sem
gerir „einokunarverziunina“ á Hornafirði að einokunarverzlun.
Skyldi svarið ekki vera það, að einkaframtakið vill sitja við
kjötkatlana í nágrenni þingmannsins þar sem veltan er mikil
og tilkostnaður smár, en leyfa okkur samvinnumönnum að
reka, oftlega með halla, verzlun í dreifðu byggðunum?“