NT - 27.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 27.08.1984, Blaðsíða 7
 ms7 Mánudagur 27. ágúst 1984 7 _ uJj Fréttír : ■ > ... >.:j. :> ' Akureyrarbær með í þróunarverkefni í Tansaníu: Hugmyndir um framkvæmdir enn mjög í lausu lofti ■ „Pað var nú ekki tekið allt of vel í þessa hugrriynd," sagði Sigríður Þorsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar við NT en hún sat nýlega vinabæja- mót í Lathi í Finnlandi þar sem Finnar komu frarn með þá hugmynd að vinabæirnir, Lathi, Akureyri, Álasund, Vesterás, og Randers, ættu að standa fyrir þróunarstarfi í bænum Mbeya í Tansaníu. Þau andmæli komu fram á vinabæjamótinu að slík verkefni ættu að vera á vegurn ríkis- stjórna landanna en hugmyndir Lathimanna munu ganga út á að láta unglinga vinna ákveðin störf í sjálfboðavinnu sem geti komið á auknum skilningi milli þjóða í heiminum, eins og það er orðað í tillögunni. Sagði Sigríður að á Akureyri yrði séð til hverju yrði hægt að koma á stað heimafyrir en síðan ntyndu rnenn bera saman bækur sínar næsta sumar. Kvað hún allar hugmyndir um þetta starf enn vera mjög í lausu lofti en það væri vilji fyrir hendi til að koma málinu á rekspöl. Ástralskir íslendingar fagna á lýð- veldisafmælinu ■ {tilefni af 40 ára lýðveldisafmæli íslands, boðaði íslendingafélagið í New South Wales, Ástralíu til lýðveldisfagnaðar á þjóðhátíðardaginn. Á hátíðinni kom Fjall- konan í fyrsta skipti fram og ávarpaði gesti af miklum myndugleik. Við þetta tækifæri var félaginu fært að gjöf skjaldarmerki landsins sem ungur Islendingur, Gísli Bergmann málaði og var merkið afhjúpað á hátíðinni. SVFÍ: Hef ur 2073 menn í viðbragðsstöðu 155 björguðust úr lífsháska á síðasta ári, segir í Árbók Slysavarnafélags íslands ■ Deildir Slysavarnafélags íslands geta kvatt til björgunarstarfa, með litlum fyrir- vara, 2073 menn. Þetta kemur fram í Árbók Slysavarnafé- lagsins 1984, sem er nýkomin út. í bókinni er einnig greint frá Myndbanka sjómanna, en hann var stofnaður í mars 1983. Bankinn hefur nú yfir að ráða 350 spólum, með fimmtán titlum. Fjalla spól- urnar aðallega um öryggismál sjómanna, og er dreift um borð í sícip. Árbókin er 268 bls. að stærð, og er í henni greint frá starfsemi slysavarnafélaganna á sl. ári. Þar er m.a. fjallað um Kampen-slysið og birt viðtal Árna Johnsen við Guðlaug Friðþórsson, skipverja á Hellisey VE 503 sem fórst 11. mars sl., en Guðlaugur komst einn manna af. Þá er einnig minnst 50 ára afmæla fjöl- margra slysavarnadeilda kvenna. í bókinni kemur fram að bjarganir úr lífsháska voru 155 á síðasta ári, en 64 létust af slysförum. Þá kemur fram að slys í heimahúsum eru ákaflega tíð, en lítið unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum. Nú munu Slysavarnafélag ís- lands og Slysavarnadeildin Ingólfur, í sam- ráði við landlækni, ætla að gefa út handbók um slys í heimahúsum, og hvernig sé unnt að afstýra þeim. Forseti Slysavarnafélagsins er Haraldur Henrýsson en framkvæmdastjóri er Hannes Hafstein. Gufubaðið: Hönnuð í Fín- pússningunni ■ Gufubaðstækin sem greint var frá í NT fyrir skömmu, eru hönnuð af Hannesi Agústssyni, eiganda Fínpússningarinnar. Hann sagði að honum hefði dottið í hug hvort þetta væri hægt, og svo látið verða af því að prófa. Gufan myndast þegar heitu vatni er þrýst út um spíssa undir þrýstingi. Hannes sagði að Vaxtarræktin, sem selur tækin, hefði þróað hugmyndina og hefði það verið í fullu samráði við hann. Ehh HÆKKUM V/tÐ IhhLÁIÍSVEKTI V/axtabreytingar frá 27. ágúst: fjparireikningar með 18 mán. uppsögn_hækka í 25%, ársávöxtun 26,6% Innlánsskírteini 6 mánaða____________hækka í 24,5%, ársávöxtun 26% V/erðtryggðir sparireikn. 3ja mánaða binding hækka í 3% V/erðtryggðir sparireikn. 6 mánaða binding hækka í 6,5% Tékkareikningar______________________hækka í 10% Aðrir vextir eru óbreyttir frá 13. ágúst 5.1. HÆ5TU BAhHAV/EHTIRhlR! 5parireikningar Búnaðarbankans með 18 mánaða uppsögn bera 26,6% ávöxtun á ári. Þetta eru hæstu bankavextir sem bjóðast. Búnaðarbankinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti 5em í boði eru hverju sinni. fjfBlJNAÐARBANKI \Cy ÍSLANDS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.