NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.08.1984, Qupperneq 10

NT - 27.08.1984, Qupperneq 10
Mánudagur 27. ágúst 1984 10 ■ Vígalegt farartæki, Pulsarbfllinn é ■ Helsta veltihættan með slík farartæki sem Pulsarbflana er sú að þeir velti aftur fyrir sig, vélin er aftur í og þeir eru kraftmiklir. Þeir eru frekar léttir að framan og ef farið er upp brattar brekkur getur verið hætta á að þeir velti aftur fyrir sig. Veltigrindin kemur þó í veg fyrir þetta, því bfllinn sest á grindina og hjólin fara þá á loft. Síðan fellur bfllinn niður aftur. Botninn er sléttur og 30 cm undir lægsta punkt. Til samanburðar má geta þess að undir meðaljeppa eru 18 cm frá jörð upp í drifkúlu. Nl-mynd: Árni Bjarna ■ Jean Claude t.v. og Georges t.h. og Pulsarbfll. Jean Claude er hönnuður bflanna, og var að vinna að viðgerðum er NT bar að. NT-mynd: Ámi Bjama Oku um landið á Pulsarbílum og gerðu sjónvarpsmynd: „Sums staðar er ísland rétt eins og tunglið" -sögðu þeir Jean Claude Bibollet og Georges Pessey, tveir úr hópnum. ■ ísland er geysilega fallegt land, náttúran stórbrotin. Sum svæðin þar sem við mynduðum gæti allt eins verið á tunglinu, og þar höldum við að við höfum náð geysilega skemmtilegum myndum,“ sögðu Frakkarnir Jean Claude Bibol- let og Georges Pessey, er NT heimsótti þá á tjaldstæðin í Laugardal um helgina. Þeir Jean Claude og Georges eru tveir Frakkar úr fimm manna hópi sem kom hingað til lands með ný torfærutæki til kvikmyndunar fyrir skömmu. „Við komum hingað til að framleiða sjónvarps- mynd, sem við ætlum síð- an að selja til hinna ýmsu sjónvarpsstöðva, mynd sem fjallar um land og þjóð, íslenska náttúru og svo Pu!sarbílana,“ sagði Georges. Þeir félagar sögðust vilja taka það fram, að þeir væru miklir náttúruunnendur, og hefðu gætt þess í hvívetna að valda ekki gróðurspjöllum. „Við Jean Claude erum báðir bóndasynir og elskum náttúruna. Við gættum þess að skemma ekki nátt- úruna,“ sagði Georges. Þeir félagar sögðu að kvikmyndatakan hefði gengið vel, og bílarnir hefðu komið vel út í prófuninni. Eins og áður var nefnt voru 5 manns í hópnum, fjórir Frakkar og einn Bandaríkjamaður, sem sá um kvikmyndun. Hópurinn fór austur í Vík í Mýrdal, myndaði á sönd- unum eystra, og inn á hálendið, þar sem bæði voru teknar myndir af landi og úr lofti. Þegar NT-menn bar að voru þeir að dytta að því sem bilað hafði í bílunum, og undir- búa þá undir sölu, þar sem þeir töldu of mikið mál að ferðast með þá heim á ný. Jean Claude Bibollet hannaði bílana. Ökutæki þessi eru gerð fyrir einn mann, eru einföld að upp- byggingu, en þó hvert smáatriði úthugsað. Puls- arbílarnir eru á litlum belg- miklum hjólbörðum sem gefa góða möguleika þeg- ar ferðast er í ófærum, hvert hjól hefur sjálfstæða fjöðrun, og bíllinn tekur mishæðir einkar vel, þrátt fyrir að hæðarbreytingin, upp eða niður, snerti að- eins eitt hjól í einu. Bílarn- ir eru drifnir með Yamaha hreyfli, samskonar og eru í Yamaha snjóbílum. Á þeim er veltigrind, og er hún þannig hönnuð að bíl- arnir, sem eru mjög kraft- miklir, eigi ekki að geta oltið aftur fyrir sig, þá stöðvast þeir á grindinni hjólin fara á loft og þeir falla fram á við á ný. Peir eru mjög stöðugir og velta ekki út á hlið nema stöðvað sé í því meiri halla. Með báða benstíntanka fulla og tvö varadekk vega bílarnir um 300 kg. Hver bíll átti að kosta 100-200 þúsund krónur, plús skatta og tolla. Bílarnir voru fluttir inn með sérstöku leyfi og fengu skoðun sem dráttar- vélar. Voru þeir því þann- ig útbúnir að þeir kæmust ekki hraðar en 30 km á klst. „Því er að sjálfsögðu hægt að breyta, það fer eftir stærð drifhjöls í vél- inni,“ sagði Georges Pess- ey.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.