NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.08.1984, Qupperneq 15

NT - 27.08.1984, Qupperneq 15
 [[1 Mánudagur 27. ágúst 1984 1 5 1 Útlönd Risastór ioftsteinn: Truman Capote látinn ■ Bandaríski rithöfundur- inn Truman Capote lést á laugardaginn 59 ára að aldri. Capote þótt á sínum tíma einn efnilegasti rithöfundur Bandaríkjanna og vakti fyrst á sér athygli með bókinni Other Voices, Other Rooms árið 1948, þá 24 ára að aldri. The Crass Harp kom út árið 1951 og Breakfast at Tyffany’s árið 1958. Árið 1965 gaf Cap- ote síðan út In Cold Blood, sem vakti heimsathygli og hefur m.a. verið þýdd á íslensku. Á seinni árum sinnti Cap- ote lítið ritstörfum en stund- aði hið ljúfa líf og barst mikið , á. Sprakk í 19 km hæð yfir jörðu! ■ Risastór, rauðglóandi loft- steinn, kom inn í gufuhvolf jarðar í þessum mánuði og sprakk í tætlur yfir Moravíu, að sögn opinberu fréttastof- unnar í Tékkóslóvakíu í gær. Fréttastofan sagði að vís- indamenn sem leituðu nú að leifum loftsteinsins reiknuðu með að stærsta brotið úr hon- um gæti vegið um 20 kíló. Loftsteinninn sást fyrst 3. ágúst en hann var þá á 12,5 kílómetra hraða, sem er lægsti mögulegi hraði slíkra steina. Hann brann upp aðeins 19 kílómetrum yfir yfirborði jarðar. Indland og Pakistan: Milliríkjadeila vegna flugráns Nýja Dehli-Reuter ■ Rán á indverskri farþega- Italía: Átta látast í átókum glæpaflokka Napólí-Reuter ■ Átta manns létust og 10 særðust í skotbardaga á götu í gær milli tveggja glæpaflokka sem tengjast Mafíunni. Fólk sem var að koma út úr kirkju í bænum Torre Annunz- iata varð fyrir skotum þegar nokkrir byssumenn stukku út úr bíl og hófu skothríð á hóp manna. Átta létust samstundis og 10 særðust að sögn lögreglu en skotmennirnir komust undan. Torre Annunziata hefur lengi verið vettvangur átaka milli tveggja glæpaflokka, Nouva Camorra Oraqizzata, sem stjórnað er af Raffaele Cutolo og Nouva Famiglia, samtök flokka sem eru and- snúnir Cutolo. Lögreglan í Napolí lýsti þessum átökum sem hrikalegustu skipulögðu glæpaverkunum sem framin hefðu verið í landinu. Tveir menn voru handteknir í gær- kvöldi grunaðir um aðild að verknaðinum og níu aðrir voru færðir til yfirheyrslu. þotu í innanlandsflugi á föstu- dag hefur valdið deilum milli Indlands og Pakistan. Flugvél- in lenti á Lahore og Karachi í Pakistan og fékk eldsneyti á báðum stöðunum áður en vél- inni var flogið til Dubai þar sem flugræningjarnir, sem allir voru Síkar, gáfust upp. Indverjar hafa kvartað yfir því að Pakistanir skuli hafa látið vélina halda áfram til Dubai, sem er í Sameinuðu furstadæmunum, og gagn- rýndu stjórnvöld fyrir að hafa ekki reynt að ráða niðurlögum flugræningjanna í Pakistan. Til að bæta olíu á eldinn hafa flugmaður og nokkrir farþegar vélarinnar staðhæft að flugræningjunum hafi verið afhent skammbyssa á flugvell- inum í Lahore. Meðal þeirra sem staðhæfa þetta eru nokkrir Bretar sem segja að byssan hafi fyrst sést í höndum flug- ræningjanna eftir að vélin fór frá Lahore. Utanríkisráðuneyti Pakistan hefur neitað þessum staðhæf- ingum. Það vitnaði í upplýsing- ar frá yfirvöldum í Dubai sem sögðu að flugræningjarnir hefðu borið við yfirheyrslur að þau vopn sem á þeim fundust hefðu verið í fórum þeirra frá upphafi ránsins. „Þetta afsannar þessa fárán- legu sögu... að flugræningjarn- ir hafi fengið byssur á flugvell- inum í Lahore“, segir í yfirlýs- ingu ráðuneytisins. ■ Likin af 49 karimönnum og einni konu sem fundust í fjöldagröf nálægt bænum Huanta í Perú, um 370 kflómetrum frá höfuðborginni Lima. Grunur leikur á að stjórnarher Perú hafi þarna verið að verki. simamynd-POLFOTO Herinn í Perú: Sakaður um stórfelld brot á mannréttindum - 50 limlest lík finnast í fjöldagröf Lima, Perú-Reuter. ■ Grunur leikur á að herinn í Perú hafi framið stófelld mannréttindabrot í baráttu sinni gegn vinstri sinnuðum skæruliðum eftir að fimmtíu lík fundust í fjöldagröf nálægt bænum Huanta í Perú. Og yfirlýsing ríkissaksóknara landsins um að 934 menn hafi horfið sporlaust síðan baráttan gegn uppreisnarmönnum hófst hefur styrkt þennan grun. Fernando Belaunde Terry forseti, sem kjörinn var í lýð- ræðislegum kosningum árið 1980 eftir 12 ára herforingja- stjórn, hefur neitað ásökunum um mannréttindabrot og segir að stríð við skæruliðana sé háð samkvæmt stjórnarskránni. Belaunde notaði samt sem áður herflokka til að koma á reglu í Lima á föstudag, í fyrsta sinn síðan lýðræði var komið á í landinu. Hernum var beitt til að koma í veg fyrir mótmælagöngu gegn mann- réttindabrotum. Fjöldagröfin fannst á svæði í suð-austurhluta landsins, sem verið hefur undir stjórn hersins síðustu 20 mánuði. Herinn heldur því fram að líkin, sem báru sum merki pyntinga, séu af uppreisnarmönnum sem skæruliðar hafi grafið. Mannréttindahreyfingar í Perú saka öryggissveitir hers- ins um að vera valdarað hvarfi a.m.k. 650 manna undanfarið. Öryggissveitirnar neita því og segja að þeir sem eru týndir hafi farið að heiman til að ganga til liðs við skæruliða. En nokkrir stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar sendu frá sér harðorða yfirlýsingu á föstudag þar sem segir að að- gerðir ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir mótmæla- gönguna í Lima hafið miðað að því að „hylma yfir ábyrgð þeirra sem skipulagt hafa, eða framið, pyntingar og morð á hundruðum landsmanna í sóðalegu stríði.“ Kjarnorkuskip sökk undan strönd Belgíu ekki bráð mengunarhætta á ferðum París-Reuter ■ Franskt flutningaskip sem sökk undan ströndum Belgíu aðfaranótt sunnudags, hafði innanborð 450 tonn af kjarn- orkuhráefni, að sögn eigenda skipsins í gær. Þeir töldu þó að engin hætta væri á mengun af efninu. Skipið sem hét Mont Louis, sökk eftir árekstur við farþega- ferjuna Olau Brittannia, sem var á leiðinni til Bretlands með 1.000 farþega innanborðs. Áhöfn Mont Louis komst um borð í ferjuna og engan sakaði við áreksturinn. í yfirlýsingu sem birt var í París í gær, sagði að Mont Louis hefði verið að flytja 30 geyma fulla af uraninum hexa- fluoride, til sovésku hafnarinn- ar Riga. í yfirlýsingunni sagði að skipsstjórnarmenn hefðu staðfest að geymarnir hefðu ekki laskast við áreksturinn, og vitnað var í frönsku kjarn- orkunefndina sem taldi að eng- in hætta stafaði af geymunum a.m.k. næsta árið. Áreksturinn varð seinni part laugardags um 10 mílur undan Ostende í Belgíu. Skipin fest- ust saman við áreksturinn og tók fimm klukkutíma að losa þau sundur. Franska skipið sökk skömmu seinna en ferjan, sem skráð er í Þýskalandi, hélt áfram ferð sinni til Bretlands. Að sögn hafnarvarða í Cher- bourg voru tvö frönsk skip á slysstaðnum í gærkvöldi en þau fundu engin merki um geislavirkni. Efnið sem skipið flutti er baneitrað og tærið, en ekki geislavirkara en hreint úraníum sem unnið er úr nám- um . Til að búa til kjarnavopn eða eldsneyti fyrir flestar gerð- ir kjarnorkuhreyfla verður að blanda úraníum til að fá meiri geislavirkni. Uranium hexa- fluoride, samband úraníum og flúoríðs, er hráefnið sem not- að er til þessarar blöndunar. ■ Farþegaferjan Olau Bríttannia í höfn í Flushing í Hollandi í gær. Ferjan lenti í árekstrí við franskt flutninga- skip undan strönd Belgíu á laugardag. Franska skipið sökk og nú hefur komið í Ijós að það var með geislavirk efni innanborðs. POLFÖTO-Símamynd. Borðið hrátt kjöt! Jóhannesarborg-Reuter ■ „Ekki að reykja né drekka heldur éta nóg af hráu kjöti“ er heilræði Je- anette van der Westhuizen til þeirra sem vilja ná háum aldri, en Jeanette varð um helgina 120 ára og er talin elsti borgari Suður-Afríku. Að sögn dagblaða í Jó- hannesarborgvarJeanette hrókur alls fagnaðar í af- mælisveislunni um helgina og söng nær allan tímann. Hún á 95 ára gamla dóttur.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.