NT - 27.08.1984, Page 16

NT - 27.08.1984, Page 16
 Rás 2 kl. 16.00 í dag Útirokk ■ Á Rás 2 í dag er þátturinn Útirokk. Það er Snorri Skúla- son sem stjórnar þættinum, en hann er einnig annar stjórn- andi Rokkrásarinnar. í þættinum verður fjallað um útirokkhátíðir og saga þeirra stærstu rakin. Aðallega verður samt fjallað um rokk- hátíðina í Roskilde í sumar. Útirokkhátíðir eiga sé nú orðið þó nokkra sögu. Fræg- ustu útihátíðirnar voru líklega Woodstock, Altamont og Isle Of Wight hátíðirnar. Tværþær fyrrnefndu voru haldnar í Bandaríkjunum. Á Wood- stock, sem haldin var skömmu fyrir 1970, mættu líklega um 600.000 manns og var til þess tekið hve friðsamlegt hefði verið á hátíðinni. Þetta var eins konar hápunktur hippa- tímans. Þarna spiluðu hljóm- sveitir eins og Santana, Jeffer- son Airplane og Grateful Dead. Altamont var haldin nokkrum mánuðum seinna, og Mánudagur 27. ágúst 1984 16 stóðu Rolling Stones fyrir henni. Þeir réðu Hell’s Angels til að vera öryggisverðir, og þeir drápu einn svertingja á meðan á hátíðinni stóð. Þótti mönnum sem annað hljóð væri nú í strokknum. Isle Of Wight-hátíðin var haldin á Wight-eyju í Bretlandi um svipað leyti, og var mjög fjölmenn, líklega fjölmennust þessara hátíða. Þar lék m.a. Bob Dylan. Síðan hafa margar útihátíðir verið haldnar, þó engin jafnfræg. Ein þekktasta reglu- lega rokkhátíðin er Reading- hátíðin í Bretlandi, og einnig er Roskilde-hátíðin í Dan- mörku mjög þekkt. Þar hafa á Að öllum líkindum mun heyrast í Lou Reed í Útirokki. undanförnum árum leikið mjög þekktir listamenn eins og Simple Minds, U2 og Siouxsie & The Banshees, og nú í ár voru þar m.a. bæði New Order og Lou Reed. Snorri mun aðallega fjalla um þá hátíð eins og áður segir. Sjónvarp kl. 21.40: Síðasti sumardagurinn Bresk sjónvarpsmynd ■ í kvöld verður sýnd í sjón- varpinu breska sjónvarps- myndin Síðasti sumardagur- inn. Hún er gerð eftir sögu lan McEwans, sem einnig semur handrit. Leikstjóri er Derek Banham, en aðalhlutverk leika Annette Badland og Graham McGrath. Tom og Jenny á ánni. Myndin gerist árið 1970. Tom, sem er 12 ára, býr með eldri bróður sínum Peter og hópi vina hans í húsi fjölskyld- unnar. Frá húsinu sér yfir ána, sem Tom finnst ákaflega vænt um. Foreldrar hans fórust í bílslysi. Jenny svarar auglýsingu þar sem óskað er eftir fleiri íbúum í húsið. Hún er rúmlega tvítug, feimin.nærsýn, óálitleg og feit. Hún er ólík áhyggjulausu og glaðværu fólkinu í húsinu, en hún verður smám saman „hús- móðir“. Hún sér um barnið Alice og tekur að sér matar- gerð og að halda húsinu hreinu. Jenny verður ánægð- ari, og nær jafnframt sterkum tengslum við Tom. Þau eyða fögru sumri við róður og úti- veru í ánni. Hægt og hægt fer Jenny að ná Tom út úr þeirri einangruðu veröld sem hann hefur verið í síðan foreldrar hans fórust. Jenny blómstrar og finnst hún eiga heima þarna. Sjálfs- traust hennareykst. Hún tekur smám saman við móðurhlut- verki gagnvart Tom. Sumarið er þó ekki eilíft.. Óvæntir og sorglegir atburðir gerast. Sjónvarp í kvöld kl. 20.35: Orustuflug- vélin Spitfire ■ Orustuflugvélin Spitfire nefnist bresk heimildamynd um samnefnda flugvélategund, sem er ein sú frægasta í sög- unni. Supermarine Spitfire var eins sætis orustuflugvél,teikn- uð upp úr Supermarine-flugbát sem vann flugbátakeppni á 4. áratugnum. Hún var ásamt með Hurricane uppistaðan í orustuflugflota Breta þegar síðari heimsstyrjöldin hófst, og var þá mjög nýtískuleg. Alla styrjöldina var síðan unnið að breytingum á henni, hún var búin öflugri hreyflum og ýmsar aðrar endurbætur gerðar, þannig að við stríðslok var hún enn í fullu gildi. Frægasta stund þessarar teg- undar var í orustunni um Bretland, þegar færri en 1000 orustuflugvélar Breta af gerð- inni Spitfire og Hurricane stóðu gegn öllu loftveldi Þjóð- verja. Frá því í ágúst 1940 og fram yfir áramót stóð úrslita- orustan um það hvort Þjóð- verjar næðu yfirráðum í lofti yfir Ermasundi og gætu síðan gert innrás í Bretland í skjóli þess. Það voru gæði Spitfire- vélanna, ásamt með hugrekki flugmannanna bresku sem réðu úrslitum. Spitfire stóð fyllilega jafnfætis Messer- shmitt 109, helstu orustuvél Þjóðverja, og langtum framar bæði Stuka og Me-110, sem voru aðrar tegundir sem Þjóð- verjar beittu mikið. Takmark- að flugþol Me-109 orustuvél- anna ásamt með beitingu radarstöðva gaf Bretum svig- rúm sem þeir beittu til hins ítrasta. í myndinni verða sýndir ýmsir filmubútar af loftorust- um, einnig litmyndir af Spit- fire-vélum sem enn eru til á flugi. Teikningar sýna hönnun og byggingu vélanna. Þróunar- saga flugvélarinnar og margra annarra frá þessu tímabili - Wellington, Focke-Wulfe 190 og Me-109, er rakin. Það er Brian Johnson sem samið hef- ur og stjórnað gerð myndar- innar, en hann er þekktur fyrir aðrar myndir um svipað efni. Að myndinni lokinni verður rætt við Þorstein Jónsson flug- stjóra, sem var orustuflugmað- ur í Bretlandi á stríðsárunum og flaug Spitfire. Einar Pálsson. Eins og margir vita hefur Einar Pálsson gefið út margar bækur um rannsóknir sínar á íslenskum fornritum, t.d. Njálu. Þessar rannsóknir hafa verið vægast sagt umdeildar, og hefur t.d. heimspekideild Háskóla íslands lýst þær ómerkar og óvísindalegar. Hafa verið skrifaðar langar greinar þar sem verk Einars eru rökkuð niður og talin ein grein gervivísinda. Verk Einars eru flókin og að ýmsu leyti torskilin, en byggj- Útvarp kl. 23. Útvarpsþáttur um vísinda- störf Einars Pálssonar - frá norska útvarpinu ■ Klukkan 11 í kvöld er á dagskrá í útvarpinu þáttur sem nefnist Kva gjöymer den norr- öne kulturen - Einar Pálsson og hans forskararbeid. Þetta er dagskrá frá norska útvarp- inu um Einar Pálsson og rann- sóknir hans. ast að nokkru á stærðfræði- legum og goðfræðilegum túlk- unum á fornritunum. Væntan- lega verða menn margs vísari um þessi fræði ef þeir hlusta á þennan norska útvarpsþátt. En hvernig væri að gera íslenskan útvarpsþátt um sama efni? Mánudagur 27. ágúst 7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bæn. Baldur Kristjánsson flytur (a.v.d.v.) í bítið - Hanna G. Sigurðardóttir og lllugi Jökulsson. 7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdóttir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ásgerður Ingi- marsdóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Eins og ég væri ekki til“ eftir Kerstin Johansson Sigurður Helgason les þýðingu sína (10). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. landsmálabl. (útdr.). Tón- leikar. 11.00 „Ég man þá tið“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Reykjavík bernsku minnar Endurtekinn þáttur Guðjóns Frið- rikssonar frá sunnudagskvöldi. Rætt við Ágústu Kristófersdóttur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Dönsku hljómsveitirnar Shu- bi-dua og Kansas City Strompers syngja og leika. 14.00 „Við bíðum" eftir J.M. Coetz- ee Sigurlina Davíðsdóttir les þýð- ingu sína (14). 14.30 Miðdegistónleikar „Húnarn- ir“, sinfónikst Ijóð op. 11 eftir Franz . Liszt. Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles leikur; Zubin Metha stj. 14.45 Popphólfið - Sigurður Krist- insson (RÚVAK). 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar: a. Agnes Baltsa syngur aríur eftir Mer- cadante og Donizetti með Útvars- hljómsveitinni í Múnchen; Heinz Wallberg stj. b. Dietrich Fischer- Dieskau og Elena Suliotis syngja ariur eftir Verdi með Filharmóniu- sveit Lundúna; Lamberto Gardelli stj. c. Filharmóníusveit Lundúna og Carl Taschke fiðluleikari leika Ballettþátt op. 100 eftir de Bériot; Herbert Kegel stj. d. Útvarpshljóm- sveit Berlínar leikur dansa úr óper- unni „Othello" eftir Verdi; Ferenc Fricsay stj. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Siðdegisútvarp - Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar B. Kristjánsson. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Eiríkur Rögn- valdsson talar. 19.40 Um daginn og veginn Auðunn Bragi Sveinsson talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldavaka a. Úr sögum Mar- grétar. Úlfar K. Þorsteinsson les úr Grimu hinni nýju. b. Kórsöng- ur. Söngfélag Skaftfellinga i Reykjavik syngur undir stjórn Þor- valds Björnssonar. Umsjón Helga Ágústsdóttir. 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Vindur, vind- ur vinur minn“ eftir Guðlaug Arason Höfundur lýkur lestrinum (19). 22.15 Veðurfregnir. Frétlir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kammertónlist: Píanókvintett í g-moll K.478 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Hans Erich Riebens- ahm og félagar í Stross-kvartettin- um leika. 23.00 Kva gjöymer den norröne kulturen? Einar Pálsson og hans forskararbeid. Dagskrá norska Ríkisútvarpsins um Einar Pálsson og rannsóknir hans. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 27. ágúst 19.35 Tommi og Jenni Bandarísk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Orrustuflugvélin Spitfire Bresk heimildamynd um eina frægustu flugvélategund fyrr og síðar og sögu hennar. Yfirburðir Spitfire-vélarinnar áttu rikan þátt i að Bretum tókst að sigra þýska loftflotann’ og afstýra innrás Þjóð- verja i Bretland i siðari heimsstyrj- öld. Að myndinni lokinni verður rætt viö Þorstein Jónsson, flug- stjóra, sem var orrustuflugmaður i Bretlandi á stríðsárunum og flaug Spitfire. Þýðandi Rafn Jónsson. 21.40 Síðasti sumardagurinn Bresk sjónvarpsmynd eftir lan McEwan. Leikstjóri Derek Banham. Aðal- hlutverk: Annette Badland og Gra- ham McGrath. Ung og óframfærin stúlka fær leigt herbergi þar sem ungt fólk og áhyggjulaust ræður húsum. Hún verður smám saman mesta hjálparhella við öll heimilis- störf og innileg vinátta tekst með henni og tólf ára dreng á heimilinu sem misst hefur foreldra sina. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir. 22.35 íþróttir 23.05 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.