NT


NT - 27.08.1984, Side 25

NT - 27.08.1984, Side 25
■ Hér berjast þeir Friðfinnur Hermannsson og Þorsteinn Sigurðsson hatrammlega um knöttinn í leik KA og Þróttar. Báðir gerðu þeir mark fyrir sitt lið og voru bæði mörkin mjög góð. NT-mynd: Sverrir. 2. deildin í knattspyrnu: ÍBÍ í miklum ham ■ „Við förum upp, þetta er loksins farið að ganga,“ sagði Jóhann Torfason, ísfirðingur í samtali við NT eftir leik ísfirð- inga við Víði vestra. Leikinn unnu ísfirðingar 3-0, örugg- lega, og nú er svo komið að möguleikar þeirra á fyrstu- deildarsæti eru talsvert miklir. ísafjarðarliðið lék ve! í leiknum. Liðið var samstillt þrátt fyrir að hinn sterka leik- mann, Jóhann Torfason vant- aði, en hann liggur nú í lungna- bólgu. Eftir fyrsta stundar- fjórðunginn, sem var jafn, sóttu ísfirðingar í sig veðrið, og skoruðu fyrsta markið á 18. mínútu. Kristinn Kristjánsson komst upp kantinn, og gaf vel fyrir á hin hávaxna Guðmund Jóhannsson, sem skallaði af öryggi í fjærhornið, 1-0. Þannig var staðan í hálfleik. ísfirðingar bættu við keyrsl- una í síðari hálfleik, og réðu leiknum. Á 55. mínútu kom annað mark þeirra, Guðmund- ur Magnússon fékk fyrirgjöf frá Kristni Kristjánssyni, komst einn inn fyrir og skoraði lag- lega, vippaði boltanum yfir Gísla Hreiðarsson markvörð, sem átti mjög góðan leik á laugardag. Tuttugu mínútum síðar innsiglaði Atli Einarsson sigurinn, nafni hans, Atli Geir Jóhannsson sem lék stöðu „sweepers“ í leiknum lék upp völlinn, gaf á Atla Einarsson, og hann komst einn inn fyrir. Atli vippaði boltanum laglega yfir Gísla, 3-0. Víðismenn voru ekki sann- færandi í leiknum, áttu ekki svar við góðum leik heima- manna. Marteinn Geirsson þjálfari þeirra var meiddur, lék undir getu, og fór loks útaf. Daníel Einarsson markaskor- ari Víðis var rekinn útaf í leiknum. ■ Þrátt fyrir að fimm mörk hefðu verið gerð í leik Þróttar og KA í 1. deild á laugardaginn þá var leikurinn sjálfur ekki mikið fyrir augað. Hann fór fram á Valbjarnarvelli og lauk með frekar óvæntum sigri norðanmanna 3-2. Með þess- um sigri þá setja KA-menn allt í bál og brand á botninum og stcfnir í grimman slag um hvaða lið skal falla. Reyndar bar leikurinn á laugardaginn mikinn keim af þeirri baráttu og nánast örvæntingu sem liðin leggja í leiki þegar staða flestra er veik og falldraugurinn teygir sig eftir skottinu á þeim. Leikurinn var gífurlega harð- ur og gerðu menn sig seka um mjög slæm brot. Var algengt að sjá leikmenn sem misst höfðu boltann, æða á eftir manninum sem tók hann og skriðtækla upp í axlir. Þá voru allir sem á vellinum voru öskuvondir og fúlir og hafði enginn gaman af leiknum að því er virtist. Leik- menn voru óvinir um leið og leikurinn hófst og hreyttu hvor í annan, mennirnir á varamannabekkjunum voru líka saltvondir og kölluðu inn á völlinn „jarða þennan" eða „þú sparkar bara í hann næst“ og svo fékk dómarinn sitt frá bæði leikmönnum og áhorfend- ur. En sú umgjörð utan um einn knattspyrnuleik !!! Best er þó að líta aðeins yfir leikinn og hætta að skammast. Þróttarar voru mun betri í fyrri hálfleik og mátti sjá dálítinn fallstimpil á KA-mönnum og var mórallinn ekki alveg í lagi lengst af. Strax á 4. mín skoruðu Þróttarar og var Þor- steinn Sigurðsson þarað verki. Hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn KA og tók boltann á sig með mann í bakinu og sendi hann með fallegum boga í fjær hornið. Óverjandi fyrir Þorvald í markinu, 1-0. Rétt á eftir átti Ásbjörn þrumuskot en rétt framhjá. Annað markvert gerðist ekki í fyrri hálfleiknum nema að á lokamínútu hans þá komst Birgir Sigurðsson Þrótt- ari í gott færi en Þorvaldur varði stórvel. Síðari hálfleikur var ekki nema þriggja mínútna gamall er Þróttarar skoruðu aftur og var það mark æði aulalegt. Arnar bakvörður tók þá aukaspyrnu rétt við hornfánann og sendi fyrir markið. Boltinn fór beint á Þorvald KA-markvörð sem var á nærstöng, hann hafði boltann í höndum sér í sekúndu WK)V SKúm Daufur leikur botnliðanna Altt opið átoppnum ■ Það var fremur daufur leikur botnliðanna í annarri deild, er Einherji frá Vopna- firði heimsótti Tindastól á Sauðárkróki á laugardag. Úr- slitin urðu markalaust jafntefli, sem var nokkuð sanngjarnt, ef litið var á færin. Tindastóll var mun meira með boltann í leiknum, sótti nokkuð, og réði spilinu í 85 mínútur nánast. Tindastóls- menn fengu nokkur ágæt færi í byrjun leiksins til að skora mörk, en það tókst ekki vegna frábærra tilburða Hreiðars Sig- tryggssonar markvarðar og þjálfara Einherja, sem var langbesti maður Vopnfirðinga. í lokin fengu Einherjar færi, fyrst komst Páll í gegn en Árni Stefánsson varði meistaralega í horn. Síðan var dæmd óbein aukaspyrna níu sentimetra frá marklínu, á Tindastól, en leik- menn höfðu oltið hver um ann- an þveran fyrir framan markið, og taldi dómarinn að einn varn- armanna hefði haldið boltanum á milli fóta sér fyrir framan markið. Þrátt fyrir að stutt væri í markið tókst Einherjum ekki að skora. Einkunnagjöf NT: ÞRÓTTUR Guðmundur Erlingsson .. 4 Ottó Hreinsson..........5 Kristján Jónsson .......4 Arnar Friðriksson......5 Ársæll Kristjánsson....3 Björn Björnsson.........4 Ásgeir Elíasson ........4 Þorvaldur í. Þorvaldsson . 4 Páll Ólafsson...........5 Þorsteinn Sigurðsson ... 4 Birgir Sigurðsson......5 Sverrir Pétursson......5 Sverrir kom inn fyrir Þor- stein í hléi. KA Þorvaldur Jónsson.....4 Friðfinnur Hermannsson . 4 Ormarr örlygsson .......5 Bjarni Jónsson..........5 Erlingur Kristjánsson .... 4 Njáll Eiðsson...........3 Mark Duffield...........3 Ásbjörn Björnsson......4 Bergþór Ásgrímsson .... 5 Hafþór Kolbeinsson.....4 Steingrímur Birgisson ... 5 Þórarinn Þórhallsson .... 3 Þórarinn kom inn fyrir Ormarr í hléi. ■ Grófur leikur sem bar keim af botnbaráttunni ægi- legu. KA-menn gáfust aldrei upp og uppskáru eftir því. Þróttarar slökuðu of mikið á og því fór sem fór. Mörk Þróttar gerðu Þorsteinn Sig- urðsson á 4. mín. og Arnar Friðriksson á 48. min. Fyrir KA skoruðu Steingrímur Birgisson á 57. mín., Frið- finnur Hermannsson á 68. mín. og Hafþór Kolbeinsson á 90. mín. Dómari var Gísli Guðmundsson og var í slak- ara lagi. Áhorfendur voru fáir. en missti hann sfðan í hné sér og inn í markið. Mikil mistök og nú sáu menn fram á auðveld- an Þróttarsigur. En svo var þó ekki, KA-menn tóku sig saman í andlitinu og er um 15 mín. voru liðnar af síðari hálfleik þá tók Ásbjörn aukaspyrnu sem Guðmundur Erlingsson varði en hélt ekki boltanunt sem hrökk út til Steingríms sem skoraði, 2-1. Rúmum fimm mínútum seinna skoraði Frið- finnur Hermannsson með góðu skoti fyrir utan teig í bláhornið ogstaðan allt í einu orð in 2-2. Á lokamínútu leiksins þá komst Birgir í gott færi en Þorvaldur varði vel og stuttu seinna var Ársæll Kristjáns- son, sern var einn besti maður Þróttar, að væflast með knött- inn rétt fyrir utan teig og hafði öll tök á að senda hann til Guðmundar í markinu. En hann lét Hafþór Kolbeinsson hirða af sér knöttinn og Hafþór lékk auðveldlega á Guðmund og bombaði í markið af mark- línu. Gífurlegur fögnuður KA- manna og Gísli dómari flautaði af stuttu seinna. Það sem varð Þrótturum að falli í þessum leik var að þeir töldu sigurinn sinn í síðari hálfleik eftir að vera komnir tvö mörk yfir. Það er jú liægt að skilja það því KA-liðið virkaði lélegt, en þeir drifu sig áfram mest í gegn um mennina sívinnandi, þá Njál og Mark Duffield, sem er mjög sterkur og tapaði ekki skallaeinvígi allan leikinn. Jafntefli hefði ef til vill verið sanngjörn úrslit en KA-menn gáfust aldrei upp og það reið baggamuninn. Frá Eiríki Hermannssyni, frcttamanni NT á Suðurnesjum: ■ Njarðvíkingar unnu verð- skuldaðan sigur á Siglfirðingum í annarri deildinni í knattspyrnu á laugardag, er liðin mættust í Njarðvík. Úrslitin urðu 1-0 Njarðvík í hag, en mörkin hefðu getað orðið fleiri á báða bóga. Njarðvíkingar voru þó lengst af sterkari. Leikurinn var þófkenndur framan af fyrri hálfleik, en Njarðvíkingar sköpuðu sér síð- an færi í síðari hluta hálfleiks- ins. Skúli Rósantsson átti þrumuskot frá vítateig á 28. mínútu, en varnarmaður Sigl- firðinga varði á línu. Mínútu síðar gerðist umdeilt atvik, Jón Halldórsson markaskorari Njarðvíkinga var að kljást við Englendinginn Colin Thacker á vítateig Siglfirðinga. Thacker braut á Jóni og hann virtist vera að detta, og dómarinn flautaði. Jón datt þó ekki, og skoraði með þrumuskoti í næstaskrefi. Nj arðvíkingar voru ekki hressir með fljótfærni dómarans. Njarðvíkingum tókst síðan ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágæt færi, og staðan 0-0 í hálfleik. í síðari hálfleik var leikurinn jafn framan af. Á 16. mín. var Hörður Júlíusson, hinn fljóti framherji Siglfirðinga felldur innan vítateigs, þrátt fyrir hættulitla staðsetningu, en Col- in Thacker skaut i stöng úr vítaspyrnunni, firnaföstu skoti svo small í. Þremur mínútum eftir vítaspyrnuna, á 65. mín- útu, komstHaukurJóhannsson einn í gegnum vörn KS en bjargað var í horn. Tveimur mínútum síðar kom svo markið, Skúli tók aukaspyrnu frá vinstri, Freyr Sverrisson náði boltanum er hann hrökk af vörninni og lyfti yfir mark- vörðinn. Þar tók Jón Halldórs- son við og ýtti boltanum yfir línuna. Jón Halldórsson var besti maður Njarðvíkinga í þessum leik, og Skúli Rósantsson var einnig mjög góður. KS spilaði ekki áferðarfallega knatt- spyrnu í leiknum, Colin Thack- er var þeirra besti maður, og Hörður Júlíusson lék rrijögvel. Vestmanneyingar sterkari nyrðra Frá Haflida Jósteinssyni á Húsavík: ■ Vestmannaeyingar unnu góðan sigur á Völsungum er liðin mættust í annarrar deildarkeppninni á Húsavík á laugardag. Leiknum lauk með sigri Eyjapeyjanna 2-1. Með þessum sigri þá opnuðu þeir deildina enn betur uppá gátt. Annars voru það Húsvíkingar sem voru mun sterkari í fyrri hálfleik og náðu forystu með marki Helga Helgasonar beint úr aukaspyrnu af um 20 til 25 m færi, stórgott mark. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og meira lagt uppúr baráttu en góðum fótbolta. I síðari hálfleik, þá sóttu Vestmanna- eyingar í sig veðrið og sóttu nokkuð stíft. Kári Þorleifsson skoraði síðan jöfnunar- markið af stuttu færi. Fallegt mark og vel gert hjá Jóhanni. Staðan orðin 2-1 fyrir Eyjamenn og þar við sat. Bæði liðin eiga möguleika á að komast upp í 1. deild en slagurinn um sætið harðnar með hverjum leik.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.