NT


NT - 07.09.1984, Side 1

NT - 07.09.1984, Side 1
Landbúnaðarkaf linn taf ði afgreiðslu framtíðarplansins: Orðalagságreiningur um verðlagskerfið! ■ Óvænt snurða hljóp á þráðinn hjá formönnum stjórnarflokkanna í gær, þegar þeir ætluðu að ganga endanlega frá tillögum sín- um í efnahags- og atvinnu- málum. Ágreiningur kom upp á milli þingflokka Framsóknar og Sjálfstæðis- flokksins um orðalag á þeim hluta landbúnaðarkaflans, sem fjallar um verðlags- kerfið. Formennirnir leystu hins vegar úr vandan- um og fengu blessun sam- herja sinna á endanlegri útgáfu plaggsins. Tillögurnar gera ráð fyrir uppstokkun verðlagskerfis landbúnaðarins á þann hátt, að staða bænda verði treyst og að þeir fái fullt verð fyrir framleiðslu sína. Þá eiga vinnslufyrirtækin að lúta svipuðu aðhaldi og önnur fyrirtæki í landinu hvað varðar verðmyndun. Á næstu vikum mun ríkisstjórnin kalla til full- trúa bænda og vinnslu- stöðva til þess að ræða endanlegt fyrirkomulag. Þessi ágreiningur varð til þess að blaðamannafundi, þar sem formennirnir ætl- uðu að kynna verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár, var frestað til dagsins í dag. Einnig kom þar til mjög langur fundur ríkisstjórnarinnar um fjár- lögin. Pá var frestun fundarins í gær formönnunum ekkert á móti skapi, þar sem þeir hafa væntanlega skýrari mynd af fjárlögum næsta árs, í dag, og hvernig eigi að fylla upp í fjárlagagatið. Laugardags- opnunin: Skreið ígegn ■ í skriflegri atkvæðagreiðslu samþykkti fundur í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur í gær- kvöldi með naumum meirihluta - 65 atkvæðum gegn 56 - að heimila félaginu að semja um nýjan opnunartíma verslana. Verslanir mega samkvæmt því vera opnar til kl. 18.30 mánu- daga til fimmtudaga, til kl. 21 á föstudögum og frá kl. 9-16 á laugardögum, sem mætti mestri andstöðu. Magnús L. Sveinsson kvað niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar ekki hafa komið sér á óvart því honum væri vel ljós mikil og vaxandi andstaða verslunarfólks gegn þessum langa vinnutíma. Vinnuveitend- ur hafi ekki staðið við það sem þeir hefðu sagt mjög auðvelt, þ.e. að koma á vinnuskiptum þannig að tryggt yrði að vinnu- tími fólks yrði ekki óeðlilega langur. Sé kominn tími til að þeir geri sér ljóst að ekki er hægt að reka afgreiðslufólk áfram eins og þræla. Síldarsöltun engin í haust? - Rússar tregir til samninga ■ Mikill uggur ríkir meðal síldarsaltenda vegna óvissu um sölu saltsíldar til Sovét- ríkjanna á þessu ári, en félög síldarsaltenda af öllu landinu þinguðu í Reykjavík í gærdag. Sovétmenn höfðu boðað að þeir kæmu til við- ræðna um síldarkaup um miðjan september, en þeir hafa nú frestað þeim fram í miðjan október. Fulltrúar sildarsaltenda ætluðu að ræða við sjávarútvegsráð- herra og viðskiptaráðherra nú í morgun um þessi mál en ljóst er að engin síldarsöltun hefst fyrr en samningar liggja fyrir. Sovétmenn eru lang- stærstu kaupendur saltsíldar frá íslandi. Heildarverðmæti útfluttrar saltsíldar í fyrra nam tæpum milljarði króna. Viðskiptasamningur er í gildi milli Sovétríkjanna og kveður hann á um að Sovét- menn kaupi árlega 150-200 tonn af síld árlega frá ís- landi. Hins vegar þarf að semja árlega um síldarverðið og hvernig síldin skuli unnin. Eins og nú horfir verður ekki hafist handa um að semja um þessi atriði fyrr en um miðjan næsta mánuð. Fulltrúar síldarsaltenda munu á fundunum nú í morgun leita eftir því við ráðherrana að þeir freisti þess með öllum ráðum að fá Sovétmenn aö samninga- borðinu áður en síldarver- tíðin hefst. Vðknuðuúti í Tjðminni ■ Menn geta tekið upp á ýmsu sér til skemmtunar. Einhverjir gengu fram á tvær stúlkur sof- andi í bifreið í fyrrinótt og fengu þá snjöilu hugmynd að vekja svefnpurkurnar. Tóku þeir sig til og ýttu bíinum út í Tjömina og hlupu siðan sem skrattinn vseri á hælum þeim af vettvangi. Ung- meyjamar vöknuðu upp við illan draum úti i Tjöm en til allra hamingju er Tjömin gronn svo ekki fór illa. Bíllinn reyndist h'tið skemmdur þegar til kom og stúlkunum varð ekki meint af volkinu. En hvað hefði gerst, hcfði bfllinn staðið við hafnarbakk- ann? RLR: Krefsttveggja vikna gæslu - á manni vegna fjárdráttargruns ■ Rannsóknarlögregla ríkisins befúr krafist tveggja vikna gæsiu- varðhaids yfir manni sem gron- aður er um fjárdrátt en rann- sóknarlögreglunni hafa borist þrjár kærorá manninn. Sakadóm- arí tók sér sólarhrings frest til að úrskurða um gæsluvarðhalds- kröfuna. Samkvæmt kæronum á mað- urinn að hafa dregið sér fé sem hann hafði undir höndum frá öðrom. Rannsókn máisins er enn á fromstigi. ■ Kristján náði að skutla litlu dóttur sinni út um svefnherbergisglugga og komast síðan út sjálfur. Á næstu mínútum var húsið alelda og tveimur tímum seinna horfið. NT-mynd: Róbert Feðgin bjargast naumlega úr eldsvoða: Braut glugga og skutlaði sjö ára dóttur sinm út! ■ „Ég vaknaði upp við dynk og þá var eldurinn kominn inn í svefnherbergisdyr. Ég braut glugga og skutlaði dóttur minni út þar og fór svo sjálfur á eftir, berfættur í gallabuxum og hún á náttkjólnum einum fata“. Þetta segir Kristján Gunn- laugsson á Ökrum á Snæfells- nesi en hann bjargaðist naum- lega ásamt 7 ára gamalli dóttur sinni þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi hans í fyrrinótt. íbúðarhúsið, sem var fjög- urra ára gamalt, og allt innbú varð eldinum að bráð. „En ég vonast til að geta reist hús á grunninum að nýju en fyrsta skrefið er að hreinsa grunninn" sagði Kristján Gunnlaugsson. Sjá nánar á blaðsíðu 5.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.