NT - 07.09.1984, Blaðsíða 2

NT - 07.09.1984, Blaðsíða 2
GD Föstudagur 7. september 1984 Salmonellufaraldur í Portúgal: Landlæknir ráðleggur ferðamönnum aðgæslu - sérstaklega fólki í matvælaiðnaði vegna úfbreiðsluhættu „Það hefur borið nokkuð á niðurgangi undanfarið hjá ferðamönnum sem komið hafa frá Portúgal, og við ræktun sýna hafa fundist salmonellu- og shigellusýkingar. Við viljum af þessu tilefni ráðleggja fólki, sérstaklega í matvælaiðnaði, sem kemur frá Portúgal og finn- ur fyrir þessum einkennum að láta athuga saursýni áður en það fer til vinnu því annars gæti það hugsanlega breytt þetta út hér,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við NT í gær. Landlæknisembættið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem varað er við salmonellusýkingu í Portúgal og sérstaklega bent á að ungbörnum og gamal- mennum væri hættara við veik- Hlutaf járútboð Arnarflugs: Stóru hluthafarn ir auka hlut sinn ■ Allir stærstu hluthafarnir í Arnarflugi hafa aukið hlutfalls- lega eign sína í félaginu með kaupum á nýjum hlutabréfum. Á miðnætti s.l. rann út annar frestur hluthafa til að nýta sér forkaupsrétt að hlutabréfunum sem gefin voru út í júlí, og ákváðu allir stærstu hluthafarnir í flugfélaginu, Flugleiðir, starfsmenn, Olíufélagið og Reginn, að nýta sér forkaups- réttinn til fulls. Par sem í þessari umferð voru til sölu þau hluta- bréf,sem smærri hluthafar nýttu sér ekki forkaupsrétt á áður en fyrsti fresturinn rann út um miðjan ágúst, þá hafa stóru hluthafarnir nú aukið hlut sinn á kostnað minni hluthafanna. Skipting hlutafjár í Arnar- flugi mun nú vera þannig, að Flugleiðir eiga 43,7%, starfs- menn 23,5% Olíufélagið og Reginn 18,25%; um 15% er í eigu einstaklinga, annarra en starfsmanna. Enn á eftir að selja nálægt einu prósenti, sem er að nafn- virði um 400 þúsund krónur, af nýja hlutafénu í Arnarflugi, en stjórn félagsins mun taka ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu þess. Hver verður útvarpsstjóri? I Á næstu vikum munu fjöl- miðlar skemmta sér við það að velta því fyrir sér hver verði útvarpsstjóri. Nokkuð víst er að um sjálfstæðismann verður að ræða, þar sem hinn óþreyt- andi baráttukona fyrir aukinni menntun barna jafnt sem full- orðinna, kennaravinurinn Ragnhildur Helgadóttir fer með veitingarvaldið og fróðir menn telja að Framsóknar- flokkurinn geri ekki sérstakar kröfur til starfans. Af sjálf- stæðismönnum er helst nefnd- ur skáldið og ritstjórinn Matt- hías Jóhannessen og yrði hann náttúrlega sjálfkjörinn til starf- ans af þeim bæ og myndi átakalaust sópa peðum eins og Markúsi Erni undir teppið. Dropi vill þó nefna annan mann til starfans, holdtekju hægri aflanna í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, sjálfan Indr- ’ iða G. Þorsteinsson. Þá yrði gaman á gamlárskvöldum, sjálfur Svarthöfði í Skaupbæti. Þá yrði ritstjóra- stóllinn falur Fari svo að Matthías vippaði sér yfir, þá yrði stóll hans laus. Næst honum stendur að sjálf- sögðu hinn mikli baráttumaður fyrir vestrænum vörnum, Björn Bjarnason. En fleiri kynnu að renna hýru auga til stólsins. Friðrik Sóphusson sér ekki fram á feita daga í pólitík- inni næstu árin, þar sem ráð- herrar flokksins eru flestir heilsu- hraustir. Friðrik hefur hins vegar sterka stöðu sem vara- formaður flokksins og er mjög handgenginn Þorsteini Páls- syni. Friðrik og þau frjálshyggju- öfl sem hann styðst einkum við hafa lítil ítök í Morgunblaðinu og er enda lítið hampað þar. Koma Friðriks í ritstjórastól myndi því mjög treysta sam- indum af þessum sökum. Landlæknir sagði að hafa yrði það í huga að salmonella væri mjög algeng í löndunum við Miðjarðarhafið og miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem þangað fara árlega eru sýkingar af völdum salmonellu mjög fátíðar. Hinsvegar ættu allflest tilfelli, sem koma upp hérlendis, rætur að rekja frá þeim löndum og af og til kæmu upp svona tilfelli. Salmonella veldur niðurgangi og einnig geta fylgt hitaköst og slappleiki sem þó gengur yfir- leitt fljótt yfir og er ekki alvar- legs eðlis. Hinsvegar sagði land- læknir að ef ekki væri að gætt gætu þessir sýklar breiðst út og því yrði fólk í matvælaiðnaði sérstaklega að vera á verði. En undanfarið hefði gengið vel að koma í veg fyrir útbreiðslu sal- monellu hérlendis enda hefðu ferðaskrifstofurnar gefið fólki ágætar upplýsingar um málið. Örn Steinsen hjá ferðaskrif- stofunni Útsýn sagði NT að 164 farþegar væru nú á vegum skrif- stofunnar í Portúgal og sam- kvæmt upplýsingum fararstjór- ans þar í gær hefðu fimm þeirra fengið niðurgang, sem væri ekki óeðlilegt hlutfall. Hinsvegar væri því ekki að neita að þetta væri vandamál á staðnum, og band flokks og blaðs sem hefur vægast sagt verið mjög brösótt undanfarin ár. Þeir Friðrik og Björn Bjarnason liafa áður barist um formennsku og þar með leiðtogahlutverk hjá ung- um sjálfstæðismönnum fyrir 15 árum þar sem Friðrik sigraði með minnsta mun. Spilar á píanó Raunar hefur Friðrik verið nefndur sem útvarpsstjóri en þegar Dropahöfundur bar það undir hann benti hann á þá augljósu staðreynd að hann spilaði hvorki á píanó, né hefði verið skólaskáld á mennta- skólaárunum. Útvarpsstjóri þarf nefnilega að hafa um sig menningarsúkkulaðihjúp sé hefðinni fylgt. Þetta leiðir hug- ann að þingmanni sem spilar á píanó og ætlaði sér að verða formaður, en sér nú fram á að verða bara óbreyttur þingmað- ur. Það er Birgir ísleifur. Hugsanlega mætti nefna fleiri sem spila á píanó og sjá fram á rýra framtíð í stjórnmálum. Friðjón Þórðarson er einn þeirra og hann söng annan bassa með leikbræðrum, vest- ur í Dölum, fyrir 30 árum. Ávaðiðríða tannsmiðir Stöðnun virðist komin í kjarasamninga eftir að VSÍ bannaði atvinnurekendum á Vestfjörðum um að semja um 4% kauphækkun. Verkalýðs- forystan andaði léttar enda næsta víst að sundrung hefði komið í hreyfinguna og mörg verkalýðsfélög, einkum á landsbyggðinni,hefðu fylgt á eftir og svo koll af kolli. Hins vegar velta menn fyrir sér hvort VSÍ ætli virkilega að stefna í verkfall með það að leiðarljósi að rúlla yfir verka- lýðshreyfinguna í eitt skipti fyrir öll. Annað hvort er það, eða þá að samningabannið á Vestfjörðum er alvarleg takt- ísk mistök því VSÍ sleppur aldrei með minni kauphækkun en krafist var á Vestfjörðum, nema þá eftir veruleg átök, ef hin bognu bök brotna í verk- fallsbaráttu sinni. En í fyrra- dag kom reyndar upp nýr flötur í samningamálunum. Hinir hörðu baráttumenn í Tannsmiðafélaginu riðu á vað- ið og sömdu um 3% hækkun 1. september og 3% hækkun 1. janúar. Spurningin er.mun öll hreyfingin fylgja á eftir? Erffitt hlutskipti sáttasemjara Ríkissáttasemjari á ekki náðuga daga framundan. Fyrir 14. september verður hann að leggja fram sáttatillögu í launa- deilu BSRB og ríkisins. Full- víst má telja að BSRB kolfelli allar tillögur sem ekki kveða á um verulegar kauphækkanir a.m.k.8-12%. Hins vegar er næsta víst að fjármálaráðherra muni fella allar tillgögur sem kveða á um kauphækkanir. T.d. sagði hann í sjónvarpsvið- tali í fyrradag: „Það geta allir fengið að sjá að ekkert fé er til í ríkiskassanum. Opinberir starfsmenn ættu frekar að taka á sig launalækkun en launa- hækkun.“ Já, Guðlaugur er ekki öfundsverður. sagðist Örn eiga von á skýrslu í dag frá ferðamálayfirvöldum í Portúgal en heilbrigðisyfirvöld þar funduðu í gær um málið. Sjá útlönd bls.28 ■ „Það vex eitt blóm fyrir vestan“ stóð á kortinu sem fylgdi kúrekahattinum sem Ragnheiður Hákonardóttir sjómannskona á ísafirði færði Halldóri Ásgrímssyni frá vestfirskum sjómannskonum ásamt gulrí rós. Sjávarútvegsráðherra á fundi á Isafirði: Vestfirðingar færðu Halldóri kúrekahatt - og lýstu yfir almennri andstöðu gegn kvótakerfinu Frá fréttaritara NT á ísafírði: ■ Segja má að almenn and- staða gegn kvótakerfinu hafi komið fram hjá sjómönnum á Vestfjörðum á fundi þeim sem sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson hélt í Félagsheimil- inu á Hnífsdal s.l. þriðjudag. Ráðherra var þeim sammála um að kvótakerfið væri langt frá gallalaust, en spurði menn hvaða ráð þeir hefðu í staðinn. Kvaðst hann verða manna fegn- astur ef menn gætu fært honum Akureyri: - mikið um hraðakstur ■ Lögreglan á Akureyri átti annasaman dag í gær. Talsvert var um umferðaróhöpp þar af urðu þrír harðir árekstrar. Sá fyrsti varð á mótum Hörgár- brautar og Hlíðarbrautar. Bif- reið sem ekið var út úr bænum sveigði í vestur, í veg fyrir bifreið sem í því bili kom aðvíf- andi inn í bæinn. I fyrrnefndu bifreiðinni var ökumaður einn, en í þeirri síðarnefndu voru þrír farþegar auk ökumanns. Voru þeir allir fluttir á slysadeild, þ.ám. kona sem skarst mjög illa í andliti. Sagði lögreglan fullvíst að hefðu bflbelti verið notuð þegar slysið varð, hefði enginn slasast. Þá varð árekstur á gatna- mótum Akurgerðis og Hamra- gerðis um miðjan dag í gær. Piltur á léttu bifhjóli ók fyrir bifreið og var fluttur á slysa- deild. Ekki var vitað um meiðsli. Loks skullu saman tveir bílar á Skarðshlíð við Sunnuhlíð með þeim afleiðingum að önnur þeirra valt og skemmdust báðar mikið. Slys á fólki urðu þó ekki teljandi enda voru öryggisbelti höfð um hönd í a.m.k. öðrum bílnum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar þá var einnig óvenju mikið um hraðakstur á Akur- eyri í gær, og vill lögreglan koma því á framfæri til ökuþóra að nú eru skólar að hefjast og skammdegi í nánd. Menn eru því beðnir að stilla sig og taka tillit til barna og ungmenna sem eru mikið á ferli um þessar mundir. einhverja betri lausn á málun- um, en hana höfðu fundarmenn hins vegar ekki handbæra. Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur viðurkenndi að menn hefðu enn ekki nægja þekkingu á þorskinum og háttum hans. Vegna þess taldi Halldór enn meiri ástæðu til að fara varlega í stað þess að fara allt of nærri bjargbrúninni og lenda svo kannski fram af. Með því að gefa veiðar frjáisar yrði lagt í allt of mikla áhættu. Fundurinn í Hnífsdal er tal- inn sá allra fjölmennasti senv þar hefur verið haldinn í árarað-' ir og giskað er á að hann hafi sótt um 300 manns. Ekki kom á óvart að sjómenn voru margir í hópi fundarmanna en hins vegar voru konur þar fjölmennari en búist hafði verið við á fundi um sjávarútvegsmál og færðu þær ráðherra kúrekahatt að gjöf. Umræður voru mjög fjörugar og sátu fundarmenn sem fastast til kl. hálf tvö um nóttina, eða í 5 kiukkutíma. Mátti heyra á fundarmönnum að þeim þótti fundurinn hafa verið gagnlegur og ýmiss misskilningur hafi þar verið leiðréttur. Flestir munu hafa haldið ánægðari af fundi en á hann. Kerlingardalsá og Vatnsá Kerlingardalsá er jökulsá sem rennur til sjávar rétt austan við Vík í Mýrdal. Vatnsáin kemur úr Heiðar- vatni og sameinast síðan Kerlingardalsánni. Áður fyrr var þarna góð sjóbirtingsveiði, en fyrir nokkrum árum minnkaði veiðin að miklum mun, og fiskurinn varð smærri og smærri. Þá var tekið til við að rækta lax á vatnasvæðinu og hefur það gefið dágóðan ár- angur. Þar veiddust í fyrra 90 laxar. Veiðin í sumar hefur verið mikið minni, komnir eru á land um 34 laxar og töluvert af sjóbirtingi. Laxinn gengur upp Kerl- ingardalsá og upp Vatnsá og á síðan greiða leið upp í Heiðarvatn. Hann gengur frekar seint á svæðið og aðal- veiðitíminn er í ágúst og september. Tregt í Grímsá Treg veiði hefur verið í Grímsá að undanförnu, þó hafa verið að reytast þar upp nokkrir laxar, veitt er á 10 stangir. Laxinn er frekar smár sem veiðist, mikið um 3-5 punda fiska. Eitthvað er af honum í ánni, aðallega fyrir ofan brú á þjóðveg. 955 laxar voru komnir á land í vikunni og er það slakara en var á sama tíma í fyrra. Þá fengust í heildina 1380 laxar. Grímsá hefur komist í tæpa 2000 laxa, það var árið 1978. Árið eftir veiddust 1527 laxar en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina, 1980 veiddust 869 laxar og 1981 veiddust 845 laxar og aðeins 717 laxar 1982. Góðveiðií Haffjarðará Ágæt veiði hefur verið í Haffjarðará og eru komnir á milli 5 og 6 hundruð laxar á land. Meira hefur verið um væn- an fisk í ánni, eins og víðast hvar annars staðar í sumar. Stærsti laxinn var 22 pund. Töluvert hefur sést af laxi uppum alla á og eingöngu veitt á flugu, en veitt er á sex stangir í ánni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.