NT


NT - 07.09.1984, Side 3

NT - 07.09.1984, Side 3
Eíf Föstudagur 7. september 1984 Bankarnir boða aðgerðir til að bæta stöðusína: Staða viðskiptabankanna sú versta um áratugaskeið - nánast tekið fyrir ný útlán á næstunni ■ „Á undanförnum sumarmánuðum, og þó einkum í ágústmánuði, hefur keyrt um þverbak. Er staða bankanna nú verri en hún hefur verið í áratugi" sögðu viðskiptabank- arnir í óvenjulegri yfirlýsingu í gær, en eins og fram kom í NT í gær þá var lausafjárstaða þeirra og annarra innlánsstofnana neikvæð um 3,4 milljarða króna í lok ágúst, og hafði versnað um 70% frá júnílokum. Eiríkur Guðnason, forstöðumaður Hag- fræðideildar Seðlabankans, sagði í samtali við NT í gær, að útlán bankanna hefðu á síðustu tólf mánuðum aukist um 50%, en innlánin aðeins um 31%. Bankarnir boða nú nýja stefnu og ætla að grípa til harðra ráðstafana til að snúa þessari vafasömu þróun við. Þeir ætla enn að draga mjög úr útlánum, fyrst um sinn í þeim mæli „að nánast sé tekið fyrir ný útlán“, að reglubundnum rekstrarlánum atvinnuveg- Síldin: Kvótinn er 45000 tonn ■ Síldveiðar nótabáta hefjast 30. septem- ber klukkan 18 samkvæmt tilkynningu ráðu- neytis og á sama tíma reknetaveiðar á síld. Hringnótabátunum verður heimilt að veiða 320 lestir af síld en heildarafli reknetaveiði- skipa hefur verið ákveðinn 15000 lestir. Minni bátum, sem veiða síld í lagnet, er svo leyft að veiða 1300 tonn en veiðitímabil þeirra hófst 10. ágústog verðaþeirstöðvaðir þegar aflamarki er náð. Aðrar veiðar standa til 15. desember. Heildarsíldarkvóti í ár nemur 45.000 tonnum en var í fyrra 52.500. Tilfærslur á heilum og hálfum aflakvót- um milli nótaskipa eru heimilar en ekki á hlutum af kvóta. Þá má eitt skip aldrei fiska meira en kvóta tveggja nemur og leita þarf samþykkis ráðuneytis fyrir aflatilfærslum. Þá verður skipum, sem ekki stunduðu síldveiðar í fyrra og hittifyrra, óheimilt að framselja kvóta sína. Þá er sú nýbreytni nú við síldveiðar að loðnuveiðiskipin fá ekki leyfi til síldveiða en þau hafa tekið þátt í síldveiðunum síðastliðin tvö ár á meðan loðnuveiðar lágu niðri. Kaupstefnan íslensk föt: „Gæðavara, sem stenst fyllilega samanburð“ ■ „Það má segja um fataiðnaðinn eins og flestan annan iðnað, að sum fyrirtæki standa mjög vel, en önnur ekki eins vel. Þau fyrirtæki, sem hafa farið út í sérhæfingu og látið hanna föt sérstaklega, eru með gæða- vöru, sem stenst fyllilega samanburð við hvað sem er. Það sem gerir þessum framleið- endum erfitt fyrir er smæð markaðarins,“ sagði Þórarinn Gunnarsson framkvæmda- stjóri kaupstefnunnar íslensk föt, sem var opnuð á Hótel Sögu á þriðjudagskvöld. Kaupstefnan íslensk föt er nú haldin í 30. sinn og er hún eingöngu opin kaupmönnum og innkaupastjórum. Hún er að jafnaði haldin tvisvar á ári, vor og haust. Að þessu sinni taka 10 framleiðendur þátt í henni og sýna hinar fjölbreytilegustu flíkur. Sem dæmi má nefna prjónavörur, nærföt, skófatnað, buxur, sjó- og regnfatnað, vinnu- fatnað og vetraríþróttaföt. Fyrirtækin, sem sýna eru Prjónastofan Iðunn, Nærfatagerð- in Ceres, Iðnaðardeild Sambandsins, Sjó- klæðagerðin, R. Guðmundsson, Vinnufata- gerð fslands, Scana, Belgjagerðin/Karna- bær, Lexa og Max. Þórarinn sagði, að sum þessara fyrirtækja hefðu verið að þreifa fyrir sér með útflutning á framleiðslu sinni, bæði til Danmerkur og Bandaríkjanna, og hefði það gengið mjög vel. Kaupstefnunni íslensk föt lýkur í dag. Tískusýning verður kl. 14. anna undanteknum. Þá ætla þeir að herða hvers kyns innheimtuaðgerðir vegna van- goldinna lána. Ennfremur verður framvegis ekki unnt að semja um lengingu lána í jafnmiklum mæli og áður. Verst hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarbönkum „Það verður hver banki að grípa til þeirra ráðstafana sem hann telur að henti sér, því þeir eru í mismunandi aðstöðu og gegna mismunandi hlutverkum, en allir verða þeir að grípa til aðgerða sem duga“ sagði Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbankans og formaður Sambands íslenskra viðskipta- banka, í samtali við NT í gær. Jónas sagði að staða bankanna yfirleitt væri mjög slæm þótt hún væri auðvitað mismunandi slæm. Þ.á.m. væri staða Lands- bankans afleit, en „það má kannski segja að þeir bankar þar sem sjávarútvegur og land- búnaður vegur þyngst standi tiltölulega verst.“ Hann bætti því þó við að beinn tölulegur samanburður á stöðu bankanna væri ekki einhlítur, heldur miðuðu bankarnir einnig við hvað væri venjulegt hjá þeim. Jónas H. Haralz var spurður hvort áfrarn- haldandi versnandi staða bankanna gæfi eitthvað til kynna um hvernig til hefði tekist með vaxtahækkunina í ágúst, en hann taldi svo ekki vera. „Ég lield að það sé alltof snemmt að dæma hana núna. Ég held að áhrifa hennar gæti ekki fyrr en lengri tími er liðinn" sagði Jónas. Prent- aradeilan: Stefnir í verkfall ■ Nýr samn- ingafundur hef- ur verið boðað- ur með bóka- gerðarmönnum og viðsemjend- um þeirra á laugardag. Fundur deilu- aðila í gær varð árangurslaus og þykir allt benda til þess að prentsmiðjur stöðvist á mið- nætti aðfara- nótt mánudags- Áður en þú byríar að bygsja í vor skaltn kynna þér JLbyggingalánin og JL vöruúrvalið Þaö.sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokics vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum. kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. J.L. Byggingalánin kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- eru þannig í fram- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. JL I BYOCINGAVÖRURl HRINGBRAUT 120 Byggmgavofuf Go>Meppaoeöo T irnpurOeilú Malningarvoru' og verklæri 2B-605 FÞsar og hreiniælislæki 28-430 28 600 Soluslior. 28-693 28-603 Skr.lslOla 28-620 28-604 Haröviöarsala 28-604

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.