NT


NT - 07.09.1984, Side 14

NT - 07.09.1984, Side 14
Föstudagur 7. september 1984 14 Hljóðvarp kl. 21.10 Laglína í tónlistar- þætti ■ Hljómskálamúsík er einn af lífseigari dagskrárliöum hljóðvarpsins. Guðmundur Gilsson organisti og starfsmað- ur tónlistardeildar hefur séð um þátt þennan frá upphafi og farið það vel úr hendi. Verkefnaval Guðmundar er á þann veg að sú tegund tónlist- ar sem hann kynnir virðist ekki eiga greiðan aðgang að neinum öðrum liðum í tónlistarvali þeirra sem sjá um svokallaða tónlistarþætti í hljóðvarpinu. Þetta er létt músik og fjörleg, yfirleitt vel leikin og í henni er laglína sem þungatrommarar og gítarlemjarar láta lönd og leið, hafa líklega aldrei heyrt minnst á melódíu og enn síður lagt við eyra þegar svoleiðis ber upp á. ■ Guðmundur Gilsson. Sakamál til skemmtunar ■ Framhaldssakamál eiga upp á pallborðið í hljóðvarp- inu í kvöld. Endurfluttur verð- ur síðasti þáttur framhalds- leikritsins Hinn seki eftir Frances Durbridge og hefst sá flutningur kl. 21.35. Leikriti þessu var áður útvarpað árið 1971 og var leikstýrt af Jónasi Jónassyni. Að þeim flutningi loknum munu hlustendur meðtaka veðurfregnir, fréttir, dagskrá morgundagsins og orð kvölds- ins þar til kvöldsagan hefst kl. 22.35, en það er sakamálasag- an. Að leiðarlokum eftir Ag- athaChristie í þýðingu Magnús- ar Rafnssonar, en hann les söguna. Hin háborgaralega Agatha Christie verður líklega seint talin til kvenrithöfunda í þeirri merkingu sem lagt er í það fyrirbæri á síðustu og bestu réttindabaráttutímum. í verk- um sínum lætur hún vera að úthella yfir lesendur ofboðs- legum vandamálum sem rekja má til kynferðis og þjóðfélags- gerðar og samtvinna þau hugðarefni á listilegan hátt eins og nútímahöfundar sem kenna sig sérstaklega við kvenkyn tíðka nú á dögum og er mikið innlegg í framsækna baráttu. Sögur skáldkonunnar eru enn lesnar af engu minna kappi en þegar þær fóru að koma út á öndverðri öldinni og öfugt við flestar aðrar sakamála- sögur eru sömu bækurnar iðu- lega lesnar aftur og aftur af áköfustu aðdáendum höfundarins og sögupersón- anna sem hann skapar. Fram- leiddar eru dýrar og íburðar- miklar kvikmyndir eftir sögum Christie og áhorfendur láta ekki á sér standa þegar slíkt ' stendur til boða í kvikmynda- húsum heimsins. Þótt talsvert hafi verið lesið af sögum skáldkonunnar í út- varp hér á landi eru fjöldi sagna hennar ólesnar og mundu endast eitthvað fram á næstu öld þótt framhaldssögur hennar séu lesnar annað veifið. ■ Agatha Christie spcglar sig við skrifborð sitt. ■ í kvöld kl. 19.40 lýsir Ragnar Örn Pétursson íeik Breiðabliks og KA frá Kópa- vogsvelli. Þessi tvö félög standa nú í mikilli baráttu fyrir tilveru sinni í 1. deildinni í knattspyrnu og þurfa bæði lið- in tilfinnanlega á sigri að halda í kvöld. KA er nú með 16 stig og Breiðablik er með 17 stig. Hvorugt þessara liða er þekkt fyrir að gefa sinn hlut eftir og má því búast við mikilli baráttu í leiknum og aðRagnar Örn hafi nóg að gera við að lýsa leiknum. ■ Föstudagsmyndin nefnist Eina von hvítu mannanna. Þetta er bandarísk framleiðsla og var myndin gerð árið 1970. Hún fjallar um Jack Johnson, sem fyrstur blökkumanna varð heimsmeistari í hnefaleikum í þungavigt og vann hann titilinn árið 1908. Johnson gerði betur en að rota mótstöðumanninn hvíta því hann krækti sér einnig í hvíta konu, sem þótti mikil óhæfa í guðs eigin landi á dögum hnefaleikakappans. Urðu hann og fylgikona hans fyrir aðkasti og alls kyns upp- ákomum, en nánar um það í bíóinu, sem hefst kl. 22.10. Með hlutverk Jacks John- sons fer James Earl Jones, en fylgikonu hans leikur Jane Al- exander. Lýst f rá botn- baráttunni Ragnar Örn Pétursson. Sjónvarp kl. 22.10: Svartur skákar hvítum Hljóðvarp kl. 22.35 Útvarp kl. 19.40: Föstudagur 7. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. í bítið. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Eiríks Rögn- valdssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Kjartan J. Jóhanns- son talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Ævintýri hagamúsarinnar" eftir Kjartan Stefánsson Heiðdis Norðfjörð les. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli sér um áttinn (RÚVAK). 11.15 Tónleikar 11.35 „Karen", smásaga eftir Alex- ander Kielland Hannes Hafstein þýddi. Helga Þ. Stephensen les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Daglegt líf í Grænlandi" eftir Hans Lynge Gisli Kristjáns- son þýddi. Stína Gísladóttir les (6). 14.30 Miðdegistónleikar Arturo Benedetti Michelangeli leikur Pí- anósónötu nr. 5 í C-dúr eftir Bald- assare Galuppi. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Ei- ríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Fílharmón- iusveitin i New York leikur Sinfón- íu í D-dúr eftir Sergej Prokofjeff; Leonard Bernstein stj. / Michael Ponti og Sinfóníuhljómsveitin í Hamborg leika Píanókonsert í fís- moll op. 20. eftir Alexander Skrjabín; Hans Drewans stj. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.40 íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Breiðablik-K.A. Ragnar Örn Pétursson lýsir síðari hálfleik frá Kópavogsvelli. 20.20 Við stokkinn Stjórnandi: Sól- veig Pálsdóttir. 20.30 Tónleikar 20.40 Kvöldvaka a. Silfurþræðir Þorsteinn Matthiasson heldur áfram að segja frá ævi og störfum Páls Hallbjarnarsonar fyrrum kaupmanns í Reykjavík, - fimmti þáttur. b. Einsöngvarakvartett- inn syngur. 21.10 Hljómskálamúsík Guðmund- ur Gilsson kynnir. 21.35 Framhaldsleikrit: „Gilberts- málið“ eftir Frances Durbridge Endurtekinn VIII. og síðasti þáttur: Hinn seki“. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Kvöldsagan: „Að leiðarlok- um“ eftir Agöthu Christie Magn- ús Rafnsson les þýðingu sina (15). 23.00 Traðir Umsjón Gufinlaugur Yngvi Sigfússon. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. Föstudagur 7. september 10.00-12.00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viðtal. Gullaldarlög, ný lög og vinsældarlisti. Stjórnend- ur: Jón ðlafsson og Kristján Sigur- jónsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdis Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Bylgjur. Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Ásmund- ur Jónsson og Árni Daníel Júlíus- son. 17.00-18.00 í föstudagsskapi Þægi- legur músíkþáttur í lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvaktin Stjórnend- ur Ólafur Þórðarson og Vignir Sveinsson. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 uæm allt land). Föstudagur 7. september 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum 18. Þýskur brúðumynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 20.45 Grínmyndasafnið Chaplin á flækingi Skopmyndasyrpa frá árum þöglu myndanna. 21.00 Handan mánans Bresk heim- ildarmynd gerð í tilefni af því að 15 ár eru liðin síðan menn stigu fæti á tunglið. Þessi merki áfangi er rifjaður upp en siðan er fjallað um þróun geimvísinda og framtíð þeirra næsta áratuginn. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.10 Eina von hvítu mannanna (The Great White Hope) Banda- risk bíómynd frá 1970. Leikstjóri Martin Ritt. Aðalhlutverk: James Earl Jones, Jane Alexander og Lou Gilbert . Myndin er byggð á sögu Jacks Johnsons sem fyrstur blökkumanna varð heimsmeistari í hnefaleikum í þungavigt árið 1908. Þýðandi Björn Baldursson. 23.50 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.