NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 07.09.1984, Qupperneq 27

NT - 07.09.1984, Qupperneq 27
Formlega hófst kosningabaráttan í Bandaríkjunum á mánudaginn Engin vopn virðast bíta á Reagan að kjósa Reagan en 33% Mondale. Staða Mondales hef- ur aldrei verið lakari. Þessi könnun virtist leiða í Ijós, að staða Geraldine Ferr- aro varaforsetaefnis væri mun betri en staða Mondales. Af því virðist mega draga þá ályktun, að hún hafi a.m.k. í bili komist yfir þá örðugleika, sem skattamál þeirra hjóna ollu henni um skeið, og jafnvel grætt á snjallri frammistöðu á blaðamannfundum í sambandi við skattamálin. ÞAU Mondale og Ferraro hófu kosningabaráttuna á verkalýðsdaginn með göngu á Fifth Avenue í New York var Mondale að koma lögum um tryggingar í gegnum þingið. Vinnubrögð þeirra eru einnig ólík nú. Meðan Reagan ræðir um að varpa sprengjum á Sovétríkin, heitir Mondale því að vinna að takmörkun kjarnavopna og geimvopna, og til frekari staðfestingar því og til að auðvelda samninga við Rússa, lofar hann að byrja á því að frysta tilraunir og fram- leiðslu á þessum vopnum með- an viðræður fara fram, ef Rúss- ar gera slíkt hið sama. Mondale deildi hart á Reag- an vegna tekjuhallans hjá rík- inu. Hann sagði, að hvor þeirra sem hlyti kosningu, yrði að hækka skatta til að draga úr hallanum. Munurinn væri hins vegar sá, að hann myndi ekki láta alþýðumanninn borga meira en milljónamæringinn, eins og Reagan myndi gera. Þessi ummæli hans hlutu góðar undirtektir. AÐ SJÁLFSÖGÐU sat Re- agan ekki auðum höndum á verkalýðsdaginn. Hann mætti á tveimur kosningafundum í Kaliforníu og var um 500 km vegalengd á milli þeirra. Reag- an virtist í léttu skapi og vera sigurviss. Markmið okkar, sagði hann, er að gera Banda- ríkin voldug að nýju. Við repúblikanar göngum bjart- sýnir til leiks með öruggri trú á getu okkar og framtíðina. Demókratar eru hins vegar fullir svartsýni og finna Banda- ríkjunum flest til foráttu. Svartsýni þeirra má ekki sigra, því að þá fer illa. Þessi málflutningur Reag- ans var mjög svipaður þeim, sem einkenndi landsfund repúblikana í Dallas. Bersýni- lega ætla repúblikanar ekki að svara gagnrýninni á stjórn Reagans beint. í staðinn ætla þeir að tíunda sem mest afrek Reagans og stimpla gagnrýni demókrata sem svartsýni og óbeinar og óverðskuldaðar ár- ásir á Bandaríkin og banda- rísku þjóðina. Enn er ekki fullsamið um, hvort þeir Reagan og Mondale heyja aðeins eitt sjónvarpsein- vígi eða fleiri. Mondale vill hafa þau sex og láta hvert þeirra snúast um ákveðinn málaflokk. Repúblikanar hafa enn ekki fallist á nema eitt, en hafa þó ekki útilokað, að þau geti orðið fleiri. Fá er nokkurn veginn ákveð- ið að þau Bush varaforseti og Ferraro heyi sjónvarpseinvígi. Vafalaust myndi það styrkja Ferraro, ef hún komi vel út úr þeirri raun. Flestir spádómar virðast á þá leið, að ekkert nema krafta- verk geti tryggt Mondale sigur, eins og málin standa nú. Það þurfi meira til en vel skipu- lagða sókn af hans hendi og flokksbræðra hans. Það er næstum eins og engin vopn bíti á Reagan. Hann getur látið sér fara um munn mestu fjarstæð- ur, án þess að það veiki stöðu hans. Nýlega var náinn ráðunaut- ur hans í öryggismálum, Thomas C. Reed, uppvís að fjársvikum. Það hefði vafa- laust veikt Mondale, ef slíkt hefði komið fyrir náinn sam- verkamann hans, en það bítur ekki á Reagan. Útlönd Föstudagur 7. september 1984 27 ■ SAMKVÆMT venju hófst kosningabaráttan í Bandaríkj- unum formlega síðastliðinn mánudag, en þá var hinn svo- nefndi verkalýðsdagur (Labor Day), sem er eins konar hátíð- isdagur í Bandaríkjunum. Sá siður hefur haldist lengi, að forsetaefnin hefji þá formlega kosningabaráttuna og hún standi látlaust síðan fram til kosningadagsins, eða frá fyrsta mánudegi í september til fyrsta þriðjudags í nóvember. Raunar má segja að kosn- ingabaráttan í sambandi við forsetakosningarnar hefjist miklu fyrr og byrji með fyrstu prófkjörunum, sem fara fram í febrúar. Eftir að landsfundir stóru flokkanna hafa valið forsetaefnin verður hins vegar nokkurt hlé og þau hvíla sig um stund fyrir aðalhríðina, sem hefst á degi verkalýðsins. Ef dæma ætti eftir skoðana- könnunum, þarf Mondale að halda vel á spöðunum þær níu vikur, sem eftir eru til kosning- anna. Reagan hefur haft mikla yfirburði í þeim öllum, en þó mesta samkvæmt könnun Los Angeles Times, sem birt var um helgina. Þá sögðust 60% þeirra, sem spúrðir voru, ætla snemma morguns eða nokkru áður en hin venjulega aðalganga þar hófst, og var því heldur fátt í göngu þeirra og áhorf- endur á gangstéttum ekki margir. Þau þurftu hins vegar að hafa hraðann á, því að ætlun þeirra var að mæta einn- ig þennan sama dag á fundum á tveimur stöðum öðrum. Annar staðurinn var Merrill í Wisconsin, sem er miðstöð sveitaverslunar, og var þar margt manna til að fagna þeim. Þaðan var svo haldið til Long Beach í Kaliforníu, þar sem keppinautar Mondales í prófkjörunum, Gary Hart og Alan Cranston, tóku á móti þeim, og þau hlutu mjög góðar móttökur. Þriðji keppinautur Mon- dales, Jesse Jackson, hóf sama dag baráttu til stuðnings Mondale á fundi í New York. í ræðum sínum héldu þau Mondale og Ferraro uppi hörðum árásum á Reagan. Ferraro gerði samanburð á ferli þeirra Reagans og Mondales, sem fékk góðar undirtektir. Meðan Reagan var að leika í kvikmyndum og annaðist sölumennsku fyrir General Electric Corporation, ■ Ferraro og Mondale hófu kosningabaráttuna með göngu á Fifth Avenue, ásamt Cuomo 8 Reagan kominn í kosninga ríkisstjóra fötin New York-Reuter ■ Prédikarinn frægi, Billy Graham, mun leggja upp í fyrstu krossferð sína um Sovét- ríkin á sunnudaginn, að sögn talsmanns Grahams. Þar mun hann prédika í kirkj- um betrumskírenda og grísk- kaþólskra í fjórum borgum, Moskvu, Leníngrad, Tallin í Eistlandi og í Novosibirsk. Ekki munu ráðgerðar neinar fjölda- samkomur með Graham á borð við þá sem hann hélt með mill- jón áheyrendum á flugvelli í Suður-Kóreu um árið. Er talið að sovésk stjórnvöld hafi ekki getað fellt sig við slíkan mann- söfnuð. Það er ráð evangelískra bapt- ista og rússneskra rétttrúnaðar- kirkja sem bjóða Graham til Sovétríkjanna í þetta sinn, en þetta er þriðja heimsókn hans þangað, en í hvorugt skiptið hefur hann prédikað. Ekki er vitað hvort Graham mun eiga fundi með sovéskum ráða- mönnum. ■ Þessi sjö alda gamla kirkja brann til kaldra kola í Mafra á mánudaginn en Mafra er í um 40 km fjarlægð frá Lissabon. Kirkjan var byggð árið 1255 og Portúgalir höfðu lýst hana þjóðardýrgrip. Nú standa aðeins veggirnir eftir. Símamynd-POLFOTO Rússar byggja sólarrafstöð til almenningsnota ■ Sovétmenn eru nú að byggja fyrstu sólarrafstöð sína sem mun framleiða rafmagn til almenningsnota. Stöðinni hefur verið valinn staður á Azov-sjávarströndinni í Krím. Fullgerð verður afkastageta þessarar rafstöðvar um 5mw sem er álíka mikið og afkasta geta fyrstu kjarnorkuvers Sovétmanna í Obninsk. Azov- ströndin var valin til byggingar sólarrafstöðvarinnar þar sem hún er ákaflega sólrík. Þar mælast árlega um 2.300 sól- skinsstundir, þar af 1.900 stundir þar sem ekki sést ský á himni. í stöðinni verða 1.600 sól- speglar sem varpa geislum sól- arinnar að turni þar sem vatn er hitað og breytt í gufu. Speglarnir snúast eftir því sem sólin hækkar á lofti þannig að turninn er ávallt í brennidepli. Gufuafl er notað til að fram- leiða rafmagn í gufuhverflum en gufuþrýstingurinn getur orðið allt að 40 sinnum meiri en meðalloftþrýstingur (40 at- mospher). Þórarínn Þórarinsson, rítstjórí, skrífar Billy Graham til Sovétríkjanna

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.