NT - 07.09.1984, Page 28

NT - 07.09.1984, Page 28
 Föstudagur 7. september 1984 28 Portúgal: Mengunarvandamál á baðströndunum - ferðamannaiðnaðurinn í hættu? ■ Eins og komið hefur fram í fréttum hefur fjöldi sænskra ferðamanna átt við ýmsa magakvilla að stríða, suma ógóða, eftir dvöl sína í sumar á portúgölskum baðströndum og nú hefur landlæknir hér á íslandi varað fólk, einkum það heilsuveila, gamalmenni og börn, við því að leggja leið sína á hinar frægu baðstrendur í Portúgal. Portúgalar eru sér vel meðvit- aði Fransisco Sousa Tavares, aðir um hvílíkt vandamál meng- ráðherra lífsgæða og velferðar í un a sólríkum baðströndum landsins er, og telja þeir að hinn blómstrandi ferðamannaiðnað- ur í Portúgal sé jafnvel í stór- hættu. Ferðamannaiðnaðurinn er nú ein drýgsta tekjulind Portúgala, og voru tekjurnar af honum um 800 milljónir dala á síðasta ári og búist er við að þær muni hækka um 11 prósent af þeim 10 milljón túristum, sem ráðgert er að komi til Portúgal í ár. Fyrir nokkrum dögum varp- Portúgal, mikilli sprengju á portúgalska ferðamannaiðnað- inn, er hann sagði í útvarpsvið- tali að strendurnar vinsælu í grennd við Lissabon (Costa do Sol) væru hættulega mengaðar og þeim ætti að loka. Auk þess bætti hann við að einnig væru hættuleg merki mengunar í Al- garve í suðri, þangað sem streyma ferðamenn frá Bret- landi, Þýskalandi, Norðurlönd- unum - og íslandi. Hann sagði að þegar hefði orðið vart við Mestu heræfingar í sögu Suður-Afríku magasjúkdóma á ströndunum í Algarve, en portúgölsk heil- brigðisyfirvöld vöruðu fólk ný- lega við því að leggja sér til munns, sjávarfæðu og ostrur sem koma úr sjónum á Faro- svæðinu í Algarve. Forsvarsmenn ferðamanna- iðnaðarins og baðstrandanna hafa reynt að lægja gagnrýnis- öldurnar, en hafa þó ekki getað neitað ásökunum um vaxándi mengun og hafa einnig hvatt stjórnvöld og sveitarfélög til að beita sér fyrir meiri háttar hrein- gerningu á ströndum landsins. En það er dýrt fyrirtæki - Sousa Tavares mun hafa látið hafa eftir sér að hreinsunin á vinsælustu ströndunum í grennd við Lissabon mundi ekki kosta minna en 60 milljón dali, og þá er ekki minnst á strendurnar í Algarve. En Portúgalir eiga í gríðarlegum efnahagsörðug- leikum og mega síst við því að missa þá spóna úr aski sínum sem ferðamenn eru. (Byggt á Reuter og öðrum heimildum) Lífshættulegt sjúkrahús ■ Stanley Royd geðsjúkrahúsið í WakeGel, Englandi. Eins og NT skýrði frá í gær hafa 18 maiins látist á undanförnum dögum úr matareitrun í þessu sjúkrahúsi. Rannsókn hefur leitt í Ijós að 387 af 900 sjúklingum geðsjúkrahússins veiktust vegna þess að salmenella-bakteríur komust í mat þeirra. Enn er samt ekki Ijóst hvernig þessar bakteríur komust í matinn. SímamjTid-POLOTO Morðið á Aquino: Stjórnin skipulagði, herinn f ramkvæmdi Manila-Reutcr ■ Raúl Gonzales, forseti Hl- ippínskra lögfræðingasamtaka, hefur sagt að einstaklingar á Johannesburg, Masire, Sharpeville-Reuter ■ Mestu heræfíngar í sögu Suður-Afríku hefjast í dag undir nafninu „Þrumuvagninn“. Mörg þúsund hermenn munu taka þátt í æfíngunum sem verða haldnar norðarlega í Cape-fylki. Suður-Afríkumenn birta sjálfír engar tölur um herafla sinn en alþjóðlegar stofnanir áætla að þar séu um 82.400 atvinnuhermenn og 404.500 manns sem gegni tímabundinni herþjónustu. Mörg nágrannaríki Suður- Afríku hafaáhyggjurafmiklum hernaðarmætti Suður-Afríku- manna og ásaka þá fyrir hótanir um að beita herafla sínum gegn ísrael: Samsteypu- stjórn í sjónmáli Tel Aviv-Reuter ■ Shimon Peres og Yitz- hak Shamir, leiðtogar tveggja stærstu flokkanna í Israel, eru nú loksins sammála um að þeir geti stofnað samsteypustjórn eftir að hafa rætt saman í fjórar vikur. Þeir ætla að hittast aftur á sunnudaginn til að ganga frá endanlegum forms- atriðum eins og skiptingu nokkurra ráðuneyta. Nú- verandi forseti, Shamir sem jafnframt er formaður Likud-bandalagsins mun hafa fallist á að Peres, formaður Verkalýðsflokks- ins, verði fyrsti for- sætisráðherra í stjórninni en Likud-bandalagið fái forsætisráðherraembættið síðar. Flest mikilvæg ráðu- neyti hafa þegar verið ákveðin eins og varnarmála- ráðuneytið, utanríkis- ráðuneytið og fjármála- ráðuneytið en flokkarnir hafa enn ekki gengið frá þeim ráðuneytum sem ekki eru talin skipta eins miklu máli. þeim. Quett Masire, forseti Botswana kvartaði yfir því í viðtali við Reuter í gær að stjórn Suður-Afríku væri að reyna að þvinga Botswana stjórn til að undirrita vináttusamning sem feli í sér um að hvorugur aðilinn ráðist á landsvæði hins. Masire sagði enga ástæðu til að undir- rita slíkan samning þar sem Botswana og Suður-Afríka eigi ekki í neinum stírðsátökum. Annað nágrannaríki Suður- Afríku, Lesotho, hefur einnig kvartað yfir þrýstingi frá suður- afrískum stjórnvöldum. En mikill hernaðarmáttur hvítu minnihlutastjórnarinnar í Suður-Afríku dugar ekki til að tryggja henni frið. Kynþátta- óeirðir undanfarinna daga sýna óánægju svarta meirihlutans sem krefst aukinna réttinda. Seinast í gær neyddust nokkrir ráðherrar í stjórn Suður-Afríku til að hörfa undan mannfjölda í Sharpeville, þar sem mestu óeirðirnar urðu. Að minnsta kosti 31 maður hefur látið lífið í þessum óeirðum. Arne Treholt: „Eg fæ uppreisn“ ■ „Ég fæ uppreisn" kallaði Arne Treholt á leið sinni frá sakadómaranum síðastliðinn mánudag þegar gæsluvarð- haldið yfir honum var fram- lengt um átta vikur. Það er margt sem bendir til þess að þetta séu orð að sönnu eftir því sem fram kemur í dag- blöðum hér í Noregi í dag. Arbetterblaðið telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að eftir sjö mánaða rannsóknir og yfirheyrslur telji rannsóknarlögreglan sannað að Treholt hafi enga möguleika haft á að komast í skjöl hjá utanríkisráðuneyt- inu sem hefðu skaðað öryggi Noregs ef þau kæmust í hendur Sovétmanna. Það þykir einnig sannað að Tre- holt hafi ekki starfað í þágu Sovétríkjanna með áróðri og undirróðurstarfsemi. Treholt verður heldurekki kærður fyrir njósnir fyrir ír- aka þar sem engar haldbærar sannanir eru fyrir því að hann hafi njósnað fyrir þá. Sem stendur virðist einna helst sem hægt verði að kæra Arne Treholt fyrir misbeit- ingu á stöðu sinni til að verða sér úti um upplýsingar sem hann hafði ekki leyfilegan Arnþrúður Karlsdóttir fréttaritari NT í Noregi aðgang að og fyrir að taka á móti peningum með ólög- legum hætti. Þetta stærsta njósnamál Norðmanna er þannig að fá á sig nýjan blæ eftir að stað- reyndir málsins verða betur kunnar. Sakargiftirnar virð- ast ekki eins alvarlegar og upphaflega var gefið í skyn. æðstu stöðum í Filipseyjastjórn hefðu fyrirskipað morðið á stjórnarandstöðuleiðtoganum Benigno Aquino í fyrra og að herínn hefði séð um fram- kvæmdina. Gonzales, sem er einn fimm manna í nefnd sem rannsakar morðið á Aquino, sagði að einn eða tveir af fylgdarmönnum Aquinos er hann lenti í Manila í ágústmánuði í fyrra hefðu séð um framkvæmd morðsins. Þá var Aquino að snúa heim úr þriggja ára útlegð í Bandaríkj- unum, en var myrtur á leiðinni frá flugvellinum. Herinn hefur haldið því fram að Aquino hafi verið myrtur af Rolando Galman, þekktum kommúnistaskæruliða, sem síð- an hafi verið drepinn af her- mönnum sem áttu að gæta Aquinos. „Það er niðurstaða okkar að samsæri hafi verið um það á æðstu stöðum í stjórninni að myrða Aquino þingmann, og að herinn hafi séð um framkvæmd- ina,“ segir í greinargerð sem Gonzales afhenti blaða- mönnum. Búist er við því að fimm manna nefndin birti niðurstöður sínar síðar í þessum mánuði. _ Hjm t * _ ^ i’a . : ' f | ÍKafbátur Itil SÁlll nt - = 1 \ * i'wmimi iiitm- ^ ‘ mlP t ^ i » iv Reagan forseti þakkar guðlegum máttarvöldum ■ Langi einhvern til að útvega sér kafbát þá gefst honum tækifæri til þess í næstu viku. Þá ætlar danski sjóherinn að selja 25 ára gamlan kafbát á uppboði í Kaupmannahöfn. Kafbáturinn er í þokkalegu ásigkomulagi enda yngrí en kafbáturinn sem Rússar sigldu í strand í Svíþjóð hér um árið. Mynd þessi var tekin af bátnum þar sem hann lá bundinn við bryggju í Kaupmannahöfn fyrr í þessri viku. Símamynd-POLFOTO ■ Ljóst er að trúmál ætla að verða eitt heitasta deiluefni forsetakosninganna í Banda- ríkjunum og fyrr í þessari viku þakkaði Reagan forseti guð- legum máttarvöldum forsjá og handieiðslu á embættisferli sínum. Þetta mun hafa komið fram á fundi sem Reagan, sem nú biðlar mjög til hinna margklofnu kristnu trúfélaga í Bandaríkjun- um, hélt með fyrirmönnum Kirkju Krists hinna síðari daga heilögu - eða mormóna - í Utha-fyiki. Reagan sagði að ekki væri hægt að gegna svo ábyrgðar- miklustarfi sem forsetaembætti Bandaríkjanna án guðlegrar forsjár. Talsmaður Hvíta hússins, Larry Speakes, svaraði því síðar að þarna ætti forsetinn einkum við banatilræðið sem honum var sýnt í marsmánuði 1981, en þá þótti með ólíkindum að Reagan skyldi ekki hafa særst alvarlegar en raun varð á. Andstæðingar Reagans hafa mjög ásakað hann fyrir að mis- nota trúarbrögðin í eiginhags- munaskyni, og rugla þannig stjórnarskrárbundnum aðskiln- aði ntilli ríkis og kirkju í Banda- ríkjunum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.