NT - 07.09.1984, Blaðsíða 31

NT - 07.09.1984, Blaðsíða 31
Föstudagur 7. september 1984 31 Gunnar Einarsson byrjar vel í norska handboltanum: íslenskt „Show“ í Fredriksborg Frá Arnþrúði Karlsdóttur fréttamanni NT í Noregi: ■ Þetta var mikið léttara en ég hafði búist við og ég er spenntur að sjá hvert fram- haldið verður sagði hinn sterki handknattleiksmaður Gunnar Einarsson í gær eftir fyrsta leik sinn með norska fyrstudeildar- liðinu Fredriksborg-Sky í fyrrakvöld. Norska fyrsta deildin í handknattleik er nú hafin og hefur Gunnar svo sannarlega vakið athygli. í fyrrakvöld sigraði lið Gunnars, Fredriksborg-Sky Stavanger 24-22 eftir hörku- leik. Gunnar gjörsamlega stal senunni, og tók bæði með-og mótspilara í kennslustund. Gunnar skoraði samtals 8 mörk, og sýndi mjög góð tilþrif, skoraði flest mörkin með gegnumbrotum á miðj- unni. Gunnar var síðan tekinn úr umferð í byrjun seinni hálf- leiks, og var honum þá skipt útaf það sem eftir var leiksins. Norska Dagblaðið skrifar um leikinn, að Gunnar hafi haft slíka yfirburði, að hann hefði getað gert hvað sem hann vildi, enda hafi hann verið með fjölbreytta efnis- skrá fyrir alla viðstadda, og áhorfendur hafi skemmt sér frábærlega. í sama blaði er farið mörgum lofsamlegum orðum um hæfni Gunnars og hann kallaður atvinnumaður- inn frá íslandi „hinn eini sanni lykilmaður". ■ Gunnar Einarsson - sýndi Norðmönnum handbolta. ■ Hilrnar Sighvatsson, besti maður vallarins í leik Fram og Vals, sýnir hér leikræna tilburði ásamt Val Valssyni í baráttu við Guðmund Baldursson markvörð Fram. Hörkuspennandi barátta í rigningu 2. deild, Njarðvík-FH: Grimmdarharka - rautt spjald ■ Rigningin hefur aldeiiis elt leiki Fram og Vals í 1. deildinni í knattspyrnu. í fyrri leik lið- anna á Valsvelli í júní var nánast skýfall, og einnig rigndi í leik liðanna í Laugarda! í gærkvöld. Jafntefli varð, 1-1. í fjörugum og spennandi leik sem einkenndist af þörf beggja til að ná í þrjú stig, og erfiðum aðstæðum. Valsmenn léku undan vindi í fyrri hálfleik, og voru þá tals- vert aðgangsharðari í sóknum sínum en Framarar. Strax á 5. mínútu skaut Hilmar Sighvats- son þrumuskoti af 20 metra færi sem Guðmundur Baldurs- son varði glæsilega. Skot Hilm- ars kom eftir glæsisendingu Guðmundar Þorbjörnssonar, sem sendi fleiri slíkar í Einkunnagjöf NT: FRAM: Guðmundur Baldursson . 2 Þorstelnn Þorstelnsson .. 4 Trausti Haraldsson....5 Hafþór Sveinjónsson .... 5 Þorsteinn Vilhjálmsson .. 3 Sverrir Einarsson.....2 Kristinn Jónsson ......3 Viðar Þorkelsson ......5 Ómar Jóhannsson .......4 Guðmundur Steinsson... 3 Guðmundur Torfason ... 3 Skiptingar: Örn Valdimars- son fyrir Ómar á 69. mín og Steinn Guðjónsson fyrir Haf- þórá 75. mín. VALUR: Stefán Arnarson........2 Grímur Sæmundsen......4 Þorgrímur Þráinsson .... 2 Guðmundur Kjartansson . 3 Guðni Bergsson.........5 Ingvar Guðmundsson ... 4 Guðmundur Þorbjörns. .. 2 Bergþór Magnússon .... 4 Valur Valsson..........3 Hilmar Sighvatsson ...1 Skiptingar: Engar, Grímur Sæmundsen rekinn út af á 60. mín. leiknum. En fyrsta mark leiks- ins, sem var Valsara á 18. mínútu, kom ekki eftir neina glæsisendingu. Valsmenn voru, að því er virtist í hættulítilli sókn, þegar laus skalli lenti í hendi Þorsteins Vilhjálmssonar sem stóð utarlega í vítateign- um. Þóroddur Hjaltalín dæmdi umsvifalaust víti, sem Hilmar Sighvatsson skoraði, 1-0. Framarar létu þó ekki við svo búið standa, og jöfnuðu þremur mínútum síðar. Guð- mundur Torfason og lék inn í vítateig Vals yst í horninu, og virtist þar ekki líklegur til stór- afreka, gegn tveimur varnar- mönnum. En Guðni Bergsson Valsmaður var of bráður á sér, renndi sér aftan í Guðmund, felldi hann og Þóroddur dæmdi strax annað víti. Úr því jafnaði Guðmundur Steinsson örugg- lega 1-1. Það sem eftir lifði hálfleiks sóttu Valsmenn, en tókst ekki að skora þrátt fyrir mjög góð færi. Valur skaut framhjá úr upplögðu færi eftir góðan undirbúning Bergþórs og Guð- mundar Þorbjörns á 24. mín. Hilmar skallaði rétt framhjá á 34. mínútu, og Guðmundur skallaði rétt framhjá á 37. mín- HNOT* SKURN ■ Skemmtilegur og vel leik- inn leikur þrátt fyrir erfiðar aðstæður, rigningu og tals- verðan vind, og ágæt af- þreying fyrir að líkindum kalda áhorfendur. Valsmenn sterkari í báðum hálfleikjum, en lið sem nýtir ekki dauða- færi á ekki skilið meira en jafntefli. Mark Vais: Hilmar Sighvatsson viti á 18. min, mark Fram: Guðmundur Steinsson víti á 21. mín. Áhorfendur um 400. útu. Öll þessi færi hefðu getað gefið mörk, en gerðu ekki. t sfðari hálfleik jókst harkan. Hafþór braut mjög illa á Grími Sæmundsen á 60. mínútu, og Grímur lét skapið hlaupa með sig í gönur og danglaði í Hafþór. Þóroddur rak Grím útaf og gaf Hafþóri gula spjaldið. Þar hefði hann mátt sýna Hafþóri einnig rautt, brot- ið á Grími nægði eitt til þess, en að auki hefði Hafþór átt að fá gula spjaldið mun fyrr. Synd að svo góður knattspyrnumað- ur sem Hafþór skuli leika svo gróft sem hann gerir. En Valsmenn þjöppuðu sér saman og sóttu áfram. Hilmar Sighvatsson fór á kostum, hans langbesti leikur í langan tíma, byggði upp sóknir og lauk við þær sjálfur, en ekki gekk. Það gekk ekki Frömurum heldur, sem áttu skyndisóknir. Að auki áttif báðir markverðirnir snilld- arleik, svo og Sverrir Einarsson miðvörður Fram. Dómgæsla Þórodds Hjaltalín var upp og niður. Hann var ekki hræddur við að dæma víti, og sleppti fáum brotum, var smámuna- samur á köflum. Svo missti hann stærri brot, þar sem gul spjöld hefðu komið til greina. Loks týndi hann hagnaðarregl- unni í lokin. Frá Eiríki Hermannssyni Iréttamanni N1 á Suðurnesjum: ■ FH-ingar gerðu endan- lega út um allar vonir Njarðvíkinga um sæti í 1. deild að ári í Njarðvík í gærkvöldi. FH sigraði í viðureign liðanna í 2. deild- inni í knattspyrnu 3-2 í miklum hörkuleik. Þegar yfir lauk höfðu tveir leik- menn Njarðvíkinga verið fluttir á sjúkrahús og einum verið vikið af leikvelli. Skúli Rósantsson fékk slæmt spark fyrir neðan hné á 71. mínútu og verður frá keppni um sinn. Jóni Halldórssyni var vikið af leikvelli fyrir leikaratakta Jóns Erlings Ragnarsson- ar, og á 81. mínútu kom Jón Erling aftur við sögu er hann gaf markveðri Njarð- víkinga Erni Bjarnasyni slíkt högg í andlitið að hann var borinn af velli meðvitundarlaus, en komst þó fljótt til meðvitundar að nýju. Jón Erling fékk hvorki gult né rautt spjald fyrir framlag sitt til „knatt- spyrnunnar," hann hlýtur að kalla það guðdómlegt kraftaverk, en við dauðleg- ir menn köllum það hneyksli. Annars var leikurinn ekki eftirminnilegur að öðru leyti. FH tók forystu á tuttugustu sekúndu leiks- ins með marki Karls Hjálmarssonar, þegar Örn markvörður missti tökin á knettinum á afar klaufaleg- an hátt. Njarðvíkingar létu það lítið á sig fá og jöfnuðu á 15. mínútu með marki Kristins Guðbjartssonar og þannig var staðan í leik- hléi. Á 52. mínútu tóku Njarðvíkingar svo forystu með góðu skallamarki Hauks Jóhannssonar, og skömmu síðar gat Haukur gert út um leikinn, en fast skot hans small í stöng. Og nú færðist harkan verulega í aukana. Dómarinn missti öll tök á leik sem reyndar var aldrei auðdæmdur vegna vallarskilyrða og rigningar. Með þá Skúla og Jón úr leik misstu Njarð- víkingar tökin á leiknum og FH-ingar pressuðu allstíft. Á 84. mínútu jafn- aði Ingi Björn fyrir FH með skalla eftir horn- spyrnu, og á 90. mínútu skoraði síðan Hörður Magnússon lokamarkið, þegar varamarkverði Njarðvíkinga mistókst útspark. Sannarlega grát- legur endir fyrir Njarðvík- inga, sem munu væntan- lega eiga í erfiðleikum með að manna lið sitt í síðasta leik mótsins um næstu helgi. Breiðablik-KA í kvöld: Fallslagur! ■ Mjög mikilvægur leikur er á dagskrá 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld, en þá leika Breiðablik og KA á Kópa- vogsvelli. Báðum liðum er mjög mikilvægt að tryggja sér þrjú stig, er hitt liðið svo gott sem er fallið í 2. deild. Blikun- um hefur ekki gengið sem best á heimavelli sínum í sumar, hafa aðeins unnið þar einn leik. í fyrri umferðinni í sumar fóru Blikarnir með þrjú stig úr viðureign sinni við KA á Akur- eyri og munu KA menn vafa- laust reyna að hefna þeirra úrslita í kvöld. STAÐAN 11. DEILD: Heima Uti Samtals Leikir Unnið Jatnt Tapað Mörk Stig Lcikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U J T M St. ÍA 8 6 0 2 15-8 18 8 5 2 1 14-8 17 16 11 2 3 29-16 35 IBK 8 5 1 2 12-8 16 8 3 2 3 7-8 11 16 8 3 5 19-17 27 Valur 8 2 5 1 11-8 11 9 4 2 3 12-9 14 17 6 7 4 23-17 25 Þór 8 2 2 4 11-12 8 8 4 1 3 13-11 13 16 6 3 7 24-23 21 Vfkinqur 8 2 4 2 13-12 10 8 3 1 4 12-15 10 16 5 5 6 25-27 20 Þróttur 9 3 3 3 13-11 12 7 1 4 2 4-6 7 16 4 7 5 17-17 19 KR 8 3 3 2 9-12 11 8 1 4 3 7-12 7 16 4 7 5 16-23 19 Fram 9 3 3 3 9-8 12 8 2 1 5 10-14 7 17 2 4 8 19-22 19 UBK 8 1 3 4 9-11 6 8 2 5 1 7-6 11 16 3 8 5 16-17 17 KA 7 2 1 4 11-14 7 9 2 3 4 12-20 9 16 4 4 8 24-34 16

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.