NT


NT - 29.10.1984, Side 2

NT - 29.10.1984, Side 2
Milljónagjöf Öldruð hjón gefa aleigu sína ■ „Og ég afbið mér allar orðu- veitingar og heiðursborgara- titla,“ sagði Stefán Ásmundur Guðjónsson, aldraður verka- maður, sem á laugardag gaf ásamt konu sinni Valgerði f>ór- arinsdóttur, Kópavogskaupstað veglega hljómplötugjöf - 35 lengdarmetra, eða ef menn vilja frekar mæla í kassavís, 83 pappakassa af plötum. Safnið hefur ekki verið skráð, en mun ekki vera undir 7-8000 hljómplötur, allt klassisk músik, og að sögn bæjarstjórai' Kópa- vogs, Kristjáns Guðmundsson- ar, margt ófáanlegra verka og dýrgripa sem vart verða metnir til fjár. Stefán sagði blaðamanni NT á laugardag að tónlist hefði verið hans eina áhugamál alla ævi. Hann fékk fyrst áhuga á tónlist er hann lagðist á sjúkra- hús fimmtán ára gamall og hlustaði þá mikið á útvarp. Stefán sagði að plötusöfnun hans hefði komið niður á efna- hag þeirra hjóna, en bætti við að hann hvorki reykti né drykki. „Tónlistin er hvíld frá raun- veruleikanum, hugarheimur sem maður flýr til að flýja hversdagsleikann.“ Fram kom í máli bæjarstjóra við afhendinguna, sem fram fór í Félagsheimili Kópavogs á laugardag, að þau hjón væru í raun að gefa aleigu sína. Safnið verður varðveitt í bókasafni Kópavogs og verður fólki gefinn kostur á að hlusta á hljómplöturnar, en útlán eru bönnuð samkvæmt gjafabréfi hjónanna. Yfirbókavörður Hrafn Harð- arson sagði í ávarpi við athöfn- ina að gjöfin gerði hljómplötu- deild bókasafns Kópavogs að glæsilegasta hljómplötusafni á landinu. f>au hjón gefa safnið til minningar um son sinn, Þórar- in Guðjón Stefánsson, f. 29. janúar 1959, d. 13. ágúst 1959 og dótturson sinn, Albert Gunnarsson, f. 7. júlí 1983, d. 5. október 1983. Mánudagur 29. okt. 1984 2 Hjónin Stefán og Valgerður. NT-mynd: Árni Bjama. — Samstilling endurlífguð ■ Söng- og skemmtifé- lagið Samstilling er að vakna til lífsins aftur og hefst vetrarstarfið mánu- dagskvöldið 29. október. Komið verður saman á efstu hæð að Hverfisgötu 105, kl. 20.30. Helsta markmið félags- ins er að fólk komi saman til að syngja og skemmta sér á frjálsan hátt, og mun starfsemin að mestu byggjast á virkni félags- manna.- Meinatæknar til Alberts ■ Skerjaver í Skerjafirði. Kaupmaðurinn þar lokar nú í vikunni vegna vöruskorts og hugsanlega munu fleiri smærri verslanir landsmanna fylgja í kjölfarið. nt myad: Ámi Bj«m« „Selur ekki tómar landbúnaðarvörur“ - segir kaupmaður Skerfirðinga sem senn verður að loka sókum vöruskorts ■ „Það þýðir ekkert fyrir mig að halda opinni verslun og selja tómar landbúnaðarvörur. Það lifir enginn af því“, sagði Kaj Jörgensen kaupmaður í Skerja- veri í samtali við NT. Kaj hefur nú tilkynnt viðskiptavinum sín- um í Skerjafirðinum frá því að haldi verkfall BSRB áfram geti hann ekki haldið verslun sinni opinni lengur en fram í miðja þessa viku. „Hveiti, sykur, laukur, ávext- ir, - þetta er allt búið og yfirleitt allt að klárast. Það eru ekki nema þessir stóru sem hafa stórar kæligeymslur. Við tökum þetta bara eftir hendinni og nú er allt að verða búið“, sagði Kaj. Hann kvaðst vita til þess að líkt væri komið fyrir mörgum öðrum smákaupmönnum. „Maður lokar ekki neraa í neyð og alls ekki meðan einhverjar vörur eru til handa fólkinu," sagði Kaj að lokum en hann er eini matvörukaupmaður Sker- firðinga og er næsta matvöru- verslun í vel kílómetrafjarlægð á horni Suðurgötu og Ly nghaga. Foreldrar sameinast kennurum í baráttunni ■ Stjórn Sambands foreldra- og kennarafélaga hefur samþykkt ályktun þar sem segir að ekki verði lengur orða bundist „eftir þá' hatrömmu og órökstuddu árás sem kennarastéttin varð fyrir á Alþingi 11. þ.m.“ Þá þykir stjórn sambandsins einsýnt að engin von sé til viðunandi lausnar á kjara- Þessir fræðingar ■ Fyrst komu fuglafræðingar og fuglategundunum fækkaði ískyggilega Þeim fylgdu fiskifræðingar og fiskurinn hvarf óðum úr sjónum... Svo komu hagfræðingar og peningar þjóðarinnar urðu að engu... ...og nú eru komnir mann- fræðingar... Engan forrétt- indaklúbb takk ■ Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur, var krafinn sagna í húsakynnum BSRB af hverju hann væri meðlimur BSRB en ekki BHM. Ragnar sagði: „Jú sjáðu til. Ég vil vera í verkalýðsfélagi - ekki forrétt- indaklúbb. Stéttar,félag sem ekki hefur verkfallsrétt er ekk- ert verkalýðsfélag heldur klúbbur.“ málum kennara nema að fram fari faglegt mat á störfum og starfsað- stöðu grunnskólakennara og að þeir fái laun í samræmi við nýtt starfsmat. Þá hefur stjóm Foreldrafélags Laugamesskóla lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu kennara og Ragnar hefur staðið sig vel í verkfallsvörslu - og víst er að það þyrfti hugaðan verkfalls- brjót til að leggja í garpinn. Bakað í 150 ár ■ Annarsstaðar í blaðinu sögðum við frá því að hvað úr hverju verði hvergi nokkurs- staðar hægt að fá brauð vegna skorts á hveiti og korni. Leysist verkfallið ekki í næstu viku verður hér hið versta ástand í þessum málum. Þá muna kannski einhverjir eftir sýningu sem hér var hald- in fyrstu verkfallshelgina, 6. til 7. þessa mánaðar. Hún bar nafnið „Bakað í 150 ár“ og meðal sýningargripa var stærsta brauð sem bakað hefur verið hérlendis, - svo stórt að hér verður höfundum lista- verksins hlíft við því að við skýrum brauðsvöngum almúg- anum frá því. Eða hver át það brauð? Annars verður það kannski „harmað skilningsleysi stjórnvalda á kjörum þeirra, sem ráðamenn hafa sýnt bæði í orði og verki." Þá eru samningsaðilar hvattir til að leysa þessa kjaradeilu hið fyrsta „á mannsæmandi hátt, þannig að börnin okkar fái notið kennslu vellaunaðra og ánægðra kennara. hér eins og í Danaveldi forðum að lýðurinn þyrpist að múr valdhafa og heimti brauð. Þá spyr hinn bláeygi valdhafi ráð- gjafa sinn* „Ur því það á ekkert brauð, afhverju borðar það þá ekki bara kökur“. Og sími þar ■ Nákvæmni lögreglunnar á þessum verkfallstímum er mikil. Til þess að sýna mikil- vægi sitt og það mikla álag sem hvílir á störfum hennar hafa ýmsir verðir laganna tamið sér meiri vandvirkni í starfi en áður hefur þekkst. Þjóðkunnur maður utan af landi lenti fyrir skemmstu í lítilsháttar umferðaróhappi þar sem bifreið hans var kysst af annarri við gatnamót. Enn hefur ekki verið skrúfað fyrir þá þjónustu að lögreglan at- hugi slík óhöpp og því var strax tekin skýrsla af atburðin- um. Umræddur sveitamaður sem af öllum sólarmerkjum að ■ Á aðalfundi sínum í fyrri viku skoraði Meinatæknafé- lag íslands á fjármálaráð- herra að hraða samningum og borga opinberum starfs- mönnum mannsæmandi laun. Pá segir í ályktun fé- lagsins að það styðji verkfall og sanngjarnar kröfur BSRB. dæma hefur verið í rétti var fyrst spurður um lögheimili og símanúmer þar. Um leið og ökumaður skýrði samvisku- samlega frá því gat hann þess að erfitt væri að ná í sig þar, þess í stað kæmi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. - Nei fyrir slíkt voru engin pláss á opinberum pappírum. Næsta spurning: „Hvar ertu fæddur“? Sem svarað var samviskusam- lega enda maðurinn vel að sér. „Og sími þar“? En þar þraut þö gáfur viðkomandi enda langt síðan að umrædd fæðing átti sér stað og óvíst að þá hafi verið símar í norðlenskum dölum. Ertu búinn að tryggja þér eintak? Á NÆSTA blaösölustað! Tryggðu þér eintök í tíma! ÁSKRIFTARSÍMINN ER 28028. Landið í þurrkví - og rólegt hjá lögreglu ■ Áberandi minni ölvun var um allt land þessa helgi en vanalegt er um helgar. Sem dæmi þá nefndi Reykjavíkurlögregla að aðeins fimm menn hefðu gist fangageymslur lögregl- unnar í fyrrinótt en yfirleitt eru þar á þriðja tug manna. Rólegt var hjá lögreglu í öllum nágrannabæjum. Á landsbyggðinni varð víðast vínþurrð snemma í verkfallinu en hana hefur ekki mátt merkja í höfuðborginni fyrr en nú um helgina. Þrátt fyrir litla drykkju voru nokkrir teknir ölvaðir við akstur og sagði Reykjavíkurlögregla þá tölu háa miðað við hvað lítið bar á drykkju að öðru leyti. Virðist svo vera sem ökumenn taki „verkfall“ lögreglu um of hátíðlega. Bændur vara við smygli ■ Á fundi sínum í fyrri viku varði stjórn Stétta- sambands bænaa við hættu á ólöglegum innflutningi á matvælum og dýrum. Bent var á að með óeðlilegu tolleft- irliti í verkfalli opinberra starfsmanna hafi hætta á því að til landsins berist sjúk- dómar með varningi stór- aukist.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.