NT - 29.10.1984, Blaðsíða 11
Mánudagur 29. okt. 1984 11
GD
Utlönd
Nígeríumenn leita
samkomulags við
skuldunauta sína
London-Rcuter
■ Nígeríumenn, sem nú
skulda rúmlega 22 milljarða
dollara erlendis, hafa boðið
helstu skuldunautum sínum á
Vesturlöndum að greiða gjald-
fallna vexti af ríkistryggðum
lánum við upphaf næsta árs.
Umræddir vextir nema um
220 milljón dollurum og áttu að
greiðast 1. janúar á þessu ári.
Vestræn ríki hafa hingað til sett
það skilyrði fyrir skuldbreyting-
um að Nígeríumenn komist að
samkomulagi við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn um efnahagsbreyt-
ingar. Nígeríumenn hafa rætt
við sjóðinn en neitað að faliast
á ýmsar kröfur hans sem fela
m.a. í sér 60 prósent gengisfeli-
ingu á naira sem er gjaldmiðill
Nígeríu.
Nígeríumenn 'vilja nú vinna
sér tíma með því að semja um
greiðslur á þeim vöxtum sem
þegar hafa gjaldfallið um leið
og þeir fái greiðslufrest á þeim
vöxtum eru í þann mund að
gjaldfalla. Skuldunautar Níger-
íumanna hafa sýnt tillögum
þeirra nokkurn áhuga þótt þeir
hafi enn ekki vikið frá þeirri
kröfu sinni að Nígeríumenn
semji beint við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn um skuldbreyting-
ar.
í seinustu viku lækkuðu Níg-
eríumenn verð á olíu sem þeir
flytja út og er helsta tekjulind
þeirra. Petta gerðu þeir til að
tryggja sölu olíunnar þar sem
þeir verða að fá eins mikið af
erlendum gjaldeyri og mögulegt
er til að greiða skuldir sínar.
Þeir geta því ekki dregið úr
olíuframleiðslu sinni eins og
sum önnur olíuríki þegar verð-
fall verður á olíu. Bandalagsríki
þeirra í OPEC hafa lagt hart að
Nígenumönnum að hækka
aftur olíuverð sitt til þess að
sporna við verðlækkun olíu á
heimsmörkuðum en slíkt myndi
þýða dræmari sölu á Nígeríu-
olíunni og hafa Nígeríumenn
því ekki enn látið undan þrýst-
ingi frá öðrum olíuframleiðslu-
ríkjum.
■ Katalónska borgin Barcelona er ein þeirra stórborga, sem sækir það fast að fá að halda
sumarólympíuleikana árið 1992. Meðal annarra borga sem hafa verið orðaðar við leikana það árið er
sjálf París. Fyrir helgina var þessi gríðarmikla súkkulaðikaka á alþjóðlegri matvælasýningu í Barcelona.
Hún er bökuð og mótuð eftir hugmyndum um það hvernig Olympíuþorpið í Barcelona gæti litið út.
Símamynd-POLFOTO
Sovétríkin:
Stórhuga áveituhugmyndir
Moskva-Reuter
■ Árlegur uppskerubrestur í
Sovétríkjunum hefur neytt
stjórnvöld þar til að íhuga ræki-
lega hvernig hægt verði að
tryggja framleiðsluaukningu í
landbúnaði í framtíðinni. Af
fundi miðstjórnar Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna fyrr í þess-
ari viku voru meðal annars
ræddar hugmyndir um gífurleg-
ar áveituframkvæmdir sem
hugsanlega eiga eftir að breyta
vistkerfi norðlægra landa.
Áveituframkvæmdirnar fel-
ast m.a. í því að vatni úr
stórfljótunum Ob og Irtysh í
Síberíu verður veitt um skurð
til suðurs til Aral-vatns um
2.550 km vegalengd. Sem stend-
ur renna þessi stórfljót liins
vegar til norðurs. Skurði þess-
um hefur þegar verði gefið nafn-
ið Sibaral. Fullgerður verður
hann meðal mestu mannvirkja
heims ef ekki það mesta.
Sovétmenn hafa nú um nokk-
urt skeið velt fyrir sér vistfræði-
legum áhrifum slíkrar áveitu.
Ýmsir hafa talið að hún geti
breytt veðurfarinu á norðlægum
slóðum við það að vatnsstreymi
til norðurs minnkar. En nú
virðist sem yfirvöld í Sovétríkj-
unum hafi ákveðið að gera al-
vöru úr Sibaral. Forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, Nikolai
Tikhonov, minntist lauslega á
þessar hugmyndir í ræðu á
miðstjórnarfundinum fyrr í vik-
unni í sömu andrá og hann
reifaði hugmyndir um nær tvö-
földun nýræktar fyrir árið 2000.
Almennt er talið að slíkt sé
ómögulegt nema vatni verði
veitt um Sibaral.
Sovésk blöð ug tímarit hafa
líka farið mjög jákvæðum orð-
um um þessar hugmyndir að
undanförnu sem þykir einnig
benda til þess að Sovétmenn
hyggist hefja framkvæmdir við
gerð Sibaral-skurðarins á næstu
arum.
Um tveggja ára skeið hefur
verið starfandi nefnd sem á að
leggja fram áætlanir um
skurðargerðina. Hún mun skila
niðurstöðum sínum eftir tæp
tvö ár. Formaður nefndarinnar
Grigory Voropayev sagði í við-
tali við dagblað t Moskvu að
gerð skurðarins væri eina leiðin
til að tryggja nægjanlegt vatn í
Mið-Asíuhéruðum Sovétríkj-
anna þar sem fólki fjölgar nú
mjög ört. Hann heldur því frarn
að Sibaral muni hafa hverfandi
áhrif á veðurfar enda verði að-
eins um sjö til átta prósent af
vatnsmagni Ob og lrtysh veitt
um skurðinn.
Sibaral-nefndin mun skila
niðurstöðum sínum eftir tæp
tvö ár. Ef þá verður ákveðið að
hefja framkvæmdirviðskurðinn
ætti hann að vera tilbúinn fyrir
næstu aldamót þar sem áætlað
er að gerð hans taki um 12 ár.
V-þýskur
stálrisi
í fæðingu
Dusseldorf-Reuler
■ Tvær af stærstu
stálsamsteypum Vest-
ur-Pýskalands, Krupp
og Klöckner, hafa
ákveðið að sameinast
og mynda nýtt stórfyrir-
tæki ásamt áströlsku
námusamsteypunni
CRA.
Þetta nýja fyrirtæki,
sem er skammstafað
SKK (Stahlwerek
Krupp Klöckner),
verður önnur stærsta
stálsamsteypa Vestur-
Þýskalands eftir sam-
runann. Það mun fram-
leiða um níu milljón
tonna af stáli árlega.
Markmið samrunans
er sögð vera aukin hag-
ræðing sem muni skila
auknum hagnaði. En
við samrunann mun
heildarframleiðslugeta
fyrirtækjanna minnka
um milljón tonn á ári
og um 3000 verkanienn
missa vinnu sína. Með
samvinnunni við ástr-
alska fyrirtækið CRA,
sem mun eiga 35% í
hinu nýja fyrirtæki, hef-
ur hið nýja fyrirtæki
mótað þá langtíma-
stefnu að auka umsvif
sín á Kyrrahafssvæð-
inu. Talsmenn fyrir-
tækisins telja að stál-
notkun og eftirspurn
eftir stáli á því svæði
eigi eftir að aukast mik-
ið á komandi árum.
S
Aðgangur að neyðarsíma á Islandi. Komi upp
neyðartilfelli hjá korthafa, býðst honum að
hringja í síma 685542, hvar sem hann er
staddur og hvenœr sem er. Kostnaðurinn
vegna símtalsins fœrist á reikning korthafa.
Aðeins kostar 300 krónur árlega
að hafa Eurocard kreditkort
og ekki hóti meir þótt t.d. hjón
hafi tvö kort með sama númeri.
Fyrir þessar 300 krónur fást hin almennu
hlunnindi korthafa, en auk þess:
Neyðarsími
Gylmir
Ferðatrygging
örkuð, en þó mjög gagnleg ferðatrygging
korthafa og fjölskyldu hans á ferð innanlands
og utan. Bœtur nema allt að USD 100.000.-
(rúmum þrem milljónum króna).
KORTIÐ SCM GILDIR