NT - 29.10.1984, Qupperneq 21
udagur 29. okt. 1984 21
ítalska knattspyrnan:
Hateley er
markahæstur
Verona efst í deildinni
■ Enski framherjinn Mark
Hately er nú markahæsti leik-
maður á ftalíu er hann bætti
einu rnarki í safnið á sunnudag-
inn. Mílanó sigraði þá erkifj-
endurna Inter Mílanó, 2-1. Það
voru 80 þúsund áhorfendur sem
sáu þessa „Derby-viðureign“ og
fengu þeir mikið fyrir aurana
sína. Rummenigge skóp fyrsta
mark leiksins fyrir Altobelli en
Wilkins sá um að Iosa um Di
Bartolomei sem jafnaði. Og svo
skoraði Hateley sigurmarkið,
með skalla að sjálfsögðu.
Annar Englendingur var
hetja síns liðs á Ítalíu. í>að var
Trevor Francis sem skoraði
jöfnunarmark Sampdoria á síð-
ustu mínútu leiksins.
Hér eru svo úrslit leikja á
Ítalíu.
Hér eru svo úrslit leikja á Ítalíu:
Atalanta-Napoli ...............1-0
Avellino-Udinese ..............4-1
Como-Ascoli ...................1-0
Juventus-Roma..................1-1
Lazio-Cremonese ...............2-1
Milanó-Inter...................2-1
Sampdoría-Torino...............2-2
Verona-Fiorentina..............2-1
í leik Sampdoria skoraði Gra-
eme Souness fyrra mark liðsins
og brenndi svo af víti í seinni
hálfleik. Junior skoraði annað
mark Torino og lagði upp hitt.
Staða efstu liða á ftalíu er nú þessi:
Verona 7 12
Torino 7 10
Milanó 7 9
Juventus 7 8
Fiorentina 7 8
Inter Milanó 8 8
Pétur
Heimir
Hollenska knattspyrnan:
Pétur skoraði
Heimir lék fyrsta leikinn með Excelsior
■ Tíunda umferð hollensku
úrvalsdeildarinnar var leikin um
helgina, og vann Feyenoord
meðal annars stórsigur. Pétur
Pétursson var á markalista
Feyenoord að þessu sinni.
Heimir Karlsson lék sinn fyrsta
leik með Excelsior.
- Úrslitin voru:
Haarlem-NAC .................1-3
PSV-PEC Zwolle ..............4-1
G.A. Eagles-AZ 67............5-1
RodaJC-MWW ..................2-2
Volendam-Twente..............1-1
Feyenoord-Sparta ............5-0
Utrecht-Excelsior ...........4-1
Groningen-Ajax ..............2-2
Den Bosch-Sittard............2-4
{ upphafi léku liðsmenn
Sparta mjög sterkan leik gegn
Feyenoord og bjuggust allir við
að þeir myndu skora fyrsta
mark leiksins. Pað var því nokk-
uð óvænt þegar Gullitt skoraði
1-0 eftir fyrirgjöf Hoekstra á 18.
mín. Feyenoord komst á skrið
eftir markið og á 27. mínútu
léku þeir Gullitt og Hoekstra
Pétur alveg frían og Pétur skall-
aði inn 2-0. Hoekstra skoraði
3-0 skömmu síðar. Gullitt skor-
aði 4-0, Mario Bein 5-0 á 72.
mín.
Heimir Karlsson lék sinn
fyrsta leik með Excelsior í gær
gegn Utrecht. Utrecht byrjaði
af krafti og Ritvent Vercuyl og
Van der Hooft skoruðu. Van der
Patt skoraði eina mark Excels-
ior úr víti. Heimir átti ágætan
leik, en er greinilega nýr í liðinu
og fékk ekki marga bolta að
vinna úr. Ef hann heldur sæti
sínu í liðinu á hann eftir að falla
betur inn í það. Marco van
Basten kom inn í hálfleik í leik
Ajax og Groningen og var áber-
andi bestur á vellinum, skoraði
bæði mörk Ajax 2-2 jafntefli.
PSV, efsta lið hollensRu
deildarinnar átti ekki í neinum
vandræðum með PEC Zwolle.
Hallvar Thoresen skoraði
þrennu og Hysen eitt.
PSV er nú efst með 17 stig
eftir 7 leiki, Ajax hefur 15 stig
og á tvo leiki til góða. Volendam
hefur 14 stig eftir 10 leiki og
Feyenoord 13 stig keftir 9 leiki.
■ Ivar Webster skorar fyrir Hauka gegn Val í Hafnarfirði í gær. ívar, en það er nýja nafnið hans
Decarsta Webster sem hann tók upp eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt, var Valsmönnum
óþægur Ijár í þúfu í leiknum. NT-mynd: Árni Bjama
Haukar á skrid í úrvalsdeildinni:
Belgia:
Sævar fékk
gult spjald
Frá Rcyni Finnbogasyni fréttamanni
NT í Hollandi.
■ Sævar Jónsson fékk
gult spjaid í leik Cercle
Brugge og Antwerpen í
belgísku úrvalsdeildinni í
gær. Antwerpen sigraði í
leiknum 1-0. Anderlecht
vann Waterschei 3-1 á
útivelli, en Arnór Guð-
jónsen lék ekki með.
Anderlecht er því enn
efst í Belgíu, en nánar
verður fjallað um leikina
í Belgíu í gær í blaðinu á
morgun.
Rangers
deildar-
bikar-
meistari
■ Rangers varð á
sunuudaginn skoskur
deildarbikarmeistari er
liðið lagði Dundee Utd.
að velli 1-0. Leikið var á
Hampden Park í Glas-
gow og var leikurinn í
járnum allan tímann.
Æsispennandi í lokin
■ Haukar sigruðu Val í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í
gærkvöld með 83 stigum gegn
80. Leikið var í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði og var leikurinn
æsispennandi undir lokin en
Haukarnir sigruðu á lokamín-
útunni.
Pað var nokkur fjöldi fólks j
sem lagði leið sína í Fjörðinn í
gærkvöldi til að fylgjast með
leiknum enda menn orðnir
hungraðir eftir að sjá íþrótta-
kappleik.
Haukarnir byrjuðu mjög vel
og lengi leit út fyrir að þeir
myndu kafsigla Valsara. Ivar
Webster skoraði nokkrar körf-
ur þegar í upphafi og virtist
sprækur en hann dalaði er á
leikinn leið. Haukarnir komust
þetta 10 stig yfir og leiddu í
leikhlé 39-28.
í síðari hálfleik komu Valsar-
ar sterkir til leiks og svo virtist
sem Haukaliðið ætlaði ekki að
standast pressuna sem Valsarar
settu á þá. Þeir léku ekki nogu
yfirvegað og voru oft á tíðum
hálfvandræðalegir.
Valsmenn gengu á lagið og
sérlega var Torfi drjúgur við að
berjast. Þegar um 5. mín. voru
eftir, þá höfðu Valsmenn saxað
svo á forskot Haukanna að
leikurinn leystist upp í að verða
æsispennandi. Valsarar komust
yfir 70-66 og síðan voru þeir
yfir allt til 74-72 og var það
mest fyrir tilstuðlan Tómasar
Holton sem fór á kostum og var
nærri búinn að vinna leikinn
með þriggja stiga körfu frá
Eyþóri og allt var á suðupunkti.
Torfi óð inn að körfunni og
ætlaði að skora og fiska villu,
en fékk bara skotin sem hann
hitti ekkiúr. Haukarinnsigluðu
svo sigur sinn á lokasekúndun-
um, 83-80.
Hjá Haukunum var Pálmar
einna bestur og gerði 18 stig en
ívar W. var stigahæstur þeirra
með 19 stig. Kristján skoraði
mest fyrir Val eða 22 en Torfi
var með 18. Tómas Holton
gerði alls 14 stig í síðari hálf-
leik.
2. deildin í handbolta:
KA f ékk óskaby rjun
- vann Fram í fyrsta leiknum - Fram vann Þór
Frá Gylfa Krisljanssyni fréttamanni NT
á Akureyri:
■ „Við verðum bara að
sætta okkur við þetta, við
komum hingað norður til
þess að sækja þrjú stig, ætl-
uðum okkur sigur gegn Þór
og að minnsta kosti jafntefli
gegn KA, svo við erum ekk-
ert mjög óhressir að fara
héðan með tvö stig“, sagði
Framarinn Jón Árni Rúnars-
son eftir að Fram hafði tapað
23-28 fyrir KA, í 2. deild í
handbolta á Akureyri um
helgina.
KA, sem féll úr fyrstu
deild síðastliðið vor fékk því
óskabyrjun í sínum fyrsta
leik í annarri deild. Sigur
gegn Fram, en talið er að
keppnin um sætin tvö í fyrstu
deild komi til með að standa
milli þessara liða og HK.
Geysileg barátta ein-
kenndi KA-liðið í þessum
leik. Liðið, sem hefur endur-
heimt þá Friðjón Jónsson og
Erlend Hermannsson er til
alls líklegt í vetur undir
stjórn FH-ingsins Helga
Ragnarssonar.
Framarar komust yfir 1-0
og 2-1 eftir tvö mörk Óskars
Þorsteinssonar, en síðan
komst KA yfir og hafði for-
ystu til loka leiksins. Staðan
í hálfleik 14-12. Fram
minnkaði muninn í eitt
mark, 15-16 í seinni hálfleik,
en KA bréytti stöðunni í
22-16 og úrslitin voru ráðin.
KA-liðið var mjög jafnt í
þessum leik og virkaði sem
sterk heild. Logi Einarsson
og Friðjón Jónsson voru
markahæstir með 6 mörk.
Varnarleikur Fram og mark-
varsla voru léleg að þesssu
sinni, en bestu menn liðsins
voru Óskar Þorsteinsson
sem skoraði 13 mörk og Jón
. Árni Rúnarsson með 4.
Þórsarar voru mjög seinir
í gang og Framarar komust í
3-0 og síðan 7-1 á upphafs-
mínútum leiksins. Þórsarar
náðu síðan að minnka mun-
inn í tvö mörk fyrir leikhlé,
staðan þá 11-9 Fram í vil.
í síðari hálfleik skoruðu
Þórsarar ekki mark í 14 mín-
útur, og Framarar gerðu út
um leikinn, komust í 15-9.
Lokatölur 22-18.
Sigurður Þórarinsson
markvörður var besti maður
Fram, og varði um 20 skot í
leiknum. Óskar Þorsteins-
son var markahæstur með 7
mörk. Hjá Þór var Sigurður
Pálsson markahæstur með 6
mörk.
Jafnt hjá Þór og ÍBV
Frá Gylfa Kristjánssyni fréttamanni NT á Akureyri:
■ Þór og ÍBV gerðu jafntefli í fyrstu
deild kvenna í handknattleik á Akur-
eyri um helgina. Úrslitin 14-14 eftir
mjög spennandi viðureign. Staðan í
hálfleik var 6-6 og liðin fylgdust að
allan síðari hálfleikinn.
Inga Huld Páisdóttir skoraði 5 mörk
fyrir Þór, þar af 4 í síðari hálfleik. Hjá
IBV var Ragna Birgisdóttir marka-
hæst, skoraði 7 mörk og af þeim
skoraði hún 6 í síðari hálfleik.
Kakbóhmhf.
DUGGUVOGI2,104 REYKJAVÍK
SfMI: 91-84111
RADIAL - vetrargrip
VÖRUBÍLAEIGENDUR!
Kaidsóiuð dekk á vörubíia, sendibíia og Nú er rétti tíminn til að láta sóla fyrir veturinn
Solnð Radial dekk fynr fólksbfla. jeppa. Snögg umfe,gun á stadnum
Minnsti kostnaður pr. ekinn km.
BANDAG er í fararbroddi..