NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 29.10.1984, Qupperneq 24

NT - 29.10.1984, Qupperneq 24
■ Frá leiknum sem réði úrslitum í Norðurlandamóti karlalandsliða í handknattleik, Ísland-Danmörk. Það er Bjarne Simonsen sem á skot að íslenska markinu, en Kristján Sigmundsson ver. Símamynd POI.FOTO. Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari: „Mjög ánægður“ Nú er að undirbúa A-keppnina í Sviss 1986 ■ „Ég er afskaplega ánægður með árangur íslenska liðsins. Við fórum á þetta Norðurlanda- mót með það í huga að ná sem bestum árangri og leika til sigurs í hverjum einasta leik. Ég renndi að vísu aðeins blint í sjóinn með þetta lið, þar sem allmiklar breytingar hafa orðið á því síðan á Olympíuleikunum í sumar. En þetta kom vel út, hver einasti maður stóð sig vel“, sagði Bogdan Kowalczky landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við NT í gær. Landsliðsþjálfarinn sagði að nú væri áframhaldandi undir- búningur undir A-Heimsmeist- arakeppnina í Sviss 1986 fram- undan, og það yrði 20-25 manna hópur sem undirbyggi sig undir það. í þeim leikjum sem framund- an væru yrði ekki lagt eins mikið upp úr úrslitunum sem slíkum, þó að sjálfsögðu verði farið í hvern leik með sigur í huga. En markmiðið væri að gefa yngri mönnum færi á að leika, svo ljóst verði næsta haust hvaða leikmenn það koma til með að verða sem keppa fyrir íslands hönd 1986 í Sviss. Bogdan Kowalczyk. íslendingar í 2. sæti á Norðurlandamótinu Danir urðu meistarar er þeir unnu Svía 24-21 í gær - „ísland og Danmörk með bestu liðin“ ■ Danir urðu í gær Norður- landameistarar í handknattleik er þeir sigruðu Svía í síðasta leik Norðurlandamótsins í Finnlandi 24-21. íslendingar urðu því í öðru sæti á mótinu, ten lengi var haldið í þá von að Svíar myndu sigra Dani í síðasta leiknum, og þá hefðu Islending- ar orðið Norðurlandameistarar með betra markahlutfall en Danir. Þetta er besti árangur sem íslenska landsliðið hefur náð á Norðurlandamóti í handknatt- leik. Grunninn lagði íslenska liðið með góðum sigri á Svíum á föstudag, 22-20, en lagði að Handboltinn í V-Þýskalandi: Essen efst Sigurður hefur skorað 28 mörk í 4 leikjum Fró Gudmundi Karlssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ TUSEM Essen, lið Alfreðs Gíslasonar í vestur-þýsku Búndeslígunni í handknattleik er enn efst í deildinni, hefur fullt hús stiga eftir fjórar um- ferðir. Essen lék í gær gegn Scwab- ing á heimavelli, og vann nauman sigur 15-14, og kom á óvart hve leikurinn var jafn. Markvörður Schwabing var Essen óþægur ljár í þúfu, og varði m.a. 4 vítaköst af 9 sem Essen fékk. Kiel, liðið sem Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfar er um miðja deild með 4 stig, en hefur aðeins leikið tvo leiki í keppninni, og er því taplaust. Liðið lagði nú um helgina Fuchse Berlin 32-29 á útivelli. Lemgo, lið Sigurðar Sveins- sonar er rétt fyrir neðan miðja deild með 3 stig eftir fjóra leiki. Sigurður hefur staðið sig mjög vel að undanförnu, skor- aði 7 mörk um helgina í 18-16 sigri Lemgo á Grosswallstadt. Sigurður hefur skorað alls 28 mörk í fjórum leikjum og er á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Bergkamen, lið Atla Hilm- arssonar er meðal neðstu liða með 1 stig. Atli hefur staðið sig ágætlega að undanförnu, og hafa hin gríðarlegu uppstökk hans vakið mikla athygli. ■ Sigurður Sveinsson - 7 mörk að meðaltali í leik. auki Finna með miklum mun, 32-13, Norðmenn 20-19 en tap- aði síðan fyrir Dönum á laugar- dag 22-26. Danir áttu Norðurlanda- meistaratitilinn skilinn. Liðið sigraði í öllum sínum leikjum, og lagði Svía síðast að velli í gær örugglega, höfðu ávallt tögl og hagldir í leiknum og héldu Svíum í hæfilegri fjarlægð allan tímann. Það var mál manna hér eftir keppnina, að Danmörk og ís- land hafi verið með langsterk- ustu liðin í mótinu, og leikur þeirra hafi verið hinn sanni úrslitaleikur, sagði Guðjón Guðmundsson liðsstjóri ís- lenska liðsins eftir leik Svía og Dana í gær í samtali við NT. Norðmenn lentu í þriðja sæti á mótinu, mættu með sitt al- sterkasta lið til þessa, lögðu Svía og svo Finna í gær 30-20. Svíar urðu í fjórða sæti og Finnar í fimmta. Norðmenn unnu Svía! ■ Norðmenn gerðu sér lítið fyrir á laugardag og sigruðu erkifjendur sína Svía á Norðurlandamóti karlalandsliða í hand- knattleik í Helsinki. Svíar, sem höfðu haft 7-8 marka forskot lengst af, sofnuðu á verðinum. Norömenn hjuggu for- skotið niður og skoruðu sigurmarkið alveg í leiks- lok. Þessi ósigur Svía gerði það að verkum að þeir áttu ekki lengur mögu- leika á að vinna mótið. Kostar hálfa mílljón! ■ „Þessi ferð á Norður- landamótið kostar okkur hjá HSÍ um hálfa milljón króna, þannig að það er meira en að segja það að komast hingað“, sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ í samtali við NT á laugardag. - „Við ætlum okkur að klára þetta dæmi“, sagði Jón. Leif Mikkelsen landsliðsþjálfari Dana: „ísland hefur náð miklum stöðugleika“ ■ „íslendingar eru orðnir mjög sterkir í handknattleik. Þeir hafa reyndar alltaf verið sterkir, en stöðugleiki liðsins hefur aldrei verið nægur. Nú hefur liðið náð mjög miklum stöðugleika, og spilar stöðugt góðan handbolta. Þessi breyt- rng hefur átt sér stað síðan Bogdan Kowalczyk tók við þjálfun liðsins“, sagði Leit' Mikkelsen landsliðsþjálfari Dana, eftir leik íslendinga og Dana í Finnlandi á laugardag. „Liðið er komið á hærri „standard" en nokkru sinni áður, og spilar af fullum krafti, jafnvel þó vanti 6-7 menn í liðið. íslendingar eiga amk. þrjá mjög sterka handknatt- leiksmenn í V-Þýskalandi sem hiklaust hefðu verið í aðalhlut- verkum hér ef þeir hefðu verið hér. Árangur liðsins án þeirra sýnir hve miklum stöðugleika liðið hefur náð“, sagði Leif Mikkelsen. Leif Mikkelsen.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.