NT - 21.11.1984, Blaðsíða 6

NT - 21.11.1984, Blaðsíða 6
GuðmundurP. Valgeirsson: ■ Svo sem kunnugt er hafa þrír alþingismenn, þeir Ellert Schram, Jón Hannibalsson og Guörún Helgadóttir, endur- tlutt þingsályktunartillögu sína frá fyrra þingi, um framleiðslu og sölu áfengs öls (bjórs) hcr á landi. Skora þau á alþingis- menn aö samþykkja þessa til- lögu sína. Þykir jseim ntikiö við liggja aö Alþingi samþykki þetta landsmönnum til bless- unar. í kvöldfréttum útvarpsins, fimmtudaginn 1. nóvcmber, var sagt frá reynslu Sovét- manna og Grænlendinga af áfengisneyslu í þeim löndum. Fréttin frá Sovétríkjunum virt- ist komin frá opinberum ábyrg- um aöilum (Pravda). Paö mætti því taka hana alvarlega, en ekki sem neina flugufregn. Og um fréttina frá Grænlandi virtist gilda það sama. Taliö var að í Sovétríkjun- urn væri almenn áfengisneysla oröin þjöðfélagslegt böl, sem ekki yröi lcngur horft upp á án róttækra mótaðgerða. - Sagt var að áfengisneysla þar drægi stórlega úr framlciðslu þjóöar- innar svo til alvarlegra vand- Hvað gera þeir nú? ræða horföi. Stór hópur barna fæddist þar aumingjar vegna áfengisneyslu foreldra þeirra (mæöra) o.fl. í ljós hefði komiö, að læknisfræðileg og félagsleg hjálp kæmi að engu gagni gagnvart þessu alvarlega þjóðarböli. Það eina sem hugs- anlega gæti unniö bug á því væri strangt áfengisbann. Svo slæmt er þetta orðið þar, í því landi þar sem hugsjónir sósíal- ismans áttu að koma í veg fyrir áfengisneyslu, hér fyrr á árurn. í fréttum frá Grænlandi kom frarn aö búið væri að setja á áfengisbann í Scoresbysundi eftir hryllilega atburði þar af völdum áfengisneyslu. I frétt- inni var sagt að í Scoresbysundi hefði heimilisfaðir framið sjálfs- rnorð eftir að hafa myrt konu sína og þrjár ungar dætur í ölæði. Hér voru alvarlegar og hryllilegar fréttir sagóar, sem hljóta að vekja hvern mann til umhugsunar. Þær setja hryll- ing og viðbjóð að hugsandi mönnum. En þetta þart ■ Hér voru alvarleg- ar og hryllilegar fréttir sagðar, sem hljóta að vekja hvern mann til umhugsunar. Þær setja hrylling og við* bjóð að hugsandi mönnum. kannski ekki að koma mönnum svo mjög á óvart. Drykkjuskapur eykst og marg- faldast með mörgum þjóðunt svo að um þjóðarböl er að ræða víðar en sagt er frá í þessari frétt. Og ekki dregur hið stórkostlega atvinnuleysi, sem algengt er í mörgurn löndum heims, úr áfengis- neyslunni. Við þessar fréttir verður ef- laust mörgum á að spyrja: Hvernig er þetta hjá okkar þjóð? - Er slík hætta yfirvof- andi eða hugsanleg meðal okkar? -. Á allra vitorði er, að hér viðgengst gífurleg neysla áfengis. Nægir þar að benda á fréttir í fjölmiðlum og dag- blöðum af óheyrilegri áfeng- isneyslu ungra og fullorðinna. - Því hefur verið haldið fram sem staðreynd, að annaðhvert heimili í mesta þéttbýli lands- ins sé undirlagt áfengisböli og áfengisneysla leiði til upp- lausnar fjölda heimila. Talið er að áfengisneysla færist æ ■ Halda þeir sínu striki og halda áfram að særa alþingismenn og aðra til undanláts- semi við ölþyrsta, brjóstumkennanlega vínneytendur? í skugga neyðarinnar Kit Kjörns Halldórssonar í Sauölauksdal. Gísli Kristjánsson og Björn Sigfússon bjuggu til prentunar. Búnaðarfélag Islands 1983. ■ Við fyrstu sýn kann ýmsunt að virðast að Búnaðarfélagi íslands stæði annað nær en að gefa út 200 ára gömul rit eftir vcstfirskan sveitaprest. Þá er skylt að muna að Búnaðarfél- agið gefur út ýmiskonar hand- bækur sem byggðar eru á nútíma vísindum og eiga þann- ig að styrkja framleiðslu og afkontu líðandi stundar. Þessi rit sr. Björns í Sauðlauksdsal ciga annað erindi við okkur. Nafn sr. Björns Halldórs- sonar mun geymast í búnaðar- sögu íslendinga sem nterkilegs brautryðjenda og rithöfundar. I ritum hans eru varöveitt fyrstu jarðræktarlög íslend- inga, forordningin um garða- og þúfnasléttun 1776 og nýbýla- lögin frá sama ári. Þar með vildi stjórnin stuðla að fjölgun heimila í landinu og greiöa fyrir því að tún væru girt og sléttuð. Séu þessi rit lesin nteð at- hygli eru þau fjölþætt aldar- farslýsing. Þar má m.a. sjá hve skorturinn og hungrið var nærri og vofði yfir. Því lætur sr. Björn Atla mæðast yfir börnunum og leggur honum í munn: „Feginn yrði ég ef Guð tæki þau af mér annaðhvort í bólunni eða öðru vísi en ég fæ ekki svo gott að þau deyi.“ Og um góða húsmóðursegir sr. Björn: „Hún gefur ekki göngu- manni þann mat eða það fat í guðsþakkanafni, sem börn og hjú svelta og kelur fyrir.” Áður hafði hann sagt að góð kona „vill allra mein bæta," og „er hugul og guðsþakkagjörn við þurfamenn." Sarnt vissi Itann að stundum varö að hafa hemil á góðvildinni og neita göngumanni ætti heimafólk að fá nóg. Þetta bendir til þess að neyðin var nærgöngul og ætla verður að sr. Björn hafi vitað v sem dæmi þess að örlæti og hjálp- fýsi var meira en efni leyfðu. Þessi rit sýna líka hvernig fólk nýtti sér og bjargaðist af því sem landið gaf. Bóndi ætlaði nýbýlingum að hafa þurran mosa í sængina í hjóna- rúntinu og „má hann líka brúk- ast fyrir í leppa í skóm". Sitt- hvað fróðlegt er að finna í samband við grasnytjarnar. . Sr. Björn hefur lesið erlend búfræðirit og í þau vitnar hann jöfnum höndum og hann skír- skotar til innlendrar reynslu, sjálfs sín og annarra. Hann er konunghollur maður og trúr cinveldinu. Hann veit aö landsfaðirinn þarf miklu að kosta til landvarna, dómgæslu og klerkastéttar sem vera skal til sálgæslu og andlegrar vcrndar og vakningar allri al- þýðu. Því leggur Itann bónda í munn: „Þú þarft að láta verja þig fyrir ráni og hernaöi, þar til þarf stríðsfólk og mikinn her- búnað. Þú þarft að láta verja þig fyrir annarra þinna landa ágangi og rangsleitni, þar til þarf dómara, og það einn öðrum æðri, svo þú missir ekki réttar þíns þó fyrsta dómara sjáist yfir. Þú þarft, eins og allir þeir sem vilja vera dygð- ugir menn, að trúarbrögðin séu brýnd fyrir.þér. En einkan- lega þarftu fyrst þú ert kristinn maður, að heyra Guðs orð og brúka sakramentin og þar til þarf presta og biskupa yíir þeim, líkaskólaoglærða menn þar til. Öllum þessum sér kóngurinn fyrir brauði og máttu skilja að mikið þarf til að fæða allar þessar stéttir og viðhalda þeim." „Síðan Guð stiftaði keisara- ' dæmin og kóngadómara samt önnur yfirvöld. hefur veröldin aldrei orðið svo vond sem þá. í samræmi við þetta er það „að skynsöm kona hyggur að Guðs stjórn í heiminum" og „styrkir bónda sinn í öllum greiðslum og allri skyldu við yfirboðara. • Bóndi hvetur Atla til að láta ekki dæmi annarra binda sig eða óttast aðhlátur manna Og í santbandi við góða hús- móður segir sr. Björn. „Hér til heyra þessi hindur- vitni: að. velja lukkudaga til sinna uppátækja, trúa draum- um. gæi'u- eða ógæfubæjum og stöðum, kvíða göldrum, óttast reimieika, halda ára í hverju skoti og halda alla sjúkdóma, gjaldgengir eru, fyrir töfra, með óteljanlegum fleiri órunt og atkvæðum þess háttar skuggsýnu innbyrlinga. Sé nokkur húsmóðir eða bústýra kappsöm í þessari villu þá má það miklu illu valda og þar verða börn og ungmenni oftast vantrúarfullir skreppingar, hrædd ístöðulaus hvar sem nokkuð í dálpur, þó ei væri meira en að ganga um þvert hús í myrkri." Skreppingur kvað vera „myrkfælinn maður, sá er Gð skreppur af hræðslu". „Vera má að einhverjum konti það á óvart að bóndi telur lóárgóðangiftingaraldur fyrir stúlku en mannsefnið hefði þurft að vera 20 ára. Meðalaldurinn var miklu styttri þá og e.t.v. hefur því þótt meiri ástæða til að taka daginn snemrria. Sr. Björn í Suðalauksdal var góður þegn hins upplýsta ein- veldis. Ég held að þessi rit hans séu ágætlega fallin til skilnings á samtíð hans, sem vissulega er vakningatími á ýmsan hátt og kalla má árroða íslenskrar endurreisnar. Með þessari útgáfu er varpað Ijósi á merkan kafla úr sögu ís- lenskrarmenningar. Minningu sr. Björns Halldórssonar er verðugur sómi sýndur og ís- lensku nútímafólki er veittur aðgangur að gagnmerkum heimildum. Þessi útgáfa er menningarstarf sem hefur ótvírætt menntagildi fyrir þá sem lesa. H.kr. Pétur Karlsson Kidson vinnuna og aftur til baka dag hvern og segir lítt af þeim. Svo eru liinir, sem lifa að flestn leyti óvenjulegu lífi, eru á þeytingi meiri hluta ævinnar, kynnast löndunt og þjóðunt og upplifa eitthvað nýtt flesta daga. Pétur Karlsson Kidson er einn úr síðarnefnda hópnum. Hann er Englendingur að upp- runa, hlaut að því er virðist ósköp venjulegt uppeldi og menntun og hefði kannski orð- ið óbreyttur Breti, ef heims- styrjöldin síðari hefði ekki það bil sem deilur íslendinga og Breta vegna útfærslu land- helginnar í 12 mílur voru að harðna mjög. Að starfinu hér loknu sagði hann upp, gerðist íslenskur ríkisborgari, tók sér búsetu hér á landi, en stundaði ólíklegustu störf. í þessari bók segir Pétur frá lífshlaupi sínu. Hann sýnir okkur hina hliðina á breska hernáminu hér á landi í stríð- inu, segir frá störfum leyni- þjónustumannsins víða unt lönd og leggur áherslu á. að þau störf eru engan veginn svo Heimsins lausamaður ■ Þorgeir Þorgeirsson: Ja - þessi heimur. Veraldarsaga og reisubók Péturs Karlssonar Kidson Iðunn 1984 206 bls. Lífshlaup mannanna er með ýmsum hætti. Flestir verða hvunndagsmenn, vinna sín störf íkyrrþey lengst afævinni, fara sömu leið að heiman í brotist út þegar hann var um tvítugt. Styrjöldin greip hann, eins og svo marga af jafnöldr- um hans og gjörbreytti lífinu. Fyrir tilverknað styrjaldarinn- ar barst hann til íslands, síðan suður til Egyptalands og þaðan um Evrópu sem starfsmaður bresku leyniþjónustunnar. Að styrjöldinni lokinni lá leiðin víða um lönd, til Sovétríkj- anna, austur til Asíu og víðar, og til íslands kom hann um Vinsæl rit í endurútgáfu ■ Gunnar M. Magnúss: Árin scm aldrei gleymast. ísland og heimsstyrjöldin fyrri 1914-1918. 367 bls. Árin sem aldrei gleymast. ís- land og heimsstyrjöldin síðari 368 bls. Skuggsjá 1984 (2. útg. beggja rita) Ár heimsstyrjaldanna tveggja hafa orðið íslending- um minnisstæð. Áhrif fyrri heimsstyrjaldarinnar hér á landi voru einkum þau að vöruskortur þjakaði þjóðina, verðlag rauk upp úr öllu valdi, og undir lokin dundi yfir Kötlugos og spánska veikin. Til gleðilegra tíðinda frá þess- um árum má telja að ísland varð fullvalda 1. desember 1918 og að fyrstu fossarnir. Gullfoss og Goðafoss, komu til landsins. Atburðir síðari heimsstyrj- aldarinnar hérlendis urðu miklu stórbrotnari, höfðu meiri og langvinnari áhrif. Þá var landið hernumið og þjóðin lifði mikla uppgangstíma í efnalegu tilliti. Islendingar drógust inn í hringiðu styrjald- arinnar og kynntust oft hern- aðarátökunum af eigin raun, m.a. er íslenskum skipum var sökkt í hafi. Bækur Gunnars M. Magn- úss um styrjaldarárin komu út 1964 og 1965 og hlutu þegar miklar vinsældir. í þeirn er rakinn gangur mála á Islandi á árum beggja heimsstyrjald- anna á læsilegan og fróðlegan hátt og margt rifjað upp, sem enn er mörgum í fersku minni. Þá minnist ég þess, að þegar bækurnar kornu fyrst út þótti mörgum mikill fengur að því myndefni. sem þær fluttu. Þetta mun öðru fremur vera ástæða þess, að þessar tvær bækur eru nú gefnar út öðru sinni óbreyttar. Frásagnargáfa höfundarins nýtur sín að sönnu jafnvel í endurútgáfunni sent í hinni fyrri og vafalaust munu margir njóta vel lestursins. Það, sem helst rnælir gegn endurútgáfunni er hins vegar það að frá því bækurnar komu fyrst út hefur mikið verið unnið að rannsóknum á sögu íslands á Gunnar M. Magnúss. styrjaldarárunum, einkum þó á árum seinni heimsstyrjaldar- innar. Margt nýtt hefur komið fram, sem ekki var kunnugt um er Gunnar skráði þessar bækur. Af þeint sökurn hefði verið rétt að endurskoða þær, nota góðan grunn fyrri útgáfu til að byggja á enn betra rit. Skal þó ítrekað. að vissulega standa þessar bækur fyrir sínu sem lesefni. Jón Þ. Þór viðburðarík og spennandi sem ráða mætti af reyfurum og bíómyndum. Af frásögnunum af leyni- þjónustuárunum þykja mér tveir kaflar minnisstæðastir. Sá sem fjallar um dvölina í Sovétríkjunum og hinn, sem segir frá dvölinni hér á landi. Af þeim fyrri má ráða, hve hundleiðinlegt slíkt starf hlýtur að vera, eintóm pappírsvinna, þar sem næsta fátt ber til tíðinda. Og óneitanlega kemur það lesandanum á óvart og gengur þvert á viðteknar skoðanir um starfsemi leyni- þjónustunnar, að njósnari iiennar hátignar í Sovétríkjun- um skuli hafa þurft að hafa þau ósköp fyrir því að komast í leikhús og á listsýningar sem raun bar vitni. I kaflanum um íslandsdvöl- ina er sá þáttur athyglisverð- astur þar sem segir frá starf- semi breskasendiráðsins hér á dögum þorskastríðsins og þá einkum frá hugsanagangi sendiherrans. Veraldarsaga og reisubók Péturs Karlssonar Kidson er stórskemmtileg aflestrar. Pét- ur er alltaf opinskár og hrein- skilinn, stundum svo lesand- anum nærri ofbýður. Hann fer ekki dult með skoðanir sínar á mönnum og málefnum og segir sína meiningu hispurslaust. Hann er húmoristi ágætur og sá oft broslegu hliðarnar á alvarlegustu málum. Þorgeir Þorgeirsson hefur skráð sögu Péturs á læsilegan og léttan hátt og tekst mjög vel að ná fram helstu einkennum sögumannsins sjálfs. I bókarlok er kafli úr skýrslu um njósnir Þjóðverja á íslandi og Grænlandi, hin fróðlegasta lesning. Jón Þ. Þór

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.