NT - 21.11.1984, Blaðsíða 1

NT - 21.11.1984, Blaðsíða 1
Alsammngurinn samþykktur 11-4 ■ Álsamningurinn var sam- þykktur í efri deild alþingis í gærkvöld ineð 11 atkvæöum gegn 4 en 5 þinginenn voru fjarverandi. Samningurinn veröur því næst sendur neðri deild til af- greiðslu en afgreiðsla þar ætti ekki að þurfa að taka langan tíma þar sem iðnaðarnefnd deildarinnar hefur þegar fjallað um samninginn. Samkomulag náðist um skjóta afgreiðslu samningsins í efri deild, þar sem, eins og greint hefur verið frá áður, hver dagur sem líður án þess að samningurinn er staðfestur, kostar að sögn iðnaðarráðherra 400.()()() krónur í lægra orku- verði en samningurinn kveður á um. Þannig voru í gær tvær um- ræður í efri deild um samning- inn en leita þarf afbrigða um þingsköp til að slíkt geti átt sér stað. Urðu nokkrar umræður á fundi deildarinnar í gær, en um sjöleytið var samningurinn sam- þykktur. fundi slitið og síðan annar fundur settur tafarlaust og samningurinn afgreiddur á nýjan leik og þar með frá efri deild. Meiri hluti iðnaðarnefndar mælti með samningunum og mælti Davíð Aðalsteinsson fyrir áljti meirihlutans. Þrjú sérálit bárust frá minnihluta nefndar- innar. Eitt frá Stefáni Bene- diktssyni, þarsem mælt var með samningnum en sagði ekki á- stæðu til að fagna samningnum. Magnús Magnússon, varamað- ur Karls Steinars, skilaði séráliti þar sem hann segir samninginn engan veginn nógu hagkvæm- ann Íslendingum og Skúli Alex- andersson skilaði séráliti þar sem hann gagnrýnir flest atriði samningsins. I áliti Skúla er aðdragandi samningsins rakinn og gagnrýnd málsmeðferð ráð- herra. 'OL í skák: Sigur á Honduras ■ íslensku skákmennirnir á 01- ympíumótinu i Saluniki fengu fjóra vinninga úr þeim fimm skákum sem tókst aö Ijúka í gær en fjórar skákir fóru tvívegis í bið. Sovétmenn eru efstir á mótinu með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Margeir Pétursson gcrði í gær- morgun jafntclfli í biðskák sinni úr fyrstu umfcrðinni cn skák Helga Ólafssonar for í bið í briðja skiptið. í annarri umferð mótsins í gær tefldi karlaliðið við Honduras c)g skákirnar fóru allar í bið. Helgi Olafsson vann síðan biðskák sína við Singh í gærkvöldi og Margeir Pétursson einnig sína skák við Zaldivar. Skákir Jóhanns Hjartar- sonar og Haces og Jóns L. Árna- sonar og Yuja fóru aftur í bið. Kvennaliðið tefidi við Dóminik- anska lýðveldið. Sigurlaug Frið- þjófsdóttir vann sína skák á þriðja borði en skákir Guðlaugar Þor- steinsdóttur og Ólafar Þráinsdótt- ur fóru tvisvar í bið. Skák Helga við Túnismanninn Bouaziz fór síðan í bið í fjórða skiptið í gærkvöldi. Helgi hefur lirók og biskup á móti hrók og er staðan fræðilegt jafntefli en Helgi hefur enn ekki getið upp alla von. Dýr skemmtiferð fyrir fangana: Geta átt von á 3 ára fangelsi fyrir strok „Ekkert fangelsi er mannhelt“ segir Jón Thors ■ Fangarnir fjórir sem skelltu sér í bæinn, frá Kvíabryggju í fyrradag, eru allir komnir til skila. Einn þeirra gaf sig fram en þrír voru handteknir í húsi í Kópavogi í fyrrinótt. Þessi reisa getur þó orðið föngunum dýrkeypt, því viður- lög við að bindast samtökum urn strok eru allt að þriggja ára fangelsisdóntur. Að sögn Jóns Thors, deiidar- stjóra í dómsmálaráðuneytinu, er það yfirveguð stefna fangels- isyfiryalda að hafa Kvíabryggju opið fangelsi. Engir rirnlar eru þar fyrir gluggutn og raunar engar tálmanir fyrir þá sent vilja strjúka þaðan. Hinsvegar er Litla-Hraún, hálfopið fangelsi og hefur komið til tals að endur- skoða öryggismál þar. Fangelsið er lokað á nteðan fangar eru inni. en úti við eru engar tálm- anir sem hindra fanga í að strjúka, á meðan þeir eru við vinnu sína. Það er mjög erfitt að skil- greina hugtakið „mannhelt fangelsi", sagði Jón Thors. í rauninni er ekkert fangelsi mannhelt. Fangar hafa komist út úr rammbyggðustu fangels- um erlendis svo það er alltaf spurning hversu miklu það breytir að herða fangelsisvarn- ir sagði hann. Aðspurður hvort íangastrok væru tíð á Islandi sagði Jón að miðað við hversu auðvelt væri að strjúka úr íslenskum fangels- um væru strok fátíð. Danska hafmeyjan á móti hvaldrápi ■ Aumingja litla hafmeyjan í Kaupmannahófn hefur þurft að þola margt um dagana. Tvisvar hefur hófuðið verið sagað af henni, oft hefur málningu verið skvett á hana og í gær var hún þrædd upp á hvalstkutul af félögum Greenpeacesamtakanna og prýdd bandaríska og japanska fánanum. Á spjaldinu fyrir neðan styttuna stendur á ensku og dönsku: Hún reyndi einnig að bjarga hvölunum. Poifoto-sim«mynd Er starfsumhverfi vélstjóra varasamt? Tvöfalt meiri líkur á að þeir deyi úr krabbameini ■ Vélstjórar á íslandi virðast vera í tvöfalt meiri hættu á að deyja úr lungnakrabbameini en íslenskir karlmenn vfirleitt. Fleiri véistjórar deyja einnig úr þvagblöðrukrabbameini og heiiablóðfalli en búast mátti við miðað við viðmiðunarhóp. Þetta er niðurstaða rann- sóknar sem gerð var nýlega á vegum Vinnueftirlits ríkisins og beindist að því að finna dánarmein og tíðni krabba- meins meðal íslenskra vél- stjóra og mótorvélstjóra. Niðurstöður þessarar rann- sóknar eru birtar í nýútkomnu fréttabréfi um vinnuvernd, sefn Vinnueftirlitið gefur út. Hópurinn sem rannsakaður var, lauk prófi frá Vélskóla íslands eða meiraprófi frá Fiskifélagi íslands á árunum 1936-1955. Athuguð voru af- drif allra þessara manna miðað við árslok 1982, alls 477 manna. hverjir hefðu fengið krabba- mein og dánarmein þeirra sem látnir voru, þar á meðal ef þeir höfðu látist úr krabbameini. Geröur var samanburður á þessum hóp og viðmiðunar- hóp, þ.e. úrtaki scm í voru jafnmargir, jafngamlir ein- staklingar úr hópi íslenskra karlmanna, og kom í Ijós að fjöldi þeirra sem dó úr lungna- krabbameini í vélstjórahópn- um var það miklu mciri en í viðmiðunarhópnum að niður- staðan telst tölfræðilega marktæk. Svokallað staðlað dánartöluhlutfall var 2,05 sem þýðir að vélstjórar virðast vera í u.þ.b. tvöfalt meiri hættu á að deyja úr lungnakrabba- meini en íslenskir karlmenn yfirleitt. Fleiri vélstjórar dóu einnig úr þvagblöðrukrabba- meini og heilablóðfalli en bú- ísafjörður: 4 hestar handteknir ■ Starfsmenn ísafjarðar- kaupstaðar lentu í óvenju- lcgu verkefni um síðustu helgi að því er segir í frétt Vcstfirska fréttablaðsins. Þeir gerðu leiðangur í svokallað Holtahverfi að áeggjan yfirmanna sinna og lögreglunnar, og hand- tóku þar 5 hesta scm höfðu gcrst sekir uin átroðnine og stuld á gróðri í görðum Fjarðarbúa. Hestunum var „stungið inn" og fengu þeir að dúsa inni uns eigendur þeirra sóttu þá eftir helgina, en áður höfðu þeir þurft að greiða handtökukostnað, kr. 11)00 á hest. Með þessum aðgerðum var verið að framfylgja reglugerð um búfjárhald í Isafjarðarkaupstað. Þar segir m.a. að búfé skuli ávallt vera í öruggri vörslu búfjáreigenda, en ef það bregöist skuli þeir bera fulla ábyrgð á tjóni sem búfé þeirra kann að valda. Auk þess er þeim gert að I greiða kostnað við handsömun og geymslu búfjárins. Mætti þessi framtak- semi ísfirðinga veröa öðrum bæjarfélögum hvatning til að framfyigja settum reglugerðum um þessa hluti á heimaslóö. Hæstiréttur dæmir: Félagsdómur skal úrskurða um kæru BSRB ■ llæstiréttur hefur staðfesl þann úrskurð Félagsdóms að frávísunarkröfu lögmanns Reykjavíkurborgar, á kæru BSRB vegna þess að ríkis- og borgarstarfsmönnum voru ekki greidd laun í verkfallinu, skuli hafnað. BSRB kærði þetta mál til Félagsdóms en áður en dómur- inn gæti tekiö málið til cfnis- meðferöar krafðist Rcykjavík- urborg þcss að málinu yrði vísað frá dómnum. Félagsdómur hafnaði kröfunni en sá úr- skuröur var kærður-til Hæsta- réttar skömmu fyrir síðustu mánaðamót. Samkvæmt þessu ntun félags-- dóntur taka kæru BSRB til cfn- ismeðfcrðar á næstunni. ast mátti við miðað við viðmið- unarhópinn en sú niðurstaða var þó ekki tölfræðilega marktæk. í skýrslu um rannsóknina er bent á hve vélstjórar virðast vera í sérstakri hættu miðað við aðra varðandi þvagblöðru- krabbamein, heilablóðfall og þá einkum lungnakrabbamein, nauðsynlegt sé að hefta þá ntengun í starfsumhverfi vél- stjóra sem gæti valdið þessu. Er sérstaklega bent á asbest og meðferð þess við viðhald og viðgerðir, og einnig snertingu við lífræn leysiefni, olíu, sót og skyld efni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.