NT - 27.11.1984, Side 6
Þriðjudagur 27. nóvember 1984 6
Pillivuyt pai diskarnir vinsælu voru að koma í fjórum stærðum frá
kr. 495.00, skál kr. 350.00, skeið kr. 215.00. Einnig mikið úrval
af fallegum bollum og diskum og óteljandi fylgihlutum, allt ofnfast.
Pillivuyt* franska ofnfasta postulínið vinsæla, föt frá 195.00-
1.760.00 einnig margar aðrar gerðir. Skaftpottar 3 stærðir frá
980.00 sporöskjulagaðir ofnpottar 11 stærðir frá 566.00. Skálar
með loki frá 345.00.Einnig mikið úrval af skálum og fötum í
mörgum stærðum.
Vorum að fá skemmtileg ítölsk hnífapör í tveim gerðum kr.
1.470.00 og 2.645, 6 manna sett. Einnig salt og piparkvarnir af
ýmsum stærðum og gerðum frá kr. 215.00. Eigum einnig finnska
glervöru og ítölsk kristallsglös.
Pokavörurnar sívinsælu. Myndarammi kr. 1.174.00. Sparibaukur
kr. 305.00. Pokalampar frá 980.00-2.690.00. Fjórar stærðir.
Pokavasar frá 290.00-617.00. Fjórar stærðir. Pokaöskubakki
kr. 254.00. _ _
Laugarvegur 41
Simi 11754
Hinir vinsælu flöskuvasar fyrir 1 blóm í 4 stærðum á bilinu
170.00-365.00 kr.
Laugarvegur 41
Simi11754 '
Lampinn á myndinni kostar 3.790.00, eigum einnig fleiri gerðir af
þessum fallegu lömpum m.a. vegglampa. Öskubakki kr. 315.00.
Einnig mikið úrval ýmiss konar smávöru, t.d. rjómakönnur,
sykurkör o.s.frv.
^REE/,
Laugarvegur 41
Simi 11754
Simi 77440
Úrval unglingahúsgagna
til jólagjafa
á afar hagstæðu verði.
Einnig mikið úrval af rúmum.
Grattan
pöntunar-j
lUsttnni
■ „Starfsemi okkar hófst
með því að hlutafélagið
Grímnir tók við umboði fyrir
Grattan pöntunarlistann um
mánaðamótin júlí - ágúst síð-
astliðinn" sagði Porgils Axels-
son sem veitir Grattan umboð- ‘
inu forstöðu, þegar við spurð-
um hann hvenær umboðið
hefði tekið til starfa.
Hvernig standið þið að vígi
samanborið við aðra lista?
„Þegar við tókum við í sum-
ar var vetrarpöntunarlistinn al-
mennt kominn út og við vorum
í seinna falli þetta árið og
veldur það einhverjum erfið-
leikum hjá okkur. Hinsvegar
er fyrirhugað að fá sumarlist-
ir til að tölvuvæðast
30 daga skilafrestur á vöru
ann i stóru upplagi og dreila
honum urn land allt. Tölvu-
væðing er fyrirhuguð upp úr
þessurn áramótum og eru tæk-
in á leiðinni. Við erurn reyndar
þegar búin að fá aðaltölvuna.
Með þeirri tölvutækni sem við
erum að koma okkur upp
verða pantanir sendar út til
Englands samdægurs, og fáum
við svar daginn eftir um hvort
tiltekin vara er til í vöru-
skemmum fyrirtækisins og get-
um þá haft samband við við-
skiptavini okkar og tilkynnt
hvort sú tiltekna gerð af buxurn
til dæmis sem hann pantaði er
til t hans stærð. Samdægurs og
við höfum staðfest pöntunina
eru útbúnir póstgíró seðlar úti
í Englandi fyrir hina einstöku
viðskiptavini og er það ætlun
okkar að afgreiðslufrestur
verði hámark þrjár vikur.
Er samkeppni mikil milli
hinna einstöku lista?
„Það held ég ekki og ég tel
okkur fyllilega samkeppnis-
færa við svipuð fyrirtæki hér á
landi.
Grattan listinn er uppfullur
af mjög góðurn og heintsfræg-
um vörumerkjunt. Það eru
ekki allar vörur ódýrari í
pöntunarlistum sem*þessum.
og það er ekki ætlun okkar að
plata fólk í þeim efnum. Dýr
tæki á borð við þau vídeótæki
sem eru auglýst í listanum eru
talsvert dýrari en hér á landi.
Það er augljóst mál að til
dæmis fatnaður og leikföng
eru talsvert ódýrari en gengur
og gerist hér heima.
Hvernig treystir fólk þessari
þjónustu almennt?
„Það er upp og ofan og við
reynurn að koma til móts við
okkar viðskiptavini og erurn
því með þrjátíu daga skilafrest
á öllum okkar vörum. Ég held
að þannig fyrirkomulag sé
einsdæmi hér á landi. þótt svo
að þetta sé sjálfsögð þjónusta.
Komi það fyrir að viðskipta-
vinur- okkar fái vitlaust af-
greidda vöru er hún endur-
greidd út í hönd nema að þessi
viðskiptavinur óski eftir að fá
innleggsnótu.
Ég held að enskir pöntunar-
listar henti íslendingum nokk-
uð vel. Viðvirðumst vera mjög
samstiga ensku tískunni, og
við sækjum mikið inn á þetta
menningarsvæði og er í því
sambandi nægilegt að líta til
sjónvarpsins sem sýnir mikið
magn af þáttum nteð cnsku
tali.
Þetta tölvukerfi sem ég
minntist á hér að framan verð-
ur samtengt um öll Norðurlönd
og urðu Danir fyrstir til þess að
tengjast því en það gerðist
mánudaginn tólfta nóventber.
Við verðum þeir næstu sem
tengjumst þessu kerfi og verð-
ur það fljótlega upp úr mán-
aðamótum sem við getum farið
að panta í gegnum tölvuna.
Kemur tölvan til með að
breyta miklu hjá ykkur?
„Já geysilega, ég er nú með
tvær stúlkur í fullu starfi og
þrjár í hálfu starfi. Það er ekki
ætlun okkar að láfa neina af
þessum stúlkum hætta
störfum. þvert á móti gefur
þetta okkur tækifæri til þess að
nýta störf þeirra betur. Við
komum til með að leggja meir
upp úr símaþjónustu og leiðbe-
ina viðskiptavinum okkar þá
mikið í gegnum sírna.