NT - 27.11.1984, Qupperneq 12
Þriðjudagur 27. nóvember 1984 12
t
Hluti af starfsfólki Vvrðlistans. Erla Wigelund stendur fremst á myndinni.
Erla pakkar inn kápu sem pöntuð hefur verið út á iand.
DEKRAÐ VID KUNNANA
Pósturinn mjög traustur
- Sendum pakka á hverjum degi út á land
KM 100 1-12 bolla kaffivél. Vélina má
festa á vegg. Sérstaklega vönduð og
falleg vé
Snúruna má hringa upp í festingu
undir vélinni.
Verð kr. 2.250.-
WA 102 vöfflujárn með hitastilli.
Verð kr. 3.950,-
WA 602 án hitastillis kr. 2.950.-
SP 9008 hitaplata. Hitnar á 6 mínútum.
Heldur mat heitum í 1 klst. Festa má
plötuna á vegg og er hún þá fallegt
skraut. .
Verð kr. 2.300,-
GF 300 djúpsteikingarpottur 2,5 lítra
með fitusíu. Hitastillir.
Verð kr. 5.390,-
WK 200 hraðsuðupottur, hitar vatn á
örstuttri stund. Má sjóða í honum mat.
2 lítrar.
Verð kr. 2.950.-
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
'bERGSTAÐASTRÆTI I 0 A - SlMI 16995
PETRA heimilistækin eru vönduð v-
þýsk tæki.
Ars ábyrgö - Sendum gegn póstkröfu
Greiðsluskilmálar
■ Póstkröfuverslun flokkast undir aukna
þjónustu við viðskiptavini, og er hún ávallt vel
metin. Það hljóta því að vera sérstakir við-
skiptahættir, að ekki bara selja vöru gegn
póstkröfu, heldur lána vöruna án skuldbind-
ingar um að viðskiptavinurinn kaupi eitthvað.
Við heyrðum um verslun sem hefur þennan
háttinn á. Við fórum á stúfana og vildum
fræðast um hvernig væri mögulegt að starf-
rækja verslun með þessu fyrirkomulagi.
Við hittum fyrir eigendur
Verðlistans, þau heiðurshjón-
in Erlu Wigelund og Kristján
Kristjánsson sem hafa rekið
Verðlistann í tæpan aldar-
fjórðung.
- Erla, hvernig er fyrir-
komulagið á þessari póstversl-
un hjá ykkur?
„Jú yfirleitt hringir fólk og
pantar hjá okkur kjóla, kápur,
úlpur eða buxur. Við spyrjum
um stærðina og sendum síðan
til fólks. Sé fólk ekki öruggt
um stærðina, litinn eða sniðið
sem hentar því, þá einfaldlega
sendum við þeim hinar ýmsu
stærðir og gerðir, svo að öruggt
er að viðkomandi fær eitthvað
sem fellur honum í geð. Oft er
það líka að heil félög halda
samkundur í bæjum úti á
landi, þá er mjög algengt að
hringt sé í mig og ég beðin að
senda nokkra kjóla. Konurnar
líta á'þessi sýnishorn og senda
til baka það sem ekki féll í
kramið."
- t>arf ekki stóran lager í
svona fyrirtæki?
„Mikil ósköp. Lagerinn er
gríðarstór, og mikill hluti sem
stöðugt er úti. Við sýnum okk-
ar viðskiptavinum mikið
traust, og það er hlutur sem
íslendingar kunna vel að meta.
Við höfum haft sömu við-
skiptavini sem hringja reglu-
lega í mig og biðja mig um að
senda sér eitthvað smekklegt.
Það er alveg furðulegt hversu
vel gengur að hitta á hluti sem
passa og falla í kramið.
Það er þörf fyrir svona þjón-
ustu skal ég segja þér. Kona
sem búsett er á Austfjörðum
getur með einu samtali við
okkur hér í Verðlistanum spar-
að sér flugfar í bæinn og önnur
útgjöld tengd því, og samt
fengið kjólinn sem hún var að
hugsa um."
- Hvernig fatnað leggið þið
áherslu á?
„Við erum með kjóla fyrir
konur á öllum aldri og af öllum
gerðum. Við leggjum áherslu
á yfirstærðir þannig að við
getum gert viðskiptavinum
okkar jafn hátt undir höfði,
hvort sem hann notar föt af
stærðinni 36 eða 56, eða enn
stærra. Við höfum einnig
tískuföt fyrir ungar konur."
- Sendið þið eingöngu með
pósti?
„Já og nei. Okkar skipti við
póstinn eru mjög ánægjuleg og
örugg og þeir menn sem þar
vinna eiga þakkir skildar fyrir
vel unnin störf. Á hverjum
degi sendum við frá einum og
upp í sex pakka með pósti til
viðskiptavina út um allt land.
Aðeins einu sinni man ég eftir
að sending færi forgörðum. Þá
blotnaði . pakki og varan
skemmdist. Það kalla ég ekki
mikil afföll á rúmum tuttugu
árum. það hefur borið við að
við notum flugið ef um mjög
stuttan fyrirvara er að ræða.“
- Hvernig er með greiðslu-
fyrirkomulag?
„Viðskiptavinir okkar geta
sent okkur póstávísun eða
borgað inn á gíróreikning fyrir-
tækisins. Viðsýnumokkarvið-
skiptavinum traust og þeir
kunna vel að meta það og
svara í sömu mynt. Mig rekur
ekki minni til að við höfum
lent í alvarlegum erfiðleikum
með innheimtu á greiðslu fyrir
pöntun."