NT

Ulloq

NT - 29.01.1985, Qupperneq 2

NT - 29.01.1985, Qupperneq 2
IU' Þriðjudagur 29. janúar 1985 2 Einvígi Karpovs og Kasparovs: Samdi Karpov af sér? ■ Eftir stutt hlé héldu þcir Karpuv og Kasparov áfram ein- víginu um heimsmeistaratitilinn. Skák gærdagsins var hin fertug- asta og sjötta i röilinni og nú eru rösklega tveir mánuðir síðan Karpov vann síðast í einvíginu. Skákinni í gær lauk með jafntefli cftir 41 leik og var Karpov lengst af í krappri viirn. Skákin fékk snubböttan enda því Karpov bauð jafntefli í mjiig óljósri stöðu en þá var hann grcinilega kominn yfir það allra erfiðasta og gat tellt til vinnings. Spænski leikurinn varð uppá teningnum í annaö skipti í einvíg- inu cn Karpov var þó fljótur að bregða út af taflmcnnsku sinni frá 44. skákinni þar sem hann fékk erfiða stöðu. Endurbótin kom ekki að lialdi, því eftir um 20 leiki var staða Kasparovs þeg- ar mjög vænleg og þóttust margir cygja aðra vinningsskák hans. Állar tilraunir uröu að litlu haldi. Karpov varðist af óaðfinnanlegu öryggi og hclt sínu. Skákin fylgir hér á eftir: 46. cinvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur 1. e4 (..Besti lcikurinn," svo vitnað sé í Fischer á nú luig og hjarta Kasparovs.) 1. .. eS 2. RI3 Rc6 3. Bb6 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bl»3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 (Þeir félagar eru búnir að heyja mörg fræðileg einvígi í þessari skákorustu sem hófst 10. sept- ember 1984. „Tartakower-ein- vígi". „Pctroff-einvígi", „drottn- ingarindverskt-einvígi", „Sikil- eyjar-einvígi" svo nokkur séu nefnd. Og nú er hafið einvígi í spænska leiknum.) 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 (Eitthvað nýtt er í bígerð því í 44. skákinni lék Karpov 11,- h6.) 12. a4 Dd7 (Þannig hefur nokkrum sinnum vcrið teflt áður en lcikurinn er þó tiltölulega lítt þekktur og hefur vafalaust átt að koma Kasparov á óvart. En hann lætur sér fátt um finnast.) 13. axb5 axb5 14. HxaS BxaS 15. d5 Rd8 16. Rfl h6 17. R3h2 (Riddaraferðalag þctta cr þekkt í spænska leiknum en hvítur hyggst herja á kóngsstöðu svarts með Rh2-g4 og Rfl-g3-f5.) 17. .. Rb7 (Virkara framhald cr 17. -c6. Karpov hyggst bæta stöðu þessa riddara fyrst.) 18. Bc2 Rc5 19. b4 Ra6 20. Rg4 Rh7! (Sterkur varnarleikur. Karpov hefur manna mest vit á hvaða uppskipti eru honum í hag og liver ekki. Svarturstendurgreini- lega höllum fæti á báðum vængj- um eftir 20. -Rxg4 21. Iixg4. Hann á ekki gott mcð að losa um sig með c7-có og á kóngsvængn- um licfur hvítur góða sóknar- möguíeika.) 21. Rg3 c6 22. dxc6 Bxc6 23. Bb3 (Einhver fallegasta staðan sem Kasparov hefur byggt upp í öllu einvíginu! En markviss vórn heimsmeistarans gerir vinnings- tilraunir hans að engu.) 23. .. Rc7 24. DI3 Re6 25. h4 I)d8 26. Hdl (Sterkara var e.t.v. 26. Rf5. Textaleikurinn felur í sér gildru: 26. -Dxh4? 27. Rf5 Dd8 (27. -Dh5 28. Rgxh6+ ogdrottningin fellur) 22. Rxe5 með yfirburðastöðu.) 26. .. Da8 27. Bd5 (Þá hvcrfur þessi fallegi biskup af vettvangi. Það hcfurorðið heldur lítið úr þeim stöðuyfirburðum sem Kasparov náöi út úr byrjun- inni.) 27. .. Bxd5 28. exd5 Rc7 29. Re4 Dc8 (Vitaskuld ekki 29. -Rxd5?? 30. Ref6- og hvítur vinnur drottning- una.) 30. Re3 Dd7 31. Rf5 Ha8 32. Dh3 Hd8 (Vegna hótunarinnar 32. Rxh6t og setur á drðttninguna á d7.) 33. Be3 Dc8 34. 1)13 Re8 35. Bb6 Hd7 36. h5 I)b7 37. Be3 Kh8 38. g4 Be7 (Þessi leikur hindrar ekki g4-g5 en nær þó fram kærkomnum uppskiptum.) 39. Rxe7 Hxe7 40. g5 (?) (Sennilega hefði þcssi leikur mátt bíða cn hann vitnar um óþolin- mæði Kasparovs.) 40. .. hxg5 41. Bxg5 He7 il « ■ . Helgi Olafsson skrifar um skák iniiiiiiiiii nOII llllllllll ...................... |: 91*11111 - Karpov bauð jafntefli um leið og hann lék þennan leik. Eftir crfiða vörn þvkist hann góður með skiptan hlut. I raun er hann kominn yfir alla erfiðleika sína og stendur e.t.v. aðeins betur að vígi. Hann hcfur mun betri peða- stöðu og trausta kóngsstöðu. Hann hefði að skaðlausu gctað teflt áfram en hann er greinilega staðráðinn í að gera út um þetía einvígi með hvítu. Staðan er því enn 5:1. Karpov í vil. Kviknaði á sparnaðarperunni ■ Spara-spara-spara. Sparn- aður og aðhald í opinberum rekstri er vafalaust sá boðskap- ur sem hvað minnstur ágrein- ingur hefur verið um meðal stjórnmálamanna vítt um álfur á undangengnum krepputím- um. Málið vill hins vegar oft vandast þegar kemur að því að ákveða hvað/hvar á að spara. Á það ráku menn sig enn einu sinni í sambandi við 200 manna ráðstefnu sem hér var haldin á dögunum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Útilokað var auðvitað að spara í mat eða öðrum hótel- kostnaði við hina 200 ráð- stefnugesti og enn síður smuga að draga úr skýrslugerðinni og pappírsflóðinu sem slíkum samkomum fylgir, þótt mest af honum færi furðufljótt í rusla- föturnar. Hvorki gestir né gest- gjafar geta heldur verið smá- sálarlegir að bjóða ekki hver öðrum í vegleg veisluhöld á bestu hótclum borgarinnar að löngum og ströngum vinnudegi loknurn. En lengi ervon áeinum. Við undirbúning eins þessara 200 manna drykkjusamkvæma kviknaði Ijósið á sparnaðar- perunni. I hópi starfsliðsins voru 6 ungar stúlkur sem ráðn- ar voru til starfa ráðstefnudag- ana. Veisluhaldarar sáu að lík- Upplýsingum um ratsjárstödvar leyntadösk ríkisstjómariranar * r mM y ^T '7 ■ Hann hefur bara verið svona bráðfeigur,“ sagði Smári J. Lúðvíksson sem eignaðist þennan myndarlega rebba á nýja veginum undir Enni milli Ólafsvíkur og Hellissands. NT-mynd: Kóberi Rebbi stökk fyrir bíl: „Vildi eiga heima á Náttúrufræðisafninu" - segir Smári Lúðvíksson sem var á ferð með tvö önnur dýr til uppstoppunar ■ „Hann var bara svo bráð- feigur, - það var engu líkara en hann vildi eiga heima á safn- inu,“ sagði Smári J. Lúðvíksson frá Hellissandi sem um helgina ók á, og drap, fullorðinn ref á veginum undir Enni. Smári var þá nýlagður af stað í ferð til Reykjavíkur með tvo fugla til uppstoppunar fyrir nýstofnaða Náttúrufræðistofu Neshrepps. Ekki lengra strax strákar, það eru leyniskjölin, þið vitið lega mætti spara eina 12 kok- heim áðuren allir liinir hófu að af ríkisstofnunum okkar. teila og kannski nokkra osta- skála hver við annan. Þurfti sá því að aka dótturinni pinna hvert veislukvöld með Svo vildi til að ein stúlkn- heim áður en hann komst í því að senda stúlkur þessar anna vardóttirforstjóraeinnar partíið. Buxnabanná kvennaáratugnum ■ Ráðningarskilmálar stúlkn- anna 6 voru nokkuð merkilegir í ljósi þess að þarna var um að ræða ráðstefnu á vegum Sam- einuðu þjóðanna og haldin á síðasta ári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Eðli- lega var lögð áhersla á góða menntun og tungumálakunn- áttu - en þó síðast en ekki síst, var það skýrt fram tekið að þær skyldu mæta til starfa í pilsi. eins og „siðuðum stúlkum" sæmir. Engar buxur takk. er boðorðið fyrir stúlkur sem ráða sig til að stjana í kringum hátt setta Sameinuðu- þjóðakarla. Ráðstefnuvikuna urðu stúlkurnar 6 því að leggja allar nýju tískubuxurnar sínar til hliðar, en grafa þess í stað upp stúdentapils eða gömlu fermingarpilsin sín, eða jafn- vel fá lánað pils hjá mömmu. „Hann hljóp þarna þvert yfir veginn, kom upp sjávarmegin og hljóp svo aftur yfir á veginn í átt til sjávar. Það var nóg rými beggja megin en hann het'ur bara blindast í Ijósinu," sagði Smári. Dýrið lenti undir hjóli bílsins og var steindautt þegar Smári kom að því. „Fyrst vissi ég ekki hvað ég ætti að gera við refinn en svo flaug það náttúrlega í hausinn á mér að láta stoppa hann upp fyrir safnið því ekki veitir af því að fá fleiri dýr þangað,“ sagði Smári. Svo rebbi fylgir fuglun- um tveimur á Náttúrufræðisafn- ið til uppstoppunar. Náttúrufræðistofu Neshrepps stofnuðu heimamenn á Hellis- sandi þegar þeir fyrir ári fundu dauða snæuglu milli Hellissands og Rifs og þurftu safnið til þess að halda í dýrgripinn. Síðan hafa fuglar og aðrir gripir bæst í safnið er þar vestra er mikið og fjölbreytt dýralíf. Nú síðast var Smári að fara með helsingju og skarf til uppstoppunar þegar refurinn heimtaði svona ótví- rætt að vera með. Kópavogur: Iðnaðarlóðir i Kópavogsdal ■ Viðræður hafa farið fram milli bæjarstjórans i Kópavogi og fulltrúa fyrir- tækjanna ístaks og Hlað- bæjar um iðnaðarlóðir í Kópavogsdai. í framhaldi af því hefur bæjarlögmanninum í Kópa- vogi verið falið að taka upp viðræður við eigendur um yfirtöku á landinu norðan Reykjanesbrautar.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.