NT - 29.01.1985, Síða 20

NT - 29.01.1985, Síða 20
 T II Þriðjudagur 29. janúar 1985 20 út 1 öncfl írska lýðveldið: Smokkar valda flokkadráttum Duhlin-Keuter ■ Miklai dcilur eru nú um þaö í írska lýöveldinu hvort leyfa eigi sölu á getn- aðarverjum til allra sem náð hafa 18 ára aldri eða aðeins til giftra einstakl- inga eins og lögin eru núna. Þegar núverandi sam- steypustjórn var mynduð undir forsæti Garret Fitz- geralds fyrir tveim árum. lofaði stjórnin því að setja ný lög scm lcyföu öllum einstaklingum yfir 18 ára aldri aðgang að þeim verj- um sem ckki teldust til lyfja. En kaþólska kirkjan á Irlandi er mjög ákveðiö andsnúin slíkri tilstöknn á þeim reglum sem nú eru í gildi. Allt frá því 1935 til árs- ins 1973 voru í gildi lög á írlandi sem bönnuöu allan innflutning og sölu á getn- aðarverjum. Það var ekki fyrr en hæstiréttur úr- skurðaði árið I973aðsam- kvæmt stjórnarskrá allir skyldu hafa aðgang að verjum, að smokkar fá lagalegan tilverurctt á Ir- landi. Sala á verjum var að vísu ennþá bönnuð, og þær mátti ekki auglýsa, en ýmsir aðilar fundu fljót- lega ráð við því og stofn- uðu fjöiskylduáætlunar- miöstöðvar sem gáfu cin- staklingum vcrjur gegn ákveðnum framlögum til starfseminnar. Bann við vcrjusölu er samt enn í gildi og fyrir tæpum tveimur árum var læknir í Dublin dæmdur til að greiða 500 írsk pund (20.000 ísl. kr.) í sekt fyrir að selja nágranna sínum tíu smokka. Bannið við sölu á verj- um kemur sérstaklega nið- ur á fólki sem býr á af- skekktum stöðum í sveit- um en borgarbúar geta yfirlcitt orðið sér úti um þær cftir ólöglcgum leið- um. Athygli manna beind- ist sérstaklega að þessu viðkvæma máli í fyrraeftir að sextán ára gömul stúlka lést af barnsförum í þorps- kirkjugarði þar sem hún ætlaði að ala óskilgetið barn. Irska stjórnin segist staðráðin í því að gefa getnaðarvarnir að mestu frjálsar þrátt fyrir and- stöðu kirkjunnarsem tckk því t.d. framgengt fyrir skömmu að bann viö fóst- urcyðingum hefur verið sett inn í stjórnarskrána. Stjórnvoíd höfðu sagt slíkt óþarft þar sem nóg væri að banna fóstureyðingar með lögum þótt þær væru ekki sérstaklega bannaðar í stjórnarskránni. Deilan um getnaðar- verjur stendur ekki hvað síst um þaö hvcr áhrif kaþólsku kirkjunnar eigi að vera á stjórnarfar í Irlandi. Stjórnvöld í írska lýðveldinu hefur lengi dreymt um sameiningu Ir- lands en mótmælendur í norðurhluta landsins hafa margoft bent á hin miklu áhrif kaþólsku kirkjunnar í írska lýðveldinu sem eina helstu ástæðuna fyrir því að þeireru mótfallnirsam- einingu Irlands. Portúgal: NATO-skipfyrirárás Lissabon-Reuter ■ Borgarskæruliðar í Portúgal stóðu fyrir sprengjuárás á hcrskip frá NATO í gær. Árásin í ga‘r er sögð tcngjast herferð borgar- skæruliða gegn NATO í Evrópu. Talsmaöur portúgalska sjóhers- ins sagði að þremur sprengjum hafi verið skotið að herskipum úr Atlantshafsflota NATO þar sem þau lágu við akkcri í höfninni í Lissabon. Sprengjunum varskotið úr byssu í nærliggjandi húsagarði. Sprengjurnar féllu í sjó 100 metra frá skipunum cn enginn skaði hlaust af þeim. Skæruliöasamtökin FP-25 hafa lýst ábyrgð á sprengjutilræðinu á hendur sér en samtök þessi eru kennd við portúgölsku byltingúna 25. apríl 1974. FP-25 sögðust bera ábyrgð á sprengjuárás á aðalstöðvar NATO í Íbcríu í síðasta mánuði. t Móðir okkar Svanhildur Árnadóttir Lelfsgötu 25 lést í Landakotsspítala sunnudaginn 27. janúar Börn hinnar látnu. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Hjörtur Ögmundsson fyrrum bóndi í Álfatröðum, andaðist að heimili sínu Höröalandi 8, Reykjavík að kvöldi sunnudags 27. janúar. Ása Hjartardóttir Ragnheiður Hjartardóttir Erla Hjartardóttir, Gunnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Vígbúnaðarviðræðurnar: Er USA treystandi? - spyr fréttaskýrandi TASS Moskva-Reuter: ■ Sovéska fréttastofan TASS geröi í gær athuga- semdir við ummæli banda- rískra embættismanna og dró í efa vilja Bandaríkja- manna til að standa við samkomulag Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna um vígbúnaðarviðræður 12. mars n.k. Vladimir Chernyshow, fréttaskýrandi TASS, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þeirra ummæla bandarískra embættismanna að að- greina umræðurnar um þær þrjár megintegundir víg- búnaðar sem fjallað verður um, þ.e. meðaldrægar kjarnorkueldflaugar, lang- drægar kjarnorkueldflaug- ar og geimvopn. Bandaríkjamenn féllust á að geimvopn yrðu tekin með í viðræðunum en sögð- ust eftir sem áður ekki kvika frá áformum sínum um rannsóknir á eld- flaugavarnakerfum í geimnum. Chernyshov sagði að „það hafi verið skýrt tekið fram, að öll vandamál varð- andi geim- og kjarnorku- vopn yrðu athuguð og um þau teknar ákvarðanir í órofa samhengi“. „Sú spurning hlýtur að vakna hvort Bandaríkja- menn ætli sér í raun og veru að standa við samkomulag- iö“. Chernyshow sagði að risaveldin tvö gætu ekki náð samkomulagi um tak- mörkun kjarnorkuvopna á sjó og landi meðan annað þeirra væri að þróa geim- vopn. Gagnaðilinn yrði þá að skapa sér þennan mögu- leika líka en það hlyti að leiða til vígbúnaðarkapp- hlaups í geimnum, sagði Chernyshow. Fílar deyja íDanmörku ■ Tveir fílar í dýragarðinum í Óðinsvéum létust um helgina eftir að gufa streymdi úr bilaðri hitalögn að sögn starfsmanna dýrargarðsins. Fílarnir, sem létust, voru af indversku ætterni. Þeir voru fímmtán ára gamlir og nýorðnir kynþroska. Forráðamenn dýragarðsins ætluðu að hleypa þeim til nú í sumar. Myndin er af fílunum sem létust í Óðinsvéum nú um helgina, þegar klefí þeirra ofhitnaði eftir að hitalögn sprakk. Að sögn var dauðdagi þeirra ekki mjög sáraukafullur þótt dauðastríðið væri langdregið. Simamind'P01 FOTO ■ 200 verkfallsmenn voru handteknir í átökum við lögreglu í höfuðborg Filipseyja, Manilla, í gær. Lögreglan réðst að mót- mælagöngu verkfalls- manna með bareflum og táragasi. Atburðirnir gerðust á fyrsta degi alls- herjarverkfalis flutninga- verkafólks. Líbanon: Þriggja ára stúlka deyr j skotárás ísraels- manna Sidon-Kcutcr ■ ísraelsher meinaði í gær fréttamönnum, sem hafa aðsetur í Beirút, að ferðast um Suður-Líbanon. Frétt- ir höfðu borist af skot- / árás Israelsmanna á bíl sem í voru átta börn. í skotárásinni dó þriggja ára stúlku- barn. Auk stúlkunnar dóu þrír í fyrrinótt og gærmorgun. Átta særðust, þar á meðal faðir stúlkunnar. ísra- elskir hermenn urðu fyrir fjórum árásum í gær og munu þrír her- menn hafa fallið. ísraelsmenn undir- búa að yfirgefa Sídon fyrir 18. febrúar n.k., en það verður fyrsta skrefið af þrernur í brottför þeirra frá Lí- banon í sumar. ísraels- menn hafa alls orðið fyrir 92 árásum í jan- úarmánuði í Suður-Lí- banon. Mjög viðkvæmt á- stand er nú á þessum slóðum og skiptast herflokkar stöðugt á skotum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.