NT - 04.02.1985, Page 14
Mánudagur 4. febrúar 1985 14
Skoskt rokk
á Rokkrásinni
Um euthanasia
- líknardráp
Fertugsafmælis
Bobs Marley minnst
■ Á morgun, 5. febrúar, í tilefni af því ætlar Jónatan
hefði Bob Marley orðið fertug- Garðarsson að helga honum
ur ef hann hefði fengið að lifa. Nálaraugaðsitt ídagkl. 16-17.
■ Á Rokkrásinni í dag á Rás
2 kl. 17-18 verður boðið upp á
skoskar kræsingar.
Þeir félagar Snorri Már
Skúlason og Skúli Helgason
ætla eingöngu að leika skoska
tónlist, og þá að sjálfsögðu
aðeins skoska rokktónlist, og
inn á milli skjóta þcir alls kyns
fróðleik um Skota og
Skotland.
Til skamms tíma létu Skotar
lítið að sér kveða í rokkheim-
inum, en nú á allra síðustu
árum hefur oröið þar á mikil
breyting. Einna þekktust er
líklega hljómsveitin Big Coun-
try, en fyrsta plata þeirra, The
Crossing sem kom út í fyrra,
var valin besta plata ársins af
gagnrýncndum hér á landi.
Aztec Camera heitir önnur
skosk rokkhljómsveit, sem er
á hraðri uppleið. Líka má
nefna hljómsveitina Simple
Mind.
Þeir Snorri Már og Skúli
segja að vísu séu fæstar þessara
skosku hljómsveita orðnar
þekktar hér á landi enn sem
komið er, en þær séu í mikilli
þáttinn“ „Um euthanasia -
líknardráp," segir Önundur
Björnsson og til skýringar segir
hann, að gríska orðið euthan-
asia þýði í upphaflegri merk-
ingu þægilegur, Ijúfur og jafn-
vel velkominn dauðdagi. ís-
lenska orðið líknardráp er hins
vegar Ijótt og neikvætt, þar
sem fólk gerir lítinn mun á
morði og drápi, merkingin er
sem sagt tengd einhverju vo-
veiflegu. Umræðuefni kvölds-
ins er ákaflega viðkvæmt og
umdeilt, eins og kunnugt er.
„Euthanasia merkir fyrst og
fremst hvort hjálpa eigi manni
til að deyja, annað hvort á
virkan eða óvirkan hátt, og
deilan stendur um hvort slíkt
sé í reynd siðfcrðilega, laga-'
lega, læknisfræðilega og heim-
spekilega réttlætanlegt," segir
Önundur.
Hann segist ætla aöeins að
velta þcssu máli fyrir sér og
hlustendum, en segir það ýms-
um erfiðleikum háð, því að
„það er nú svo með fræðinga
að þeir cru voðalcga illteyman-
legir út í umræður cða að sitja
íyrir svörum um þetta, því að
það getur verið svo mikill tví-
skinnungur í svona málefn-
um“.
sókn í Englandi og þar sé því
spáð að þær eigi eftir að verða
feiknavinsælar á þessu ári.
■ Snorri Már Skúlason og
Skúli Helgason eru umsjónar-
menn Rokkrásarinnar.
■ í kvöld kl. 22.35 er á
dagskrá útvarps þáttur Önund-
ar Björnssonar í sannleika
sagt. Samkvæmt prentaðri
dagskrá verður þar fjallað um
líknardráp.
„Ég hefði heldur viljað kalla
■ Önundur Björnsson fjallar
um euthanasia, sem á íslensku
útleggst líknardráp, í útvarp-
inu i kvöld.
(NT-mynd Sverrir)
Utvarp kl. 22,35
Utvarp
kl. 22.00:
Hafinn lestur
Passíusálma
■ í kvöld kl. 22.00 hefst lcst-
ur Passíusálma í útvarpi.
Aö þessu sinni er lesarinn
enginn annar en Halldór
Laxness, en Kristinn Hallsson
syngur upphafsvers hvers
sálms viö gömul passíusálma-
lög. ,
■ Halldór Laxness er lesari
Passíusálma í ár. Kristinn
Hallsson syngur upphal'svers
hvers sáhns.
■ Coral Browne leikur sjálfa sig, en Alan Bates fer með hlutverk njósnarans Guy Burgess.
Njósnarinn í útlegðinni
■ Mánudagsleikrit sjónvarps-
ins er ný brcsk sjónvarpsmynd,
scm á íslensku heitir Englending-
ur í útlegð (An Englishman
Abroad), og hefst sýningin kl.
21.15. Myndin hefurhlotiðmikla
athygíi og verið sæmd fjölda
verðlauna.
Þar segir enska leikkonan Cor-
al Browne frá því, að þegar hún
var í leikferð í Moskvu 1958.
hefði drukkinn Breti ruðst inn í
búningsklefa hennar. Þar reynd-
ist vera kominn Guy Burgess,
einn þeirra þriggja Breta. sem
hlut áttu aö frægasta njósnamáli
í Bretlandi. Hinir tveir voru þeir
Donald McLean og Kim Philby.
Allir flúðu þeir í náðarfaöm vina
sinna Rússa, sem þcir höfðu
verið svo örlátir á upplýsingar til.
Þaðan áttu þeir ekki afturkvæmt
til föðurlandsins, en heimþráin
er sögð hafa nagað þá. I Ijá Burg-
css kom hún m.a. fram í því, að
hann bað Coral um að taka af
honum mál að nýjum fötum og
koma þeim til skraddara hans í
London, því að í Rússlandi væri
engin almennileg föt að fá!
Höfundur leikritsins er Alan
Bennett og leikstjóri er John
Schlesinger. Með aðalhlutverk
fara Alan Bates. Coral Browne
og Charles Gray.
Þýðandi.er Kristmann Eiðs-
son.
Sjónvarp kl. 20.40:
Einvígi Margeirs
og Agdesteins
■ Klukkan 20.40 í kvöld verður
10 mínútna skákþáttur í sjón-
varpinu. Jóhann Hjartarson, al-
þjóðlegur skákmeistari, skýrir 1.
einvígisskák þeirra Margeirs Pét-
urssonar og Norðmannsins Si-
mens Agdestein sem tetld verður
í dag. Þeir Margeir og Agdestein
uröu efstir og jafnir á svæðamót-
inu í Gausdal á dögunum og
heyja fjögurra skáka einvígi til
að skera úr um hvor skuli tefla á
millisvæðamóti. Tetlt verður
annan hvern dag og mun Jóhann
skýra allar skákirnar.
■ Margeir Pétursson þungt hugsi yfir skák.
Mánudagur
4. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson flytur
(a.v.d.v.)
Á virkum degi - Stefán Jökulsson,
Maria Maríusdóttir og Hildur Eir-
iksdóttir.
7.25 Leikfimi. Jónína Benedikts-
dóttir (a.v.d.v.).
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Stefnir
Helgason talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Perla“ eftir Sigrúnu Björgvins-
dóttur Ragnheiður Steinþórsdóttir
byrjar lestur sögunnar.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulurvelurog kynnir.
9.45 Búnaðarþáttur Agnar Guðna-
son blaðafulltrúi ræðirstjórnun bú-
vöruframleiðslu i ýmsum löndum.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.).
Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 Galdrar og galdramenn.
Endurtekinn þáttur Haralds I. Har-
aldssonar frá kvöldinu áður.
(RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman. Umsjón: Sólveig
Pálsdóttir.
13.30 Billie Holiday, Teddy Wilson,
Elvis Presley o.fl. syngja og
leika
14.00 „Ásta málari“ eftir Gylfa
Gröndal. Þóranna Gröndal les (8).
14.30 Miðdeglstónleikar Jan de Ge-
atani og Leslie Guinn syngja lög
eftir Stephan Foster. Leikið með á
gömul hjóðfæri.
14.45 Popphólfið - Sigurður Krist-
insson. (RÚVAK).
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.10 Síðdeigsútvarp - Sigrún
Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego
og Einar Kristjánsson.
- 18.00 Snerting. Umsjón: Gisli
og Arnþór Helgasyni. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Valdimar Gunn-
arsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Ingólfur
Stefánsson formaður Farmanna-
og fiskimannasambands íslands
talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteínn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Spjall um þjóð-
fræði Dr. Jón Hnefill Aðalsteins-
son tekur saman
21.30 Útvarpssagan: „Morgun-
verður meistaranna" eftir Kurt
Vonnegut Þýðinguna gerði Birgir
Svan Símonarson. Gísli Rúnar
Jónsson flytur (10).
22.00 Lestur Passíusálma hefst.
Lesari: Halldór Laxness.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 I sannleika sagt. Um líknar-
dráp. Umsjón: Önundur
Björnsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
■ én
Mánudagur
4. febrúar
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
andi: Einar Gunnar Einarsson.
14:00-15:00 Vagg og velta Stjórnadi:
Gisli Sveinn Loftsson.
15:00-16:00 Sögur af sviðinu.
Stjórnandi: Sigurður Þór Salvars-
son.
16:00-17:00 Nálaraugað Reggítón-
list. Stjórnandi: Jónatan Garöars-
son.
17:00-18:00 Rokkrásin Kynning á
þekktri hljómsveit eða tónlistar-
manni. Stjórnendur: Snorri Már
Skúlason og Skúli Helgason.
Mánudagur
4. febrúar
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni: Tommi
og Jenni, Sögurnar hennar
Siggu, Bósi, og Súsí og Tumi -
þættir úr „Stundinni okkar'1.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Margeir og Agdestein Fyrsta
einvigisskák Margeirs Pétursson-
ar og S ímonar Agdesteins. Jóhann
Hjartarson flytur skákskýringar.
20.50 Einræður eftir Dario Fo 2.
Háðið - vopn litla mannsins
Asko Sarkola flytur annan þátt af
fjórum íýðandi Guðni Kolbeinsson
(Nordvision- Finnska sjónvarpið).
21.15 Englendingur í útlegð (An
Englishman Abroad) Ný bresk sjón-
, varpsmynd sem hlaut fjölda verð-
launa heima og erlendis árið 1984.
Höfundur Alan Bennett. Leikstjóri
John Schlesinger. Aðalhlutverk:
Alan Bates, Coraí Browne og
Charles Gary. Árið 1958 fór breska
leikkonan Coral Browne með hlut-
verk i Hamlet i leikferð til Moskvu.
I sýningarhléi ruddist drukkinn
landi hennar inn i búningsherberg-
ið. Hann reyndist vera Guy
Burgess, sem sannur varð að
njósnum fyrir Sovétrikin og leitaði
þar hælis. Myndin fjallar siöan um
samskipti leikkonunnar og útlag-
ans sem enn hafði ýmsar taugar til
föðurlandsins. Þýðandi Kristmann
Eiösson.
22.15 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
23.00 Fréttir i dagskrárlok.