NT - 02.03.1985, Page 2

NT - 02.03.1985, Page 2
 Laugardagur 2. mars 1985 Idnrekendur með sjálfskoðun: Minni verðbólga kom fyrirtækjunum best ■ Minni verðbólga, stnðugt gengi og lægri launakostnaður. Þessi þrjú atriði eru efst á lista þeirra, sem iðnrekendur telja að hafi verið jákvæðust fyrir rekstur fyrirtækja þeirra, vegna breyttrar efnahags- og atvinnu- stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hófst með efnahagsaðgerðunum í maí 1983, þegar vísitölubind- ing launa var afnumin og samn- ingsréttur verkalýðsfélaga skertur. Þetta kemurfram í niðurstöð- um könnunar, sem Fclag ís- lenskra iðnrekenda gerði meðal félagsmanna sinna á síðasta ári og skýrt er frá í fréttabréfi FÍI, sem nýkomið er út. Þau þrjú atriði, sent iðnrek- endur telja neikvæðust eru vit- laust gengisvægi, óstöðugt at- vinnuástand og versnandi sam- keppnisaðstaða. Svör fyrirtækjanna eru nokk- uð mismunandi eftir iðngrein- Norðurlandaráðsþing æskunnar: um. Þannig álíta þau fyrirtæki innan plastiðnaðarins, sem hafa 92,9% starfsmanna greinarinn- ar, að minni verðbólga hafi verið jákvæð fyrir reksturinn, á meðan fyrirtæki með 41% mannaflans innan efnaiðnaðar- ins nefna sama atriði. Aftur á móti telja fyrirtæki í efniðnaði með 77% mannaflans innan efnaiðnaðarins nefna sama at- riði. Aftur á móti'telja fyrirtæki í efnaiðnaði með 77% mann- afla, að stöðugt gengi hafi verið jákvætt, en aðeins fyrirtæki með 14,3% mannaflans í plastiðnaði nefna þetta atriði. Fyrirtæki í málmiðnaði, sem hafa 57,3% starfsmanna nefna vitlaust gengisvægi sem nei- kvætt atriði, en ekkert fyrirtæki í rafiðnmaði. Hins vegar nefna fyrirtæki í rafiðnaði með 65,6% mannaflans versnandi sam- keppnisstöðu, en í málmiðnaði eru það fyrirtæki með aðeins 9,2% mannaflans, sem telja versnandi samkeppnisaðstöðu neikvæða. Þátttaka þróun friður ■ Klukkan 9 í dag hefst á Hótcl Loftleiðum Norðurlanda- ráðsþing æskunnar. Vegna árs æskunnar er þetta þing nú mun fjölmennara en venjulega og sitja þingfulltrúar Norðurlanda- ráðsþing sem áheyrnarfulltrúar. Umræðucfni þingsins veröur „þátttaka, þróun, friður". Vig- dís Finnbogadóttir forseti Is- lands og Páll Pétursson formað- ur forsætisnefndar Norðurlanda- ráðs og næsti forseti ráðsins flytja ávarp við setningu þingsins. ■ Á Norðurlandi þykir það tíðindum sæta þegar veðurbiíðan er slík á þorra eða í góubyrjun að í stað þess að standa í snjóinokstri skuli unnt að vinna við vega- eða gatnaviðgerðir. í Skagafirði hefur veður verið sérlega hlýtt og gott að undanförnu. Þessi mynd var tekin á Sauðárkróki fyrir nokkrum dögum þegar starfsmenn bæjarins unnu við lagfæringar á aðalgötu Sauðárkróks. Ni-mynd: ö™ Þómrínsson. Kaupfélagid borgar DV ■ „Greiða úr reikningunum rafmagnið, Tímann og símann, viðkvæðið hjá bænd- um þegar kom að skuldadög- um og allt tekið út hjá Kaupfé- laginu. Og enn er það svo víðast um land að Kaupfélagið sér um fjárniál bænda, geymir peningana þeirra og greiðir reikninga. Nú er samt öldin önnur. í staðinn fyrir Tírnann er komið NT og ekki nóg með það. Hermann Hansson, kaupfé- lagsstjóri KASK, upplýsti NT um það nú orðið tækju þeir líka að sér að greiða DV og Moggann. Og neituðu aldrei að borga þá reikninga. Kennsla fyrir Sólrúnu og Indriða ■ Meirihluti framhaldsskóia- kennara landsins hefur nú tek- ið hatt sinn og staf og hætt störfum vegna lélegra launa. Skólastjórar standa því frammi fyrir miklum vanda og vita vart enn hvernig bre-gðast eigi við nýjum aðstæðum. Ekki munu þeir þó ætla að ráða forfalla- kennara, þar sem nemendur hafa lýst því yfir, að komi slíkir menn til kennslu, muni verða skrópað í tímum hjá þeim. Við höfum þó heyrt af einum skólastjóra framhalds- skóla, sem hefur boðið tveimur gömlum kennurum forfalla- kennslu. Ogþessirtveirfyrrum kennarar eru ekki af verri endanum, Sólrún B. Jensdótt- ir, skrifstofustjóri mennta- málaráðuneytisins, og Indriði H. Þorláksson, forstöðumaður launadeildar fjármálaráðu- neytisins. En eins og nærri má geta, mæðir mál þetta mjög á’ þeim þessa dagana. ..Ýmsar verða óléttar ■ Lesandi hringdi og vildi koma eftirfarand vísu á fram- færi. Hugmyndin að vísunni varð til við frétt útvarpsins í fyrrakvöld um lögreglukonuna sem varð að ganga milli deilda í kerfinu vegna þess að hún varð „ólétt innan gæsalappa". Kvenréttindakonurnar um kerfið mega vappa því ýmsar verða óléttar innan gæsalappa. Heyrðu Snati minn, er þetta skattalögreglan eða hundafangarinn? Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra: Hjólastóla- rall í Laug- ardalshöll! —til að vekja athygli á vanda hreyfihamlaðra ■ Keppni í hjólastólaakstri fer fram í Laugardalshöllinni á sunnudaginn á vegum Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra, og verður keppt í þrem hópum, hópi stjórnmálamanna, hópi íþróttamanna og hópi hjólastólanotenda. Áreiðanlega verðurgaman að fylgjast með akstrinum og spurningin er hvort Þorsteino fari fram úr Svavari eða hvort Halldór slái þeim báðum við. Hvort er betra að vera kraftlyft- ingamaður og sterkasti maður í heimi eða íþróttafréttaritari til að ná árangri í þessari grein eða hefur fatlaður maður sem alla jafna situr í hjólastól, forskot fram yfir stjórnmálamanninn og íþróttamanninn? Þessar vangaveltur kalla á þá spurningu hvernig er að upplifa heiminn í hjólastól og er það tilgangur keppninnar að sýna fram á við hvaða erfiðleika fatlað fólk á við að glíma í hinu daglega lífi við að komast áfram í hjólastólum, en alls staðar eru hindranir á vegi þess sem við sem ekki erum hreyfihömluð gerum okkur ekki grein fyrir. Þessu vill Sjálfsbjörg breyta og sú breyting hefst með því að breyta viðhorfum almennings. Fjársvikamálið: Lausn mál- sinsá næsta leiti ■ Rannókn vegna meintra fjársvika eiganda og tveggja starfsmanna GT-Húsgagna miðar nú mjög vel áfram, að sögn Erlu Jónsdóttur, deildar- stjóra hjá RLR. I gær var einn maður látinn laus úr gæsluvarðhaldi, en þá hafa tveir menn verið látnir laus- ir af þeim þremur sem úr- skurðaðir hafa verið í varðhald vegna málsins. Erla vildi ekki tjá sig um það hvort einhverjar játningarlægju fyrir í málinu, en sagði að rannsóknarhagsmunir krefðust þess ekki að halda manninum lengur í gæslu. Þetta er mjög umfangsmikið mál í rannsókn, að sögn Erlu, en eins og fyrr sagði, þá miðar rannsókn vel. Samið við starfsfóik á Sólheimum ■ Ófaglært starfsfólk vist- heimilisins að Sólheimum í Grímsnesi, sem hefur verið í verkfalli síðan á mánudag, greiðir atkvæði í dag um sam- komulag, sem náðist í deilu þess hjá ríkissáttasemjara í fyrrinótt. Verkfallið náði til 15 starfs- manna og vegna þess varð að senda 22 af 40 vistmönnum heim. Þrátt fyrir að verkfalli hafi veriö frestað í gær. verða vist- mennirnir ekki kallaðir aftur að Sólheimum fyrr en ljóst veður að starfsfólk hafi staðfest sam- komulagið.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.