NT - 02.03.1985, Blaðsíða 4

NT - 02.03.1985, Blaðsíða 4
ð »?Cð* íFsetn .C Vissir þú... ...að lesendur ÞJÓÐVILJANS fó f hverri viku hátt á annan tug sérstakra biaðhluta sem hver um sig fjallar um af- markað efni, þar sem allir finna eltthvað við sitt hœfi. ...að ÞJÓÐVIUINN er frísklegt fréttablað þar sem saman fara sívlrk fréttaöflun, öðruvísi fréttamat og lífleg framsetn- ing? ... að ÞJÓÐVIUINN er eina stjórnarandstöðublaðið sem eitthvað kveður að og nauðsynlegur öllum sem vilja fylgj- astmeð? ... að SUNNUDAGSBLAÐIÐ er vandað, forvltnilegt og fjöl- breytt? -Ómissandi helgariesefni! ... að þér býðst 2ja mánaða kynningaráskrift að ÞJÓÐVIUANUMfyriraðeins460kr I? Velkominíört vaxandí lesendahóp. Áskriftarsíminn er 813 33. DJÓÐVILJINN Öðruvísi blað! " ■ j Laugardagur 2. mars 1985 4 Slippstöðin á Akureyri: Gerir tilboð í breytingar á kanadískum fiskiskipum ■ Slippstöðin á Akureyri mun í næstu viku leggja fram tillögur um aö gera tilboð í breytingar á 9 fiskiskipum fyrir kanadískt útgerðarfyrirtæki. Breyting- ar eru fólgnar í lengingu skipanna til þess að hægt sé að ísa fiskinn í kassa í lestum þeirra. Kanadamennirnir hafa verið að íhuga breytingar þar á um nokkurt skeið. Ákvörðun um það hefur þó enn ekki verið tekin. „Við erum daglega að reyna að afla okkur verkefna, ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum, þegar kjöl- festuverkefnin, sem nýsmíðarnar voru, eru ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðv- arinnar, í samtali við NT. Gunnar sagði, að hér væri um að ræða gríðarlega mikil verkefni, ef Slippstöðin hreppti hnossið, en það hefði líka verið rætt um það við Kan- adamennina, að fyrirtækið tæki að sér hluta verksins og veitti jafnframt tækni- lega þjónustu. „Við höfum unnið svona verk undan- farin ár og þekkjum þau mjög veþ“ Ef verkefni þetta kemur til Akureyr- ar, er ekki útilokað að fiskkassarnir verði keyptir þar af fyrirtækinu Plast- einangrun. Fyrsta útsending svæðisútvarps á Akureyri: „Spennandi, mikið um að vera og mjög gaman" - sagði Jónas Jónasson ■ „Það var spennandi og sérkennileg- ur andi ríkti í útvarpshúsinu í morgun, mikið um að vera og mjög gaman. Stór og fallegur blómvöndur var kominn frá mömmu-radíóinu og viö vissum af því að hlýlega væri hugsað til okkar,“ sagði Jónas Jónasson, útvarpsstjóri Ríkisút- varpsins á Akureyri er NT leitaði hjá honum frétta af fyrstu útsendingu landshlutaútvarps sem hófst þar nyrðra kl. 7.30 til 8.00 í gærmorgun. - Ætli það hafi ekki verið um 13 manns í stjórnherberginu og stúdíóinu í morgun. Það voru sjónvarpsmenn að festa upphafið á filmu, blaðamenn og Ijósmyndarar og svo helstu starfs- mennirnir sem hafa umsjón með þessu svæðisútvarpi, eins og ég vil gjarnan kalla það. Eðlilega varð töluverð trufl- un af þessu, en tæknimennirnir tóku öllu með stillingu og allt gekk óbrjálað, að mestu a.m.k., sagði Jónas léttur í máli. Þótt útsendingin stæði aðeins í 30 mínútur kenndi margra grasa í dag- skránni: Þau voru með staðbundnar fréttir, upplýsingar um veður, færð og flug. Þau ræddu við ágætan mann í Mývatns- sveit, Friðrik á Skútustöðum. Þau voru með gest - Guðbjörgu Bjarnadóttur strætisvagnastjóra hér á Akureyri, sem ræddi m.a. um starf sitt. Þá fengum við í fyrsta sinn afmælisbarn dagsins, einn af helstu borgurum þessa bæjar Val Arnþórsson, kaupfélagsstjóra, sem er fimmtugur í dag. Hann var hér í stúdíóinu hjá okkur og hafði gaman af. Þá var þetta og í fyrsta skipti sem við reynum að græða á orðinu - með staðbundnum auglýsingum bæði lesn- um og leiknum, sem er nýtt fyrir okkur og var gaman af. Auk þess var svo leikin tónlist fyrir alla aldursflokka, jafnvel þannig að orð var á haft af ungu fólki í bænum að farið hefði verið skemmtilegt bil milli þeirra aldurs- flokka sem hér lifa og dafna. Áferðin á dagskránni var falleg og það er auðvit- að von okkar að hún verði ætíð falleg - til virðingar við hlustendur og til sóma fyrir okkur, sagði Jónas. I Varnir og I öryggismál I Noregs | ■ Svenn Stray, utanríkisráð- I herra Noregs, hefur framsögu á I fundi Saintaka um vestræna I samvinnu og Varðbergs mánu- I daginn 4. mars á Hótel Sögu. Er fundurinn ætlaður félags- I mönnum og gestum. þeirra og I stendur frá kl. 18-20. Umræðu- I efnið verður: Stefna Norð- I manna í varnar- og öryggismál- I um. Hvort öll útvarpstæki í grenndinni hafi verið opin kvaðst Jónas ekki þora að segja um hann vissi ekki hversu Akureyringar eru nýjungagjarnir. Út- sendingartímann - kl. 7.30 að morgni - sagði hann valinn til reynslu eftir miklar vangaveltur, þó í rauninni sé þar rennt blint í sjóinn. Forsendan sé sú, að flestir séu þá komnir úr volgum rúmunum en þó ófarnir að heiman, bæði í vinnu og skóla. í náinni framtíð verði hægt að segja því fólki frá veðri og vindum, vara við hættum ef ein- ■ Vinnslu í frystihúsunum á Sauðár- króki lauk á fímmtudag og í gær stöðvaðist einnig frystihúsið á Hofsósi. Þar með hafa um 200 manns í Skagafírði - sem vinna hjá þessum húsum - misst atvinnuna. Sömu sögu er að segja af fískvinnslunni á Siglufírði. Hráefni hjá Þormóði ramma og ísafold þrýtur í dag og munu þá allt að 100 manns á Siglufirði verða atvinnulausir. Útgerðarfélag Skagfirðinga gerir út 3 togara og hafa þeir verið í höfn síðan flotinn sigldi inn á dögunum. Afli togaranna skiptist milli frystihúsanna þriggja, sem starfrækt eru, þ.e. Fisk- iðjunnar og Skjaldar h.f. á Sauðárkróki og frystihússins á Hofsósi. Að sögn Marteins Friðrikssonar, stjórnarfor- manns Útgerðarfélagsins kemur þessi stöðvun nú sér mjög illa fyrir frystihús- in, ekki síst þar sem nokkurt stopp varð fyrri hluta janúar vegna stöðvunar hverjar væru, t.d. hálkublettum eða ófærð. Önnur 30 mínútna útsending svæðisútvarps hefst svo kl. 18.00 síð- degis. - Þessir útsendingartímar og annað verður svo allt tekið til athugunar í kring um 1. júní. Þá setjumst við niður og reynum að átta okkur á hvað helst hefur farið aflaga, hvað við þurfum að passa eða bætá og yfirleitt hvort við getum kannski stæickað við okkur, lengt útsendingartímann og hugsanlega komið með helgarútvarp og kannski næturútvarp - hver veit? Er ekki allt hægt þegar þú ert ungur? veiða um jól og áramót. Vinnsla í frystihúsunum hófst þá um miðjan janúar og hefur verið nokkuð stöðug og jöfn síðan, enda afli togaranna verið þokkalegur og talsvert betri en á sama tíma í fyrra. Fiskvinnsla hjá frystihús- unum mun tæpast hefjast fyrr en 7-10 dögum eftir að verkfalli sjómanna lýkur. íslenska hljómsveitin: „Sveiflur“ í Borgarnesi ■ Islenska hljómsveitin endurtekur tón- leika sína frá því á öskudag í íþróttahúsinu á Borgarnesi kl. 15 í dag. Yfirskrift tónleikanna er „Sveiflur" og verður létt tónlist, dægurtónlist, djasstónlist, lög úr söngleikjum á Broadway og fleira. Einleikari verður Einar G. Sveinbjörns- son fiðluleikari. ■ Algeng og raunaleg sjón fyrir atvinnulaust fískvinnslufólk og aðra bæjarbúa hinna ýmsu útgerðarbæja landsins - öll fiskiskipin bundin við bryggju. Hér eru það togarar Siglfirðinga: Siglfírðingur, Sigluvík og Stálvík, fjærst, sem ekki færa fisk að landi fyrr en a.m.k. viku til 10 dögum eftir að sjómannaverkfallið leysist. NT-mynd: Örn Þórarinsson. Áhrif sjómannaverkfallsins: Um 300Skagf irðingar hafa nú misst vinnuna Frá fréttaritara NT í Skagafíröi, Ö.Þ.:

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.