NT - 02.03.1985, Blaðsíða 5

NT - 02.03.1985, Blaðsíða 5
Finnsk helgi í Norræna húsinu: Claes Ander- son les úr Ijóðum sínum - uppiestur Anti Tuurisá mánudag ■ Finnland er mikið á dagskrá í menningarlífinu í Reykjavík þessa dagana. í fyrradag voru liðin 150 ár frá útkomu Kalevala ljóðanna, hinna miklu þjóðardýrgripa Finna, sem Karl ísfeld þýddi á íslensku. Af því tilefni hefur verið opnuð mikil og fróðleg sýning í anddyri Norræna hússins. Pá les finnski rithöfundurinn Claes Anderson upp úr verkum sínum í Norræna Umhverfis ísland á áttatíu mínútum Sagt frá nýrri mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Hringurinn ■ Hefur nokkurn lesanda dreymt um að ferðast eftir hring- veginum með hraða hljóðsins, um- hverfis ísland á 80 mínútum? Með hjálp tækninnar hefur Friðrik I’ór Friðriksson, kvikmyndagerðar- maður, gert okkur þetta kleift. Kvikmvnd hans, „Hringurinn", er þannig gerð að ekið er eftir hring- veginum með kvikmyndavél með mjög breiðri linsu framan á bflnum. Vélin er tölvutengd við hraðamæli hílsins og áhrifin verða sú að áhorfandinn upplifir ferð hringinn í kringum landið á 1250 km hraða á klukkustund. „Til þess að mæta bensín- hækkunum, þetta er þjóðhagslega hagkvæmt," sagði Friðrik Þór, þegar hann var spurður hvað fyrir honum hefði vakað með gerð þessarar myndar. „Áhorfandinn er búinn að fá allt þcgar hann hefur séð mynd- ina," sagði Friðrik. „Venjulega er reyndin sú, að þegar fólk ekur hringveginn er það mjög óheppið með veður. Hér er annað uppi á teningnum. Myndin var tekin s.i. haust í veðurblíðu." Stauir sem fólki þykir þreytandi að aka verða skemmtilegir. Myndin endar á því að ekið er fyrir Hvalfjörðinn um sólsetur og loks er ekið inn í Reykjavík upplýsta í hauströkkr- inu. Friðrik sagði að það væri af og frá að myndin væri óþægileg á að horfa. Enginn þyrfti að óttast að hann yrði bílveikur. Tónlist Lárus- ar Halldórs Grímssonar væri mjög róandi og virkaði á móti hraðan- um. Hún er væntanleg á hljóm- plötu frá Gramminu nú í næstu viku. Kvikmyndatöku önnuðust Einar Bergmundur Arnbjörnsson og Gunnlaugur Þór Pálsson og framkvæmdastjóri er Sigurður Snæberg Jónsson. „Myndin er mjög falleg og þú átt góða stund með sjálfunt þór og landinu," sagði Friðrik. Engin mynd nær að gefa hugmynd um innihald kvikmyndarinnar, les- endur verða bara að setja sér fyrir hugskotssjónir að mynd af upp- áhaldsstaðnum þeirra fylgi þessari frctt. ■ Friðrik Þór Friöriksson. ■ Háskólakórinn ásamt stjórnanda sínum Árna Harðarsyni (yst t.h.jleggur'ítónleikaferð til Hollands í næstu viku með al-íslenska efnisskrá. Háskólakórinn: Frumflytur tvö íslensk tónverk húsinu í dag kl. 15.00 og á mánudagskvöld ki. 20.30 les verðlaunahafi Norður- landaráðs í bókmenntum fyrir síðasta ár, Anti Tu- uri, upp úr verkum sínum í Norræna húsinu en hann kemur hingað til að veita verðlaununum viðtöku. Norrænir sendikennar- ar við Háskóla íslands efna árlega til kynninga á rithöfundum heimalanda sinna og er heimsókn Claes Andersons liður í þeim kynningum. Finnski sendikennarinn á íslandi, Helena Porkola, fræðir áheyrendur um Finnland og finnska menningu og ræðir um bækur sem út komu í Finnlandi á síðasta ári. Þá les Anderson upp úr ljóðabók sinni „Under" eða „Undur". en sú bók var önnur tveggja sem Finnar tilnefndu til bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs á síðasta ári. Claes Anderson er sænskumælandi Finni, geð- læknir að mennt. Hann er nijög þekktur rithöfundur í heimalandi sínu og hefur skrifað fjölda leikrita, ljóðabóka og skáldsagna. Hér á landi hcfur leikrit hans „Fjölskyldan" verið sýnt á sviði, fyrst í Iðnó og einnig hjá mörgum áhuga- leikfélögum. Viðfangsefni hans eru oft tengd mennt- un hans og störfum sem geðlæknir. ■ 1 dag kl. 17.00 mun Há- skólakórinn frumflytja tvö ís- lensk verk eftir ung tónskáld í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Tónleikarnir verða endurteknir á sama tírna á morgun, en í næstu viku er kórinn á förum til Hollands til tónleikahalds. Annað tónverkið sem frumflutt veður, I Sing the Body Electric, fyrir þrískiptan kór og segulband eftir Lárus Halldór Grímsson, var samið sérstaklega fyrir Ffáskólakór- inn fyrir milligöngu Musica Nova. Hitt er Nocturnes handa sólkerfinu, eftir Hilmar Þórðarson, við Ijóð eftir Sig- urð Pálsson. Þá mun kórinn flytja verk Jóns Ásgeirssonar, Á þessari rímlausu skeggöld, við Ijóð Jóhannesar úr Kötlum. Auk þess verða á efnis- skránni lög úr Sóleyjarkvæði, sem kórinn flutti fyrr í vetur við góðan orðstír. Stjórnandi Háskólakórsins er Árni Harðarson. Yolvo Lapplander árg. 1980 fór á skrá 1984. Yfirbyggður hjá Ragnari Valssyni. Fullklæddur, meðsóllúgu og toppgrind, litað gler, útvarp, litur: hvítur og rauður. Verð kr. 580.000,-. Skipti möguleg á ódýrari bíl. ■ Rauður vetur er ein þeirra mynda Þorláks Kristinssonar sem nú eru til sýnis og sölu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Sauðárkrókur: Sýning í Safnahúsinu ■ Þorlákur Kristinsson, myndlistarmaður, opnar sýn- ingu á eigin verkum í dag í Safnaliúsinu á Sauðárkróki. Á sýningunni eru olíumálverk, krítar- og pastelmyndir sem Þorlákur hefur unnið undanfar- in tvo ár. Sýningin stendur til 10. mars og verður opin á safntíma alla virka daga en frá kl. 14 til 19 um helgar. Hlyr og litríkur vetur Vertu hlýlega klædd í vetur í failegum og hlýjum hnésokkum eða sokkabuxum frá “ ilegir litir Heildsölubirgöir: HJJtQQTÍ simi F ■ I

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.