NT - 30.03.1985, Blaðsíða 26
„*AVÍ ‘aot !)*: 4k*i».íS>-iaai'«.?
Laugardagur 30. mars 1985
26
Iþróttir helgarinnar
Eric Gerets
Hollenska bikarkeppnin:
Gerets frábær
Frá Reyni l»ór Finnbogasyni fréttamanni NT
í Hollandi:
■ Átta liða úrslit hollensku
bikarkeppninnar voru leikin hér
í vikunni. Eric Gerets lék með
MVV gegn PSV eftir árs bann *
'vegna mútuhneykslisins í Belg-
íu. Þrátt fyrir svo langa fjarvcru
frá knattspyrnu er eins og Ger-
ets hafi síðast lcikið í gær. Hann
var potturinn og pannan í lcik
MVV sem er eins og annað liö
með hann innanborðs, mun yfir-
vegaðra og skipulagðara. Það
er ótrúlegt hvað einn maður
getur breytt miklu.
Gerets bæði þétti vörnina og
stjórnaði sóknarleiknum, svo
oft var eina leið andstæðinganna
að fella hann.
MVV hafði líka í fullu tré viö
stórliðið og var nærri búið að
sigra í leiknum. PSV reyndi að
nýta sér breidd vallarins eins og
hægt var en fann ekki nema
einu sinni gat ú vörn MVV og
þá var ekki að sökum að spyrja,
Van dcr Eijp skoraði O-l, og
þannig var staðan í hálfleik.
MVV rcyndi allt til að jafna í
seinni hálfleik og það tókst,
Thal skoraði fallegt mark. MVV
pressaði stíft að marki PSV
síðustu mínúturnar en tókst þó
ekki að skora. PSV slapp með
skrekkinn í þetta skipti og fær
því annað tækifæri á heimavelli
þann 11. apríl.
Eric Gerets sýndi svo ekki
verður um villst þá færni Sem
einkennir frábæran knattspyrnu-
mann, verður varla langt að
bíða þess að belgísku félögin
vilji fá hann í sínar raðir.
Önnur úrslit í þessari urnferð
bikarkeppninnar komu mjög á
óvart. Tvö 2. deildarlið eru
komin í undanúrslit á kostnað
tveggja l. deildarliða. Den
Bosch tapaði fyrir Helmond
Sport l-2 í skemmtilegum leik.
Helmunt komst í 2-0 áður en
Jos van Herpen skoraði fyrir
Den Bosch með stórglæsilegu
skallamarki.
Wageningen lagði Go Ahead
Eagles að velli 2-0 og átti Go
Ahead aldrci möguleika í leikn-
um.
Sparta tapaði fyrir Utrecht
2-0. Leikmenn Utrecht voru
mjög baráttuglaðir og lögðu alit
í sölurnar. Jan van de Akker
skoraði fyrsta markið og Ton de
Kruyk tryggði sigurinn með
góðu skallamarki.
Handknattleikur:
■ UmhelginaeruVíkingar
að leika seinni leik sinn í
Evrópukeppni bikarhafa í
handknattleik gegn Barce-
lona á Spáni. Leikurinn er í
kvöld, og Víkingar fá hér
með heillaóskir.
Úrslitakeppni, alls staðar
nema í efri hluta l. deildar,
er í fullum gangi um helgina.
í neðri hluta 1. deildar keppa
Þróttur og Stjarnan í dag
klukkan 14 í Vestmannaeyj-
um, og Breiðablik og Þór
klukkan 15.30 á sama stað.
Liðin leika svo öll á morgun
í Eyjum, Þór-Þróttur kl. 14,
og Stjarnan-Breiðablik
klukkan 15.30.
í efri hluta annarrar deild-
ar er síðari umferð í dag og
á morgun í Hafnarfirði.
Fram mætir KA klukkan 14
í dag, og Haukar-HK klukk-
an 15.30. HK og Fram keppa
klukkan 14 á nrorgun, og
KA mætir Haukum klukkan
15.30.
Neðri hluti annarrardeild-
ar er í Seljaskóla, í dag kl.
15.30 keppa Ármann og
Fylkir, og Þór og Grótta kl.
17. Á morgun keppa Fylkir
og Þór klukkan 14, og Grótta
og Ármann klukkan 17. Á
sama stað er úrslitakeppni
efstu liða þriðju deildar, Týr
og ÍA kcppa í dag klukkan
12.30, og ÍR og Afturelding
klukkan 14. Á morgun
keppa Afturelding og Týr
kl. 12.30, ogÍAogÍRklukk-
an 15.30.
Knattspyrna:
Tveir leikir eru um helgina
í Reykjavíkurmótinu í
knattspyrnu. Fylkir mætir
Víkingi í dag kl. 14, og Fram
Þrótti á morgun klukkan
20.30.
Júdó:
Tveir íslenskir keppendur
eru erlendis í keppni. Bjarni
Friðriksson og Kolbeinn
Gíslason keppa á opna v-
þýska meistaramótinu.
Sund:
Innanhússmeistaramótið í
sundi er um helgina, hófst í
gærkvöld. Keppt er í Sund-
höll Reykjavíkur, undanrás-
ir hefjast ídukkan 9 árdegis í
dag, og úrslit eru klukkan
15. Sama tímasetning á
nrorgun. Allar skærustu
stjörnurnar eru með, og ntá
búast við að íslandsmetum
rigni upp úr lauginni.
Fimleikar:
íslandsmeistaramótið
fimleikum er í fullum gangi
um helgina. 1 dag verður
keppt í frjálsum æfingum,
fjölþraut, og hefst keppnin
klukkan 14 í Laugardalshöll.
Á morgun verður keppt á
. sama stað á einstökum
áhöldum, og keppni hefst þá
líka klukkan 14.
Skíði:
Um helgina er öldunga-
mót og öðlingamót á ísafirði.
Keppt verður í alpagreinum
og göngu.
Skíðafélagið Hrönn held-
ur skíðagöngumót fyrir al-
menning í Skálafelli á morg-
un klukkan 14. Þetta er
trimmmót fyrir alla aldurs-
hópa, börn og fullorðna.
Hrönn leggur brautir og sér
um mótið algerlega, og í
Skálafelli er nægur snjór.
Þátttökugjald er krónur 200
fyrir fullorðna, en kr. 100
fyrir 12 ára og yngri.
Kraftlyftingar:
íslandsmótið í kraftlyft-
ingum er í Garðaskóla í
Garðabæ um helgina. Keppt
verður í þremur flokkum,
einunt kvennaflokki og
tveimur karla. Keppni hefst
í dag kl. 10, þá keppa léttari
karlarnir, en klukkan 12.30
keppa konurnar. Þyngri
flokkur hefur keppni klukk-
an 14.30.
Myndsjá frá bikarsigri Haukanna
■ ívar Webslervaratkvæða-
mikill i úrslitaleiknum. Hér
hefur hann slitið sig lausan og
ekki að sökum að spyrja...
...oní skal ’ann örugglega og
ekkert múður...
...þá er þetta búið, ekkert
annað að gera en að koma sér
strax í vörnina...
NT-myndir: Sverrir
■ „Bikarinn í fyrsta sinn hjá okkur.“ Þeir félagar (frá vinstri) ívar Ásgrímsson, Ólafur Rafnsson,
Jón Þór Gunnarsson, Hálfdán Markússon, Sveinn Sigurbergsson (sem ekki gat leikið með vegna
meiðsla) og Reynir Kristjánsson dást að gripnum. NT-mynd: Svemr
■ Bikarmeistarar karla í körfuknattleik 1984, Haukar. Þeir eru að sjá ánægðir með hnossið
piltarnir, jafnvel ekki laust við að sumir séu dreymnir á svip. Draumurinn hafði jú ræst...
NT-mvnd: Svcrrir.
■ Einar Bollason þjálfari Hauka réttir hendur
til himins og fagnar sigri þegar hann er í höfn.
Sigurgeir Tryggvason kann sér ekki læti fyrir,
fögnuði...
■ ... og hér augnabliki seinna, Einar kunni sér
heldur ekki læti.
NT-myndir: Sverrir