NT - 30.03.1985, Blaðsíða 8
rfiT Laugardagur 30. mars 1985 8
Luli IWIín
■ Samtök
Psoriasis-
og Exemsjúklinga
Aðalfundur SPOEX 1985 verður haldinn mið-
vikudaginn 10. apríl n.k. að Hótel Esju kl. 20.30..
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Umræður um skipulag SPOEX-deilda
3. Lanzarote-ferðir.
4. Önnur mál.
Stjórnin
Bændur athugið!
Tímanleg pöntun tryggir
hagstæðasta verðið.
Traust varahlutaþjónusta.
Leitið upplýsinga í símum
91-83065 og 91-667366.
ECKART
vakumdælur.
9500 1/mín. með
smurdælu.
Hagstætt verð.
ORKUTÆKNI H
HYRJARHÖFÐA 3,
110 REYKJAVÍK
SÍMl; 91-83065.
Gullfalleg ítölsk sófasett
Margar gerðir nýkomnar
f WmS$lfr’*u 1 ; .... - '... J r..~ - 3.
1 1 ¥ ■ ' *! pmt t: ' i
Ótrúlega lágt verð:
Frá kr. 44.850.- í tauáklæði
og frá kr. 67.500.- í leðuráklæði
HÚSGÖGN OG
INMRÉTTINGAR
SUÐURLANDSBRAUT18
68 69 00
Hannes Hannesson
bóndi á Kringlu í Grímsnesi
Fæddur 27.08 1913
Dáinn 14.12.1984
Hannes á Kringlu var fæddur að Stóra-
Hálsi í Grafningi 27. ágúst 1913. Hann
var þriðji elsti í röðinni af 10 systkinum
og dvaldi heima þar til hann réðist sem
vetrarmaður að Völlum í Ölfusi árið
1929, og var síðan kaupamaður á Vill-
ingavatni og í Króki í Grafningi.
I nóvember 1930 kemur Hannes fyrst í
Grímsnesið og gerist vetrarmaður í Sól-
heimum hjá Sesselju H. Sigmundsdóttur,
sem þá var að reisa barnaheimili þar. Það
hefur verið mikið happ fyrir barnaheimil-
ið og Sesselju að fá svo duglegan og
verklaginn mann til þess að standa þar
fyrir búi og annast aðdrætti til búsins, þar
sem vegur var enginn í næsta nágrenni,
mýrarsund og torleiði út að Borg og
margs þarf búið við eins og sagt var
forðum.
Næstu 10 árin er Hannes við þessi störf
í Sólheimum eða þar til hann kaupir
jörðina Kringlu í Grímsnesi árið 1940 og
hefur þar búskap. Þarna gerist það sama
og svo víða í sveitum landsins á þessum
árum, bústofn eykst, túnið stækkar og
nýjar byggingar rísa, bóndinn á langan
vinnudag og allt færist í betra horf.
Hannes kvæntist Þórkötlu Hólmgeirs-
dóttur frá Þórustöðum í Mosvallahreppi
í V-ísafjarðarsýslu, ágætri konu og eign-
uðust þau eina dóttur, Sigríði, sem nú
hefur tekið við búi ásamt manni sínum
Sigurði H. Haraldssyni. Þaueiga5börn.
Þórkatla lést árið 1977.
Um 1950 fer Hannes að gefa sig að
félagsmálum hér í sveit og starfaði hann
lengi í stjórn Búnaðarfélagi Grímsnes-
hrepps og sat í hreppsnefnd til 1982.
Hann naut trausts sveitunga sinna enda
óvenju glöggur og réttsýnn maður og
einstaklega hjálpfús og handtakagóður
hvar sem þörf var fyrir vinnufúsar
hendur.
Hannes var deildarstjóri Sláturfélags
Suðurlands í Grímsneshreppi á annan
áratug og fjallkóngur í eftirleitum frá
1952. Auk þess að vera réttarstjóri í
Hólaréttum hin síðari ár.
Ég hef átt því láni að fagna að komast
með Hannesi í eftirleitir s.l. 15 ár. Úr
þessum ferðum er rnargs að minnast en
verður ekki talið hér, þó vil ég nefna að
oft hugðum við óbreyttir snralar að
kóngurinn okkar hefði innbyggðan radar
því allt sem til þarf til þess að vera góður
smali sameinaðist í Hannesi, ratvísi,
fyrirhyggja og ráðdeild, auk þess að
þekkja flest fjármörk í nálægum sveitum.
Úr þessum ferðum okkar verður niinn-
isstætt sambandið á milli Lubba, Glóa og
Hannesar, og ekki efa ég að handan við
móðuna miklu hafa þeir hist og tekið
upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Við Gríntsnesingar höfum misst góðan
bónda og eftirminnilegan persónuleika.
1 Samband afans á Kringlu við barnabörnin
var afar náið og elskulegt og hafa þau
misst mikið.
En við biðjum þann sem öllu ræður að
blessa þau og fjölskylduna alla.
Blessuð veri minning Hannesar á
Kringlu.
Böðvar Pálsson
•j'
I Nú er hann Hannes okkar á Kringlu
jdáinn, hann dó nokkrum dögum fyrir jól,
! eftir stutta legu á sjúkrahúsi. Hann gekk
| ekki heill til skógar síðustu árin.
Hannes var fæddur að Stór-Hálsi í
Grafningi og fluttist til okkar í Grímsnes-
I ið árið 1930, þá fyrst sem vinnumaður til
i ------------------------ ‘
Sesselju Sigmundsdóttur sem var þá ný-
byrjuð á uppbyggingu á barnaheimili
Sólheima og það talaði hún um að hefði
verið sér mikill styrkur í byrjunarörðug-
leikunum, sá hann þar um búskap og
aðdrætti.
Búskapur var hans áhuga og æfistarf,
Hannes gerðist bóndi að Kringlu sem er
næsti bær við Sólheima, og var þar áfram
mikill og góður vinskapur á milli heinril-
anna á meðan Sesselja lifði.
Hannes giftist árið 1949 Þórkötlu
Hólmgeirsdóttur frá Þórustöðum í Ön-
undarfirði, hún dó árið 1977. Og var
þeirra hjónaband til fyrirmyndar þau
eignuðust eina dóttur Sigríði Margréti, er
hún gift Sigurði Haraldssyni úr Reykja-
vík. Þau hafa stofnað heimili á Kringlu
og eiga 5 börn. Það er einmitt samband
þessara barna og afans sem verða mér
alltaf minnisstæð, var hann oft með þau
á hnakknefinu eða hann sat með þau í
fanginu. Það var hans mikla gæfa að
Sigga og Siggi settust að á Kringlu svo
hann gat notið samvista við þau. Því
Hannes var mjög barngóður,átti líka gott
með að hæna að sér börnin á hinum
bæjunum. Við sem eftir lifum hér í
sveitinni finnum til mikils tómleika, því
þar fór mikill persónuleiki og góður
nágranni. Það var eins og hann fyndi það
á sér þegar hann þurfti að gera greiða og
lét hann alltaf líta þannig út að hann hefði
ekkert fyrir því. Þetta var honum svo
eiginlegt að vera alltaf við hendina. Eitt
dæmi gæti ég nefnt, hann var beðinn um
að lána rakstrarvélina sína hann var
sjálfur ekki búinn að raka saman sinn
flekk nefndi það ekki en rakaði hann
saman með hrífu.
Aðra sögu sagði mér stúlka sem var á
ferð á milli Sólheima og Kringlu, skall þá
á snjómugga þetta var áður en vegur og
sími kom þar á milli bæja. Hannes hafði
verið að gefa á beitarhús sem stóðu í
annarri átt datt honum þá það sanna í hug
að hún hefði villst af leið, og fór að gá að
stúlkunni sem var orðin villt, sagði hún
mér að hann ætti í sér lífið. Hann átti líka
lífið í margri kindinni.
Hannes var búinn að smala mikið um
dagana bæði fyrir sjálfan sig og aðra var
réttarstjóri og fjallkóngur um langt
tímabil og leysti þau störf með mikilli
prýði því hann var bæði kappsfullur og
úthaldsgóður. Klukkan var ekki alltaf
margt þegar upp var staðið ef hann spáði
vel, hann var betri en nokkur veður-
fræðingur, því ef Hannes sló nótt og dag
þá var öruggt að hinir gátu byrjað líka.
Það var eins og Hannes mætti vera hreint
að öllu ef krakkarnir eða við konurnar
fórum í reiðtúr þá var hann alltaf til í að
vera með.
Ekki gerði Hannes víðreist á yngri
árum. en síðan að bændur fóru að fara í
bændaferðir á vegum bændasamtakanna,
fór hann að fara líka og núna í sumar fór
hann til fjögurra landa með félagi aldraða
og naut hann vel þeirra ferðar. Hannes
tók þátt í ýmsum félagsmálum og talaði
oft á almennum bændafundum og hafði
lag á að láta fundarmenn hlusta. Hann
var þriðji elstur af tíu systkinum auk
einnar hálfsystur. Samband þessara
systkina var alveg sérstaklega gott, ef
einn bróðirinn þurfti að reisa hús eða
koma öðru í verk voru þeir þá allir rnættir
til hjálpar. Eru þrír af bræðrum hans
farnir á undan honum. Ég vil senda
systkinum hans og fjölskyldunni á
Kringlu innilegar samúðarkveðjur frá
okkur öllum á Stærri-Bæ.
Halldóra Jónsdóttir
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og
eða minningargreinum í blaðinu, er bent
á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim
dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að
vera vélritaðar.