NT


NT - 02.04.1985, Side 11

NT - 02.04.1985, Side 11
 nuv? ’-rt'x - ,* v,-,V.'.f Þriðjudagur 2. apríl 1985 11 J lU Viðskiptalífið Frestun á vaxtalækkun -gæti samt orðið í apríl ■ Engarmeiriháttarbreyting- ar urðu á inn- og útlánsvöxtum banka og sparisjóða í gær, 1. apríl, eins og margir áttu þó von á, vegna lækkandi verðbólgu. Meginástæðan fyrir þessari frestun á vaxtalækkun er sú, að lánskjaravísitalan hækkaði meira nú um mánaðarmótin, heldur en búist hafði verið við. Lánskjaravísitalan hækkaði úr 1077 í 1106, eða um 2,69%, sem jafngildir 37,6% á ársgrund- velli. „Þessi hækkun er ívið' meiri heldur en hækkunin fyrir mánuðinn á undan, og því eru engar almennar forsendur fyrir vaxtalækkun núna,“ sagði Tryggvi Pálsson, fostöðumaður hagdeildar Landsbankans í samtali við blaðið. Vaxtalækkun er þó enn í athugun hjá bönkunum. Búist er við að hækkun lánskjaravísi- tölunnar verði mun minni um næstu mánaðamót, sem getur þýtt að bankarnir kjósi að lækka vextina fljotlega, ekki síst með tilliti til þess að lánskjaravísi- töluhækkun í næsta mánuði vitnar um hækkun framfærslu- vísitölu og byggingavísitölu í þessum mánuði. „Ég tel ólíklegt að mánuður- inn líði án þess að til einhverra atburða dragi á þessu sviði,“ sagði Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri. Seðlabankinn mun án efa gegna lykilhlutverki við vaxta- lækkunina, en bankinn ákveður enn nokkra vexti, þ.álm. á sparisjóðsbókum. Viðskipta- ■bankarnir eru tregir til að ríða á vaðið við lækkun innlánsvaxta, vegna þess skaða sem þeir gætu hlotið af því í samkeppni við aðra banka. Lækkun Seðlabankans á vöxtum verðtryggðra útlána rann út um mánaðamótin, en Jóhannes Nordal sagði að á meðan ekki hefði verið tekin ný ákvörðun þá stæði fyrri ákvörð- unin. Hann kvaðst ekki reikna með að þessir vextir yrðu hækk- aðir aftur í bráð. íslenskir aðilar tengj- ast fjármála-Reuternum ■ Nokkrir íslenskir aðilar undirbúa nú að taka upp beint samband við fjármálafrétta- deild Reuters. Eru samningar Reuter við Póst og síma um leigu á nokkrum símalínum til þessarar fréttaþjónustu á loka- stigi, en síðar í þessum mánuði er vonast til að sambandið verði komið á, og þá geti áskrifendur fengið fjármálafréttir úr ýmsum heimshornum, gengisskráning- ar í ýmsum löndum og vaxtaboð flestra banka heims beint inn á tölvuskerm til sín hvenær sem er sólarhringsins. Pessir aðilar verða því í stöðugu sambandi við það sem gerist á alþjóðleg- um fjármagnsmörkuðum og geta byggt ákvarðanir sínar á ferskari upplýsingum um mark- aðinn heldur en hingað til. Seðlabankinn og Landsbank- inn hafa þegar ákveðið að tengj- ast fjármála-Reuternum. Björn Sigurðsson, sem hefur umsjón með erlendum viðskiptum Landsbankans, sagði að með þessu nýja samban’di kæmist bankinn í miklu betri aðstöðu en áður til þess að fylgjast með erlenda fjármagns- markaðnum. Nú gæti bankinn borið betur saman það sem væri í boði, bæði vegna eigin við- skipta og vegna leiðbeininga til viðskiptavina sinna, sem sumir vildu tryggja sér gjaldeyri á föstu verði á svokölluðum „forward“ markaði. „Viðgetum hugsanlega gert betri samninga um kaup á erlendum gjaldeyri, og einnig náð betri kjörum vegna erlendra lántaka, með þessum upplýsingum,“ sagði Björn. Bankarnir hafa hingað til fengið fjármálafréttir á telex frá Reuter í stuttan tíma á hverjum degi. Peir hafa orðið að nota síma til að kalla sérstaklega eftir upplýsingum. Kostnaðurinn hefur lengi staðið í vegi fyrir því að þessu stöðuga Reuter sambandi væri komið á hér á landi. Porsteinn Thorarensen, umboðsmaður Reuter á íslandi, sagði að sér hefði í mörg ár verið hugðarefni að koma sambandinu á, en símasamningurinn við Stóra norræna hefði lengi haldið sím- gjöldum alltof háum til þess að grundvöllur hefði verið fyrir sambandinu. Símgjöld hefðu hins vegar lækkað verulega síð- ustu árin, þannig að nú væri loks talið mögulegt að bjóða íslenskum aðilum þessa þjón- ustu. Formlegt verðtilboð verð- ur gert í næstu viku. Þorsteinn kvaðst sannfærður um að bank- ar og fyrirtæki gætu sparað veru- lega fjármuni með upplýsingun- um sem sambandið veitti. Nú er áætlað að hver notandi sambandsins muni þurfa að greiða um eina milljón króna fyrir það á ári. Gjaldið getur þó lækkað um næstu áramót, þegar samningurinn við Stóra norræna rennur endanlega út. E.t.v. bíða aðrir bankar og fyrirtæki þangað til með að notfæra sér þjónustuna. Búnað- arbankinn og Útvegsbankinn munu vera að veita málinu fyrir sér, og Flugleiðir, Sambandið, Eimskip og Kaupþing hafa sýnt því áhuga. Enn eitt atriði er rétt að nefna: Nýja Reuter-sambandið gefur ennfremur möguleika á að koma upplýsingum um ís- lenskt fjármálalíf á framfæri. Þannig mun ætlunin að Seðla- bankinn fái eigin „síðu“ hjá fjármála-Reuternum, en að henni geta fjármálastofnanir víða um heim síðan haft aðgang. Hagnaðurhjá VISA-ísland - nú hægt að nota kortin við áskriftakaup frá útlöndum ■ „Fyrirtækið kóm alveg þokkalega út og skilaði hagn- aði,“ sagði Jóhann Ágústs- son, stjórnarformaður VISA-ísland, í samtali við NT í tilefni af aðalfundi fyrir- tækisins fyrir helgina. Jó- hann vildi ekki gefa nákvæm- lega upp hver hagnaðurinn varð. í ársskýrslu Verslunar- bankans hefur komið fram að tap varð á rckstri höfuð- keppinauta VISA, Kredit- kortum, á síðasta ári. Hefur tapið að minnsta kosti nuniið 9 milljónum króna. J óhann Ágústsson sagði að VISA-Island hefði nú ákveð- ið að við kaup á tímaritum og bókum erlendis frá gætu VISA korthafar nú einfald- lega gefið söluaðilanum upp númerið á kortum sínum, og losnað þannig við að kaupa tékka í banka til að greiða kaupin með. Þá sagði Jóhann að fyrir- tækið hefði ákveðið að hefja viðræður við Þjóðleikhúsið og Iðnó um að korthafar gætu greitt aðgöngumiða í gegnum síma með því að gefa upp kortnúmer sín, en svipað fyrirkomulag hefur gilt við Hitt leikhúsið í vetur. BNOC verður lagt niður ■ Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja niður ríkis- olíufélagið BNOC. Olíufélagið hafði það hlutverk að sjá um sölu á a.m.k. 51% af allri þeirri olíu sem unnin var á bresku yfirráðasvæði í Norðursjó. Fé- lagið var stofnað árið 1976 til þess að hafa áhrif á olíumarkað heimsins og halda olíuverði niðri. Nú hafa skyndimarkaðir eins og Rotterdam-markaður- inn enn styrkst, og aðgerðir BNOC til að draga olíuverðið niður reynst árangurslausar. BNOC hefur á síðustu mán- uðum verið rekið með halla, sem ýtti undir ákvörðun stjórn- arinnar. Breska stjórnin hyggst koma á nýju olíufélagi í stað BNOC, sem þó hafi mun veigaminna hlutverki að gegna. Þetta nýja félag mun aðeins sjá um sölu 10% afNorðursjávarolíunni. Verslunarbankinn fékk mestu inn- lánsaukninguna ■ Verslunarbankinn fékk mestu innláns- aukningu allra viðskiptabankanna á síð- asta ári, eða59,l% en meðal innlánsaukn- ing bankanna var 34,5%. Hlutdeild Versl- unarbankans í heildarinnlánum bankanna óx úr 4,45% í 5,2% á árinu. Þetta kom fram á nýlegum aðalfundi bankans. Bein afleiðing af innlánsaukn- ingunni og aðeins lægri útlánaaukningu, 56,4%, var aðeins betri lausafjárstaða í lok ársins heldur en í byrjun þess. Þrátt fyrir velgengnina að þessu leyti þá varð 3,6 milljóna króna rekstrarhalli hjá Verslunarbankanum árið 1984. Ein af ástæðum tapsins var 3 milljóna króna byrði af tapi Kreditkorta s.f., sem bankinn á að einum þriðja hluta. Aðalfundur Verslunarbankans ákvað að efna til 100 milljón króna hlutafjárút- boðs á árunum 1985, ’86 og ’87. Stjórnarformaður Verslunarbankans er Sverrir Norland, en varaformaður Leifur Isleifsson. Aðrir í stjórn eru: Guðmundur H. Garðarsson, Þorvaldur Guðmundsson og Árni Gestsson. ■ Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri, og Linda Metsúalemsdóttir, skrifstofustjóri, skoða „state-of the-art“ hjá Frum. NT-mynd: Ari. Þjónustar yffir eitt hundrað fyrirtæki ■ Sérhæfingin segir enn meira til sín. Eftir því sem tæknin eykst, og rekstur fyrirtækja verður í senn auð- veldari og flóknari af hennar völdum, þá eflast fyrirtæki sem hafa það hlutverk að þjónusta önnur fyrirtæki. Kaup á slíkri þjónustu geta borgað sig. Tæknivæðingin er dýr, og tækni- þróunin hröð; hvorugu þurfa fyrirtækin,, sem ekki fjárfesta sjálf heldur kaupa þjónustu annarra, að hafa áhyggjur af. Þessi fyrirtæki geta einfaldlega keypt þá þjónustu sem er best og ódýrustu á hverjum tíma. En sagt annarri upp. Eitt þeirra fyrirtækja sem stundar slíka fyrirtækjaþjónustu er Frum h.f. í Sundaborg. Frum hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum og þjón- ustar nú yfir eitt hundrað fyrirtæki, með ýmsum hætti. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að innflutningsverslun, og séð meðal annars um banka og tollmeðferð fyrir innflytjendur, en leggur nú höfuðáherslu á ýmis konar tölvuþjónustu. Jón Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Frum, segir tölvustarfsemi fyrir- tækisins byggjast á því að sannfæra önnur fyrirtæki um „að reyna ekki það sem þeir kunna ekki.“ Frum hafi komið sér upp tveimur IBM tölvum og margbreytilegum hugbúnaði, sem fyrirtæki geti fengið aðgang að í gegnum símalínur. Ein meginforsendan fyrir slíkri starfsemi er þróun hugbúnaðar. Hjá Frum er hugbúnaðarþróunin af tvennum rótum runnin. I fyrsta lagi hefur fyrirtækið starfsfólk í þróunar- vinnunni, en í öðru lagi nýtur fyrir- tækið, að sögn Jóns Baldvinssonar, góðs af viðskiptavinum sínum. Við- skiptavinirnir koma oft hugmyndum sínum um endurbætur og aðlögun á hugbúnaðinum á framfæri við Frum. Þessar hugmyndir geta að lokum komið öllum viðskiptavinunum til góða. Þannig streyma nýjungarnar inn. „Ef aðrir eru með fræðilega reynslu, þá erum við með praktíska reynslu,“ sagði Jón Baldvinsson. Frum hf. var stofnað árið 1976, og er í eigu 10 fyrirtækja í Sundaborg. Áætluð velta á þessu ári er 24 milljón- ir. Fjöldi starfsmanna er 14. Stjórn- arformaður er Jóhann J. Ólafsson.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.