NT - 28.04.1985, Page 15
] rííT Sunnudagur 28. apríl 1985 15
LlL Myndlista rmadur
■ Síðasta sjálfsmynd van Gogh, máluð 2 mánuðum fyrír andlát hans.
deyr af harmi og sorg sex mánuðum
eftir lát Vincents.
Meginástæðan fyrir því að van
Gogh hefur að jafnaði verið talinn
geðveikur er sú að frá fyrstu tíð var
hann mjög sérsinna og sérstæður,
passaði hvergi inn í neitt félagsmynst-
ur, var afar viðkvæmur, sérvitur,
næmur, bráður og þrjóskur. Á ofan-
verðri 19. öld var umburöarlyndi
fólks ekki það mikið að slíkir sérvitr-
ingar slyppu við að fá geðveikisstimpil
á sig. Og snilligáfa þykir enn þann
dag í dagjafn afbrigðileg og geðveiki,
þó menn séu ekki eins örlátir núna
við að blanda þessu tvennu saman.
En vafalaust er langt í land með það,
að þjóðfélagið stimpli ekki sína snill-
inga geðveika meðan þeir lifa og
kemur það þá snillingunum að litlu
haldi að stimpla það þjóðfélag geð-
veikt sem ekki kann að þekkja sína
snillinga fyrr en þeir eru dauðir.
Hvers vegna
framdi van Gogh
sjálfsmorð?
Peir sem vilja stimpla van Gogh
geðveikan eiga sér enn eitt tromp á
hendi. Hann fyrirfór sér, það er þó
geðveiki. ekki satt? En á sjálfsvíg má
líta frá ýmsum hliðum, ekki síst þeirri
að slík framkvæmd sé endanlega í
höndum sérhvers einstaklings og
velkomin undankomuleið þegar lífið
verður allt of erfitt til lengdar. Þó
meginástæðan fyrir sjálfsmorði Vin-
cents hafi vafalaust verið flogaveikin
sem virtist ólæknandi, hefði sú ástæða
eflaust ekki verið honum næg for-
senda til slíkra örþrifaráða ef hún
hefði verið ein og sér um að kvelja
hann.
Ein megin félagslega vanlíðan
Vincents í lífinu orsakaðist af því að
hann gat ekki séð sér farborða með
list sinni. Hann hafði auk þess aldrei
eignast heimili, konu og börn eins og
hann hafði ávallt óskað sér. Eina
konan sem hann vissi um og hefði
hugsanlega getað hentað honum var
gift Theo. Sumir telja að það hafi
lagst þungt á van Gogh að fá ekki að
giftast Marguerite dóttur Dr. Gachet,
en læknirinn lagðist gegn því. Nýjustu
heimildir benda þó til þess að Marg-
uerite hafi óskað þessa ráðahags
miklu fremur en Vincent.
Það var mikil raun fyrir van Gogh,
þegar hann fór að mála, hve fáir
skildu list hans. En þó eilítið væri
farið að rofa til í þeim málum áður en
Vincent dó, var það ekki fyrr en með
vinsældum expressionismans á 20.
öld að van Gogh öðlaðist þá viður-
kenningu sem hann átti skilið. Sumir
telja að síðasta árið sem van Gogh
lifði hafi hann fundið sköpunargáfu
sína fara þverrandi, mörg verka hans
frá þessum tíma séu ekki jafn góð og
önnur hans bestu verk, bæði í lit og
formi. Ég tel að slíkt geti vel hafa átt
sér stað og er einkum tvennt sem
styður það. Van Gogh þjáðist alltaf
af minnimáttarkennd og óvissu um
stöðu sína og hæfileika. Hann hafði
sterkasta minnimáttarkennd gagnvart
föðursínum og Gauguin. í september
og október 1888 þegar hann átti von
á Gauguin í Gula Húsið, málaði hann
hvert meistaraverkið á fætur öðru
eins og hann ætti lífið að leysa, því
honum lá svo mikið á að finna sjálfan
sig í list sinni og sýna Gauguin
tæknilegt öryggi sitt áður en hann var
tilbúinn að verða fyrir áhrifum frá
Gauguin.
Hitt atriðið sem styður þessa kenn-
ingu er það að sköpunargáfan og
„originalitet" kemur fram á mjög
mismunandi tímum eftir því um
hvaða listgrein er að ræða. Sköpun-
argáfan kemur oft seint fram hjá
i rithöfundum og endist þeim vel, en
oftast er talið að hún nái frumlegasta
hámarki hjá málurum í kringum 35
ára aldurinn. Van Gogh var 35 ára
þegar hann veiktist og 37 ára þegar
hann fyrirfór sér.
Öll þessi atriði samanlögð hafa
stuðlað að skorti á lífslöngun hjá
Vincent og gert það að verkum að
hann ákvað að binda endi á líf sitt.
Hann fann lítinn tilgang í lífi þar sem
hann gat ekki lifað nema hálfur
maður. Slíkt nægði honum ekki, því
það sem hafði fyrrum gefið honum
lífsþrána og möguleika á að tjá skiln-
ing sinn á lífinu fólst í því lífsformi að
lifa lífinu til fulls í fullu samræmi við
skapsmuni sína, sannfæringu og til-
finningar. Þar höfðu aldrei dugað
nein undanbrögð eða hálfkæringur
hjá van Gogli, hann var alla tíð mikill
öfgamaður.
Og manni sem var gefið að sjá inn
í hlutina á næmari hátt en flestum
öðrum veittist ekki erfitt að sjá inn í
dauðann og hendast óhikað á móti
honum.
Árni Blandon
HUSGOGN OG
INMRÉTTINGAR
SUÐURLANDSBRAUT18
68 69 00
Verð 29. 850.- með Ijósum.
Yandaðar fínnskar
veggskápasamstæður
ÁVINNSL UHERFI
• Stærö 2/3 x 3/0 m
• Herfin má nota á 3 vegu
• Tvær gerðir: 200 og 288 tinda
• Hagstætt verð
• Til afgreiðslu strax
F= ARMÚLA11 SlMI 81500
HUSGOGN OG
INNRÉTTINGAR
SUÐURLANDSBRAUT18
68 69 00
Verð kr. 4.450.-
Ennfremur vandaðir
skrifborðsstólar
Verð frákr. 1.780.-
JOKER
unglingaskrifborðin
Tilvalin fermingargjöf