NT - 12.06.1985, Blaðsíða 10

NT - 12.06.1985, Blaðsíða 10
 Miðvikudagur 12. júní 1985 10 Leitin að lífií geimnum: m9 H Fyrst þarf að f inna reiki- stjörnurnar ■ Síöastliöin fimm ár hefur NASA í Bandaríkjunum variö 7,5 milljónum dollara til þess að reyna að greina merki lífs á reikistjörnum í öðrunt sólkerf- um. Enn sem komið er eru vísindamenn þó aðallega að glíma við spurninguna um hvort aðrar sólir hafi nokkrar reikistjörnur. Alla síðustu öld hafa geimvísindamenn reynt að leita svara við þessari spurn- ingu með athugunum og kenn- ingasmíð. Kenningasmíðin er auðveld- asti hlutinn því ekki er hægt að greina reikistjörnur í öðrum sólkerfum með venjulegum stjörnukíki. Þær myndu hverfa í birtunni sem stafar af sólinni, sem þær snúast um. Þess í stað er leitað að óbeinum vísbend- ingum. Ef reikistjarna á stærð viö Júpiter væri á sveimi um- hverfis sól myndi hnötturinn valda smávægilegum sveiflum á hreyfingu sólarinnar vegna stærðar sinnar (massi Júpiter er3l8sinnum meirien jarðar). Ef slíkar sveiflur finnast er ■ Reikistjörnur á frumstigi umhverfis Beta Pictoris. Hvað varð um lögguna góðu? Ofbeldi lögreglunnar í New York færist í aukana ■ Imynd lögreglunnar í New York og reyndar víðar í Bandaríkjunum fer stöðugt versnandi og er nú svo komið að mörgum blandast hugur um hvort hún sé hinn sanni vernd- ari réttvísinnar. Það eru ekki lengur bara vondu karlarnir sem verða að passa sig heldur einnig heið- virðir borgarar, sem verða æ oftar illa fyrir barðinu á lög- reglunni vegna minniháttar yfirsjóna eða jafnvel að ósekju. Ekki alls fyrir löngu voru fimm lögregluþjónar kærðir fyrir að hafa sýnt nokkrum eiturlyfjasölum óþarflega mikla hörku er þeir beittu rafmagnsbyssum, sem mun vera óhemju sársaukafullt, í þágu laganna. Þó er það öllu svartara þegar þeldökkur elli- lífeyrisþegi var skotinn til bana þegar verið var að heimsækja hann vegna vangoldinnar leigu eða þegar ökumaður lögreglu- bifreiðar keyrir gangandi veg- faranda niður, stórslasar mann og annan og bætir síðan gráu ofan á svart með því að stinga af. Núverandi borgarstjóri, Edward Koch, lítur málið mjög alvarlegum augum, enda kosningar á næsta leiti og ekki seinna vænna að gera hreint fyrir sínum dyrum. í viðleitni sinni til að stemma stigu við auknum ofbeldisverkum lög- reglumanna hefur sérstökum rannsóknardómi verið komið á fót. Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem úttekt er gerð á þessu viðkvæma máli. Fyrir einu og hálfu ári, þegar mönn- um fyrst var fariö að blöskra ástandið, var farið nokkuð vel ofan í saumana á þessu. Meðal annars var lögreglan sökuð um kynþáttafordóma. Spjótin beindust að Koch og hann lofaði úrbótum. í liði sent í eru um 28.000 manns er kannski ekki hægt að búast við að allt gangi snuðru- laust fyrir sig. Bent hefur verið á að starfinu fylgir mikið óör- yggi og spenna sem leiði til aukinnar áfengisneyslu og hærra hlutfalls hjónabandsslita og sjálfsvíga en meðal annarra stétta. Með sálfræðiprófi er reynt að vinsa úr óæskilega umsækjendur, cn það furðu- lega er að það eru ekki aðal- lega nýliöarnir sem hafa komið óorði á lögregluna upp á síð- kastið, eins og ef til vill mætti búast við, heldur eru það þeir reyndu og gamalgrónu. Vitað er að ntargir þeirra hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða, en það er hægara sagt en gert að reka þá úr starfi. Hingað til hefur eftirlitið eink- um beinst að nýliðunum. Auk þess eru þeir verndaðir af lög- um um opinbera starfsmenn og geta falið sig bak við þagn- arskylduna. Aukin óánægja meðal almennings Áiit manna á lögreglunni hefur aldrei verið minna. Líkamlegu og andlegu atgerfi hennar hefur farið mjög hrak- andi og sagt er að siðferðis- kenndin hafi aldrei verið á lægra plani. Hetjuljóminn er horfinn og útreiðin sem þeir fá í fjölmiðlum fer stöðugt versn- andi. Mesta reiði hefur vakið hversu oft þeir sleppa með milda dóma. Stundum fá þeir ekki nema áminningu fyrir brot sem öðrum væri umsvifa- laust stungið inn fyrir. Hvað er til ráða? Næsta lítið segja sérfræðingarnir. Helst er að herða inntökuskilyrðin enn frekar, auka eftirlitið og taka kvartanir til alvarlegri um-' fjöllunar. Veikasti hlekkurinn er eftir sem áður sá að lög- reglumennirnir vinna oftast saman tveir og tveir eða í litlum hópum. Náinn vinskap- ur myndast á milli þeirra og þegar einhver á það á hættu að verða fangelsaður eða rekinn, snúa þeir bökum saman og eru tregir til sagna. Á meðan svo fer fram óttast ménn að lítil von sé um að breytingar verði til batnaðar. Úr The Economist Lögreglan í New York: Verndari réttlætis eða lögleg ofbeldisstarfsemi? það vísbending um að fylgi- hnöttur sé með í spilinu. Ekki er þó auðvelt að greina hreyfingu af þessu tagi, því flestar stjörnur eru sífellt á hreyfingu, ekki aðeins þær sem hafa reikistjörnur. Spurningin snýst því ekki aðeins um það að greina hreyfingu, heldur smávægilega óreglu á hreyf- ingu. Samt hefur náðst árangur með þessari tækni. Strax árið 1844 fannst áður óþekkt stjarna með útreikningum af þessu tagi. Þýskur geimvís- indamaður, Friedrich Bessel, gat þá sýnt fram á að stjarnan Sirius hefði fylgihnött. með því að grcina smávægilega hlykkí á hreyfiferli hennar. Átján árum síðar var upp- götvun hans staðfest, en þá tókst að greina veikt ljósendur- varp frá hnettinum. Síðan þá hefur með þessari tækni tekist að finna fjölda tvístirna, þar sem áður var talin vera aöeins ein sól. En við erum að leita að reikistjörnum. Dr. Peter van de Kampf, sem starfar hjá Sproul Observat- ory í Bandaríkjununt, heldur því fram að hlykkir, sem hann hefur greint á hreyfiferii Barn- ard-stjörnu, beri ótvírætt vitni um nærveru reikistjörnu. Barnard stjarnan er ein af 10 sólum, sem næst eru okkar sóikerfi. Gallinn er að upp- götvun lians hcfur ekki verið staðfest af öðrum athugunar- stofum. Van de Kampf telur þessa reikistjörnu vera á stærð við Júpilc. c.i sveiflurnar sem hann greindi eru smáar og bíða verður frekari sannana. Athugunarstöð bandaríska sjóhersins (United States Naval Observatory) hefur staðið fyrir einhverjum umfangsmestu geimrannsóknum, sem gerðar hafa verið. Þeir fygldust náið með hreyfingunt um 1000 ná- lægra stjarna og tólf þeirra virtust hreyfast á þann hátt að möguleiki var á að þeim fygldu hnetti, sem væru of sfnáir til þess að geta kallast sólir. Til dæmis virðist Van Briesbroeck 10-stjarnan (VB10) hafa í eftir- dragi hnött sem er um '/skiaf stærð okkar sólar. Fyrsta reikistjarnan fundin Gott og vel. Þarna eru komnar ákveðnar vísbending- ar, en vísindamenn vildu gjarnan geta stutt mál sitt með öðru en óbeinum útreikning- um. Því var eftirvæntingin mikil þegar Donald McCarthy, frá háskólanum í Arizona, tilkynnti að hann hefði fundið beinar sannanir fyrir tilvist reikistjörnu utan okkar sólkerfis. Hann hefur notað nýja tækni við athuganir sínar, sem vfir- vinnur þau vandamál sem skapast við það að ijósgeislar, sem stjörnurnar senda frá sér, brenglast þegar þeir fara gegn- um gufuhvolfið. Með því að taka myndir af því sem sést gegnum stjörnukíkinn með nokkurra millisekúndna milli- bili og raða þeim síðan upp skv. tölfræðilegum aðferðum má fá óbrenglaða mynd af stjörnunni, sem verið er að athuga, og hreyfingum hennar. McCarthy og samstarfs- menn hans hafa um árabil notað þessa tækni með „infra“- rauðum sjónauka við athugun á stjörnum sem grunaðar hafa verið um að hafa fylgihnött. Ein þessara stjarna er Van Briesbroeek 8 (VB8), sem er dauf stjarna í um 21 ljósára fjarlægð frá jörðu. Þegar þeir athuguðu myndirnar af henni voru þeir sannfærðir um að hafa fundið hnött, sem snérist um sólina, og tilkynntu með stolti að þeir hefðu fundið fyrstu reikistjörnuna utan sól- kerfisins. Enn ríkir þó ekki eining um málið. Stærð þessarar hugsan- legu reikistjörnu er slík, að spurning er hvort ekki sé um svokallaðan „brúnan dverg" að ræða. Þessi hnöttur er um 6000 sinnum stærri en jörðin. Styður kenningar um myndun sólkerfisins Samt sem áður er um mikil- væga uppgötvun að ræða. Þótt hnöttur þessi kunni að líta út eins og sól - hann er loftkennd- ur og samanstendur af helium og hydrogeni - er útilokað að í honum eigi sér stað kjarna- klofningur, vegna þess hvað liann er lítill. Fundur þessa hnattar rennir auk þess stoðum undir nýjustu kenningar um myndun sólkerfisins, en þær hafa verið að fá aukinn stuðn- ing að undanförnu. Þær gera ráð fyrir því að stórt ský, samsett úr margs konar loftteg- undum og rykögnum, hafi fall- ið í átt að sólinni og vegna miðflóttaafls sólar hafi þessar efniseindir þeyst aftur í átt frá sólu og myndað þunnan disk efniseinda umhverfis hana. Með tíð og tíma á þessi diskur að hafa þést og myndað reiki- stjörnurnar. Lengi vel var hér aðeins um tilgátu að ræða en upp úr 1983 fóru ýmsar athuganir að renna stoðum undir hana. Japanir fundu fyrstir, með hjálp „infra- rauðs" stjörnukíkis sannanir fyrir því að umhverfis sól jarð- ar snérist ský rykagna. Af tilviljun sást í stjörnukíki, sem var í gervihnetti á braut um jörðu, samskonar diskur efnis- einda umhverfis stjörnuna Vega. Skömmu síðar rákust menn á svipaðan disk umhverf- is stjörnuna Fomalhaut og árið 1984 náðist svo mynd af slíkum diski við stjörnuna Beta Pictor- is. Líklegasta skýringin á tilvist þessara diska er sú að hér sé um að ræða reikistjörnur á frumstigi. Að viðbættum vís- bendingunum um tilvist „brúns dvergs" umhverfis VB8, sem líklega er að kælast niður, billjónunt ára eftir myndun hans, virðist flest benda til að nóg sé af reikistjörnum um- hverfis aðrar sólir en okkar. Hvort þar er að finna líf - skyni gæddar verur - eða bara urð og grjót er svo annað mál. Þýtt og endursagt úr The Economist.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.