NT - 12.06.1985, Blaðsíða 12

NT - 12.06.1985, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 12. júní 1985 12 Dóttir Bette Davis skrifar bók þar sem segir: „1 M lamma 1 laa ði ■ bernsku mína í rúst!“ ■ í byrjun maímánaðar kom bók í bókabúðir í Bandaríkjunum, sem heitir „My Mother’s Keeper“, og er hún sögð jafnvel slá út hina meinyrtu bók „Mommie De- arest“, sem dóttir Joan Craw- ford skrifaði um erfið æskuár sín og ill samskipti þeirra mæðgna. Hin nýja bók er skrifuð af dóttur leikkonunnar Bette Davis, en Bette hefur alltaf haft orð á sér fyrir að vera mikil fjölskyldumanneskja og hin heiðarlegasta á allan hátt, þótt vissulega hafi hún þótt skapmikil alla fíð. Nú kveður dóttir hennar, Barbara Davis Hyman, 38 ára, sér hljóðs nreð þessari bók, og samkvæmt frásögn hennar virðist raunin hafa verið allt önnur. Barbara er dóttir Bette Davis og þriðja eiginmanns hennar (af fjórum). Sá hét Williani Grant Sherry og var liann listamaður. Hjóna- bandið stóð stutt. Hann á að hafa verið mjög skapbráður og það svo, að haft er á orði aö hann hafi þegar á brúð- kaupsdaginn beitt Bette of- beldi og lamið hana. „Hjóna- bandið var eitt helvíti", var haft eftir henni. „Hún var drykkfelld og algjör harðstjóri," segir dóttirin - Móðir mín hefndi sín á mér vegna pabba, segir Bar- bara. - Hún var drykkfelld og algjör harðstjóri og lagði bernsku mína í rúst. Ég fékk aldrei að hafa nokkra skoðun eða meiningu fyrir mig, en hún ein réði öllu og þar með búið! Jafnvel eftir að ég var gift kona vildi hún fá áð ráðskast með líf mitt og minna, segir Barbara í bók- inni. Barbara segir jafnframt, að það sé ekki af peningagræðgi, að hún sé að gefa út þessa bók (en hún fékk 100.000 dollara í höfundarlaun) - heldur af væntumþykju og umhyggju fyrir móður sinni! Barbara segist vera frelsuð, og á sl. ári hafi hún og fjölskylda hennar gengið í hvítasunnusöfnuð. Þetta seg- ir bókarhöfundur að hafi haft þau áhrif, að hún vilji reyna að hjálpa móður sinni, Bette, til að sjá sjálfa sig í réttu ljósi, svo hún viðurkenni ágalla sína og reyni að ná sambandi við guð sinn. Kunnugir eru þó nokkuð vantrúaðir á það, að Bette Davis láti einn eða neinn snúa sér á nokkurn hátt, því hún hefur alla tíð staðið föst á sinni meiningu. 80 kvikmyndir á hálfri öld - tveir gljáfægðir „Oscarar" áhillu Nýlega var sýnt hér í sjónvarpi viðtal við Bette Davis senr vakti mikla at- hygli. Hún sagði skoðanir sínar á mönnum og málefnum umbúðalaust. t>etta viðtal var enga fyrirhöfn sparað og eytt miklum peningum til að reyna að koma henni til nokkurs þroska. Betta Davis er sögð afar bitur yfir þessari bók dóttur sinnar og hún á að hafa hringt til Barböru og sagt: „Hvernig dirfist þú að gera mér þetta. Ég er mjög fræg kona!“ tekið fyrir tveimur árum, rétt fyrir 75 ára afmæli hennar, en hún er ein allra frægasta leik- kona Bandaríkjanna. Hún hefur leikið í hálfa öld í Hollywood og komið fram í 80 myndum. Tvisvar hefur hún hlotið Oscars-verðlaun, og sagði hún í viðtalinu, að hún mæti þau verðlaun mikils og stytturnar stæðu á heið- ursstað hjá sér, fægðar og pússaðar. Er Bette Davis var innt eftir hvað henni þætti um bókina og hvort svona slæmt samkontulag hafði verið milli þeirra mæðgnanna og kemur þar fram, sagði leikkonan: „Ég hef elskað og virt börn- in mín (hún á líka tvö kjör- börn fyrir utan dótturina Bar- böru) og oft lagt á mig mikið erfiði á lífsleiðinni til að fjöl- skyldu minni liði vel. Ég held að Barbara sé öfundsjúk og afbrýðissöm út í fóstursyst- kinisín, Margot ogMichael." Kjörbörnin tók Bette og fjórði eiginmaður hennar, Gary Merill. Það voru dreng- ur og stúlka. Stúlkan reyndist þroskaheft og hefur Bette ■ B.D. Hyman er höf- undarnafnið á titilhlaði bókarinnar „My Moth- er’s Keeper", en B.D. stendur fyrir Barbara Davis og eftirnafnið Hyman fékk hún við gift- inguna. ■ Það eru víst fáar , myndir til af þeim mæðg- unum saman, Bette Dav- is og Barböru, en hér kemur þó ein þeirra, sem tekin var er Barbara var á unglingsárum. Nú hefur Barbara ásakað Bette fyrir að hún liafi verið eigingjörn og léleg móðir. er nú orðin 77 ára og hefur orðið fyrir margvísum sjúkdómsáföllum. Nú óttast læknar hennar að mótstöðukrafturinn dvíni, eftir þau vonbrigði og sorg sem bók dóttur- innar hefur valdið henni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.