NT - 21.06.1985, Blaðsíða 6

NT - 21.06.1985, Blaðsíða 6
Sögur úr lífinu Þorsteinn Guðjónsson skrifar ■ Göngugarpurinn Reynir Pétur. ■ Göngugarpurinn Reynir Pétur frá Sólheinium í Gríms- nesi nýtur verðugrar hylli á ferð sinni um landið, og sér- staklega er það yngri kynslóðin sem eílir hann með undirtekt- um sínum. Mætti jafnvel búast við að gönguvilji fari nú að vaxa með fslendingum, en þeir hafa ef til vill verið um of háðir hinu þarfa farartæki bílnum, á undanförnum árum. En það er athyglisvert hve léttur Reynir varð á sér þegar fylgið fór að vaxa. Þar kemur til greina líffræðilegt lögmál, sem sumir þekkja dálítið til en aörir síður. Vissulega var það Ómari Ragnarssyni að þakka, að áhuginn á göngunni vaknaði í byrjun, en þó var það Reynir Pétur sjálfur sem reið rembi- hnútinn í viðtali þeirra í sjón- varpinu sem ég horfði á mér til mikillar ánægju. Þegar þeir höfðu rætt um stærðfræðina um stund og víðáttur himin- geimsins og fjarlægðir vetrar- brautanna lét Reynir Pétur það í Ijós að líf sé á öðrum stjörnum. „Samkvæmt líkinda- reikningi?“ skaut Ómar inn, meðofurlitlum varúðartón. En þá kom stóra augnablikið: „Þú sérð það, maður..,“ sagði Reynir Pétur og lagði allan sinn persónuleika í svarið-og efasemdirnar þögnuðu. Nokkurra efasemda virðist nú verða vart gagnvart því að viðleitni til friðar megni nokk- uð gagnvart þeim styrjaldar- og aleyðingarundirbúningi sem nú fer fram hvarvetna. Friðar- fundir eru haldnir, friðargöng- ur farnar, friðarundirskriftum safnað í innanverða buxna- skálm, og friðarviðræðum „Þú sérð það maður...“ sagði Reynir Pétur og lagði allan sinn persónuieika í svar- ið - og efasemdirn- ar þögnuðu. komið á - meðan hernaðar- undirbúningurinn tekur sjö- mílnaskref sín ótruflaður framávið til hins komandi „dýrðardags“. - Mín skoðun er sú að miklu vænlegra til árangurs en nokkrar alþjóðleg- ar safnanir væri það, ef hægt væri að samstilla einhverja eina þjóð í virðingu fyrir sjálfri sér, sögu sinni og viljanum til friðar, þannig, að það færi að verða metnaður annarra þjóða að reynast ekki síðri þeirri sem tekur að sér forystu um friðar- mál. „Alþjóðastefna" lamar þjóðarviljann og veikir alla raunverulega krafta. Ungur maður sagði mér frá því að hann hitti unga konu á förnum vegi, og tóku þau tal saman. Konan hafði gert víð- reist, eins og títt er, og hafði hún komið í land nokkurt þar sem forn og fræg mannvirki eru, og nálægt einu þeirrahitti hún hofprest nokkúrn, sem þjónar hinum fornu guðum landsins, þó að þjónusta við þá sé þarna í litlu gengi samanbor- ið við einhver aðkomutrúar- brögð. Tal þeirra tveggja berst nú að heimsmálum, og er hof- prestur býsna svartsýnn. En þegar hann fréttir að konan sé frá íslandi, ljómar allt andlitið upp, hálfdökkt af sólarbruna og erfðaeiginleikum, og segir hann að ísland sé von mann- heims. En konunni þótti þetta mjög merkilegt, og þótti gott að geta sagt hinum unga ís- lendingi frá þessu. - Slík reyn- sla sem þessi mun annars ekki vera óalgeng meðal þeirra fs- lendinga, sem jafnframt því að vera víðförlir, hafa það í sér að kunna að gefa sig á tal við hugsandi menn. A Stjörnuþingi þvf sem Halldór Vigfússon boðaði til á Þingvöllum 17. júní 1985, og ...Ijómar allt andlit- ið upp, hálfdökkt af sólarbruna og erfð- areiginleikum og segir hann að ísland sé von mannheims. sótt var af dálitlum hópi nýals- sinna, var virðingin fyrir víg- búnaðarbraskinu í slíku lág- marki, að allir létu liggja vel á sér og glöddust yfir mikilleik alheimsins og bláma himinsins, sem þrátt fyrir skýjabreiðuna sýndi af sér þó nokkra rönd. Eftir tveggja tíma fundarsetu með mátuiegum orðræðum og léttum veitingum tóku menn sig upp og héldu til Lögbergs, en þar kvaddi ég mér hljóðs, nefndi mér tvo votta að fornum sið (sem bæði taka vel eftir sögðum orðum) og sagði fram þessi orð: „Fjarhrif, fjarsamband með- vitunda og önnur fyrirbæri af sama toga eru nú viðurkennd af (ýmsum) sálfræðingum, líf- fræðingum, eðlisfræðingum og almenningi. Neitun gegn tilvist slíkra fyrirbæra er nú úr gildi fallin. Menn eru þó um alla jörð ráðalausir um hvað við þetta afl eigi að gera. Heim- speki Nýals er hin eina sem ræður fram úr þessum vanda. Nýalsstefnan er hin raunveru- lega friðarstefna á þessari jörð, því að hún ein sýnir fram á (það sem getur orðið) sameig- inlegt markmið allra þjóða. Hinn Almáttki mun leysa vanda mannkynsins með því að efla þá stefnu. Sigur nýalsstefnunnar er sigur hins Almáttka.“ Að fram komnum eindregn- um undirtektum við þessi orð sleit Halldór Vigfússon þessu fyrsta Stjörnuþingi á Þingvöll- um, sem þó má teljast hafa átt sinn aðdraganda í Málþingum þeim sem haldin voru 1983 og 1984. En á Stjörnuþingum framtíðarinnar vænti ég að engir geti orðið að mannstjörn- um nema þeir eða þær, sem vita af lífinu á öðrum stjörnum. Nýalsstefnan er hin raunverulegafriðar- stefna á þessari jörðjþvíhúneinsýn- ir fram á sameigin- legt markmið allra þjóða. ■ Það er ósköp leiðinlegt að skrifa í blöð svona yfir sumar- tímann. Þá eiga slíkir miðlar að þegja utan það að flytja manni fréttir af veðri og veður- útliti, ástandi vega og fjalla- slóða og fleiru slíku sem kemur fólki að notum er það vill njóta náttúrunnar og landsins sjálfu sér til andlegrar heilsubótar og hressingar. Það er annars furðulegt hvað Reykvíkingar (og nú tala ég auðvitað frá nafla alheimsins) gera lítið af því að skjótast út í náttúruna á kvöldin og um helgar. Það er að sönnu farið úr bænum um helgar og þá ná bílalestirnar austur á Selfoss og upp á Akra- nes, en þá er alltaf farið eins langt oghægt eroge.t.v. aldrei farið út úr bílnum nema á bensínstöðvum og í sjoppum Ég var að hugsa um þetta er ég sl. þriðjudagskvöld tók mig til og ók í 10 mínútur upp að Úlfarsfelli og gekk á þetta 300 metra háa fjall. Með réttu hefðu mörg hundruð manns átt að vera þarna á dýrlegri kvöldgöngu. Það var logn og blíða, sumarsól og dásamlegt útsýni út sundin blá og ekki sálu að sjá. Ég og förunautur minn vorum eina fókið sem gekk á Úlfarsfell þetta kvöld og ekki var að sjá neina umferð á nærliggjandi fjallatoppum heldur. Við fórum þetta.auðvit- að rólega enda líkaminn óvan- ur átökum af þessari gerð og þrátt fyrir drjúgt stopp efst uppi þar sem notið var útsýnis yfir Mosfellssveit, Kjalarnes og Sundin, þá var maður kom- inn heim í stofu með kaffibolla og vindil innan þriggja tíma, endurnærður og hress með þá heitstrengingu í brjósti að færa sig upp á skaftið og linna ekki látum fyrr en það fjall væri sigrað er byrgir útsýni til norðurs, Esjan. Ómeðvituð neysludýr Þúsundir Reykvíkinga ærast upp í Bláfjöll á hverri helgi á veturna og renna sér daglangt á skíðum og það er aldeilis frábær útivera þó að biðin við lyfturnar sé oft í lengra lagi og ferðin niður næsta misheppn- uð. En af hverju skyldu þús- undir Reykvíkinga ekki þjóta út í nærliggjandi náttúru á kvöldin og um helgar, fá sér vænan göngutúr og borða nest- ið sitt? Það er að sýnu leyti ekkert síður frábært en að fara á skíði. Finna vorið, vorilminn og gróandann og njóta þeirrar hreyfingar sem öllum er góð. Getur verið að skýringin sé sú að hegðun okkar mótist af

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.