NT - 21.06.1985, Blaðsíða 8

NT - 21.06.1985, Blaðsíða 8
Mz Birna Björnsdóttir kennari og húsmóðir Fædd 2. febrúar 1936 Dáin 15. júní 1985 Okkur langar til að minnast með nokkrum orðum okkar góðu vinkonu Birnu Björns- dóttur er lést þann 15. júní í Landspítalanum í Reykjavík, aðeins 49 ára að aldri. Birna fæddist og ólst upp á Akureyri, dóttir hjónanna Sig- ríðar Guðmundsdóttur, sem nú er látin og Björns Þóröarsonar. Birna átti tvær eldri systur, Guðrúnu og Erlu. Á heimili þeirra Björns og Sigríðar var ætíð gott að koma og vorum við vinkonur Birnu alltaf velkomnar og þar mætti okkur hlýleiki og ástúð sem aldrei mun gleymast. Við kynntumst Birnu þegár skólaganga okkar hófst í Barna- skóla Akureyrar. Vináttan styrktist með hverju ári og allar samverustundir við leik og störf eru ógleymanlegar. Birna var skáti í Skátafélaginu Valkyrjan á Akureyri. Þar var hún góður félagi, fyrst undir leiðsögn for- ingja sinna, síðar sem leiðbein- andi þeirra sern yngri voru. Skátastarfið var henni afar hug- leikiðöll árhennará Akureyri. Birna lauk gagnfræðaprófi árið 1953 frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Eftir það hóf hún störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í 2 ár. Þá lá leið hennar til Reykjavíkur í húsmæðraskóla. Að honum loknum hóf hún nám í handavinnudeild Kennaraskóla íslands og lauk því vorið 1959. Birna giftist Heimi Hannes- syni, lögfræðingi 1959ogeignuð- ust þau þrjú börn: Hannes f. 1960 Sigríði f. 1963, sem bæði eru í framhaldsnámi og Magnús f. 1964, sem er nýstúdent. Alltaf vorum við vinkonurnar vel- komnar á þeirra myndarheimili en ferðirnar suður urðu alltof fáar, þótt vináttan væri jafn styrk og fyrr. Með Birnu er gengin yndisleg kona, sem alltaf var jafn róleg, fáguð og reyndi hvarvetna að láta gott af sér leiða. Engum duldist að heimilið og fjölskyld- an áttu hug hennar allan, eink- um var þó uppeldi barnanna, þroski og framtíð þeirra hennar hjartans mál. Elsku Birna, við þökkum þér vináttu og tryggð sem aldrei féll skuggi á. Blessuð sé minning Birnu Björnsdóttur. Kæri Heimir, við vinkonurn- ar vottum þér og börnunum, Birni föður hennar og systrum dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur öll. Valborg, Hólmfríður, Hclga Maggí og Dóra Birna Björnsdóttir fæddist á Akureyri 2. febrúar 1936, yngst þriggja dætra hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Björns Þórðarsonar. Þótt ég þekkti, ekki til á því heimili þegar Birna var í bernsku, tel ég mér af nánum kynnum síðar óhætt að fuljyrða að hún muni alla tíð hafa búið farsællega að því skjólgóða öryggi sem þar ríkti. Vafalaust hefur ekki síst verið þaðan runnið það jafnvægi sem var einkennandi þáttur í fari hennar. Hún var í föðurhúsum um hríð eftir að eldri systurnar voru farnar að heiman, og með henni og foreldrum hennar var ætíð mikið ástríki eins og fjöl- skyldunni allri. Að loknu gagnfræðaprófi á Akureyri stundaði Birna nám í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, en fór síðan til náms í handa- vinnudeild Kennaraskóla ís- lands og lauk þaðan' kennara- prófið vorið 1959. Hún vann nokkuð að kennslu á sérsviði sínu, einkum í Vogaskóla, Kvennaskólanum í Reykjavík og Fóstruskóla Sumargjafar. Henni mun hafa látið vel að kenna, enda var eftir henni sóst til slíkra starfa. Hún gaf sig þó ekki að þeim til langframa, því að hún eignaðist snemma eigin fjölskyldu sem hún kaus að helga krafta sína. Sama ár og Birna lauk handa- vinnukennaraprófi, eða 29. ágúst 1959, giftist hún æskuvini sínum frá Akureyri, Heimi Hannessyni, sem þá var við lögfræðinám í Háskóla íslands. Börn þeirra eru þrjú. Hannes, f. 1960,hefurlokiðháskólanámi í alþjóðasamskiptum í Banda- ríkjunum og starfar nú sem blaðamaður; Sigríður, f. 1963, leggur stund á hjúkrunarfræði í Háskóla íslands; Magnús, f. 1964, lauk stúdentsprófi nú í vor. Engum fékk dulist, að um- hyggja Birnu fyrir ástvinum sín- um var runnin henni í merg og blóð, enda átti hún ekki langt að sækja slíka eiginleika. Fjöl- skyldulífið varð henni líka uppspretta mikillar hamingju meðan ævin entist. Börnin voru heilbrigð og mannvænleg, og maðurinn sem hún hafði unnað frá æskudögum var henni traust- urförunautur. Heimir varþegar á námsárum og síðan eftir að hann lauk lögfræðiprófi atorku- samur starfsmaður sem gekk ótrauður að ýmsum verkefnum þar sem reyndi á frumkvæði og framkvæmdasemi. M.a. í tengslum við störf sín sem annar útgefanda landkynningarritsins „lceland Review" og formaður Ferðamálaráðs íslands um ára- bil átti hann erindi víða um heim. Marga för fór Birna með honum, enda höfðu þau mikið yndi af að ferðast saman, bæði innan lands og utan. Þeirrar notalegu hlýju sem Birnu var eiginleg í umgengni við annað fólk fengum við ríku- lega að njóta sem vorum henni nákomin. Systrum sínum var hún hjartfólginn vinurogsystra- börn hennar áttu alltaf alúð hennar vísa. Birna var jafnan hófstillt í framgöngu og ekki fyrirferðar- söm. Hún var þó fjarri því að vera ómannblendin enda var hún manna vinsælust af skóla- systkinum og æskufélögum og hélt við þá ævilanga tryggð. Hún starfaði af miklum áhuga í átthagafélagi Eyfirðinga í Reykjavík og átti lengi sæti í stjórn þess. Festuleg rósemi virtist Birnu gefin í óvenjulegum mæli. Hún lét fátt koma sér úr jafnvægi, svo að séð yrði, og hafði ekki mörg orð um þótt eitthvað kynni að ganga öndvert. Þessi hugarró brást henni ekki heldur í langvinnum veikindum hina síðustu mánuði. Þarflaust er að reyna að lýsa því, hve erfitt er að sætta sig við að ekki skuli verða rönd við reist því aðgangsharða afli, sem hrífur konu á besta aldri burt úr lífi þeirra sem áttu hana að. En þá er þess að minnast, að þetta er öfugmæli; enginn, sem við höfum átt að, verður framar hrifinn burt úr lífi okkar, allra síst sá sem lætur eftir sig gnægð bjartra og góðra minninga. Þannig verða minningarnar um Birnu mágkonu mína ævinlega. Bjartur og mildur var lt'ka júnímorgunninn er hún gafst á vald þeim friði sem ekkert fær rofið. Árni Gunnarssun Fögru lífi er lokið. Á sólrík- um sumardegi, laugardaginn 15. júní síðastl. lést í Landspítalan- um frú Birna Björnsdóttir frá Akureyri eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ég varð þeirrar Föstudagur 21. júní 1985 8 Minning gæfu aðnjótandi, að kynnast þessari elskulegu og einlægu konu og eignast vináttu hennar. Hún hafði til að bera þá eigin- leika, sem ósjálfrátt vöktu þá vissu, að væru allir slíkum mannkostum búnir, væri heim- urinn betur settur. Þá var hún gædd slíkri reisn og glæsileik, að ekki brást henni til hinstu stundar. Það var í desember 1976, að fyrst varð vart við þann sjúkdóm, sem að lokum varð henni að aldurtila. Þá gekk hún undir hættulegan uppskurð og virtist ná furðu góðri heilsu, svo að gekk kraftaverki næst. Á síð- astliðnu ári tóku veikindin sig upp að nýju og nú varð engum vörnum við komið. í þessu langa veikindastríði heyrðist hún aldrei mæla æðruorð, en var þakklát fyrir þá góðu að- hlynningu, sem hún hlaut. Vel- ’farnaður annarra var henni ávallt ofarlega í huga. Mikla umhyggju og tryggð sýndi hún Eyfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hún starfaði mikið fyrir, var ávallt boðin og búin til þess að leggja fram krafta sína í þágu þess félags. í þeim störfum kom glöggt fram smekkvísi hennar og fágun, sem einkenndu allar hennar gjörðir. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir áralanga vináttu, sem skilur eftir dýrmæt- ar minningar um sérstæða konu. Ég og fjölskylda mín vottum eiginmanni Birnu, og börnum þeirra, föður hennar, systrum og öðrum vandamönnum ein- læga samúð. Harpa M. Björnsdóttir Nú þegar dagur og nótt verða vart aðgreind og birtan og gróandinn ráða ríkjum, kvaddi Birna þetta jarðlíf. Lát hennar kom okkur vinum hennar ekki á óvart, en samt var það svo að okkur fannst ský draga fyrir sólu. Leiðir okkar Birnu lágu sam- an í Eyfirðingafélaginu í Reykjavík, og þegar kvenna- deild var stofnuð innan félagsins var hún ein af stofnendum. Hún vakti strax athygli þessi fallega og hægláta kona, og við nánari kynni komu hennar góðu mann- kostir í ljós. Með okkur tókst vinátta og við áttum saman mikið og gott samstarf sem aldrei bar skugga á. Það hefur alltaf verið mjög samhentur hópur sem starfað' hefur í félaginu og átti Birna ekki síst þátt í því. Ég veit að störfin með okkur voru henni mikils virði og hún vildi alltaf hag félagsins sem mestan. Heimilið og fjölskyldan var henni samt allt. Þar nutu sín best hennar góðu eiginleikar. Fyrir tæpum 9 árum sótti sá vágestur hana heim sem hafði yfirhöndina að lokum. En eftir erfiða læknismeðferð snéri hún aftur heim og til starfa í félaginu okkar. Næstu árin voru henni dýrmæt. Hún sagði svo oft við mig að mikið breytti maður mati sínu á gæðum lífsins eftir að hafa gengið í gegnum erfið veikindi. Sjálf mat hún mest að geta verið heima og hugsað um velferð fjölskyldu sinnar og henni auðnaðist að sjá börnin sín vaxa upp og verða foreldrum sínum til sóma. Fyrir tæpu ári veiktist hún svo aftur og nú mátti hinn mannlegi máttur sín ekkert. Samt kom hún heim um tíma og alltaf skyldi hún fylgjast með okkar störfum. Þegar við kveðjum þessa góðu konu er okkur efst í huga þakkir fyrir að gefa okkur svo fallegt fordæmi með lífi sínu. Það er sá minnisvarði sem aldrei fellur og ekkert fær grandað. Við í Eyfirðingafélaginu vott- um eiginmanni hennar, börnum, öldruðum föður, systr- um og ástvinum hennar öllum okkar dýpstu samúð. Megi minningin um hana verða ykkur leiðarljós fram á veginn. Steinunn Steinsen Ástkær mágkona og vinkona er látin. Hún var til kölluð í blóma lífs síns og kvaddi þennan heim, þegar hann skartaði sínu feg- ursta. Vorið hafði verið óvenju fagurt og það lék við lífið og gróandann. Það var því ennþá sárara að fylgjast með dauða- stríði lífsmikillar konu, sem barðist fyrir lífi sínu af miklu hugrekki þar til yfir lauk. Líkt og blómið, sem festir rætur í grýttri jörð, hafði hún þessa síðustu mánuði kjark til að lifa á meðan kraftar leyfðu. Birna Björnsdóttir fæddist á Akureyri á vetrarmánuðum 1936. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir og Björn Þórðarson. Lifir hann dóttur sína. Birna ólst upp í foreldrahús- um yngst þriggja systra við mikla ástúð og hlýju, sem reyndist henni síðar dýrmætt veganesti. Hún var lánsöm að fá að lifa við slíkt öryggi á uppvaxt- ar- og þroskaárum sínum. Fag- urt umhverfi Akureyrar mótaði einnig spor í persónuleika hennar. Þessi ár á Ytri Brekkunni voru henni kær, þar sem unað var við leik eða störf. Göngu- ferðir í Lystigarðinn, berjaferð- ir upp f Miðhúsaklappir, skíða- ferðir í Hlíðarfjall og síðar úti- legur með skátunum, svo að eitthvað sé nefnt. Birna tók mikinn þátt í skátastarfinu á Akureyri og lagði sitt af mörk- um til að skapa fagran reit við skála þeirra, Valhöll, í Vaðla- heiði. Eftir að fjölskyldan eign- aðist bíl var farið í óteljandi skoðunarferðir um nágrennið og fjarlægari héruð. Björn var óþreytandi að sýna dætrum sínum fegurð og um leið tíguleik þessa lands og vaknaði fljótt áhugi þeirra á ferðalögum. í fylgd foreldra sinna lærðu þær að bera virðingu fyrir náttúr- unni samtímis því sem hennar var notið í ríkum mæli. Stund- um var brugðið út af venjunni og róið á árabát yfir í Vaðla- heiði. Á vetrum stundaði Birna skólann en vann við verslunar- og skrifstofustörf á sumrin. Haustið 1959 giftist Birna eftirlifandi manni sínum, Heimi Hannessyni og eignuðust þau þrjú börn: Hannes 1960, Sigríði 1963 og Magnús 1964. Eftir giftinguna, á afmælis- degi tengdamóður hennar 29. ágúst, fluttist hún til Reykjavík- ur og átti hún þar heimili síðan. Fyrsta veturinn stundaði hún nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík og síðan við handa- vinnudeild Kennaraskólans. Næstu árin tók uppeldi barn- anna hug hennar allan, en þess á milli starfaði hún við kennslu við hina ýmsu skóla í Reykja- vík. Birna var listakona og það lék allt í höndum hennar. Hún gekk að hverju verki með festu og leysti það af hendi fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Skipti þá ekki máli, hvort hún var að sinna börnum sínum og nemendum, hlúa að blómunum eða vinna að öðrum störfum jafnt utan sem innan heimilis- ins. Það var oftast vor í lífi Birnu. Skyndilega syrti þó að síðla árs árið 1976. Þá fékk hún viðvörun og sjúkdómurinn, sem reyndist síðar banvænn, gerði vart við sig. Þetta var reiðarslag og vinir og vandamenn fylgdust áhyggjufullir með. Börnin voru ung og ómótuð og hún var enn í fullum blóma lífs síns. Sjálf kvartaði hún aldrei. Hún gekk í gegnum þetta eins og hvert annað verk, sem henni var ætlað og áminnti okkur hin á stundum fyrir vanþakklæti gagnvart líf- inu. Hún hafði efni á því. Ef geislar sólarinnar voru ekki á næsta leiti þá leitaði hún að þeim sjálf þangað til hún fann þá, og skugginn var að baki. Birna fékk mörg tækifæri til að ferðast bæði utan lands og innan. Það var hennar viðauki í lífinu, því að það veitti henni mikla ánægju, viðsýni og úr hverri ferð kom hún heim fróð- ari og reynslunni ríkari. Við áföll og erfiða lífsreynslu skýrist persónuleiki fólks og hafi einstaklingurinn þrek til að standast áfallið, þroskast hann samtímis. Birna hafði fengið í vöggugjöf seiglu og dugnað föð- ur síns, en samtímis mildi og fínleika frá móður sinni. Skap- höfn hennar var einnig rík af kærleika og bar hún ávallt mikla virðingu fyrir samferðamannin- um. Hún hefði getað gert eftir- farandi orð grísks heimspekings (Epiktet) að sínum: „Ekki bíður sólin þess að hún fái bænir né áskoranir um að rísa, heldur skín hún af sjálfs- dáðum og hlýtur allra hylli. Þú skalt ekki heldur bíða eftir lófa- taki, hrifningarhrópum og lof- ræðum til þess að gera vel, heldur skaltu gera góðverk ótil- kvaddur. Ávinn þér þá lyndis- einkunn og tem þér þá hegðun, sem þér finnst vert að gæta, hvort heldur þá ert einn eða með öðrum". Birna var alltaf sjálfri sér samkvæm og tamdi sér virðu- lega, hlýja og fágaða fram- komu. Hún átti það líka til að vera glettin. Þetta var henni eðlilegt og hún umgekkst alla á sama hátt. Skipti þá ekki máli, hvort hún var í veislusölum erlendis með tignum gestum eða í fjallaferð með fjölskyld- unni. Fyrir tæpu einu ári fór hún í síðustu ferðina. Dvaldi hún þá í nokkra daga hjá systur sinni að Brettingsstöðum í Flateyjardal. Þangað fór hún í ágústkyrrðinni og naut lyngsins og litadýrðar eins og svo oft áður, en nú var það í síðasta sinn. Nokkrum dögum síðar haust- aði enn á ný í lífi hennar. Náttúran hlýddi sínu kalli sam- tímis. Epiktet heldur áfram: „Ég er alltaf ánægður með það sem skeður, því að ég veit, að það sem Guð kýs er alltaf betra en það sem ég kýs“. Birna mætti örlögum sínum sterk og óhagganleg. Síðasta haustið hennar stóð í tæpa tíu mánuði. Það dró af henni smátt og smátt, en hún gat lengi spjallað um daginn og veginn, ' og það var áberandi, hvað Ak- ureyrarárin voru henni kær. Fyrir nokkrum vikum missti Birna sjónina. Það var eitt síð- asta stigið í þessum miskunnar- lausa sjúkdómi. Þá hófst erfið- asti kaflinn fyrir aðstandendur. Fársjúk gat hún þá lýst því sem hún „sá“. Hún skynjaði návist hins óráðna og gaf okkur hinum innsýn þangað inn. Hún talaði mikið um marglit og tilkomu- mikil tjöld og eins og hún sagði: „Á bak við tjöldin er mikil birta“. Hún varð blind, en hún leitaði að birtunni og fann hana. Eftir það lagðist yfir hana djúp- ur svefn, en vorið og sumarið kom á ný. Tengdafaðir Birnu, Hannes J. Magnússon, lýsti vorinu eitt sinn á þessa leið: „Á meðangræríbrekku blóm og blærínn strýkur vanga, við þann hlýja unaðsóm uni ég daga langa. Eftir langan, Ijósan dag Ijúfra unaðsstunda við það sama vöggulag vil ég þreyttur blunda. “ Úr þessum hendingum má lesa þá fegurð og hlýju, sem umlukti Birnu, og vöggulag vorsins hljómaði, þegar hún sofnaði svefninum langa. Við drúpum höfði í virðingu og þökk. Blessuð sé minning Birnu Björnsdóttur. Á Jónsmessunni 1985 Sigríður J. Hannesdóttir, Gerður Hannesdóttir Hrefna Hannesdóttir. Wn þú ert að leita þér að fasteign, þá getum við sparað þér mjög mikla vinnu vegna þess að við erum búin að raða öllum eignunum upp eftir stærð, svo nú finnur þú t.d. allar 3ja herb. íbúðirnar saman og þarft ekki lengur að fletta mörgum síðum til að fá yfirsýn yfir það sem þér stendur til boða. MEIRIHATTAR BLAÐ HLAÐIÐ FRÉTTUM AF HEIMILUM, HÚSUM OG FASTEIGNAMARKAÐINUM Fylgir blaðinu á laugardögum Ég óska eftir að gerast áskrifandi að NT. Kr. 330.- á mánuði. HEIMILI PðSTNR. UNDIRSKRIFT

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.