NT - 28.06.1985, Blaðsíða 2

NT - 28.06.1985, Blaðsíða 2
lít Sjónvarp föstudag kí. 22.05: Falla svona konur karlmönnum í geð? ■ Föstudagsmyndin er bandarísk sjónvarpsmynd, gerð eftir kunnri smásgöu Dor- othy Parker, „Big Blonde", sem hefur verið gefið nafnið Með Ijósa lokka á íslensku. Sýning hennar hefst kl. 22.05. Þó að atburðarrásin eigi að gerast fyrir rúmum 60 árum, gæti hún átt sér stað í dag. Þar segir frá ungri Ijóshærðri fyrir- sætu, ímynd þeirra kvenna sem eiga allt sitt undir því að falla karlmönnum í geð. Dorothy Parker (1893-1967), sem bjó ein mestan part ævinnar við fjárhagslegt sjálfstæði, vclti mikið vöngum yfir þessu fyrir- bæri og þeim hörmungum sem það getur haft í för með scr fyrir konuria. Þessar vanga- veltur koma fram í mörgum sagna hennar. Sally Kellerman leikur aðal- persónuna og þá 2 menn sem urðu mestir áhrifavaldar í lífi hennar leika þeir John Lit- hgow og George Coe. Peg Murray leikur vinkonu hennar, sem hefur til að bcra þá hörku, sem Dorothy Parkcr álítur bestu vörn sumra kvenna. Leikstjóri er Kirk Browning. tónlistina útsctti og stjórnar Glenn Osser, en þar er m.a. að finna yfir 30 lög frá þeim tíma, þegar sagan á að gerast. Þýöandi er Kristrún Þórðar- dóttir. ■ Aöalpcrsónun umkringd aðdáenduin. ■ Vigfús Hallgrímsson við starf sitt í Gamla Kompaníinu. NT-mynd: Sverrir ■ Vigfús Hallgrímsson er fæddur 13. ágúst 1955 á Höfn í Hornafirði. Hann fór fjög- urra ára í Heyrnleysingjaskól- ann og var þar við nám til 10 ára aldurs. Þá fór hann í Barnaskóla Garðahrepps og síðar í Gagnfræðaskólann í Garðahreppi, en þangað flutt- ist hann með foreldrunt sínum 5 ára. Vigfús lauk iðnnámi frá lðn- skólanum í Hafnarfirði 1978 og starfaði síðan í Trésmiðj- unni Meið og lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði 1979. Hann hefur stundað þá iðn síðan í Meið og síðar í Gamla Komp- aníinu. Er við á NT hringdum í Gamla Kompaníið til að spyrj- ast fyrir um hvaða tími hentaði til að senda þangað ljósmynd- ara til að taka mynd af Vigfúsi, kom í ljós, að þar vinna 3 heyrnarskertir húsgagnasmiðir - sem allir hafa verið við fréttflutning í táknmáli í sjón- varpi - þeir Vigfús Hallgríms- son, Jónas Jóhannsson og Gunnar Amarson (Gunnar starf- aði þar 1981-83). I viðtali við fyrirtækið kom fram, að þessir menn hafa, allir sem einn, komið sér mjög vel þar, eru samviskusamir og góðir verk- menn og vinsælir á vinnustað. Vigfús hóf að segja tákn- málsfréttir í sjónvarpinu í febrú- ar 1984. Unnusta Vigfúsar er Edda Björk Sigurðardóttir og þau eiga eina dóttur, Arndísi Jónu, sem er tveggja ára. Helstu áhugamál Vigfúsar eru íþróttir, einkum handbolti Sjónvarp laugardag kl. 16. Bein útsending: Páfamessa í Péturskirkjunni ■ Ekki eiga allir þess kost að sækja heim Péturskirkjuna, en þar vildu margir sækja messu hjá sjálfum páfanum, þó að þeir séu ekki kaþólskir. Á morgun gefst íslenskum sjón- varpsáhorfendum væntanlega kostur á að vera viðsiaddir athötn þar, þegar Jóhannes Páll II. páfi vígir biskupa og erkibiskupa til embætta og flyt- ur ræðu. Við vígslumessuna flytur Fílharmóníusveit Vínarborgar ásamt tveimur kórum og ein- söngvurum „Krýningarmessu“ eftir Wolfgang Ámadeus Moz- art undir stjórn Herberts von Karajan. Ætlunin er að senda þessa páfamessu beint um gervihnött frá Vatíkaninu, Róm, en fáist ekki gervihnattasamband verður í staðinn hafinn íþrótta- þáttur kl. 16. ■ Ef gervihnattasamband næst verður sjónvarpað beint frá páfamessu í Pétuskirkj- Föstudagur 28. júní 1985 16 sem ekki fékk að halda hér tónleika! ■ Sænska rokkhljómsveitin Imperiet er íslendingum að góðu kunn, enda hefur hún lagt leið sína hingað til lands. Hún lék hér á Norrokk-tón- leikum 1984 og kom hér við á leið sinni vestur um haf í vor, um hvítasunnuna, og hugðist þá halda hér aðra tónleika. Ef margt fer öðru vísi en ætlað er. Dvöl þeirra hér í vor bar upp á laugardaginn fyrir hvítasunnu og voru dregin fram 60 ára gömul lög um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, sem komu í veg fyrir að af hljómleikunum gæti orðið. Hljómsveitin var í vetur á löngu hljómleikaferðalagi um Norðurlönd, þar sem hún hélt alls 60 tónleika, alla fyrir fullu húsi.Þeir sem kunnugir eru segja að Bandaríkjaferð þeirra hafi líka gengið mjög vel, enda sé þessi vinsæla hljómsveit sí- fellt á uppleið. Það er þess vegna alveg vonlaust að fá hana til að leika hér á næst- unni, hún er bókuð langt fram í tímann. Annað kvöld kl. 22.30 verð- ur sýnd í sjónvarpinu upptaka sem gerð var á tónleikum hljómsveitarinnar { ferðinni í vetur, nánar tiltekið voru þess- ir tónleikar haldnir í Noregi og voru þeir 3. í röðinni af 60. ■ HI. á ieið hvítasi leikah; laga s< tekin á stað þt Hann á f jölmörg á- hugamál og flytur fréttir á táknmáli ogbadminton. Hann hefurlíka mikinn áhuga á skák. Vigfús hefur verið í íþróttafélagi heyrnarlausra (nú varaformað- ur þess) og í Skákfélagi heyrn- arlausra. Hann var ritstjóri Tímarits Heyrnarlausra árin 1977-1981. Sjónvarp föstudag kl. 19.50: Sjónvarp laugardag kl. 22.30: Hljómsveitin Imperiet Föstudagur 28. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Anna Maria Ögmundsdóttir, Flat- eyri talar. 9.00 Fréttir 9.0r Morgunstund barnanna: „Litli bróðir og Kalli á þakinu" eftir Astrid Lindgren. Sigurður Benedikt Björnsson les þýðingu Sigurðar Gunnarssonar (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli sér um þáttinn. RÚVAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14,00 „Hákarlarnir“ eftir Jens Björneboe Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (18). 14.30 Miðdegistónleikar a. „Silki- stiginn", forleikur eftir Gioacchino Rossini og b. Ungversk rapsódía nr. 2 eftir Franz Liszt. Lamoureux- hljómsveitin leikur; Roberto Benzi stjórnar. c. Pianókonsert nr. 1 í b-moll op. 32 eftir Xaver Schar- wenka. 15.15 Léttlög 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Á sautjándu stundu Umsjón: Sigríður Ó. Haraldsdóttir og Þor- steinn J. Vilhjálmsson. 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.35 Frá A til B Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: Björn M. Björgvinsson og Tryggvi Jakobs- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynning- ar. Daglegt mál. Valdimar Gunn- arsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. I miðju straum- kastinu Helga Einarsdóttir lýkur lestri æviminninga Helgu Níels- dóttur úr bókinni „Fimm konur" eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. b. Kórsöngur Karlakór Keflavikur syngur undir stjórn Sigurðar Demetz Franzsonar. c. Hestamenn í Reykjavík og reiðskjótar þeirra Baldur Pálma- son les úr minningabók Daníels Danielssonar Ijósmyndara. 21.30 Frá tónskáldum 22.00 Hestar Þáttur um hesta- mennsku í umsjá Ernu Arnardótt- ur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöidsins. 22.35 Úr blöndukútnum - Sverrir Páll Erlendsson. RÚVAK 23.15 Kammertónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands í Bústaða- kirkju 31. janúar s.l. Stjórnandi og einleikari: Jaime Laredo. a. Conc- erto grosso i G-dúr op. 6 nr. 1 eftir Hándel. b. „Poemi" fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Hafliða Hall- grímsson. - Frumflutningur undir stjórn tónskáldsins. c. Fiðlukonsert í a-moll eftir Bach. d. Sinfónía í c-moll (nr. IX) eftir Mendelssohn. - Kynnir: Jón Múli Árnason. 0050. Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Laugardagur 29. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tónleikar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Torfi Ótafsson talar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, frh. 11.00 Drög að dagbók vikunnar Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Ligga ligga lá Umsjónarmað- ur: Sverrir Guðjónsson. 14.20 Listagrip Þáttur um listir og menningarmál i umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá“ Umsjón: Sigurður Einarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Martha Argerich leikur pianótónlist eftir Frédéric Chopin. a. Sónata nr. 3 í h-moll op. 58. b. Pólonesa nr. 7 í As-dúr op. 61. 17.00 Fréttirá ensku 17.05 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.50 Síðdegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Sumarástir Þáttur Signýjar Pálsdóttur. RÚVAK. 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.30 Útilegumenn Þáttur i umsjá Erlings Sigurðarsonar. RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar Þættir úr sí- gildum tónverkum. 21.40 „Leyndarmál“, smásaga eftir Bemard MacLaverty Erlingur E. Halldórsson les þýðingu sína. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Náttfari - Gestur Einar Jónas- son. RÚVAK. 23.35 Eldri dansarnir 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson 00.50. Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 30. júní 8.00 Morgunandakt Séra Ólafur Skúlason dómprófastur flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit 101-strengur leikur lög eftir Steph- en Foster. 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður - Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Prestsvígsla i Dómkirkjunni (Hljóðrituð 16. þ.m.). Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirs- son, vígir Helgu Soffíu Konráðs- dóttur cand. theol. til aðstoðar- prestsþjónustu í Fella- og Hóla- sókn í Reykjavíkurprófastsdæmi og Sigurð Ægisson cand. theol. til Djúpavogsprestakalls í Austfjarða- prófastdæmi. Vigsluvottar: Hólm- fríður Pétursdóttir, sr. Hreinn Hjart- arson, sr. Kristinn Hóseasson og sr. Ólafur Skúlason. Séra Agnes M. Sigurðardóttir þjónar fyrir altari. Organleikari: Marteinn H. Friðriks- son. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Um garða og gróður Minnst 100 ára afmælis Garöyrkjufélags íslands. Umsjón: Ágústa Björns- dóttir. 14.30 Miðdegistónleikar Félagar i Fílharmóniusveitinni í Berlín leika. a. Oktett í Es-dúr op. 20 eftir Felix Mendelssohn. b. Hymnus cp. 57 eftir Julius Klengel. 15.10 Milli fjalls og fjöru á Vest- fjarðahringnum Umsjón Finnbogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir 16.20 Leikrit „Raddir sem drepa“ eftir Poul Henrik Trampe fimmti þáttur. 17.00 Fréttir á ensku 17.05 Síðdegistónleikar a. „II dolce suono“, aría úr óperunni „Lucia de Lammermoor" eftir Gaetano Don- izetti. Edita Gruberova syngur. Sin- fóniuhljómsveit Útvarpsins í Munchen leikur; Gustav Kuhn stjórnar. b. „Espana", rapsódía eftir Emanuel Chabrier, og svíta nr. 2 úr „Þríhyrnda hattinum" eftir Manuel De Falla. Fíladelfíuhljóm- sveitin leikur; Riccardo Muti stjórnar. c. „Schéhérazade" eftir Maurice Ravel. Elly Ameling syngur. Sinfóníuhljómsveitin i San Francisco leikur; Edo de Waart stjórnar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.