NT - 06.07.1985, Side 8
Innanhú
Stæröir 36-38 (40-42)
Efni: 8 (9) hnotur Sissi frá Chevitt,
hér ljósgrátt.
Prjónar: Prjónar nr. 3 Vi og 4.
Bak: Fitjið upp á prjóna nr. 3 'h 129
(137) L. og prjónið 3 cm í brugðning
1 L. slétt og 1 L. brugðin. Skiptið yfir
á prjóna nr. 4 og prjónið munstur eins!
og hér fer á eftir og aukið um leið út
jafnt yfir umferðina 13 (12) L.
1. umf: “2 L. brugðnar, 1 L. slétt,
bandinu brugðið upp á prjóninn, 1 L.
slétt, steypið sléttu L. yfir hina sléttu
L. 3 L. sléttar“ endurtakið frá “ til “
og endið á 2 L. brugðnum.
2. umf. og allar jafnar umf.: Prjóniði
slétt á slétt og brugðið á brugðið.
16 (17)
13 16(17)
42 (43)
BAKSTYKKI
50 (53)
46 (49)
62 (63)
54 (55)
40
3
Mohairpeysa úr Sissi
3. umf.: “ 2L. brugnar, 1 L. slétt,
bandinu brugðið upp á prjóninn, 1 L.
slétt, steypið sléttu L. yfir hina sléttu
L. 2 L. sléttar," endurtakið frá “ til “
umferðinaútendiðá2L. brugðnum.
5. umf.: “2 L. brugðnar, 2 L. sléttar,'
bandinu brugðið upp á prjóninn, 1 L.
slétt, steypið sléttu L. yfir sléttu L. 1
L. slétt“ endurtakið frá “ til “ umferð-
ina út og endið á 2 L. brugðnum.
7. umf.: “ 2 L brugðnar, 3 L sléttar,
bandinu brugðið upp á prjóninn, 1 L.
slétt, steypið sléttu L. yfir hina sléttu
L.“ endurtakið frá “ til “ umferðina
út og endið á 2 L. sléttum.
9. umf.: “ 2 L. brugðnar, 5 L. sléttar,"
endurtakið frá “ til “ umferðina út.
10. umf.: “ 2 Lsléttar, 5 L. brugðnar,"
endurtakið frá “ til “ umferðina út.
Endurtakið þessar tíu umferðir í
munstri.
Pegar stykkið mælist 40 cm er
byrjað að taka úr fyrir handveg.
Fellið af 11 (13) L. í byrjun næstu 2
umferða. Prjónið áfram þangað til
stykkið mælist 60 (61) cm. Þá er tekið
úr fyrir hálsmáli. Fellið af 36 (39) L.
á miðju stykki og prjónið síðan hvora
öxl fyrir sig. Fellið af 5 L. við
hálsmálið. Haldið áfram þangað til
stykkið mælist 62 (63) cm. Fellið laust
af. Prjónið hina öxlina eins.
Framstykki: Prjónið eins og bakið
þangað til stykkið mælist 54 (55) cm.
Þá er tekið úr fyrir hálsmáli.
Næsta umf.: Prjónið í munstri 52 L.
fellið af 16 (19) L. prjónið munstur
umferðina út. Prjónið nú hvora öxl
fyrir sig. Prjónið 52 L. snúið við.
Féllið af 3 L. af byrjun næstu umferð-
ar 2 sinnum. Fellið síðan af 2 L. 2
sinnum við hálsmálið. Fellið af 1 L. 5
sinnum við hálsmálið. Fellið af þær L.
sem eftir eru.
Prjónið hina öxlina eins.
Ermar: Fitjið upp á prjóna nr. Vh 61
(65) L. og prjónið 7 cm í brugðning 1
L. slétt og 1 L. brugðin. Skiptið yíir
á prjóna nr. 4 og aukið um leið út um
39 (41) L. jafnt yfir prjóninn. Prjónið
munstur.
Þegar stykkið mælist 36 cm er
byrjað að auka út 1 L. báðum megin
í 4.hverri og annarri hverri umferð til
skiptis þangað til 124 (130) L. eru á
prjóninum. Prjónið þangað til stykkið
mælist 50 cm. Fellið laust af.
Kragi: Fitjið upp 3 L. á prjóna nr. 4
og prjónið slétt. Aukið út um 2 L
hægra megin í annarri hverri umferð
og 1 L. vinstra megin í annarri hverri
umferð þangað til það eru 66 L. á
prjóninum. Haldið áfram að auka út
um 1 L. vinstra megin í annarri hverri
umferð á meðan felld er af 1 L. hægra
megin í annarri hverri umferð. Um
leið er prjónað munstur sem hér
segir: Prjónið 12 umferðir slétt á
sléttu og brugðið á röngunni, síðan
eru prjónaðar 10 umferðir garða-
prjón. Þetta er endurtekið stykkið út.
Þegar stykkið mælist 56 cm, mælt frá
vinstri hlið er byrjað að fella af. Fellið
af í annarri hverri umferð 2 L. vinstra
megin og 1 L. hægra megin þangað til
3 L. eru eftir þá er fellt af. Saumið
kragann þannig saman að hann myndi
hring.
Frágangur: Saumið axlasauma.
Saumið kragann á og festið hann
síðan niður að innanverðu með laus-
6. júlí 1985
um sporurn. Saumið ermarnar í, Þvoiðpeysunauppúrvolgusápuvatni
saumið síðan erma og hliðarsauma. og leggið á stykki til þerris.
8
Sætteða
■ Það er mjög auðvelt að búa til
vetrarsultu og hún kostar alls ekki
mikið.
Þó þú sért búin með sultu eða
hlaup síðasta sumars þá þarftu alls
ekki að örvænta. Það er mjög auðvelt
að búa til sultu, marmelaði eða
kryddsultu (relish) úr ýmsu grænmeti
t.d. gulrótum, hvítkáli og lauk ásamt
niðursoðnum, þurrkuðum og inn-
fluttum ávöxtum. Það er meira að
segja hægt að búa til tómatsósu úr
niðursoðnum tómötum.
Hér á eftir kemur svo safn af
auðveldum uppskriftum sem munu
sjá til þess að þú eigir nóg af sætri eða
kryddaðri sultu þangað til sumarið
kemur og þú getur byrjað að sulta
aftur.
Fyrst kemur hér litfalleg og bragð-
góð sulta úr gulrótum. Við megum
heldur ekki sleppa appelsínunum og
þess vegna höfum við hér appelsínu-
sítrónu hlaup. Það er ekki tært en það
kemur með sólskinið á morgunverð-
arborðið. Síðan kemur mjög óvenju-
leg sulta úr banönum. í henni er það
óvanalega efni C-vítamínduft. Það á
að vera hægt að fá það í öllum
apótekum, það er til varnar því að
bananarnir dökkni. Þessi sulta kemur
áreiðanlega til með að vera upp-
áhaldssulta barnanna. Þar á eftir
kemur svo ósoðið kryddsalat. Það er
alveg upplagt að eiga í ísskápnum og
á mjög vel við með kjöti og fiski. Það
er líka gott að blanda Svolitlu af því í
ídýfur eða hræra svolitlu majonesi
eða sýrðum rjóma saman við það og
hafa það í samlokur. Þetta salat
geymist uppundir 3 vikur í ísskápnum
og verður aðeins betra með tímanum.
Svo komum við að lauk-tómata
kryddsultunni. Hún er alveg óborgan-
leg á hamborgara og verður áreiðan-
lega ein af vinsælustu kryddsultum
heimilisins. Síðan höfum við krydd-
aðan gulróta-pickles, hann er mjög
góður með margskonar steikum. Þar
á eftir kemur aprikósu og ananas
marmelaði, alveg ómissandi á ristaða
brauðið eða muffinsið. Seinast höfum
við svo tómatsósuna. Það er vel hægt
að búa til tómatsósu úr niðursoðnum
tómötum ef maður kemst yfir ódýra
dósatómata. Þessi tómatsósa er ekki
eins fíngerð og sú sem maður kaupir,
en þær keyptu standa ekki samjöfnuð
við þessa í bragðgæðum.
Gulrótasulta
1 kg rifnar gulrætur
1 sítróna, afhýdd og söxúð
1 appelsína, afhýdd og söxuð
1 dós ananaskurl (400 gr.)
3 bollar sykur
Vi bolli appelsínuþykkni
Blandið öllu saman í stórum potti.
Látið suðuna koma upp, minnkið
hitann og látið malla án loks í 20
mínútur. Hellið í niðursuðuglös og
lokið þétt. Sjóðið í vatnsbaði í 5
mínútur. Það verða um 4 bollar af
sultu úr þessari uppskrift.
Appelsínu-sítrónu hlaup
3 bollar sykur
1 bolli vatn
1/4 bolli nýr sítrónusafi
Vi dós pektínduft
1 lítil ferna appelsínuþykkni
Blandið nú saman í stórum potti
sykri og vatni. Látið suðuna koma
upp, hrærið stöðugt í og hellið saman
við sítrónusafanum, sjóðið kröftug-
lega í 1 mínútu.
Takið af hitanum stráið pektíninu
yfir, látið aftur yfir hitann, sjóðið í 2
mínútur. Hellið síðan appelsínu-
þykkninu saman við, takið strax af
hitanum og hellið í heitar sótthreins-
Aprikósu- og ananassulta í undirbúningi.
aðar krukkur. Lokið þeim strax.
Þessi uppskrift gerir um 3 bolla af
hlaupi.
Bananasulta
3 bollar sykur
xh bolli vatn
10 þroskaðir bananar
2 msk C-vítamínduft
Vi tsk kanell
Blandið saman í stórum potti sykri
og vatni. Látið suðuna koma upp og
sjóðið án loks í 10 mínútur, hrærið oft
í. Afhýðið og saxið bananana á með-
an og látið út í pottinn með c-vítamín-
duftinu. Látið síðan malla án loks í
um það bil 1 Vi klukkustund eða
þangað til blandan er þykk og sultu-
kennd, bætið þá út í kanelnum.