NT - 31.08.1985, Blaðsíða 20

NT - 31.08.1985, Blaðsíða 20
w 31. ágúst 1985 20 lnnanhú Indónesískur jakki ■ Þessi jakki er sú tegund af jakka sem er algengur í Indónes- íu og hann hefur sömu einkenni og poncho blússan og mjúka pilsiö. Engir aukasaumar eða fellingar sem hindra eðlilegar hreyfingar. Snið eins og þetta lætur stórt fólk sýnast minna og öfugt. Jakinn þolir mjög vel munstrað efni þar sem hann hefur engar fellingar eða aukasauma en hann er líka jafnfallegur úr einlitu efni. Hann er alveg tilvalinn til að nota með poncho blússunni og mjúka pilsinu og þá hefurðu sett sem þú getur sýnt þig í hvar sem er. Saumaleiðbeiningar Efni: 2,40 c af 90 cm breiðu efni. Best er að nota mjúk efni sem falla vel. Stærð: Ein stærð, brjóstamál 84-97 cm, baksídd er 70 cm. Það er mjög auðvelt að síkka eða stytta jakkann cftir vild. Saumfar: Það er allstaðar notað l cm saumfar nema þar sem annað er tekið fram. Vinmilysing: Leggið sniöið á efnið og klippið. Sikksakkið í kringum öll Mjúkt pils ■ Einfaldasta tegund af pilsi er efnisbútur vafínn um líkam- ann og efra horninu stungið niður með mittinu svipað og sarong. Pils þarf ekki að hafa neina hliðarsauma. En sarong vill losna svo það er ekki allaf auðvelt að bera hann, það er því auðveldara og mikið hagkvæm- ara að hafa pils með hliðarsaum- um og teygju eða eitthvað þess- háttar til að halda því að sér. Þröngir strengir í mittinu eru óþægilegir og ef pilsið hefur marga sauma eða fellingar þá hreyfíst það ekki vel með líkam- anum og ef þau eru mikið rykkt þá fer mikið efni í þau. Þetta pils er einfalt og þægilegt. Það er nógu vítt til þess að það hindrar ekki hreyfingar og ódýrt þar sem það þarf ekki mikið efni í það. Það er líka auövelt að stytta eða síkka það án þess að eyðileggja heildarsvipinn. Það hefur engan streng en það er notuð teygja í mittið í staðinn, svo það er mjög auðvelt að breyta aöeins mittismálinu ef með þarf. Ef það er saumað úr sama efni og ponchoblússan þá geturðu notað hvorttveggja saman sem tvískiptan kjól. Saumaleiðbeiningar: Efni: 1,50 m af 90 cm breiðu efni. Það er hægt að nota flest þunn eða milliþykk efni. Forðist þykk eða stíf efni sem verða fyrirferðarmikil í h- <L P-h'LÐ fc/9 S X crv stykkin með um það bil 3 mm spor- breidd. Festið nú aukann við ermarn- ar. Leggið 1 ermastykki og 1 auka- stykki saman með réttuna inn og látið C mæta C og B mæta B. Stingið saman og pressið sauminn opinn. Saumið ermina við bolinn. Leggið ermina ofan á bolinn með rönguna út. Byrjið við axlamerkinguna og saumið fasta framhliðina á bolnum við ermina og látið mætast B merking- arnar að aukasaumnum B/B, látið síðan mætast A til A. Látið síðan aukamerkið BX mæta BX á erminni og saumið frá því niður ermina. Pressið sauminn opinn. Byrjið nú aftur á axlamerkinu og saumið að B merkinu og látið B merkin mæa BX/BX á aukasaumnum og A mæta A/A aukanum. Pressið sauminn opinn. Endurtakið á hinni erminni. Saumið nú kragann á. Leggið krag- ann einfaldan á bolinn með rétturn- ar saman. Látið G merkið á kragan- um mæta G á bolnum, Nælið niður kragann og lafið Fl merkin standast á. Saumið nú hliðarsaumana. Saumið upp 1 cm fald líka á kraganum. Ljúkið nú við kragann. Byrjið við G merkið á miðjunni og leggið undir 1 cm af kraganum og nælið við saum- inn. Haldið áfram niður að faldi. Saumið niður kragann ofan á sauminn sem fyrir er. Skiljið neðsta hlutann af kraganum eftir opinn. Faldið ermarnar , eins og neðan á jakkanum. Pressið. 1 BL i B -S 1 í\ “I A 1 [i aÓ 1 l kt Ipi ’/f > > } 1 I 1 \ 3« |c F £6 AL sr (K K! 1 1 1 — 1 r~ 1 1 7 H- J t H > Ai* n i= pO* l 1 HG £ t~ i -u ppl £> 1 £° £? iÐ H- l ER. i 1 J i 1 1 X A | n | E RP u ' Jl < K l 1 Kl. ií>' Féf fí vlK .1 * c Pl{ K 14 *tk v- * 1 Fe ZH) e.rt iHt ZU 2 c B Bt 53 c ó' Ct 1. T •• 0 fcl • IP =>14C l st t. w > i i <? h k . lf pn > 1 s U R> i<? / ii Q 1 i Poncho blússa ■ Einfaldasta saumaða fííkin er PONCHO - (þetta er spænskt orð notað yfír vissa gerð af fötum um allan heim). Poncho samanstendur af efnisbút með holu í miðjunni fyrir höfuðið og með hliðarsaumum. Ennþá eldri er sú tegund af poncho sem hefurenga hliðarsauma. Poncho blússuna er hægt að nota á marga vegu. Þetta snið er mjög gott til að sýna fallegt efni þar sem það eru engir saumar eða föll sem rugla gott munstur. Það er líka hægt að sauma blússuna út tveim efnum og hafa hana úr öðru efninu og líninguna úr hinu. Ef þú saumarsvo blússuna úr einlitu efni geturðu séð að hún passar vel við allt mögulegt. Poncho blússan klæðir buxur og pils jafnvel og það er hægt að nota hana utan yfír eða innan undir allt eftir því hvað hugurinn býður. Þetta er sú tegund af blússu sem aldrei fer úr tísku. Saumaleiðbeiningar Efni: 1,40 m af 90 cm breiðu efni. Það er hægt að nota flest þunn eða milliþykk efni. Forðist hörð eða þykk efni sem falla ekki vel. Stærð: Ein stærð fyrir brjóstmál 84- 97. Sídd er um 61 cm. Það er mjög auðvelt að stækka eða minnka sniðið eftir óskum. Saumfar: Bætið við 2 cm fyrir sauma nema á hálslíningu þar er notað 'A cm saumfar. Vinnulýsing: Leggið sniðið á efnið og klippið, sikksakkið síðan allar brúnir svo að efnið rakni ekki með 3 mm breiðu sikksakki. Saumið hálslíning- una við þannig: Leggið líninguna á blússunni með rétturnar saman og nælið allt vel saman með títuprjónum og stingið með xh cm saumfari. Klipp- ið aðeins upp í sauminn neðst í hálsmálinu. Snúið stykkinu við og pressið, stingið síðan niður sauminn frá réttunni ef vill. Saumið nú hliðar- saumana með því að brjóta stykkið í tvennt með réttuna inn og sauma á milli A og B. Faldið handveginn með því að leggja inn ‘A cm og síðan 1 Vz cm og stinga. Snúið stykkinu rétt og faldið eins að neðan. Pressið. Búið til belti úr afganginum af efninu um það bil 152x8 cm stórt. í beltið þarf að klippa 154x18 cm stykki. Þaðmágjarn- an skeyta það saman á 2-3 stöðum til að vinna betur úr efninu. strenginn þegar þau rykkjast saman við teygjunma. Það þarf 56-68 cm af 1 cm breiðri teygju (eða 5 cm breiðri, þá er hún stungin á efnið). Endanleg lengd á teygjunni er ákveðin með því að strekkja á henni unt mittið þangað til þú finnur hvað er þægileg lengd. Bætið við urn 1 cm til að sauma saman endana. Stærð: Ein stærð fyrir mitti 61-71 cm, mjaðmir 91-97 cm. Sídd er 70 cm frá mitti að faldi. Það er hægt að stytta eða lengja sniðið eftir vild. Saumfar: Það er notað 2 cm saumfar á hliðarsaumum og faldi en um 3 cm saumfar á streng (ekki ef notuð er 5 cm teyjga). Vinnulýsing: Leggið sniðið á efnið og klippið, sikksakkið í kringum öll stykki með um það bil 3 mm breiðu sikksakki. Saurnið saman hliðarsaum- ana. Nú er strengurinn saumaður. Brjótið fyrst 1 cm innaf og síðan 2 cm og stingið naumt niður allan hringinn. Skiljið eftir 1 cm op við annan hliðarsauminn til að geta dregið teygj- una í. Ef þú villt nota 5 cm breiða teygju þá þarf ekki að bæta við saumfari fyrir streng. Þá er brotið innaf 1 cm og hann saumaður fastur. Saumið saman endana á teygjunni til að mynda hring. Snúið réttunni á pilsinu út og látið teygjuna ná 2 cm inn á pilsið. Nælið teygjuna niður á pilsið. Þegar allt hefur verið nælt vel er vélarfóturinn settur á teygjuna um 1 cm innaf kantinum. Teygið nú varlega á teygjunni og stingið hvorttveggja saman. Saumið upp 1 cm fald neðan á pilsið. Pressið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.