NT - 31.08.1985, Blaðsíða 14

NT - 31.08.1985, Blaðsíða 14
Innanhúss ocg 31. ágúst 1985 14 ■ Friðrik G. Friðriksson fulltrúi hjá Íslensk-Erlenda verslunarfél. t.v. og Iain R. Holding fulltrúi frá Rowntree Mackintosh. Ni-mvnd: Róbcrt NT-mynd: Sverrir ■ Guðbrandur viðskiptavinum okkar rotvarnarpillur sem þarf að setja í dýnurnar af og til.“ Vatnsrúm: Meiri hvíld og stöðugri svefn „Quality Street gífurlega vinsælt Sala einna hæst á íslandi segir lain R. Holding ■ Um þessar mundir er staddur hér á landi Englendingurinn Iain R. Holding, fulltrúi hins heimsþekkta sælgætisfyrirtækis Rowntree Mack- intosh, en Mackintosh hefur áratug- um saman verið mjög vinsælt meðal íslendinga sem annarra þjóða. Tilefni dvalar Iains á landinu er heimilissýningin ’85 þar sem íslensk- ur umboðsaðili RM, fslensk-Er- Ienda verslunarfélagið er með kynn- ingu á þessum vörum. Blaðamaður NT hitti Iain að máli um daginn og ræddi við hann m.a. um Heimilið '85. „Rowntree Mackintosh er saman- sett úr tveimur fyrirtækjum, Rown- tree og Mackintosh sem bæði voru stofnuð fyrir meira en 100 árum,“ sagði Iain. „Fyrir 16 árum var svo þessum tveimur fyrirtækjum steypt saman, og er það nú með höfuð stöðvar sínar í York á Englandi, en er með umboðsaðila eða verksmiðj- ur í yfir 100 löndum vítt og breitt um heiminn. Rowntree Mackintosh er meðal stærstu sælgætisframleið- enda í heiminum og Quality Street konfektið er mest selda konfekt heims. ísland er eitt þeirra landa þar sem heildarsala á Quality Street miðað við fólksfjölda er hvað mest. Einnig nýtur Kit Kat súkkulaðið ásamt fjölmörgum öðrum súkkulaði og sælgætisteg. frá RM mikilla vin- sælda á íslandi sem í öðrum löndum. Þessi mikla sala hér á landi er ekki síst að bakka íslensku umboðsaðil- unum okkar, íslensk -Erlenda sem hefur áratugum saman flutt Rown- tree Mackintosh sælgætið inn og staðið sig að öllu leyti mjög vel.“ „Tekur RM oft þátt í svona kaupstefnum hér og þar um heim- inn?“ „Það gerist við og við, þótt ekki sé logð sérstök áhersla á það. Þó teljum við að það sé nauðsynlegt að gera það að vissu marki því að þessar kynningar eru oft áhrifamikl- ar og halda vinsældunum við. Við tökum núna í fyrsta skipti þátt í svona sýningu á íslandi, en erum jafnframt nú með stærsta sýningar- bás, af þeim sem við höfum hingað til haft á þessum kaupstefnum.“ „Hvernig líst þér svo á Heimilið ’85?“ „Mjög vel. Þetta er mjög góð kynning fyrir fyrirtækið, og ég býst við að fólk taki henni vel, við verðum hér með sælgæti og fjöl- skyldupakka á kynningarverði o.s.frv. íslensku heimilissýningarn- ar hafa þegar getið sér gott orð erlendis, að taka þátt í henni í ár var tækifæri sem við urðum að grípa,“ saeði Iain að lokum. gefnar konfektdósir við góðar viðtökur viðstaddra. NT-mynd: Róberi ■ „Vatnsrúm s.f. tók til starfa í' desember á síðasta ári og viðtökurnar hafa verið mjög góðar," sagði Guð- brandur Jónatansson eigandi verslun- arinnar Vatnsrúm. Eins og nafnið bendir til selur verslunin ýmsar tegundir vatnsrúma, og er hún sú eina sem sérhæfir sig í því hérlendis. „Á Heimilinu ’85 ætl- um við að hafa rúmin til sýnis í rúmgóðum bás og leyfa fólki að prófa. Einnig verða til sýnis snyrti- borð og skápar í stíl við rúmin. Það virðist vera mjög útbreiddur misskilningur að mjúkar dýnur eins og eru í vatnsrúmum séu hræðilega óhollar fyrir bakið o.s.frv. Öðru nær, vatnsrúmin eru sérstaklega vinsæl af bak- og gigtveiku fólki. Þau eru t.d. einkum hentug fyrir gigtveikisjúk- linga sem þola illa kulda og trekk því þau eru með sérstöku upphitunar- kerfi. Þessi upphitun hefur líka þau áhrif að hjartað hvílist um 30%. Rannsóknir hafa sýnt að menn sem sofa á venjulegri dýnu bylta sér allt að því 80 sinnum á nóttu en þeir sem sofa á vatnsdýnu aðeins 8 sinnum. Þetta er vegna þess að í vatnsrúmum deilist líkamsþyngdin jafnt niður á allan líkamann því dýnan leggst alls staðar að honum, ekki bara á vissa parta líkamans. Þetta þýðir því mun meiri hvíld og stöðugri svefn en á venjulegum dýnum. Rúmin sem við seljum vatnsdýn- urnar í eru viðarrúm sem eru sérstak- lega þykk og traust, úr völdum norsk- um viði. Þessar vatnsdýnur eru með sérstök- um dempurum sem koma í veg fyrir öldugang og hver einasta dýna er handunnin. Það skiptir hins vegar máli hvernig dýnan er stillt, við sjáum um uppsetningu og stillingu. Ef þreyt- an líður úr þegar lagst er á vatnsdýnu, þá er hún rétt stillt,“ sagði Guðbrand- ur að lokum. Dóra Jónsdóttir gullsmiður: „íslenski þjóðbúningurinn er sígildur. ■ „Þjóðbúningaskraut er okkar sér- grein," sagði Dóra Jónsdóttir gull- smiður í Gullkistunni á Frakkastíg í samtali við NT. „Á sýningunni ætlum við að hafa samvinnu við Þjóðdansafé lag Reykjavíkur og verða sýningar- atriði með vissu millibili, þar sem þau dansa í þjóðbúningum með skrauti frá Gullkistunni. Þeir skrautmunir sem fylgja t.d. íslenska upphlutnum. eru býsna margir, t.d. millur, reimar, nálar, skúfhólkur og mikið af þjóðbúninga silfri sem Gullkistan sér um að gera. Það er um að ræða hjá okkur bæði verslun og verkstæði þar sem við framleiðum okkar eigin framleiðslu og einnig eftir pöntunum. Það er algengt að íslendingar búsettir er- lendis t.d. Vestur íslendingar panti hjá okkur þjóðbúningasilfur." „En heldur þjóðbúningurinn alltaf vinsældum sínum?“ „Já, það gerir hann sem betur fer. Þótt hann sé mun minna notaður nú en áður fyrr, er hann hafður sem landkynning þegar íslendingar fara erlendis, t.d. kórar klæðast honum oft, einnig er hann notaður á alls kyns alþjóðaráðstefnum. Þjóðbúningurinn er eitt af þjóðar- einkennum okkar íslendinga og jafn mikilvægur og menning okkar og mál,“ sagði Dóra að lokum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.