NT - 12.09.1985, Blaðsíða 1

NT - 12.09.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYINENGUSH SEEP. 7 árekstur -mikid eignatjón ■ Tjón varö á fimm bílum, og einn ökumaður var fluttur á slysadeild í gærmorgun, eftir harðan árekstur á mótum Fram- nesvegar og Holtsgötu. Árekst- urinn varð með þeim hætti að pallbifreið var ekið . norður Framnesveg og fólksbifreið vestur Holtsgötu. Bílarnir skullu harkalega saman á gatna- mótunum. Eftir áreksturinn köstuðust þeir hvor í sína áttina og lentu á þremur kyrrstæðum bifreiðum. Fjarlægja varð tvo bílana með kranabifreið. Annar ökumaðurinn skarst í andliti og var fluttur á slysadeild. Eigna- tjón varð mikið. Samkomulag um nýtingarbónus - en ósamið um önnur atriði ■ Á bónussamningafundi í gær mun að mestu hafa náðst samkomulag um framkvæmd nýtingarbónusins. þ.e. að taka upp fasta nýtingu, með því skilyrði þó að samkomulag ná- ist um önnur atriði, sem enn er ósamið um. Samkvæmt heim- ildum NT mun gert ráð fyrir að fullur nýtingarbónus náist við 93% borðanýtingu, svipað og tíðkast hefur á Húsavík. Út- færsla og útreikningar eru þó nokkuð frábrugðnir að öðru leyti. Reiknað mun með að hið nýja kerfi verði til reynslu í 6 mánuði. i Hitt stóra málið - 30 krónu bónusálagið - er enn óleyst. Samninganefnd Verkamanna- sambandsins breytti þeirri kröfu sinni að vísu í gær - að afloknum framkvæmdastjórn- arfundi Verkamannasam- bandsins - þannig að nú er farið fram á hækkun bónus- grunnsins, sem ekki hefur verið gert áður, en bónusálagið skuli lækkað á móti. Eftir að þessi krafa kom fram var fundi frestað fyrir kvöldmat, en síðan átti að halda fundi áfram fram eftir kvöldi. Samninganefndarmenn sögðu stöðuna mjög tvísýna. Ýmislegt benti til að samningar geti náðst áður en langt um líður, en einnig sé fyrir hendi sú hætta að allt geti farið í miklu verri hnút en nú er. Elstu Ijósmyndir sem vitað er um frá íslandi fundnar í Frakklandi: NT bíla- markað- urá4 síðum ídag -sjá opnu Selfoss: Vélhjóla- slys - unglingur fótbrotnar ■ Unglingspiltur á léttu bif- hjóli fótbrotnaði í gær eftir að hafa lent í árekstri við fólks- bifreið á gatnamótum Eyrar- vegs og Engjavegs á Selfossi um kl. 18.00 í gærkvöldi. Ekki er vitað hver tildrögin að slysinu voru nema að pilturinn keyrði á bifreið og kastaðist síðan á aðra nærliggjandi bifreið. Var piltur- inn flultur á slysadeild. Hugsanlega elstu varðveittu Ijósmyndir frá Norðurlöndum kom hingað til lands árið 1847 með jarðfræðileiðangri og dvaldist hér í 9 mánuði. Að sögn ívars pissurarsonar framkvæindastjóra safnsins eru þetta elstu ljósmyndir sem vitað er til að teknar hafi verið hérlendis og hugsanlega elstu varðveittar ljósmyndir frá Norðurlöndum. Myndirn- ar eru í vinnslu hjá Ljós- myndasafninu og verður e.t.v. unnt að birta þær al- menningi í næstu viku. Ljósmyndasafnið hefur haft nokkur tengsl við Frakk- land undanfarin ár og í gegn- um þau tengsl komst ívar Gissurarson á snoðir um að hugsanlega væru til gamlar myndir frá íslandi í skjala- safni einu í París. „En það þegar íslenskir .safnamenn tala um gamlar myndir þá ímynda þeir sér að þær séu frá tímabilinu 1880-1900,“ sagði ívar í samtali við NT í gær. Franskur ljósmyndari, Christian Rogers, leitaði myndirnar uppi og kom með þær til Islands. „Vinur minn, sem var að vinna að rannsókn- um varðandi Egyptaland á þessu safni, sagði mér, að hann hefði rekist á ýmislegt sem snerti ísland. Ég fór og kannaði málið og þá fann ég þessar tvær rnyndir," sagði Christian Rog- ers í samtali við NT, en hann dvelst á íslandi um þessar mundir. Gera má ráð fyrir að Desc- loiseaux hafi tekið fleiri myndir hérlendis en ógerlegt er að segja um hvar þær eru niðurkomnar. Vitað er að Þjóðverjar tóku setur ættar hans herskildi í seinni heim- styrjöldinni og höfðu margt muna á brott með sér og hugsanlega prýða myndir frá Reykjavík á árunum 1847 og 1848 myndaalbúm fyrrver- andi þýskra hermanna. Haldið verður áfram frek- ari eftirgrennslunum og að sögn ívars Gissurarsonar eru væntanlegar frá Frakklandi ít- arlegar upplýsingar um leið- angurinn, sem Descloiseaux kom með til íslands fyrir nærri 140 árum. - sýna Kvosina og Grjótaþorpið árið 1848 ■ Ljósmyndasafnið í Reykja tvær ljósmyndir sem teknar Hér er um að ræða yfirlits- þorpið og höfnina, teknar af vík hefur nú undir höndum eru í Reyicjavík árið 1848. myndir yfir Kvosina, Grjóta- Descloiseaux nokkrum, sem ■ „Mér líst mjög vel á málverkið,“ sagði Halldór Laxness „og það er þama geysileg orusta neðanmáls þar sem þeir eru í svona fínum stígvélum og einn í matrósafötum.“ NT-myndír: Róbcrt. og sýnir í Norræna húsinu ■ Listamaðurinn Erró, Auður og Halldór Laxness. ■ Erró er kominn til landsins og opnar sýningu á olíumálverk- um í Norræna húsinu á laugar- dag. Það er alltaf meiriháttar listviðburður þegar Erró-sýning er haldin á íslandi enda er Erró heimskunnur málari. Á þessari sýningu eru 31 ol- íumálverk sem unnin eru á sl. þremur árum og eru allar mynd- irnar til sölu. Auk þess mun Erró árita plaköt sem verða til sölu og vönduð sýningarskrá verður á boðstólum. Á sýning- unni eru aðallega 3 myndasyrp- ur: Stúlkurnar frá Marokkó, ljósmyndir frá Kína og 1002 nætur sem er framhald af mynda- syrpunni 1001 nótt sem sýnd var í Norræna húsinu 1982. Málverk af Halldóri Laxness er einnig á sýningunni en málarinn hefur lofað Reykjavíkurborg verkinu. Erró kominn til íslands

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.