NT

Ulloq

NT - 12.09.1985, Qupperneq 9

NT - 12.09.1985, Qupperneq 9
gripið niður í það hér og hvar - fékk ég grun minn staðfestan. Vitsmunaveran og yfirburða- maðurinn Hilmar Kristjánsson (en við hann var Moggi að ræða), er nefnilega haldinn þeirri óhuggulegu sannfær- ingu, að meirihlutinn í þessu landi, Suður-Afríku, sem þarna var viðtalsefnið, væri í rauninni ekki þess konar, að hann ætti að virða viðlits. Þess- ir svörtu, sagði hann efnislega, eru latir, heimskir, ósjálf- bjarga eða hálfgert/algert úr- hrak mannlegra vera. En við 'þessir hvítu, hélt hann áfram, höfum slíka yfirburði, ekki síst boði, nema að svo litlu leyti, að varla mælist í prósentum - hvað þá, að þeir hafi setið við svipað borð og hvítu þræla- haldararnir. Vandi svartra í Suður-Afr- fku er því sá, að þeir hafa ekki mátt sín neins gagnvart þessum fáu, hvítu hræðum, sem stjórna landinu - öllum til ama og leiðinda nema valdhöfum sjálfum og nokkrum útlensk- um ríkisstjórnendum (til dæm- is þeirri bandarísku), sem eiga hagsmuna að gæta og sjá fram á að hlutur þeirra skerðist, ef hinum svörtu tekst að reka hvftu kúgunarstjórnina af höndum sér. Hér á þó ekkert ef við, heldur þegar. Því þeim sem til þekkja ber saman um, að það er svo sannarlega ekk- ert lögmál, að núverandi ástand í Suður-Afríku ríki um aldur og ævi. Síður en svo og engan veginn. Og af því við íslendingar aðhyllumst Iýðræði (sem felur í sér, að lýðurinn ráði), þá geri ég það að tillögu minni, að við aðhöfumst allt, sem í okkar valdi stendur, til stuðnings þeim svörtu í Suður-Afríku, og leggjum okkar litla lóð á vogarskálarnar í þeim tilgangi, að hin hrokafulli hvítingi fari Sérhver skyldi þó hafa það í huga, að f réttir f rá Suður-Af ríku, sem okk- ur berast hingað á norðurhvel, eru færðar - af hvíta minnihlutanum - í þann búning, sem hinum svörtu kemur verst. vitsmunalega, að ekkert fær hróflað við veldi okkar. Þessi hroki hvíta mannsins, sem ég veit ekki betur en sé íslenskur ríkisborgari, er blett- ur á okkar samfélagi. Við verðum nefnilega að gera okkur grein fyrir því, að svarti meirihlutinn í Suður- Afríku hefur um langan aldur verið afskiptur. Hvíti minni- hlutinn hefur þjakað hann með þeim hætti, að honum hafa verið allar bjargir bannaðar. Og lágmarksmenntun til handa svörtum hefur ekki verið í að hugsa sitt ráð og að þeim gefist tilefni til að glápa í gaupnir sér... af og til. Við erum nefnilega ekki svo einföld hér á ísa köldu landi, að við teljum það verjandi og sjálfsagðan hlut, að hvítir her- menn eða lögregla- strádrepi konur og börn (sem oftast hafa aðeins hríslur sér til varnar) til þess að verða fyrri til. Verum því samkvæm sjálf- um okkur og sýnum hinum kúguðu (í þessu tilviki svörtum) stuðning. Og fyrir alla muni í verki. Þorsteinn Valgeir Konráðsson Fimmtudagur 12. september 1985 9 Ef okkur endist líf og heilsa, frú Jóhanna ■ Jafnréttisbaráttan á kvenna- áratug hefur tekið á sig ýmsar myndir og brugðið sér í margra kvikinda líki. Að sönnu hefur málefnum kvenna verið gefinn töluverður gaumur á þessu tímabili. Rauðsokkar komu til skjalanna og vöktu athygli á undirokun kvenna á flestum sviðum þjóðlífsins. Umræða um kvenréttindi, mannréttindi og jafnræði kynjanna komst í hámæli. Konur risu upp úr öskustónni, sögðu skilið við potta og pönnur, gáfu skít í grautargerð og streymdu út á vinnumarkaðinn. Heimilið, hornsteinn þjóðfélagsins, var skilið eftir í rúst. Barnahælum og dagvistunarstofnunum fjölgaði um allan helming og laun útivinnandi kvenna stóðu varla undir vistunarkostnaði barna þeirra. Það hrikti í stoðum karla- veldisins. Höfuðvígi karlremb- unnar voru í stórkostlegri hættu. Konur seildust í æ ríkari mæli inn á hefðbundin yfir- ráðasvæði karla. Hafnarnefnd- ir hinna ýmsu sveitarfélaga, nt.a. Reykjavíliur, eru nú setn- ar af konum, þar sem áður sátu eingöngu virðulegir og ábyrgð- arfullir karlar. Jafnréttisráð var sett til höfuðs karlmönnum. Það hef- ur fyrst og fremst gætt hags- muna kvenna gagnvart yfirgangi karla varðandi hæpnar stöðu- veitingar og varið rétt konunn- ar í þjóðfélaginu. En því miður hefur jafn- réttisráð snúist upp í and- hverfu sína. Raunverulegt jafnrétti kynjanna er ekki á dagskrá hjá því háa ráði. Kon- ur eru í meirihluta nefndar- manna, gagstætt lýðræðisleg- urn leikreglum. Forréttindaráð ætti það að heita réttu nafni. Nú er svo komið að ekki má ráða karlntann í stöðu þar sem kona er meðal umsækjenda, án þess að allt ætli um koll að keyra. Þó tók út yfir allan þjófabálk, þegar Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður krata, lagði það til í þinginu að „sækti kona á móti karli um opinbera stöðu, skyldi konan hljóta starfið." Hérna er ekki verið að fjalla á raunsæjan hátt um jafnrétti, eða stöðu kvenna í atvinnulíf- inu, heldur miklu fremur um forréttindi þeim til handa. Kynferði er tekið fram yfir hæfni og reynslu ef svo ber undir og raunverulegt jafnræði sett út í horn. Vitaskuld eiga konur að sitja við sama borð og karlar í þessum efnum. Þær eiga að njóta fyllsta jafnréttis á við karla, en ekki forréttinda. Ef sjónarmið frú Jóhönnu fá að ráða verður kerfið bráðlega sneisafullt af misjafnlega hæf- um og óhæfum konum í ábyrgðarstöðum. Járnfrúin, Margrét Thatc- her, er á móti jafnrétti karla og kvenna. Hún telur, að þegar konur hafi öðlast jafnrétti á við karla, þá fari þær fram úr þeim. En þess ber auðvitað að gæta, að frúin hefursjálf brotið á bak aftur karlaveldið í hei- malandi sínu og er f eðli sínu argasta karlrembusvín. í orrahríð jafnréttisbarátt- unnar hérlendis, hefur höfuð- áhersla verið lögð á það, að konur geti komist út á vinnu- markaðinn frá börnum sínum og fái að njóta sín eins og það er kallað. Það er vissulega góðra gjalda vert og bara sanngjarnt að konur séu ekki njörvaðar niður við eldavélina alla sína hundstíð. En í 'öllu jafnréttiskjaftæð- inu hefur einn hagsmunahópur algjörlega gleymst í kvenna- baráttunni. Nefnilega, heirna- vinnandi húsmæður. Hús-hvað? Frá alda öðli hafa heimilis- störf verið einskis metin á ís- landi. Á fjölmennum sveita- heimilum í gegnum tíðina, þurfti húsmóðirin að vera margra manna maki. Hún varð að fara á fætur fyrir allar aldir að kynda upp híbýlin meðan aðrir voru í fasta svefni og fór síðust í rúmið á kvöldin ef hún þá lagðist nokkuð til hvílu. Á hennar herðar var lögð sú ábyrgð að sjá um öll innistörf, gæta bús og barna og taka jafnframt til henti utan dyra við gegningar og heyskap. En að húsfreyja ynni handtak, var auðvitað af og frá. Þrátt fyrir gífurlegt fjölmenni á heintil- inu, segjum 20 manns, sem þurfti að fæða og klæða, var hún „bara húsmóðir" sem gerði ekki annað en skyldu sína; að vera gólftuska fyrir fjölskylduna. Yngri stallsystur sveitahús- freyjunnar hafa fcngið í arf hina gömlu nafnbót „bara hús- móðir". Spurt er: Hvað starfar þú? Svar: Ja, ég er nú „bara hús- móðir." Enn er spurt: Hvað er nú margt í heimili? Og svarið er: Við erum 8 í heimili. Heimavinnandi húsmæður eru enda settar skör lægra en kynsystur þeirra úti á hinum almenna vinnumarkaði. Líf þeirra og störf eru til „fárra fiska metin" og innan valkyrju- hóps kvennahreyfingarinnar eiga þær enga málsvara. Þegar konur nú til dags eign- ast börn (sem ekki er búið að eyða í móðurkviði) fá þær svonefndan fæðingarstyrk. Téður styrkur er að sjálfsögðu misskiptur eins og öðru mann- anna láni. Útivinnandi konur fá greidda hæstu upphæðina, sveitakonur koma næstar vegna þess að þær flokkast undir atvinnurekendur, en lestina reka heimavinnandi húsmæöur af því að það telst ekki vinna á Islandi að sjá um heimili. Ætli vambmiklar kvensur með búkonuvörtur austur í Grúsíu, ellegar kinnfiskasogn- ar negrakellingar í Suður-Afr- íku, roðnuðu ekki ef þær heyrðu þessi ósköp. Þar eystra og syðra eru mannréttindi í heiðri höfð miðað við kyn- þáttamisréttið sem heimavinn- andi verða fyrir hér á landi. Talsmenn Kristilega þjóðar- flokksins í Danmörku hafa gengið svo langt til móts við danskar húsmæður, að leggja fram þá tillögu á þinginu að barnahæli og dagvistunarstofn- anir verði aflögð og mæðrum greidd laun fyrir að hafa börn sín heima. Við þetta þurrkast að vísu út ein stétt manna, fóstrur, en er ekki alveg eins hægt að greiða þeim laun fyrir að annast eigin börn á heimil- um sfnum? Það jaðrar við, að einu rétt- indi heimavinnandi húsmæðra á íslandi séu þau, að fá legstað í vígðri mold og vissulega er það mikils virði að vera ekki huslaður á víðavangi. Því er það vel við hæfi, að virðulegar húsmæður úr Borg- arnesi eigi síðasta orðið í pistli þessum. Konur tvær voru á gangi upp í kirkjugarði. Þá segir önnur konan: Hér eigum við nú bráðum að lenda, ef okkur endist líf og heilsa." Gunnar Finnssnn. ástæðulausu. Það er umhugs- unarefni að tvö hundruð árum eftir píslir og dauða á hún andlega arftaka hér norður á íslandi. Það er e.t.v. ómaklegt að saka borgarstjórann okkar um að gera sér ekki grein fyrir þarflegu hlutvérki dagvist- arstofnana. En þegar kemur að því að leysa rekstrarvanda þeirra fáu sem til eru, þá reyn- ast staðreyndir nútíðarinnar léttvægar. Það skyldi þó aldrei vera að fjármálaráðherra hafi borið í sér einhverja sótt- kveikju sem Davíð hefur náð í þ.e. fyrrnefndur vildi eitt sinn ólmur leysa aðsteðjandi vanda með djarflegum pennastrikum og nú vill síðarnefndur leysa vandamál með því að neita að viðurkenna þau sem löggilt vandamál. Meðal annarra orða, fyrst minnst er á þá kumpána þá er best að minna háttvirta lesend- ur á leiftursnögga fjármögnun gervigrasvallar og hlaupa- brautar í Laugardal. Ef fjár- málaráðherra og borgarstjóri beittu sömu aðferðum í sam- skiptum sínum við æskuna í heild sinni og þar sem íþrótta- hreyfingin er annars vegar, þá mætti syngja um þá lof og prís. Sagan segir nefnilega að byrj- unarfjárveitingum til tveggja dagheimila hafi verið fargað í gervigrasið. Alræði blikkbelj- unnar Svo eru það skipulagsmálin. Þeir sem þekkja til t.d. hjá frændum vorum á Norðurlönd- um geta borið um það vitni að allir vegfarendur njóta jafnrar athygli skipulagsyfirvalda. Af götunni tekur við hjóíreiða- braut og svo kemur gangstétt. Þannig er um hnútana búið að öll umferð, hvers kyns sem hún er, gengur truflunarlaust. Það eru ekki síst börnin sem njóta góðs af þessu. Það þarf víst ekki að orð- lengja um ástand mála hér á landi og t.d. hér í borg. Alræði blikkbeljunnar er algjört. Þannig hefur það verið árum saman og er enn. Lifnaðar- hættir hafa breyst en forgangs- röðun yfirvalda er söm við sig. Forðum daga var oft sagt að einungis börn og fáráðlingar færu um á reiðhjólum og það segir sína sögu. Þetta viðhorf virðist enn vera ríkjandi nema að nú er líklega talað um sérvitringa í stað fáráðlinga. Eini sannleikskjarninn í þessu er sá að börn nota reiðhjól mjög mikið, ef þau ganga ekki. Þannig hefur það verið áratug- um saman, en borgaryfirvöld- um kemur það augljóslega ekki við. Þau eru víst heldur ekki niörg atkvæðin í barna- skaranum. Samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs slösuðust 134 börn hér á landi árið 1984. Þá er miðað við aldurinn 0-14 ár. Af þessum hóp voru 84 fót- gangandi eða á reiðhjólum, sem sagt mikill meirihluti. Hversu mörg þessara barna hlutu rneiðsl sín vegna staðn- aðrar og nirfilslegrar afstöðu? Flausturskenndar ráðstafan- ir eins og að beina allri óvélknú- inni umferð upp á gangstéttir eru fáránlegri en orð fá lýst. Þar fyrir utan er lítil bót í því að fá leyfi til þess að athafna sig á svæði sem er hulið snjóhrauk- um meirihluta árs. Nei, það er öruggt að börnin mega sín lítils þegar atkvæðisbærir bíl- eigendur hnykla vöðvana. Barnafjandsamlegt umhverfi í þessum pistli hefur einung- is verið tæpt á tveimur af- mörkuðum þáttum í samskipt- um opinberra yfirvalda og barna á íslandi. Fleira mætti telja til sem ófagurt er. Það er alla vega ljóst að þó að þeir sem fjárveitingum ráða séu ekki beinlínis fullir mann- vonsku þá eru þeir sekir um ógnvænlegt skilnings- og áhugaleysi. Fagurgalinn og upphrópanirnar á hátíðlegum stundum eru því miður orðin tóm. Afleiðingin afþessuersú að það hefur tekist að skapa barnafjandsamlegt umhverfi. Mörgum þótti kátlegt er sænskir barnasérfræðingar mæltu með því fyrir skömmu að öll börn fengju atkvæðisrétt er foreldrar færu með. Víst væri framkvæmd þessa næsta ómöguleg og ólíklegt að af verði. En hugmyndin er já- kvæð fyrir þær sakir að hún beinir athyglinni að varnarleysi barna sem hagsmunahóps í nútíma samfélagi. Börn fara ekki inn í kjörklefana og þau líða fyrir það. Sturla Sigurjónsson.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.