NT - 12.09.1985, Síða 11

NT - 12.09.1985, Síða 11
Fimmtudagur 12. september 1985 15 Fær „Spilling á Miami“ EMMY-verðlaunin í ár? - úrslitin verða kunngjörð 22. september n.k. ■ Lögregluhetjurnar úr „Miami Vice“: Don Johnson (Sonny Crockett) og Philip Michael Thomas (Ricardo Tubbs). ■ Bandaríski sjónvarpsþátt- urinn „Miami Vice" hefur tölu- vert verið gagnrýndur þar í landi fyrir að þar sjáist svo mikið ofbeldi og ruddaskapur, en þættirnir eru um leyni- lögreglumenn sem eiga í úti- stöðum við smyglara og eitur- lyfjasala. Samt þykja þetta það góðir þættir, að nú í ágústbyrjun fengu þeir flestar tilnefningar til hinna eftirsóttu EMMY-verð- launa sem veitt eru árlega til bestu eða vinsælustu sjónvarps- myndanna. „Spilling á Miami“ (Miami Vice) fékk 15 atkvæði, en næst kom þáttur sem við hér á Islandi höfum séð dálítið af: „Hill Street Blues“ (ameríski löggu- þátturinn í sjónvarpinu í vor) með 11 atkvæði ásamt tveim öðrum þáttum, sem fengu sömu tölu. Dýrasta djásnið (Jewel in the Crown) fékk 6. DALLAS- þættirnir fengu enga tilnefningu til verðlauna, en keppinautar þeirra, DYNASTY, fengu 3 stig! Úrslitin koma svo í ljós 22. september. Mikil óöld er nú sögð ríkja á Miami og í grennd. Má nefna t.d., aðáárinu 1984voruframin 23.7morðáhverja 100.000 íbúa þar (samsvarandi tala - miðað við íbúa íslands-yrði nærri 60!) og í skýrslum lögreglunnar kem- ur fram, að það hafa einungis um 30% morðanna verið upplýst. Það sem vekur mestan óhug ferðamanna, sem alltaf hafa verið fjölmennir á Miami, er að nú hafa rán á þjóðvegum færst í vöxt. Frá ársbyrjun hafa 96 slík rán verið framin á 8 km spotta af þjóðvegi, sem liggur nálægt fátækra- og hjólhýsahverfi þar. ■ - ■ Sagt er að hver sjónvarpsþáttur kosti milljón dollara, enda er ekkert til sparað; dýrir bflar, glæsilegur fatnaður o.s.frv. „Þetta líkist helst sögurn úr villta vestrinu," sagði umferðar- lögregluþjónn um ástandið. Aðalhetjurnar í sjónvarps- þáttunum „Miami Vice“ eru íúnn Ijóshærði Don Johnson (sem leikur Sonny Crockett) og Philip Michael Thomas (Ricar- do Tubbs). Þeir eltast við óbóta- menn á milli þess sem þeir njóta lífsins með fallegum stúlkum og aka í hraðskreiðum bílum. Þeir kumpánar eru miklir vinir í einkalífinu og vinna líka vel sam- an við upptökurnar. Don John- son er þrígiftur og á eitt barn, tveggja ára son, en er nú nýtek- inn saman við eina 17 ára! Sjálfur er hann 34 ára. Hann þótti nokkuð gefinn fyrir vín og hið ljúfa líf, en segist vera kominn í bindindi og hugsi nú mest um heilsuna. Thomas er mjög trúaður, og segist lifa ævintýrin í sjónvarpsþáttunum en eiga annars rólegt einkalíf. Hann er laus og liðugur. „Við erum báðir ákveðnir í því að gera okkar besta í því að halda þáttunum okkar á toppn- um áfram,“ sagði Thomas ný- lega í blaðaviðtali. Þeir bíða spenntir eftir EMMY-verð- launaúthlutuninni í september. Ráðstefna S.U.F. Ráðstefna Sambands ungra framsóknarmanna um stefnu, starfshætti og skipulag Framsóknarflokksins. Bifröst 14.-15. sept 1985. Dagskrá: Laugardaginn 14. sept.: 1. Kl.13:00 Setning. Finnur Ingólfsson, formaður SUF. 2. Kl.13:05 Samþykkt miðstjórnarfundar Framsóknarflokks- ins er varðar SUF. Finnur Ingólfsson. 3. Kl.13:15 Hvernig koma stjórnmál og stjórnmálamenn fólki á aldrinum 18-25 ára fyrir sjónir. Hverju þarf að breyta? a: b: Hallur Magnússon. 4. Kl.13:30 Hvernig kemur Framsóknarflokkurinn ungu fólki fyrir sjónir. Hverju þarf að breyta? a: Guðrún Hjörleifsdóttir b: Þórður Ingvi Guðmundsson. 5. Kl. 13:45 Stuttar fyrirspurnir og umræður. 6. Kl.14:15 Við hvaða breytingum má búast á næstu kosningabaráttu með tilkomu nýrra útvarps- laga? Helgi Pétursson, ritstjóri. 7. Kl.14:25 Er æskilegt að náin tengsl séu á milli stjórnmá- laflokkanna og hinna ýmsu félagsmálahreyf- inga? a: Unnur Stefánsdóttir b: Bolli Héðinsson c: Hilmar Þ. Hilmarsson 8. Kl.15:00 Stuttar fyrirspurnir og umræður. 9. Kl. 15:30 Kaffihlé. 10. Kl. 16:00 Er skipulag Framsóknarflokksins í takt við tímann? a: Drífa Sigfúsdóttir. b: Níels Árni Lund. 11. Kl.16:15 Hvernig á Framsóknartlokkurinn að haga vinnu- brögðum sínum í næstu framtíð? a: Magnús Ólafsson. b: Bjarni Hafþór Helgason. 12. Kl.16:30 Hvernig á ungliðahreyfing innan stjórnmála- flokks að starfa? a: Jón Sigfús Sigurjónsson. b: Haukur Þorvaldsson c: Þórður Æ. Óskarsson. 13. Kl.16:45 Almennar umræður og fyrirspurnir. 14. Kl. 19:00 Kvöldverður. Sunnudagur 15. sept.: 1. Kl.10:00 Ber að taka upp nýtt stjórnunarfyrirkomulag á Islandi í formi sjálfstæðra fylkja? a: Þórður I. Guðmundsson. b: Ásmundur Jónsson 2. Kl.10:30 Almennar umræður og fyrirspurnir. 3. Kl.12:00 Fundarslit. Ráðstefnan er öllum opin, ungt framsóknarfólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Kostnaður er kr. 1400.- Innifalið er kaffi, kvöldmatur, morgunmatur og gisting. Þátttaka og nánari upplýsingar í síma 24480. Hópferðir frá BSÍ laugardaginn 14. sept. kl. 10.00. Verð kr 200,00. S.U.F. Almennir stjórnmálafundir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjáns- son alþingismaður boða til almennra funda á Fljótsdalshéraði vikuna 8.-15. september. Fundarefni: Landbúnaðarmál og önnur þjóðmál. Fundirnir verða sem hér segir: Fimmtudagur 12. september kl. 21.00 á Iðavöllum. Föstudagur 13. september kl. 16.00 í Végarði. Föstudagur 13. september kl. 21.00 á Rauðalæk. Laugardagur 14. september kl. 16.00 á Arnhólsstöðum. Einnig verður fundur á Borgarfirði eystra föstudaginn 6. september kl. 21.00 og á Vopnafirði sunnudaginn 15. september kl. 21.00. Fundarefni: Sjávarútvegur og landbúnaðarmál og önnur þjóðmál. Framsóknarfélag Garðabæjar Fundur verður haldinn að Goðatúni 2, kl. 4 laugardaginn 14. september n.k. Umræðuefni: Komandi bæjarstjórnarkosning- ar. Stjórnin.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.